Þjóðviljinn - 04.03.1960, Síða 9

Þjóðviljinn - 04.03.1960, Síða 9
Föstudagur 4. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Híti fiw rutr i-iig nu- tií! ag m Ritstjóri: Frímqnn Helgason ■ - * / s« ■.............. ■' '<$■ i S > v Þetta er skólaliúsið í Oberwiesenthal. Eins og sagt var frá hér ó sínum tíma, náðu skíðamenn KR sambandi við Skíðasamband Austur-Þýzkalands og varð sam- vinna um það að KR skyldi senda 4 menn til Austur-Þýzka- lands til æfinga en Þjóðverjar Þórður Jónsson í Are sendu svo næsta %vetur 4 menn hingað til æfinga. Nú hefur 1. þáttur þessarar samvinnu farið fram, með því að KR-ingar hafa dvalizt þar eystra.og eru komn- ir heim fyrir fóum dögum. t stuttu viðtali við Martein Guðjónsson, sem var einn af þátttakendum, segir hann nokk- uð frá dvöl þeirra félaga, og fer það hér á eftir: Við héldum beint til Ober- wiesenthal, um Hamborg og Berlín, og fengum þegar hinar beztu viðtökur. Staður þessi liggur á landamærum Austur- Þýzkalands og Tékkóslóvakíu, eru landamærin aðeins 60 metra frá staðnum sem við héldum til a. Lítil á greinir landamærin, og hinum megin er lítið tékk- neskt þorp. , í þorpi þessú er stærsti iþróttaskóli Austur-Þýzkalands, og þangað koma flestir íþrótta- menn úr öllum greinum íþrótta og frá flestum stöðum landsins, og víðar að, og njóta þeir góðra þjálfara í hverri grein. Nutum við þeirra að sjálfsögðu líka. Skóli þessi er starfræktur *llan ársins hring fyrir allar íþróttagreinar og er því alltaf fullsetinn. Við æfðum með liði Trakt- ors sem er sterkasta félagið í Alpagreinunum í Austur-Þýzka- landi, og átti félagið 6 af 8 landsliðsmönnum. Skíðamenn Traktors æfa flestar greinar íþrótta nema knattspyrnu. Traktor á íþróttaskóla þenn- an en fimleikasambandið starf- rækir hann. í skólanum dvelja oft lands- liðin í hinum ýmsu greinum, og á meðan við vórum þar, dvaldi þar einnig landslið kvenna í handknattleik, sem keppir á næstunni. Stunduðu þær ýmsar æfingar, ekki fremur handknatt- leik en eitthvað annað. Sund- stúlkur voru þarna, og knatt- spyrnulið til æfinga. Staður þessi er mjög góður fyrir brun, svig og aðrar vetr- aríþróttir. Þar. er skíðalyfta sem tekur 40 manns, og á bærinn lyftuna. Staður þessi er líka mikill ferðamannabær, og dvelja þar oft 2500 manns. Þorpsbúar sjálf- ir eru 2800 talsins. Góð skilyrði og aðbúnaður Ég tel að við höfum haft þau beztu skiiyrði sem Islendingar hafa nokkurn tíma haft við æf- ingar. Við höfðum allt fritt þarna, fj'rst fJokks kennara og viðurgerning. Okkur. var boðið að velja um mataræði en við kusum að borða hið sama og aðrir. Við æfðum alla virka daga eitir því sem tími leyfði en á sunnudögum var svo mikið fjöl- menni í brautunum og lyftunni, um 3000 manns, að maður komst ekki að. Við vorum svo heppnir að sjá Helmut Recknagel í stökk- keppni áður en hann fór til Squaw Valley, og stökk hann glæsilega. Við heilsuðum hka upp á Glass, skíðastökkvarann fræga, sem Austur-Þjóðverjar telja mun betri en Helmut. en hann meiddi sig um jólaleytið og er enn á spítala. Við teljum að við höfum haft mjög mikið gott af þessum æf- ingum, og að það eigi eftir að koma betur í ljós. Ekki hefur endanlega verið gengið frá komu Austur-Þjóð- verjanna hingað næsta vetur, en gera má ráð íyrir að þar geti róðið nokkru um, hvort bú- ið verður að reisa skíðalyftu þá í Skálafelli sem um hefur verið rætt. Þeir sem tóku þátt í förinni til Austur-Þýzkalands voru Hinrik Hermannsson, Davíð Guðmundsson. Úlfar Guðmunds- son og Marteinn Guðjónsson. Skíðamenn voru einnig í Are í Svíþjóð Það verður ekki sagt, að skiða- menn okkar hafi setið auðum höndum í vetur. því að auk þeirra sem voru í Austur-Þýzka- landi. svo og þeirra olympíu- fara sem voru í Austurríki og Sviss. áður en þeir fóru vestur til Squaw Valley, fóru þrír skíðakappar til Áre í Svíþjóð og' hafa dvalizt þar undanfarið en eru nýkomnir heim. Nóði Íþróttasíðan stuttu rabbi við þá um dvöl þeirra í Sví- þjóð. Það var Þórir Lárusson sem sagði frá dvölinni þar. Sagði Þórir að þeir félagar hefðu verið þar í mánaðartíma. Áre er mikil skíðasmiðstöð fyrir sænska skíðamenn og þangað leita einnig ferðamenn til dval- ar. Þar var nægur snjór enda er Áre á svipuðu breiddarstigi og Reykjavík. Þar er góð að- staða til æfinga, góðar brekkur. Loftslag er þarna mjög heil- næmt og þurrt og hafa dvalizt þar löngum asmasjúklingar sér til heilsubótar. Járnbrautirnar eiga þarna líka hvíldarheimili fyrir starfsmenn sína og þær eiga lyftur þær sem þar eru notaðar. Við æfðum um 6 tíma á dag, þar af 1 Vi í braut en hinn tísn- ann frjálst. Er mikið gert af því þar úti (sama sagði Mar- teinn frá A-Þýzkalandi). Þarna hittum við Stig Selland- er, sem. er nú hættur keppni i stórmótum, en keppir sér til gamans í minni mótum. Þar var einnig hinn kunni skíðakappi Áke Nilson með ung- lingalandsliðið sænska. Við dvöldum um tíma á íslenzkum heimilum; ef svo mætti segja. því að Óli Haukur, sem margir munu kannast við, og eiphig Erik Södering', sem margir skiða- menn hér heima munu kannast við og giffur er íslenzkri konu, buðu okkur dvöl á heimil.um sínum nokkurn tíma og var þar gott að vera. Kvað Þórir þá félaga hafa haft mikið gott af ferðinni, og með góðri aðstöðu getað stundað íþróttina af kappi. Voru þeir þar á vegum félaga sinna, Ár- manns og ÍR. Þeir sem fóru voru, auk Þóris, Úlfar, Jón Andrésson ÍR og Þórður Jónsson Ármanni. SCnattspyrnudém ararnir seinir Davið, Hinrik, tílfar og Mar'teinn við skólahúsið, Fyrir nokkru barst knatt- spyrnudómurum bréf frá stjórn Dómarafélagsins þar sem þeir eru spurðir um það hvort þeir ætli að taka þátt í dómarastörfum næsta sumár. Var frestur á svari gefinn til 1. marz. Þann dag hitti fréttamaður íþróttasíðunnar formann Dúm- ■. arafélagsins, Einar Hjartarsbn og spurði hann hvernig hefði „smalazt“, þegar hann fór að ,stugga“ knattspyrnudómur- um saman. Einar kímdi við og sagði að vægast sa.gt væru þeir seinir til. Alltof fáir hefðu gef- ið sig fram fyrir tilskilinn tíma og það menn sem hann kvaðst vita að yrðu mcð. Tím- inn hefði því verið framlengdur út þessa viku, og kvaðst hann vona að enn bærust svör fyrir þann tima. Hvernig væri fyrir félögm, sem eiga dómara, að gera þá. _ kröfu til þeirra að þeir sinjj'C I þessum störfum? Hvað len°'i skyldi það loða við stjórnir fé- laganna að þær láti sig engíi skipta dómaramálin, og það þótt þær verji öl'um kröfthm sínum til þess að búa til kepp-’i sem flest lið, vitandi að í hverj. um leik verður að vera dóm- ari? Væri ekki líka hægt að segja um stjórnir félaganna að þær væru „seinar til“? J _

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.