Þjóðviljinn - 19.03.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.03.1960, Blaðsíða 5
í Brasilíu urðu mikil flóð fimm fylkjum landsins meðfram Atlanzhafsströndinni. Samkvæmt upplýsingum yfirvaldanna hafa minnsta kosti 150 manns farizt í flóðunum. Þúsundir manna hafa misst heimili sín og allar eigur. Fjöldi fólks einangraðist á hæð- um og húsaþökum í flóðunum, og hefur verið unnið að því að bjarga því fólki með þyrlum undanfarið. í Gradec við rætur fjallsins Sara í jarðskjálftum Banclaríkjamenn hafa komið sér upp stöðvum fyrir flugskeyti í Bretlandi, enda eiga þeir tæplega enn nokkrar eldflaugar sem borið gætu kjarnavopn á milli heimsálfanna. Það eru sam- tals 60 flugskeyti sem komið hefur verið fyrir í Bretlandi, öll af gerðinni Thor, og er mynd- in tekin þegar síðasta skeytið kom þangað með bandarískri herflutningavél. • / • 4 Jarðskjálftar S.l. laugardag varð mikill jarð- skjálfti í borginni Tetovo í Makedón'u Undanfarið hafa orðið tíðir minniháttar jarð- skjálftar sumstaðar á Júgóslavíu. Þegar jarðskjálftinn varð, greip um sig mikil hræðsla og fólk þusti út úr húsunum. Miklar skemmdir urðu í Tetovo og mörgum öðrum borgum og þorp- varð verst úti þessum. Þar hrundu til grunna 250 hús af 297, sem í þorpinu stóðu. „Jánitjaldina11 lyft við Liibððk Lögxeglan er vön að gleðjast þegar hægt er að hafaj hendur í hári innbrotsþjófs. Handtaka innbrotsþjófsins Richard Morrison í Chigago, veitti þó lögreglunni þar í borg litla ánægju. Sú handtaka hefur valdið heilli skriöu af hneykslum, sem hafa nær því eytt allri virðingu fyrir lögreglunni. Yfirlögreglustjórinn hefur sagt af sér og tal- íö er að borgarstjórinn fari sömu leið. Daley borgarstjóri, sem er demókrati, hefur kvatt til einn frægasta afbrotafræðing Banda- ríkjanna til að rannsaka lög- regluhneykslið. Sá heitir Wilson og er rektor afbrotadeildar Kalifomíuháskóla. Byrjaði 15. janúar Lögregluhneykslið byrjaði 15. janúar s.l. Þann dag var út- völdu liði lögreglumanna skipað Flest sjálfsmorð í Vestar-Berlín Alþjóðaheilbrigðisstofniuiin (WIIO) hefur gefið út skýrslu um sjálfsmorð í Iiinum ýmsu löndum Iieims og kemur þar í Ijós að sjálfsmorð eru hvergi algengari í hlutfalli við fólks- f jölda en í Vestur-Berlín. Fjöldi ejálfsmorðingja á hverjar 100.000 íbúa var mest- ur í þessum löndum: . Karlar: Vestur-Berlín 43.2. Finnland 37, Austurríki 32,4, Sviss 31,9, Svíþjóð 31,2 og Danmörk 30,2- Konur: Vestur-Berlín 27, Japan 19,4, Danmörk 14,9, Austurríki 14,5, Vestur-Þýzka- land 12,4, Sviss 11,9 og Ung- verjaland 11,8. Minnst var um sjálfsmorð í þessum löndum: írland þar sem 4,4 karlar af hverjum 100. 000 fyrirfóru sér, Norður-ír- land 4,8, Hollandi 7,1 og meðal þeldökkra í Bandaríkjunum 6,1. Sjálfsmorð kvenna er einn- ig sjaldgæfust í þessum lönd- um auk Noregs. að handtaka átta starfsbræður sína. Lögreglustjórinn hafði feng- ið vitneskju um að lögreglu- þjónarnir átta væru aðilar að ræningja- og bófaflokki. Þegar úrvalsflokkurinn hafði handtekið hina átta, og hreins- ■að hirzlur þeirra, mátti fylla tvö herbergi á lögreglustöðinni með þýfinu. Það voru -stolin sjónvarpstæki, búsáhöld, íþrótta- tæki og margskonar annar varn- ingur. Skömmu síðar voru fimm lögregluþjónar handteknir í við- bót fyrir samskonar athæfi. Aliir þessir 13 kumpánar héldu í fyrstu fram sakleysi sínu. Þeim var stefnt til yfirheyrslu hjá lögrnanni, sem er sérfræðingur í að afhjúpa lygar. 100 aðrir lög- regluþjónar úr borgarhlutanum Summerdale, þar sem þjófafé- lagið starfaði, var einnig stefnt á sama stað. Skriðan fer af stað Þégar rannsókn yarð .ppinþer, fóru að þerast bréf til lögreglu- yíirvaldanna, sem sízt voru traustvekjandi fyrir lögregiyna. Fyrrverandi fangar og afbrota- menn ljóstruðu upp um mútu- þæga lögregluþjóna. Margir höfðu þegið mútur frá ökufönt- um, sem brutu umferðarreglur, og sum bréfin fullyrtu að lög- reglumenn væru í nánu sam- bandi við glæpaflokká borgar- innar. Innbroísflokkur unglinga skýrði frá því, að lögregluþjónar hefðu hjálpað flokknum við að ræna 250.000 dollurum. Foringi bófa- flokksins mútaði lögregluþjón- unum með allt að 2000 dollurum hverjum. Fangar í fangelsi í Illinois sögðu, að 20—30 lög- reglumenn hefðu haft ágæta samvinnu við þá um þjófnað á skartgripum og loðfeldum. Innbrotsþjófurinn Morrison kvaðst hafa mútað lögreglustjór- anum í útborginni Evanston með 2500 dollurum. Ekki var lengur hægt að stöðva hneykslunar- skriðuna. Lítilsvirðing í garð lögregl- unnar varð hvarvetna ljós. Ef lögreglumenn ætluðu að stjórna umferðinni, var hrópað háðslega til þeirra: „Hvað má ég bjóða þér til að þegja yfir þessu“? O’Connar yfirlögreglustjóri sagði af sér störfum og sömu- leiðis lögreglustjórinn í Summer- dale, þegar hann áþti að svara til saka hjá lygasérfræðingnum. Austurþýzka stjórnin hefur opnað aftur fyrir umferð um einn af þjóðvegunum mi li A- og V-Þýzkalands sem lokaðir hafa verið síðan stríði lauk. Það er Bundesstrasse 105 sem liggur yfir landamærin við þorpið Schlutup sem er rétt ut- an við Lúbeck- Þessi þjcðvegur var áður fjölfarinn og búizt er við að hann verði það aftur. Lík'egt þ.yk’r að það færist nú í vöxt að ferðamenn frá Norð- um Makedóníu vegna jarðskjálft- lurlöndum fari yfir Austur- anna. Fjöldi húsa hrundi. Einn Þýzkaland á leið sinni suður á maður mun hafa farizt en marg- meginland og muni þá e'nmitt ir slasast hættulega. Þorpið fara um þennan veg. iiiiiiiiiiiiiiiiuimiiriiiiiiitiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii 1 Fylgzt með ferðum Fmmherja E Enda þc'it Bretar liafi ekki komið neinu gervitungli á = loft og hyggist ekki gera það á næstunni hafa þeir þó = lagt fram ómetanlegan skerf til geimrannsókna. Það = er að þakka hinum mikla radíókíki þeirra í Jodrell E Bank sem fylgzt hefur með ferðum gervitunglanna, E einkum þó þeirra bandarísku, enda eiga Bandaríkja- E menn'ekkert sambæriiegt 'tæki, en munu nú ei.ga það í E smíðum. f Jordell Bank er fylgzt með ferð E Frumherja 5. út í geiminn, en hann er nú kominn um 2 milljónir kílómetra frá jörðu á brau't sinni umhverf- is sólina. Myndin er tekin í athuganastöðinni í Jodrell Bank en þaðan verður hin stærri sendistöð Frumherja 5. sett í gang, þegar ekki heyrist lengur j hinni minni. Á myndinni sést forí'töðumaðiir stöðvarinnar, hinn kunni brezki stjörnufræðingur prófessor Lovell og aðstoðar- maður hans, dr. Davies. tJt um glu.ggann má greina nokkurn liluta hins mikla radíókíkis. ÞJÓÐVILJINN — (5 flóðuxn Nátlúruhamfarir hafa undanfariö valdið miklu mann- tíóni og eignatjóni í ýmsum heimshlutum. Eftir jarö- skiálftann mikla í Agadir í Marokkó á dögunum, uröu Makedóníubúar skelfingu lostnir, þegar jaröhræringar uröu þar fyrir skömmu. Laugardagnr 19. marz 1960 — 150 fóri:st í iimiiHmimiiiiimniiiitiimimiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.