Þjóðviljinn - 19.03.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.03.1960, Blaðsíða 4
<£) ■—■ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19. marz 1960 Minnzt )0 éro ' l n i; i 7/1 /1T/ 'T \i; afmœtis Oháði söfnurinn í Reykjavík minntist nýlega 10 ára afmælis síns með fjölmennu samsæti. Veizlustjóri var Sigurjón Guð- mundsson forgtjóri, en ræður fluttu Andrés Andrésson, sem verið hefur formaour safnaðar- Stjórnar frá upphafi, Bogi Sig- urðsson kennari, gjaldkeri safn aðarins, séra Emil Björnsson safnaðarprestur. Álfheiður Guðmundsdóttir, sem verið hef- ur formaður kvenfélags safn- aðarins frá stofnun þess, og Stefán Árnason, er talaði af hálfu Bræðrafél. safnaðarins x forföllum formanns þess, Jón Arasonar. Ennfremur töluðu Kristinn Ág. Eiríksson járn- smiður, Ásmundur Guðmunds- son fyrrv. biskup, séra Bjarni Jónsson vígslubiskup og María Maack. Þuríður Pálsdóttir söng einsöng og sýnd var kvikmynd af vígslu kirkju Óháða safnað- arins sl. vor. Formaður og prestur safnaðarins vottuðu •þakkir öllum þeim í söfnuðin- um og utan hans sem lagt liafa málum hans og kirkjtibygg- íngu lið á undanförnum árum. I afmælishófinu var ekýrt frá því að kvenfélag safnaðar- ins hefði ákveðið að gefa altar- istöflu sem íslenzkur listmálari málar í sumar. Þá gaf bræðra- félagið -6000 kr. til kirkjunnar og Vestur-íslendingurinn Skúli Bjarnason gaf 10 þúsund kr. Eitt tonn af I skreið til Aga- dir-söfnunar Þjóðviljanum barst í gær yf- irlit frá Rauða krossi íslands um Agadir-söfnunina. Alls söfnuðust 'í peningum 16.280 krónur og voru gefendur ein- staklingar og fyrirtæki; stærsta fjárhæðin 5 þús. kr. var frá Seyðisfjarðardeild RKÍ. Skreiðarsamlagið gaf eitt tonn af skreið og er verðmæti þeirrar gjafar ca. 25 þús. kr. Auk þess fjár, sem að framan igetur, mun Rauði kross íslands leggja fram nokkurt fé til við- bótar. Söfunarfénu verður varið í samráði við Rauða hálfmán- ann. í Martkkó. 'I\r v 1 • r • Norskur verkfræ iNeyöarmerki a ritvel — ingur, Leif Evense hefur fundið upp tæki sem hann kallar „au'tomorse“. Það er nokliurs konar ritvél, sem gerir mönnum fært að senda loft- skeytamerki án þess að kunna mors-stafrófið. Sé til dæmis slegið á takkana SOS sendir sendistöð í sambandi við ritvélina ú't neýðarmerkið. Þetta tæki á ekki að koma I stað loftskeyta- manns, en vera til vara í skipum og björgunarbátum, ef þar er enginn sem kann að senda loftskeyti á venjulegan hátt. Öryggisþjólf- un flugliða Flugfélogsins I vetur hefur Flugfélag Is- lands starfiækt skóla þar sem flugliðunum, þ.e. flugmönnum, flugleiðsögumönnum, flugvél- stjórum og flugfreyjum eru kynntar nýjungar er fi-am koma á sviði öryggismála, eldri fræði rifjuð upp o.fl. Hefur Flugfélagið fengið fullkomin kennslutæki, sem gera kleift að öll þjálfun flugmanna félags- ins farj fram hér á landi. Nýr þáttur í þjálfun flug- áhafna hófst í gær. Hann er í því fólginn, að flugáhöfn er flutt með allan útbúnað, sem er í venjulegri fárþegaflugvél til staðar sem er innan við 80 km frá Reykjavík, en sem ekki er tilgreindur að öðru ieyti. Áhöfnin hefur m.a- senditæki en engan móttakara. Að nokkr- um tíma liðnum er leitarflug- vélum gert aðvart. Þær eiga síðan að miða staðinn eftir sendingum tækisins, finna hann og varpa niður birgðum. Hæsti útilegubátur Framh. af 12. síðu róðrum, Víkingur 100 tn. í 8 róðrum og Hermóður 92 tn. í 11 róðrum. Aðrir bátar eru með minna. Sumir dagróðabátanna landa [ öðrum verstöðvum, einstaka sinnnum. og því eru aflatölur eingöngu miðaðar við löndun hér í Reykjavík. Þessar aflafréttir frá Reykja- vík fékk fréttamaður Þjóðvilj- ans hjá Nikulási K. Jónssyni fyrrum skipstjórá. Saumavéla- v i ð g e r ð i r Fljót afgreiðsla SYLGJA, Laufásvegi 19. Sími 1-26-56. Rósir aískornar. • (gróðrarstöðin við Miklatorg). • Bifreiðaeign íslendinga ■ Fyrir nokkru var getið i frétt hér í blaðinu um skýrslu sem Vegamálaskrifstofan hef- ur gefið út fyrir bifreiðaeign landsmanna við síðustu ára- mót. I þessari skýrslu er ýmsar mjög fróðlegar upp- lýsingar að finna. Það sést t. d. að á síðustu 10 árum hef- ur fjcldi fól'ksbifreiða í land- inu meira en tvöfaldazt eða vaxið úr 6327' árið 1950 í 14553 árið 1959. Á sama tíma hefur vörubifreiðum einnig stórfjölgað, én þær voru 4380 árið 1950 en eru nú 5703. Þessar tölur tala óneitanlega sínu máli. Það væri t.d. gam- an að vita, hve mikil verð- mæti liggja í þessari óhóf- legu bifreiðafjölgun í landinu og hve miklum erlendum gjaldeyri hefði Verið varið til þessara hifreiðakaupa Skyldi ekki hafa verið hægt að verja a.m.k. einhverjum hluta hans á hagkvæmari hátt fyrir þjóðina ? Annað, sem hlýtur að vekja alveg sérstaka athvgli í þess- ari skýrslu, er tegundaf.jöld- inn af bifreiðunum. Fólksbif- reiðirnar skiptast þannig eftir 95 tegundum og vörubifreið- arnar eftir 106! Þetta er önn- ur vitleysan frá. Vitanlega hlýtur það að vera mun kostn- aðar- og fyrirhafnarsamara fyrir þjóðina, að útvega t.d. varahluti í allar þessar b'íla- tegundir heldur en ef þær væru helmingi færri. Og í annan stað eru sjálfsagt fæst- ar af bessum bifreiðategund- um heppilegar fyrir þær að- stæður. sem eru hér á landi. Heilbrigð skynsemi virðist sem sé ekki ráða miklu um bifreiðakaup okkar eftir þess- ari skýrslu að dæma, og því miður em bau vist ekkert einsdæmí um ..verzlunarhygg- indi“ okkar íslendinga. • Vísur um hvítu bókina Bæjarpósturinn hefur feng- ið sendar vísur utan af landi og segist höfundur hafa ort þær eftir lestur hvítu bókar- innar svonefndu, sem ríkis- Menmiigarsaga Breiðfirð- inga rituð og gefin út Nú er að hefjast á vegum Breiðfirðingafélagsins ritun á Menningarsögu Breiðfirðinga, en það verður rit hliö- stætt ritum Skagfirðingafélagsins um Skagafjörö. og sögu hans. Frá þessu var skýrt á aðal- fundi félagsins nýlega. Bergsveinn Skúlason fræði- maður frá Skáleyjum er nú að skrifa um atvinnuhætti við Breiðafjörð á liðnum öldum og árum. en héraðið hafði einmitt að ýmsu leyti sérstöðu á því rsviði, einkum vegna eyjanna og vinnubragða þar. Þá er í ráði að fá skráða sögu höfðingja- setranna við Breiðafjörð, sögu breiðfirzkra sæfara og skálda, eftir því sem við verður komið. Tímarit félagsins, Breið- firðingur, kemur út árlega og flytur margskonar fróðleik og fréttir, auk skemmtiefnis og minningargreina um látna Breiðfirðinga. Framkvæmda- stjóri Breiðfirðings er Jón Júlí- us Sigurðsson bankagjaldkeri, en ritstjóri er séra Árelíus Níelsson. Markmið Breiðfirðingafélags- ins er að efla kynnni og sam- starf Breiðfirðinga, sem flutzt hafa hingað til Reykjavíkur, og vinna að framfaramálum í heimabyggð þeirra eftir föng- um. Aðalmál félagsins er nú söfnun til Björgunarskútusjóðs Breiðafjarðar, en sjóð þennan stofnuðu hjónin Svanhildur Vestur-lslending- um boSið beim Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í fyrradag, hefur fimm manna ríkisskinuð nefnd starf- að undanfarin ár að eflingu samskipta íslendinga liér heima og vestan hafs. Hefur aðalverk- efni nefndarinnar verið undir- búningur að útgáfu Vestur-ís- lenzkra æviskráa, en nefndin mun einnig stuðla að heimboð- um Véstur-íslendinga. Mun prófessor Richard Beck m.a. koma hingað til lands 'í vor einnig ung stúlka frá Winni- peg, Heather Sigurdson, dótt- urdóttir Guttorms Guttorms- sonar skálds, en hún sigraði í fyrra í fegurðarsamkeppni sem hún tók þátt í þar i borg. stjórnin okkar gaf út hér fyrir nokkru til þess að sanna þ.jóðinni blessun gengisfell- ingariynar og kiaraskerðing- arinnar. Vísur S.E., en svo nefnir höfundur sig, eru svo- hlióðandi: Það var svo sem auðséð, að ekki stæði lengi það ástand, sem því stundum til leiðar komið fékk, að almúginn í fötum með fínu sniði gengi og fékk sér jafnvel sæti á höfðingjanna bekk. Því safnist að þér auður og ógnarvaldabyrði og ýmsir fara að kalla þig talsvert fínan mann, Jóhannsdóttir og Þorbjörn Jónsson fyrir nokkrum árum. Stjórn Breiðfirðingafélagsins s'kipa nú: Árelíus Níelsson for- maður, Jóhannes Ölafsson, Al- fons Oddsson, Ástvaldur Magn- ússon, Ólafur Jóhannesson, Ás- björn Jónsson, Erlingur Hans- son, Jón Júlíus Sigurðsson, Þórarinn Sigurðsson og Björg- úlfur Sigurðsson. Ekknasjóði Is- lands berast góð- ar gjafir Ekknasjóði Islands hefur borizt minningargjöf að upp- hæð 25 þús. kr- til minningar um Guðjón Sigurðsson vél- stjóra, Freyjugötu 24, Reykja- vík, sem fórst með vitaskipinu Hermóði í fyrravetur. Vill gef- andi ekki láta nafns síns getið. Áður hefur sjóðurinn fengið minningargjöf um sama mann frá Kvenfélagi Mýrahrepps í Dýrafirði, 2 þús. kr. Hefur biskupinn, hr. Sigurbjörn Ein- arsson beðið blaðið að flytja gefendum alúðarþakkir. Ekknasjóður íslands var stofnaður á stríðsárunum. Stofnfé var gjöf frá sjómanns- konu, er lagði hluta af áhættu- þóknun manns síns fram til þess að mynda sjóð til etyrktar bágstöddum ekkjum. Sjóðurinn hefur eflzt verulega en hann þarf að vaxa að miklum mun til þess að geta að nokkru marki gegnt því hlut- verki sínu að létta eitthvað undir með lijálparþurfa, fyrir- vinnulausum heimilum. Eru gjafir til ejóðsins því þakksam- lega þegnar. Sjóðstjórn skipa: Biskupinn yfir Islandi, María Maack yfirhjúkrunarkona og dr- Hjalti Þórarinsson læknir. Lárus Salómons- son kjörinn for- maðnr B./EJL Lárus Salómonsson var kjör- inn formaður Bandalags æsku- Iýðsfélaga Reykjavikur á árs- þingi þess fyrir skömmu. Aðrir í stjórn eru: Árelíus Níeisson, Þorsteinn Valdimars- son, Böðvar Pétursson, Adólf Tómasson, Hörður Einarsson, Þorkell Steinar Ellertsson. — Varamenn • eru: Kjartan Gísla- son, Þorsteinn Gylfason, Gunn- ar Guttormsson, Hörður Helga- son, Brynhildur Sigurðardóttir og Rögnvaldur Sveinbjörnsson. Á ársþinginu voru ýms mál rædd en aðalræðurnar urðu um tillögur fjárhagsnefndar um leiðir til fjáröflunar fyrir BÆR, þar sem bandalagið er aðili að íþrótta- og sýningar- ! höll þeirri, sem reisa á í Laug- ardal. Að framkvæmdum | standa sýningarsamtök at- sú upphefð mundi reynast vinnuveganna (41%), íþrótta- svo ósköp lítils virði, ; handalag Reykjavíkur (4%), ef ættir þú að skála við kam-' BÆR (4%) og Reykjavíkur- armokarann. ' bær (51%).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.