Þjóðviljinn - 19.03.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.03.1960, Blaðsíða 9
H — ÓSKASTUNDIN Laugard. 19. marz 1960 SKRlTLU- SAMKEPf NIN Framhald af 1. siðu pabbi ykkar fuglafræð- ingur? 4. — Einu sinni þegar hlustunarskilyrðin voru sem verst hér fyrir aust- an var verið að kynna lagið ,.ó Jesú bróðir bezti“. Þriggja ára snáði, sem var -að hlusta sagði við mömmu sína: „Jesú fór á hesti, hvaða lag er það mamma?“ —000— ROKK ROKK OG SPINN SPINN Stúlkan: Heyrðu pabbi, viltu gefa mér inn á bíó? Pabbinn: Hvaða mynd er það? Stúlkan: Það er rokk- mynd. Pabbinn: Já svoleiðis, þú hefðir átt að sjá þegar hún 'amma þín var að spinna á rokkinn sinn í gamla daga. Aðalgunnur Gígja Snæ- dal, 12 ára. Byggðavegi 147, Akur- eyri. Þessar skrýtlur eru frumsamdar. 1 00. bréfið Framhald af 2. síðu myndum af tveimur litl- um fiskum, af því hún sendi mynd af „land- helgisstríðinu". Svo von- um við að hún noti eitt- hvað af þeim til að skrifa okkur. Dulnefnið hennar er fallegt. Tveir Indíánar ,Einu sinni sátu tveir Indíánar á, vegg, lítill Indíáni og stór Indíáni. Litli Indíáninn var soiiur stóra Indíánans. en stóri (Indíáninn var ekki faðir litla Indíánans. Hvernig getur það hafa verið? Skýring á þessu fyrir- bæri kemur í næsta blaði, þangað til skulið þið glíma við gátuna. IIVER VILL SKRIFA Þessar stúlkur óska eftir bréfaskiftum; Við stráka á aldrinum 15—16 ára, Maggý Hall- dórsdóttir, Fjalli, Skaga- firði. Við stúlkur 7—9 ára, Vigdís Hansdóttir, (8 ára) Hjalla, Kjós, Kjós- arsýslu. Við stúlkur 11—12 ára, Ilelga Hannesdóttir, Hjalla, Kjósarhreppi, BRÚNN OG BLAKKUR EFTIR A.LAPTEV. 1. — Konvdu sæll, hvað heitir þú? 2. — Eigum við að koma í feluleik? (Framh. Ritstjóri Vilbory Dagbjartsdóttir - Útgefandi Þjóðviljinn — 6. árg. — 10. tbln Skrítlusamkeppriin ±5jorn: raooi Ferðamaður: Má ég fara U í gegn? Björn: Já. Ferðamaður: Kostar það nokkuð? Björn: Já. Ferðamaður: Hvað? Björn: Að láta það aftur. Skrítlan er frá Hólm- fríði Ófeigsdóttur, 9 ára. Reykjaborg, Skagafirði. Þetta samtal fór fram við hliðið heima hjá henni. --000— SKOTASÖGUR Skoti nokkur, sem hafði fengið blóðeitrun i stóru- tána, var i vafa um hvort hann ætti að láta taka hana af, vegna þess hve það væri kostnaðar- samt. En það varð úr að táin var tekin, því Skot- inn hélt að þá þyrfti hann minna skónúmer. Tveir Englendingar og Skoti voru á fe'rð fjallaskarði. Englend- ingarnir höfðu þrisvar skipt um skó, vegna þess hve skórnir eyddust í grjótinu. Skotinn gekk á sokkaleistunum Skozkur . skóladrengur fékk ávítur fyrir það hjá kennara sínum, að hann skrifaði stíl á kápuna ut- anurn stíiabókina. Marbendill 13 ára bjó sjálfur til þessar Skota- sögur. —000— Skrýtlur frá Ritu, 13 ára: 1. — Kalla litla hafði óvart verið gefin súr mjólk. Hann bragðaði á henni og sagði eftir nokkra stund: „Mamma, ég held að þessi belja hafi ekki kunnað upp- skriftina". 2. — Frúin: Þessi steik er alveg óæt. Notaðir þú enga skynsemd, þegar þú bjóst hana til? Vinnukonan: Það stóð ekkert um það í upp- skriftinni. 3. — Kennarinn við þrjá 1 bræður, sem voru að | koma í skólann í fyrsta sinn: Hvað heitið þið strákar? Strákarnir: Svanur, Hrafn og Örn. Kennarinn: Hum, er hann Framhald á 4. síðu • ••••••• • VIÐ SKÓLANN • • Halldóra Helgadótt- • • ir 10 ára, Rauðumýri • • 15 Akureyri, sendi • • okkur þessa skemmti- • • legu mynd. Hún -• • skrifar gott bréf með • • og óskar eftir því að • • við byrjum aftur á • • framhaldssögum Við • • eru að undirbúa að • • birta myndasögu í • .$>• blaðinu. • Laugardagur 19. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN (9 TUC zTCi lf r.id rti! $ ■du & Rifsfjóri: Frímann Helgason Þrír kvennaieikir á morgun I kvöld fara fram 3 leikir í þriðja flokki karla og 2 í öðr- um flokki. Eins og frammistaða þriðjuflokkanna yfirleitt hefur verið undanfarið verður ekki að efa að leikirnir verða skemmti- legir. Sama er að segja um annan fl. og leikur Þróttar og iBK ætti að geta orðið mjög skemmtilegur. Því að bæði lið- in hafa eýnt góða leiki I mót- !nu og er erfitt að spá um úr- slit. Lei'kirnir í kvöld eru sem sagt þessir: 3. fl. K.B.b. Víkingur—KR 3. fl. K.A.a. IBK—Þróttur 3. fl. K.A.a. Ármann—ÍR 2. fl. K.A.a. Þróttur—ÍBK 2. fl. K.A.a KR-4R getur sá leikur orðið tvísýnn. Að vísu verður Katrín Gústafs- dóttir sennilega með Þrótti 1 þessum Ieik og hefur það mik- ið að segja fyrir liðið. Það breytir þó engu um það að hafnfirzku stúlkurnar geta orð- ið Þrótti erfiðar, og má i hví sambandi benda á. frammistöðu þeirra við Val um fyrri helgi, en þær höfðu forustuna mestan hluta leiksins, sem þar til i lok hans, og munaði litlu í leikslok. Varla er við þv'í að búast að hinar ungu Vfkingsstúlkur geti ógnað Ármannsstúlkun- um sem 'hafa að undanfömu náð betri leikjum en fyrr í vet- ur. má gera ráð fyrir að KR vinni bæði stigin, en svo getur farið að leikurinn verði skemmtileg- ur. Tveir leikir í þriðja flokki karla fara fram á undan kvennaleikjunum, en það eru Víkingur—KR og Valur—Ár- mann (B-sveitir). Skíðamót íslands verður héð á Siglufirði um póskana Hið árlega Skíðameistaramót Islands fer að þessu sinni fram á Siglufirði, hefst miðvikudag- inn 13. apríl og lýkur 18. apríl. Siglfirðingar sjá um mótið og hafa þeir þegar unnið mik- ið að undirbúningi þessa mann- marga og stóra móts. Þegar hefur verið gengið frá dagskrá mótsins og fer hún hér á eftir: Miðvikudag 13. apríl kl. 13.15: Mótsetning. 15 km ganga 20 ára og eldri. 15 km ganga 17—19 ára 10 km ganga 15—16 ára Flokkssvig. Fimmtudag 14. apríl: Stórsvig kvenna Stórsvig karla Stökk í norr tvíkeppni. : ~ i Laugardag 16. apríl: Brun kvenna Brun karla Boðganga 4x10 km Sunnudag 17. apríl: 30 km ganga Stökk meistarakeppni,- stökk 17—19 ára og stökk 15—16 ára Mánudag 18. apríl: Svig kvemia Svig karla Verðlaunaafhending (kl. 21)' Hverjír skera mörkin í fyrstu deild? Aftur á móti má gera ráð fyrir að leikur KR og Fram geti orðið jafnari, og takist Annað kvöld má gera ráð Framstúlkunum upp geta þær fyrir að kvennaleikirnir verði skemmtilegir. Fyrsti leikurinn er á milli Þróttar og FH. Eins og liðin iéku um síðustu helgi staðið í KR-stúlkunum, sem ekki hafa náð eins góðum leikjum uppá síðkastið og þær gerðu fyrri hluta vetrar. Þó Þó hér sé að sjálfsögðu við- urkennt að allir í hverju ein- stöku liði vinni að því að skora mörkin, og verjast því að fá mörk, þá er það næstum í hverju liði „sérgrein“ tiltölu- lega fárra manna að skora flest mörkin sem skoruð eru. Verður hér birtur listi yfir þá þrjá menn ! hverju liði sem hafa skorað flest mörkin í 1. deildarkeppni handknattleiks- mótsins eins og 'bezt verður vitað um það atriði. APturelding; 4 leikir: Halldór Lárusson 22 mörk, Reynir 17 mörk og Tómas Lár- usson 15 mörk. Armann; 5 leikir: Sigurður Þorsteinsson 23 mörk, Gunnar Jónsson 15, Ingvar Sigurbjörnsson 12. F.H.; 3 leikir: Ragnar Jónsson 36 mörk, Birgir Björnsson 20 og Pétur Antonsson 19. I.R.; 3 leikir: Gunnlaugur Hjálmarsson 28 mörk, Pétur Sigurðsson 18 og Hermann Samúelsson 15. K.R., 3 leikir: Karl Jóhannsson 26 mörk, Reynir Ölafsson 14 og Heins Steimann 13 mörk. Valur; 4 Ieikir: . Bergur Guðnason 14 mörk, Geir Hjartarson 13 og Jóhann Gíslason 11 mörk (í tveim leikjum). Ragnar Jónsson er lang- markahæstur með 36 mörk, og næstur kemur Gunnlaugur Hjálmarsson með 28 mörk og þriðji í röðinni er Karl Jó- hannsson með 26, og allir hafa þeir leikið 3 leiki hver.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.