Þjóðviljinn - 19.03.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 19.03.1960, Blaðsíða 10
i) — ÓSKASTUNDIN KROSSSAUMSMYNSTUR 14 bréf í skriftarsamkeppnina Ingibjörg Norðdal 11 ára gömul, skrifar okk- ur mjög gott bréf. Hún sendir fáein krosssaums- mynstur, sem hún hefur teiknað sjálf. Mynztrin eru reglulega skemmti- leg og slæmt að við skulum ekki getað lit- SKRÍTLA Mamma við pabba: Þú átt að fara með hann Jóa litla í dýragarðinn í dag. Pabbi: Ertu frá þér, ég fer ekki fet, ef þeir vilja fá hann geta þeir sótt hann sjálfir. prentað þau. Þessi mynd af kóngi er ein af mynd- unum frá henni', seinna birtum við eflaust hinar, þegar rúm er í blaðinu. Okkur þætti gaman að fá mynzturteikningar frá fleirum. frá Ritu 13 ára 100. bréfið var Eskifirði 8. marz. Kæra Óskastund! Ég ætla að senda þér fáeinar skrítlur í sam- keppnina. Ég sendi þér líka í skriftarsamkeppn- ina og fáeinar myndir. Mér finnst gaman að framhaldssögunum og mér datt í húg hvort ekki væri hægt að taka kafla úr íslenzkum skáldsögum t. d. Fjallkirkjunni. Svo ætla ég að senda þér fyrripart. ef þú vilt láta botna hann. Hann er svona: Óskastundin ýmislegt ágætlega birtir, Ég nota dulnefnið Rita. Hvernig finnst þér þáð? Blessuð. P.s. — Ég safna tíeyring- um og á 363 stykki með 10 ártölum. Svo safna ég líka myndunum „Láki og lífið“ úr Þjóðviljanum og lími þær inn í stílabók. Rita. Þetta var bréfið frá henni Ritu. Hún var svo heppin að skrifa hundr- aðasta bréfið. Við erum búin að velja handa henni falleg bréfsefni með Framhald á 4. síðu Guðriður Ágústsdóttir. 14 ára, Kleppjárnsstöð- um, Tunguhreppi. Gígja Garðarsdóttir, 15 ára. Hríshuli, Reykhólahreppi. Elín Þorsteinsdóttir Snæ- dal, 13 ára, Skjöldólfs- stöðum, Jökuldal. Guð- mundur Tegeder, 10 ára, Brekkustíg 35. Vest- mannaeyjum. Sigurborg Hilmarsdóttir, 13 ára, Eskifirði. Gunnar Þór Guðmundsson, 12 ára. Hlíðarbergi, Mýrum. A,- Sk. Theódóra Ingvarsdótt- ir, 12 ára, Arnarholti, Biskupstungum. Hólm- fríður Ófeigsdóttir. 9 ára. Reykjaborg, Skagafirði. Páll Guðmundsson, 9 ára, Hlíðarbergi, Mýrum. Sig- ríður Karlsdóttir. 13 ára. Hvallátrum, Patreksfirði. Halldóra Helgadóttir, 9 ára, Hvallátrum, Patreks- firði. Bergur Jón Þórðar- son. 8 ára, Skagaströnd. Björk Sigurjónsdóttir. 10 ára, Hvammi, Vopna- SKRÍTLUR Raggi: Þetta er skrítinn hundur, sem þú ert með. Maggi: Það er lög- regluhundur. Raggi: Mér sýnist hann tæplega geta verið það. Maggi: Jú, hann er í ieynilögreglunni. —000— Kona: Er móðir þín heima, drengur minn? Strákurinn: Heldurðu að ég væri að sópa stétt- ina, ef hún væri ekki heima? FANGINN Tunguhreppi. ára. Kleppjárnsstöðum, firði. Víðir'Ágústsson, 12 Maður sat í fangelsi. Hann fékk heimsókn, og þegar gesturinn var far- inn frá honum, spurði f angavörðurinn: „Hvaða maður var þetta, sem var að heimsækja þig?“ Fanginn svaraði með þessari gátu: _,.Bræður eða systur á ég ekki, en faðir mannsins er sonur föður mín§“. Hvernig var gesturinn skyldur fanganum? Svar í næsta blaði. SKRÍTLA Jói: Hvernig fékkst þú þessa hræðileg'u kúlu á höfuðið? Maggi: Ég meiddi mig á tómötum. Jói; Á tómötum? Maggi: Já, þeir voru í dós. 'ÓSKASTUNDIN — 5(3 Dömulegar ömmur Við báðum ykkur að teikna mynd af ömmu gömlu í stað þess að teikna alltaf ungar tízku- dömur. Eins og áður þurftum við ekki að bíða lengi eftir svari frá ykk- ur. Tvær stúlkur, sem ekki vilja láta nafns síns getið, sendu okkur strax ömmumyndir. Teiknar- arnir kalla sig S K. og K.S. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19. marz 1960 -- Ofriður kringum ölgerðinu Framhald af 7. síðu. segja, að þar ber mest á krökkum og stálpuðum strák- . um, sem gera gys að þeim manni, sem þar selur sína vöru, og er það oft ljótur leikur. Sömu strákar, og margir fleiri, eiga svo erindi, allt fram til miðnættis, í sjoppuna, og koma þá oft í hópum á skellinöðrum og öðrum skrölt- tólum, æpandi og öskrandi, hver sem betur getur, svo að mest likist því, að ótal blikkdósir og glymskrattar séu þar saman í kór. Það getur ært óstöðuga að hlusta á slíkar hljómkviður, og eins -hitt, að horfa á það alla daga, að allar reglur, ' sem finnanlegar eru í lög- reglusamþykktinni, séu þver- brotnar og að engu hafðar, bæði nótt og dag, allt í skjóli 1 þess, að yfirvöldin virðast ! sofa. * Nú er fyrirtæki, sem hefur verið til húsa hér við Grett- ísgötu, sem mikil eldhætta hefur stafað af, auk annars, flutt í burtu, enda ekki van- þörf á, þar sem um er að ræða íbúðarhverfi, þéttskip- að timburhúsum. Og vel sé þeim mönnum, sem þannig þekkja sinn vitjunartíma. Það er því ekki nema eðli- leg krafa okkar allra, sem búum í þessum bæjarhluta, að við losnum líka við þá plágu, sem starfsemi ölgerðarinnar er á þessum stað. Ölgerðin Egill Skallagríms- son þarf að fara héðan, og það sem fyrst, bæði hennar sjálfrar vegna, sakir illra starfsskilyrða, og okkar, sem af hennar völdum eru frið- lausir bæði nótt og dag. Það verður nóg eftir samt af skellinöðrum og skrölttól- um, sjoppum og saurblöðum. „Að vefja í barmi vondan snák, veldur sjaldan happi. Illt hafa menn af illum strák, eins og Þráinn Hrappi." Þráinn. Flokksþingið Framhald af 1. síðu að móta rétta stefnu og fram- fylgja henni. í síðustu þingkosn- ingum auðnaðist Alþýðubanda- laginu að auka fylgi sitt. Fólkið er að! vakna I lok ræðu sinnar minntist Einar flokksmanna og stuðnings- manna, sem látizt hafa síðan s:ð- -asta þing var haldið. Þingheim- ur vottaði minningu þeirra virð- ingu með því að rísa úr sætum. Setningarfundinum lauk með skipun kjörbréfanefndar og nefndanefndar. í kjörbréíanefnd hlutu sæti Eggert Þorbjarnarson, Halldór Bachmann, Ingi R. Helgason, Karl Guðjónsson, Ste- fán O. Magnússon, Stefán Þor- leifsson og Þóroddur Guðmunds- son. Nefndanefnd var skipuð þeim Brynjólfi Bjarnasyni, Eðvarð Sigurðssyni. Einari Olgeirssyni. Eyjólfi Árnasyni, Geir Gunnars- syni. Lúðvík Jósepssyni og' Sig- urjóni Einarssyni. Að nefndaskipunum loknum var fundi frestað til kl. 8,30. f upphafi kvöldfundar las for- maður flokksins skeyti frá Mál- fundafélagi jafnaðarmanna þar sem það þakkar Sósíalistaflokkh- um gott samstarf innan Alþýðu- bandalagsins og óskar þinginu heillaríks' starfs i þágu lands og þjóðar. Síðan flutti Ingi R. Helgason framsögu fyrir kjörbréfanefnd og voru öll kjörbréf samþykkt einróma. Þá var samþykkt dag- skrá þingsins og starfsmenn og nefndir kosnar. Þóroddur Guð- mundsson var kjörinn forseti, 1. varaforseti Eðvarð Sigurðsson og 2 varaforseti Steinþór Guð- mundsson. Ritarar voru kjörnir Björgvin Salómonson, Halldór Bachman. Haukur Hafstað og Þorsteinn Jónatansson. Eftirtaldar nefndir voru kjörnar: Stjórnmálanefnd, verkalýðsmálanefnd, sjávarút- vegsnefnd, landbúnaðarneínd, iðnaðarnefnd, uppstillingarnefnd og -allsherjarnefnd. Að því búnu ílutti formaður flokksins Einar Olgeirsson skýrslu miðstjórnar um stefnu og starf flokksins, samfyikingu alþýðunnar og næsta verkefni. Tvískiptur heimur nefnist 7. erindið í erinda- flokki um boðskap Opinber- unarbókarinnar. Júlíus GuðmundsSon, skóla- stjóri, flytur þetta erindi í Aðventkirkjunni sunnudag- inn 20. marz klukkan 5 sd. Blandaður kór og einsöngur. Allir velkomnir. Vegna mikillar aðsóknar verður 8. kvöldskemmtun okkar í Austurbæjarbíói laugardag kL 7 i; •..... ‘ • . ..... - . Æðgöngumiðasala í Austurbæjarbíói írá kl. 2 í dag. Karlakórinn Fóstbræður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.