Þjóðviljinn - 02.04.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.04.1960, Blaðsíða 1
fsland óvirf Fulltrúar Bandaríkjaima off Bretlands á liafrfötarráðstefn- unni sýndu íslandi megnustu óvirðingu í fyrradag. Hvorugur lilýddi á ræðu Guðmundar f. Guðmundssonar utanríkisráð- herra, en gengu báðir í salinn rétt eftir að hann lauk ræðunni. Frumvarp Gunnars Thoroddsens lœkkar skatt hans sjálfs um þrjátíu þúsund krónur Tekjuskattsbreytingin er fyrst og fremst fyrir hátekjumennina frá 150 kr. að 1600 kr. Verka- menn og aðrir láglaunamenn fengju því lítið til að mæta með hinum stórkostlegu verðhækkun- um af völdum gengislækkunar- innar og söluskattsins, en hins vegar ættu hátekjumenn að fá svo stórfellda eftirgjöf á sínum skatti að jafngildi ríflegri kaup- hækkun. , Verkainaðurinn og fjár- málaráðherrann Björn benti á eftirfarandi dæmi þessu til sönnunar: Verkamaður sem vinnur allan ársins hring eðlilegan vinnudag og eina klst. að auki í eftirvinnu ber úr býtum tekjur upp á 58.909,50 kr. Eigi hann konu og þrjú börn verða skattskyldar tekjur hans í hæsta lagi 27.700 kr. Tekjuskattur hans yrði því um 1660 kr. eða jafnvel minni ef annar frádráttur en persónu- frádráttur kemur til. Þessi skatt- ur félli niður. En t.d. Gunnar Thóroddsen fjármálaráðherra sem bar 50 þús. kr. tekjuskatt á s.l. ári og hefur því a.m.k. haft 210— 220 þús. kr. árstekjur, ætti eftir frumvarpi hans sjálfs að greiða 20.500 kr. tekju- skatt. Ilreinn gróði hans af skattalækkuninni næmi því hartnær 30.000 kr., þrjátíu þúsund króna raunverulegri Gunnar Thoroddsen — hann græðir á viðreisninni og skattfrjálsri kaupliækkun. Slíkur maður þarf vissulega ekki að kvarta yfir söluskatti Framhald á 5. síðu. Tekjuskattsbreytingin reynist vera ósvífin og stórfelld tekju- tilfærsla hátekjumönnum í hag. Sú staðreynd, studd fjölda dæma um áhrif nýju tekjuskattslaganna sem eiga að verða, var meginefnið í áfellisdómi þingmannanna Björns Jónssonar og Karls Kristjánssonar yfir þessari „sárabót“ ríkiksstjórn- arinnar við 1. umræðu málsins í efri deild Alþingis í gær. Verkamaðnr fœr niður félldan tekjuskatt að upphœð 150—1600 kr. samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar, en Gunnar Thóroddsen fjármálaráðherra og aJðrir álíka hátekjumfinn spara sér hvorki meira né minna en 30 000 kr. árlega eftir nýju lögunum! I ljósi þessa frumvarps verður auðsætt að hinunt almenna launamanni er í bókstaflegum skilningi gert að greiða að mikl- unt hluta þá skatta sem hátekju- menn og auðmenn hafa áður borið. Hátekjumönnum eru tryggðar raunverulegar Iauna- hækkanir sent í fjölmörgum til- fellum nema tugum þúsunda á einstakling, á sama tíma og lág- launamönnum og þeim sem með- altekjur hafa er lögbannað að fá dýrtíðarliolskefluna að nokkru bætta með verðlagsuppbót, sagði Björn Jónsson við umræðurnar á Alþingi í gær. Oþyrntilegar staðrcyndir Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra flutti framsöguræðu og var það aðalatriði hennar hve vel stjórnarflokkarnir ræktu kosningaloforð sín og hve hag- stætt þetta frumvarp væri fyrir alþýðu manna í landinu. Karl Kristjánsson talaði næstur og benti á óþyrmilegar staðreynd- ir er sýndu að með þessari breyt- ingu á tekjuskattinum væri ein- mitt verið að létta stórkostlega á þeim sem breiðust hefðu bök- in til að bera birgðarnar í þjóð- félaginu, hátekjumönnum væri stórlega ívilnað, en láglaunafólk látið mæta stórkostlega aukinni dýrtíð án þess að fá nema smán- arbætur. Virðingu Alþingis misboðið Björn Jónsson átaldi hve seint tekjuskattsfrumvarpið kemur íram, og taldi það hneyksli að búið væri að afgreiða fjárlög og miða þar við að þetta stjórn- arfrumvarp færi óbreytt gegnum þingið. Taldi hann með slíku höggvið nærri virðingu Alþing- is. Ríkisstjórnin hefði sennilega valið þennan kost í þeirri von að þetta frumvarp yrði metið eitt og einangrað frá öðrum ráð- stöfunum rikisstjórnarinnar í efnahagsmálunum, og hún hlyti fyrir það nokkra samúð. Sú sam- úð yrði þó sjálfsagt ekki mikil þegar menn kynntu sér hvað hér er verið að gera. Þegar þetta tekjuskattsfrum- varp væri athugað, kæmi í ijós að verkamenn myndu í flestum tilfellum fá samkvæmt því nið- urfelldan tekjuskatt að upphæð Allir ræðumenn í gær vildu 12 sjómílna fiskveiðilögsögu Á fundi hafréttarráðstefn- unnar í Genf í gær lýstu full- iiimimiiiiiiiuuiiiiiimmumiuiiiiiii IHelmings liækk-j | unáútvarps- | | gjaldi | = Eitt af því marga sem E = hækkar um þessar mund- E = ir og ekki smálega er af- E = notagjald útvarpsins. Það E = hefur verið hækkað um E ’= heíming, úr 200 krónum í E 'E 30°- í>egjandi og hljóða-E = laust. Svo er mönnum hót-= E að 20% dráttarvöxtum ef = E ekki er greitt fyrir apríllok. = j ■ 111111111111111111111111111 ■ ■ 11111111111111 i7 trúar Jórdaníu og Ungverja- lands yfir stuðningi við 12 sjómílna lan.dhelgi. Fulltrúar Kambodja, Pakistan og Finn- lands studdu allir 12 mílna fiskveiðilögsögu. Fulltrúi Pakistans, sem studdi 6 sjómílna landhelgi og 6 sjómílna fiskveiðilögsögu að auki, bar fram þá mála- miðlun milli tillögu Bandaríkj- anna og Kanada, að leyfa er- lendum þjóðum að veiða á ytra 6 mílna svæðinu i 5-10 næstu árin. Fulltrúi Finnlands kvað Finna ekki hafa í hyggju að stækka lamdhelgi sína, sem er 4 sjómílur, en þeir gætu samt fallizt á að landhelgi mætti vera stærri. Yfirvöldin í Suður-Afríku hafa nú liandtekíð alla forus'himenn Afríkumanna, sem þau náðu til, þeirra á meðal Phillip Kgosana, framkvæmdastjóra Alafríska sambandsins. Myndin var tekin skömmu fyrir handtökuna, þegar fylgismenn Kgosana báru liann á gullstóli um götur Höfðaborgar ef‘iir að lögreglan hafði gefizt upp við að handtaka vegabréfslausa Afríkumenn.„ Morðum á blökkufólki er enu haldiði áfram í Suður-Afríku í fyrrinólt og í gær urðu enn miklar óeirðir í Suður- Afríku og mun logreglan hafa drepið allmarga blökku- menn, en áreiðanlegar tölur um fjölda hinna myrtu hafa ekki borizt. Sumstaðar skutu lögregluþjónar á hópa blökkumanna, sem söfnuðust saman til að brenna vegabréf, sem kúgunarstjórnin hefur þröngvað upp á þá. Vopnað herlið er viða á ferli í landinu, og hefur umkringt nokkur bæjarhverfi og þorp þar sem blökkufólk býr. Blökkumenn gerðu verkfall s. I. mánudag, og er verkfallið enn algert í flestum héruðum. Múgmorðin í Suður-Afríku voru rædd í Öryggisráðinu í gær, og var stjórn S-Afríku gagnrýnd harðlega fyrir stefnu sína af öllum fulltrúunum. Ekki eru fulltrúar þð sammála um það hvernig bregðast beri við málunum. Fulltrúi Equador hef- ur borið fram málamiðlunartil- lögu, þar sem mannvígin í S- Afríku eru hörmuð og skorað á stjórnina þar að hætta við mis- réttisstefnu sína í kynþáttamál- um, enda muni íramhald slíkr— ar stefnu stofna friðnum í voða. Fulltrúi Ghana ræddi málin í gær, og krafðist þess að Sameinuðu þjóðirnar skyldu hefja efnahagslegar og menn- ingarlegar refsiaðgerðir gegr* stjórn Suður-Afríku. ef hún léti ekki af misréttinu gagnvart þel- dökku fólki, og semdi þess í staiSfr við það um lausn vandamálannajy j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.