Þjóðviljinn - 02.04.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.04.1960, Blaðsíða 12
Hæft verður við að leggja á útsvör „eftir efnuin og ástæðum" g jaldenda Veltuúfsvör lögfesf og /ögð jafnt á samvinnufélög og aSra atvinnurekendur I gær var frumvarp ríkisstjórnarinnar um bráðabirgða- breytingar á lögunum um útsvör til fyrstu umræðu í neðri deild. Fylgdi fjármálaráðherra, Gunnar Thórodd- sen því úr hlaði, en Einar Olgeirsson og þrír þingmenn Framsóknar gagnrýndu það mjög. þlÓÐVIUINN i .augardagur 2. apríl 1960 — 25. árgangur — 78. tölubla-3 Úrskurðar leitað um skyléu fulltrúa lögreglustjóra til að nafngreina heimildarmann í framsöguræðu sinni sagði Gunnar Thóroddsen, að breyt- ingar þær, sem lagt væri til í frumvarpinu að gerðar yrðu á útsvarslögunum væru aðeins til bráðabirgða. Aðalbreytingarnar, sem fel- ast í þessu frumvarpi eru þess- ar: I fyrsta lagi verður nú af- numið það ákvæði í útsvars- lögunum að „jafna niður eftir efnum og ástæðum“. Verða í þess stað lögfestir þrír útsvars- stigar, einn fyrir Reykjavík, annar fyrir kaupstaðina og þriðji fyrir önnur sveitarfélög. Stiginn í Reykjavík er sá sami og verið hefur síðustu ár, en hinir tveir eru nokkuð hærri. I öðru lagi verða nú veltu- útsvör lögbundin, þó þannig, að í lögunum er heimilað að leggja þau á, en ekki skyld- að. Jafnframt er samvinnufé- lögum nú gert að greiða veltu- útsvör af allri umsetningu, bæði vegna félagsmanna og utanfélagsmanna og einnig er afnumið það sérákvæði, að samvinnufélög greiði ekki út- Ull IIIII1II111 it 111111II111111II111111111 ■ i ii i' ■■ — I Nýjung ó | I sviði fiski- I | skipa hér | = Þetta tel ég vera framtíðar- = = ' skipið, sérstaklega ef síld- = S veiðarnar hér sunnanlands E E eru hafðar í huga, sagði — E Sturlaugur Böðvarsson út- — 5 gerðarmaður á Akranesi í E E gaer, er hann og Hjálmar E 5 Bárðarson skipaskoðunar- E E stjóri sýndu fréttamönnum = E teikningar af frambyggðu E E skuttogskipi. Hjálmar lief- E = ur gert teikningarnar að = = þessu skipi en fyrirtækið = = Haraldur Biiðvarsson & Co. = = sótt um nauðsynleg leyfi tii = svar ef viðskipti þeirra hafa ekki borið arð á árinu. Þá er það ákvæði tekið upp í frumvarpið, að útsvör síðasta árs skuli frádráttarbær frá tekjum, ef þau , hafa verið greidd að fullu um áramót næstu á undan niðurjöfnuninni (í ár þó fyrir 1. maí). Næstur á eftir Gunnari Thóroddsen talaði Eysteinn Jónsson. Ræddi hann mest um veltuútsvörin og bar fram nokkrar fyrirspurnir um það. Einar Olgeirsson sagði, að í frumvarpinu fælist mikil breyting. Með því væri verið að skerða vald og sjálfstæði sveitafélaganna stórlega. með því að svipta þau réttinum til þess að setja sínar eigin regl- ur um álagningu útsvara. Rík- isvaldið hefði lengi stefnt að því að sölsa undir sig þau völd, sem sveitafélögin hefðu haft frá upphafi og nú væri verið að afnema þau. Benti hann á, að ríkisvaldið hefði á undanförnum árum' íþyngt sveitarfélögum með ýmis konar álögum og hefði verið réttari stefna að létta sumum þeim byrðum af þeim, svo sem út- gjöLdum vegna almannatrygg- inganna og efla tekjuöflunar- leiðir þeirra til- þess að treysta efnaliagslegt sjálfstæði þeirra. Þá sagði Einar að með af- námi þeirrá vissu réttinda, sem samvinnuféiögin hefðu haft, væri verið að vega að samvinnuhreyfingunni, en rík- isvaldið mætti ekki skattleggja þá starfsemi, þegar alþýða manna reyndi að afla sér lifs- nauðsynja á sem ódýrastan hátt. Loks taldi Einar, að frá- dráttur fyrra árs útsvars kæmi þeim efnameiri fyrst og fremst að gagni, þar sem þeir fengju hæstar upphæðir til frádráttar og ættu hægast með greiðslu. Skúli Guðmundsson gagn- rýndi mjög ákvæðin um veltu- útsvör og benti á hættuna á margsköttun framleiðslunnar og fleiri atriði í sambandi við- framkvæmd laganna. Þá tók Þórarinn Þórarinsson einnig tiU máls og gagnrýndi frumvarpið. Umræðum var frestað vegna fjarveru ráðherra. Hannibal Valdimarsson AlþýSubandalags- skemmiun Alþýðubandalagið í Reykjanes- kjördæmi heldur kynningar- og skemmtikvöld í félagsheimilinu í Kópavogi í kvöld kl. 8.30. Þar fiytur Hannibal Valdimarsson ávarp, Karl Guðmundsson leik- ari skemmtir og Kristinn Pét- ursson skáld les upp. Stuðningsfólk Alþýðubanda- lagsins er eindregið hvatt til að fjölmenna og.tryggja sér miða í tíma, en þeir eru afhentir hjá Gróu Jónatansdóttur í félags- heimilinu, sími 19185, eftir kl. 1 í dag, og við innganginn. Um síðustu helgi gerði lög- reglan leit að áfengi í allmörg- um leigubílum hér í bænum. Einn bílstjóranna, Arnljótur Ó. Pétursson, neitaði að leyfa lög- reglumönnum að leita í bílnum án undangengins úrskurðar. Kvað fulltrúi sakadómara upp úrskurð, sem heimilaði áfeng- isleitina, en bílstjórinn skauc honum til Hæstaréttar. Sl. miðvikudag var mál Arn- ljótar bifreiðarstjóra tekið fyr- ir í sakadómi Reykjavíkur samkvæmt 'beiðni Sigurgeirs Sigurjónssonar hrl. Kvaðst lög- maðurinn óska eftir frekari vitnaleiðslu í sambandi við kæru á úrskurðinum vegna þess að ekki hafi verið gildar ástæður fyrir því að leit var gerð í bifreið Arnljótar eins og á stóð. Hafi bifreiðarstjór- inn ekkert tilefni gefið til sliks, enda aldrei selt áfengi og hafi því lögreglan að ófyrirsynju raskað stöðu hans og högum. Fyrir dómi mætti á miðviku- daginn Ólafur Jónsson fulltrúi lögreglustjóra. Krafðist lög- maðurinn þess þá að Ölafi yrði úrskurðað skylt að nafngreina bifreiðarstjóra þann á Borgar- bílstöðinni, er hann (fulltrúi lögreglustjóra) sagði í fyrri vitnisburði sínum að gefið hefði í skyn að á stöðinni væri almennt stunduð ólögleg vín- sala. Kvaðst Ólafur að vísu vita nafn bifreiðarstjórans, en italdi sér hvorki rétt né skylt að láta það uppskátt, þar sem slikt samrýmdist ekki hagsmun- um löggæzlunnar — og einnig hefði hann heitið ökumanninum að fara leynt með nafn hans. Ármann Kristinsson fulltrúi sakadómara kvað upp úrskurð í þessu máli í fyrradag. Segir þar m.a.: „Dóminum er ljós nauðsyn ríkrar vitnaskyldu í meðferð opinberra mála og á- kvæði um frávik hennar lúti þröngri lögskýringu. Hins veg- ar væru í veði stórfelldir þjóð- félagslegir hagsmunir, gætu borgarar ekki í trúnaði veitt löggæzlu vitneskju til varnar lögbrotum eða við rannsókn þeirra, án þess að eiga á hættu að baka sjálfum sér óhagræði, Dómurinn verður að telja síð- argreinda hagsmuni svo veiga- mikla, að þrátt fyrir vöntun á brýnu lagaákvæði, er taki til tilviks þess, er hér er til úr- skurðar, hljóti að leiða ap eðli !aga nr. 27 frá 1951 og be’rri meginreglu, sem fram kemur Framhald á 5. síðu Merkjasöludagur Bláa bandsins Bláa bandið efnir til merkja- söludags á morgun, Er það fyrsti merkjasöludagur, sem samtökin hafa, en þau hafa nú fengið leyfi *til þess að hafa fyrsta sunnudag í apríl sem f jársöfnunardag. Merkið, sem selt verður er blá svala. Auk merkisins verður seld Árbók Bláa handsins 1960. Öllum ágóða af merkjasöl- unni verður varið til starfsemi Bláa bandsins, en það rekur sem kunnugt er hjúkrunarstöð að Flókagötu 29 og dvalar- heimili að Flókagötu 31. Þá hefur félagið nýlega fest kaup á jörðinni Víðinesi á Kjalar- nesi og hefur nú ’komið þar á fót vistheimili fyrir drykkju- sjúklinga. Dvelja þar nú S menn og er ráðgert, að dvölin þar verði minnst 6 mánuðir og lengur eftir þörfum. Er það eitt helzta verkefni fé- lagsins á næstunni að stækka vistheimilið að Víðinesi. Árshátíð ÆFR í kvöld Je Árshátíð ÆFR hefst klukkan 9 'í kvöld í Framsókn- arhúsinu. ★ Þar verður ýmislegt til skemmtunar, m.a. munu Fylkingarfélagar sýna leikrit.. Guðmundur Magnús- son forseti ÆF flytur ávarp. Dans verður stiginn til klukkan 2 eftir miðnætti. -Á Aðgöngumiðar fást í skrifstofu ÆFR, Tjarnar- götu 20. að fá það smíðað erlendis. ilfl111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111lll Hér er um svo marghátt- aða nýjung að ræða, sagði Hjálmar R. Bárðarson í gær, að sjálfsagt verður að telja að fyrst verði smíðáð aðcins eitt eða tv<> skip til reynslu áður en lengra er haldið. Þó á ekki að geta talizt veruleg áhætta að mínum dómi í að fara inn á þessa gerð skipa, því að þau hafa marga augljósa kosti fram yfir eldri gerö fiskiskipa okkar, og ber þá fyrst að nefna skjólbetra og samfellt vinnupláss á þilfari og verulega betri aðstöðu við veiðar með kraftbliikk. svo nokkuð sé nefnt. Á 3. síðu er nánar sagt frá þessu. miiMiiiiimiiiiiiiimimmmiiimmmimiiiiiiiiimiiiiiuiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimimiiimmmiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiuiimiiiiiiiiiiimuiiiiiiimiiiiimii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.