Þjóðviljinn - 02.04.1960, Page 7

Þjóðviljinn - 02.04.1960, Page 7
Börnin og starí'ið fvrir þau var allt af eitt af hennar kærustu viðíangsefnum. Þá minnist ég og þess, að þegar Mæðrastyrksnefnd tók til ■' starfa hér í Reykjavík og út- hlutað var fyrstu jólaglaðning- unni til einstæðra mæðra var Laufey ein af þremur konum, sem sáu um þá úthlutun. Frú Laufey var listfeng kona mjög. en jafnframt mjög þjóðleg í hugariari og háttum. Það var því eðlilegt að hún yrði ein af þeim máttarstoð- um. sem á síðustu áratugum hefur hafið íslenzkan heimilis- iðnað upp úr þeirri niðurlæg- ifigu, sem hann var kominn í. ',Með stofnun og rekstri sam- takanna „íslenzk ull“ var stórt spor stigið til viðurkenningar á vöruvöndun og þýðingu ís- lenzks heimilisiðnaðar, en svo sem kunnugt er var þessi stofn- un rekin af frú Laufeyju Vil- hjálmsdóttur og frú Önnu Ásmundsdóttur. Ég kem nú að því hjartans máli frú Laufeyjar, sem segja má að hafi orðið hennar sorg- arbarn. Það er Hallveigarstaðaheimil- ið. eða kvennaheimilið sem ís- lenzkar konur hefur svo lengi dreymt um. Sú raunasaga skal ekki rakin hér, en hver afstaða Laufeyjar var til bess máls má kannski marka af þ.ví, að þeg- ar ég írétti, lát hennar. var þetta mín fyrsta hugsun: ,.Ó. í'ékk hún ,þá ekki að- sjá: Hall- veigarstaði rísa af grunni'*. Frú Laufey var á margan hátt óvenjuleg kona. Vil ég að endingu mimiast þess, að hún var framúrskarandi húsmóðir, sem fcjó fjölskyldu sinni hið yndislegasta og fullkomnasta heimili, sem öllum mun ó- gleymanlegt, sem kynntust því, en fjdgdist þó ævinlega af vakandi áhuga með öllu, sem í þjóðfélaginu gerðist og leysti af hendi stórvirki í m^nningar- og i'élagsmálúm kvenna. Æskufjörið og áhuginn á öllum góðum málefnum hélzt , ævina út. Mætti íslandi auðnast að eignast margar slíkar dætur, sem í sælu f jölskyldulífsins halda áfram að minnást ein- stæðingsbarna þjóðfélagsins og í straumi bvltinga og stórstígra framfara viðhalda öllu því bezta úr arfi liðinna kynslóða. Aðalbjörg Sigurðardóttir. {Il!llillllllilllllllllll!lllil(tillllilillilllllllllll!lllllllllllllllfllilllllllllllllllllir | TiISaga 6M landsátsvar flutt Þrír þingmenn Alþýðubandalagsins, Geir Gunanrsson, Gunnar Jóhannsson og Björn Jónsson, flytja á Alþingi tillögu til þingsályktuhar um landsútsvör. Er tillagan þannig: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta und- irbúa og leggja fyrir næsta Alþingi frumvarp til laga, sem miði að því, að fyrirtæki og stofnanir, er teljast reka þjónustustarfsemi, sem nái til landsins, svo sem skipafélög, heildsölufyrirtæki, bankar, útflutningssam- tök, tryggingafélög, verzlunarstofnanir ríkisins o. fl., greiði hér eftir útsvör í sérstakan sjóð, sem skiptist milli sveitarfélaga 'í landinu.“ iiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiii Furður frumskógarins Leiðin liggur upp Amazon- fljót, mesia vatnsfall veraldar. Á báöar hendur er frumskóg- urinn, iöandi af litríku lífi. Förinni er heitið til Dauða- fljóts iimi í hjarta Suður- Ameríku, þai- sem indíána- þjóöflokkar lil'a steinaldarlífi og fáir hvítir menn hafa stig- ið fæti. Þessi ferð er meginefni sænsku kvikmyndarinnar Villimenn við Dauðafijót, sem sýnd er í Stjörnuhl'ói. Halle Bergholm og Johnny Schwerin hafa náð afbragðs myndum af þvi sem bar fyrir augu leiðangurs und- ir stjóm Rolfs Blombergs. Úr fiimu þeirra helúr Torgny Anderberg gert Utkvikmynd sem er æði itiisjöfn. — Furður frumskógarins, fjölskrúðugt dýralíf og gróður, indiána við dagleg störf eða í ástadansi og stríðsdansi, ber fyrir augu í atriðum sem hafa þann eina ókost að þau eru of stutt. Hins vegar hefði ekki verið mikil eftirsjá að ýmsum hrekkjum Svianna hvers við annan, og þótt dýrin sem þeir taka í fóstur séu skemmtiieg taka þau fuli mikið rúm á tjaldinu. Myndirnar sem hér birtast eru úr kvikmyndinni. Á annarri er indíáni á) fislt- veiðum með boga og örvar, hin er af lítilli indíánastúlku. --- Laugardagur 2 apríl 1960 — ÞJÖÐVILJINN — (7 98. þáttur 2. apríl 1960 ^ ÍSLENZK TUNGA: Ritstjóri: Árni Böðvarsson. Skammsiafanir Oft er hentugt að þurfa ekki að skrifa orð fullum stöfum, heldur að geta stytt E það með því að skrifa aðeins E fáa stafi í þess stað. Það eru E þá venjulega fyrstu stafirnir E i orðinu eða fyrstu stafirnir E í helztu samsetningarliðum E þess. Dæmi þessa eru t.d. — ~ til dæmis, vmf. = verka- = manna-félag, o. s. frv. = og = svo fram-vegis. Áður fyrr *var = siður að skammstafa miklu = fleiri orð en gert er nú, og = það svo að oft kemst mað- = ur í vandræði með að lesa úr E þeim skammstöfunum nema _ með því að læra skammstaf- E anakerfi hvers rits. Stundum E eru notaðar skammstafanir úr = öðrum málum, t.d. latínu; = latneskar skammstafanir eru = þó horfnar úr nútíma ís- = lenzku, en eru algengar t. d. = í ensku: etc. = et cetera, = cf. = confer, e.g. = exempli = gratia. I eldra máli íslenzku = má oft sjá slíkar skammstaf- = anir t.d. L.S. = loco sigilli (í = staðinn fyrir innsiglið), a.u.s. = = actum ut suura (gert eins E og að ofan greinir), og í E stærðfræði Q.E.D. = cviod E erat demonstrandum (bað er E sanna átti). Þá t’íðkuðust og E vmsar skammstafanir ís- E lenzkra orða sem nú er ekki E siður að skammstafa. svo sem E 1-s.g. = lof sé guði, t.a.m. = E til að mynda.og fleiri. = Öllum skammstöfunum er = það sameiginlegt að þær eiga = að spara tíma og ekki sízt = panpír, því hann var dýr áður. = Nú er sú regla talin al- = menn að setja beri punkt á = eftir hverri skammstöfun, L neina síðari liðurinn sé ritað- E ur fullum stöfum, og sumir E kenna að þunktarnir eigi að 5 vera jafnmargir orðunum sem = skammstöfuð eru. Þetta er E handhæg regla og góð, en = henni er samt ekki alltaf = fvlst. Almennast er að = skammstafa ,,hlutafélag“ = með h.f. (hegar skammstöf- = unin er ekki höfð á brotastriki = h/f) en eðlilegri og betri = skammstöfun ev lif. Hlálegur E ev einnig sá háttur margra E að setia skammstöfunarpunkt E á eftir orði sem ekki er E skammstafað, en það er gert E með rithættinum þ.á.m. (= E bar á meðal), því að smáorðið E á er ek'ki skammstafað þarna E mílli h. og itk Réttari skamm- E stöfun er þ. á m, E Þær útlendar skammstaf- = anir sem nú eru mest notaðar = í íslenzku eru úr metrakerf- = inu, en raunar lítum við ekki = lengur á þær sem skammstaf- = anir, heldur sem alþjóðlegt = táknmál þessarar eða hinnar = einingar kerfisins. Þess vegna 5 er ekki heldur settur punkt- E ur á eftir þeim, heldur ritað = km = kílómetri, kg = íkiló- = gramm, cm = sentímetri o.s. = frv. Skammstöfunin sm. er hins vegar ekki hluti þessa al- þjóðlega táknakerfis og því er hafður punktur á eftir henni. Eg tel hana samt óþarfa meS öllu. Hún er auk þess villandi, þar sem hún er stundum not- uð fyrir „sjómílur", en ekki hæfir að nota hana um tvær mismunandi lengdareiningar. Á eftir tölustöfum sení tákna raðtölur (fyrsti, annar, þriðji o.s.frv.) erum við van- ir að setja punkt: 1., 2., 3., 30. marz. Það er gott o g blessað. En slikan punkt má ékki nota til að sýna fallend- ingar eins og þegar mena vilja skrifa 3. fyrir „þriggja'* eða eitthvað þess háttar, en : það er ekki rétt. Lengi var almennur siður í íslenzku að nota sérstakar skammstafan- ir fyrir slíkar endingar, Þá rituðu menn t.d. 2,ja =?"~ tveggja, 3ja = þriggja, 4ra = fjögurra eða fjögra, einnig 2ur, 4um o.s.frv. (= tveimur, fjórum). Þessi siður hefur lagzt niður að verulegu leyti nú í seinni tíð, og ég hygg ýmsir kennarar leyfi ekkí nemendum sínum að skrifa tölur á þessa leið. Eg sé þó ekki neina frambærilega á- stæðu til að banna fólki það, og það er ekki einu sinni bannað í kennslubókum sem notaðar eru í skólum. Og menn. sem kunna íslenzku ef til vill ögn betur en meginhorri kennara, svo sem Jón Helga- son prófessor, láta sér sæma að nota skammstafanir eins og þessar. ' Eina tegund skammstafana skal hér enn minnzt á. Það er skammstcfun raðtalna í stað punkts, þegar talan er . rituð með tölustöfum. þá er lsti = fyrsti D'i = fimmti, 27di = tuttugasti og sjö- undi, svo að dæmi séu nefnd. Ekki sé ég heldur neina á- stæðu til að amast við skamm- stcfun þessarar tegundar, þó að þær séu óbeinlínis bannað- ar í kennslubókum þar sem tekið er fram að á eftir rað- tölu, ritaðri með tölustöfum, skuli setja punkt. Eg get ekki neitað því að mér finnst þessl meðferð töluorða setja sér- stæðan skemmtilegan blæ 4 ritmálið, en sjálfsagt eru það áhrif sjaldgæfninnar og hyrfu, ef þetta yrði almennt. Þeirri reglu skyldi alltaf ■ fylgt um notkun skammstaf- p.na að skammstafa ekki nema- . þar sem venilegur sparnaður er að og alls ekki ef aðeins sparast einn stafur eða tveir, því að puokturinn tekur sama rúm og mjór stafur Auk þess er mikil notkun skammstaf- ana hvumleið í venjulegu les- máli; allt annað er um sér- . fræðimál og annað efni ur ' e'kki verður talið almenns : eðlis. -T; Ýmislegt fleira mætti se.gja ~ um skammstafanir, eg^ýhér ; verður staðar numið. V ~ -

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.