Þjóðviljinn - 08.04.1960, Side 6

Þjóðviljinn - 08.04.1960, Side 6
«ö) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 8. apríl 1960 Föstudagur S. apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN (7 tmtmTumirn; ec Wx i21 mt uo OÐVILJINN Útgef&ndi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjai’tansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, nrentsmiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. Frelsisliugsjón skilgreind Oíkisstjórninni hefur komið það illa að tveir stuðningsmanna hennar á þingi hafa gefið tileíni til umræðna urn hlessun einkaframtaksins fyrir tiltekin byggðarlög landsins, en þær spruttu af tillögu tveggja stjórnarþingm'anna og for- manns Framsóknarflokksins um athugun á síldar- iðnaði á Vestfjörðum. í framsögu dró vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ritstjóri Morg- unblaðsins ekki dul á að hann og félagar hans teldu tvær leiðir færar til bjargar síldarverk- smiðjunum á Ströndum, að ríkið styrkti ræki- lega einstaklinga til að halda þeim nothæfum eða að ríkið tæki sjálft rekstur þeirra. Þeir Einar Olgeirsson, Hannibal Valdimarsson og Gunnar Jóhannsson bentu svo stjórnarliðinu á að þetta skyti skökku við margyfirlýstan fagn- aðarboðskap ríkisstjórnarinnar að nú skyldi hætt ríkisstyrkjum og ríkisafskiptum af atvinnulíf- inu, og einstaklingsfrelsi atvinnurekenda látið svo fullkomlega óskert að þeim yrði leyft að standa á eigin fótum. Er ekki ósennilegt að að- alflutningsmaður tillögunnar hafi fengið bágt fyrir að hleypa þessu af stað, ekki sízt vegna þess að hann dró inn í umræðurnar Hesteyrarverk- smiðju Jensenssona, sem þótti lengi vel hæf til að mala íþeirri fjölskyldu gróða, en var lögð niður þegar borgaði sig betur að hafa síldar- verksmiðju annars staðar, með þeim afleiðing- um að þrjú kauptún tóku að veslast upp og síðar að allur Sléttuhreppur lagðist í eyði. l^ið framhald umræðnanna í fyrrakvöld tók * Hannibal Valdimarsson hvert dæmið af öðru af svipaðri blessun einkaframtaksins fyrir tilteikin byggðarlög á Vestfjörðum. Meðan þessi byggðarlög hafa orðið að treysta á „einstaklings- framtakið", hefur sama sagan endurtelkið sig hvað eftir annað. Það koma tímabil þegar fært er að raka saman miklum gróða af atvinmulífinu ó staðnum, en þegar erfiðleikaár koma, er at- vinnurekandinn á bak og burt, flytur oft með sér atvinnutækin á annað landshorn þar sem gróða- vænlegra er í þ-ann og þann svipinn, eða jafn- vel til Nýfundnalands eins og frægt varð, en fóikið situr eftir og fer loks að reyna að koma upp einhverjum féiagsbundnum atvinnufekstri sem miðast við atvinnu fóiksins og kjör en ekki duttlunga og gróða einstaklings. þó kom fram einn þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins, sem alls ófeiminn varði hina raunveru- legu stefnu íhaldsins fyrr og síðar, verðbólgu- braskarinn Einar Sigurðsson. Hann taldi þetta eðlilegt ástand og sjálfsagt, að atvinnurekendur og fólkið sjálft bara flytti sig til eftir því hvar síldin legðist að eða þar sem gróðamöguleikarnir væru. Erum við ekki frjálsir íslending'ar, spurði gí, hann, megum við ekki flvtja okkur úr stað? Með 3? öðrum orðum: Ólafi Thórs var frjálst að láta Hesteyrarverksmiðjuna hætta. Fólkinu í Sléttu- hreppi var sömuleiðis frjálst að flytja á önnur landshorn! Kii En þetta þykir of hreinslkilnislega boðuð stefna |jjjj r iCf* Sjálfstæðisflokksins og nuverandi ríikisstjóm- ar, það sézt á yfirklóri ráðherranna og Morgun- m blaðsins, og einnig hitt að ríkisstjórninni hefur komið það illa að lögð skyldu einmitt nú upp í hendur á fólki dæmi um rökréttar afleiðingar af stefnu og fagnaðarboðskap ríkisstjórnarinnar um iblesun hins alfrjálsa einkaframtaks, stand- IKjj andi á eigin fótum. — s. li Valtýr Pétursson listmálari sýndi í fyrsta sinn mynöir sin- ar á Septembersýningunni 1947 ásamt þeim Jóhannesi Jóhann- essyni, Kristjáni Davíðssyni, og Kjartani Guðjónssyni, (sem komu þá fyrst fyrir almenn- ings sjónir sem máiarar) að ógleymdum eldri meisturum eins og Scheving og' Þorvaldi. Flestar eða allar sýningar Val- týs • síðan hef ég séð og því getað fylgzt með iistferli hans þessi 13 ár, bar sem list hans heíur þróazt með hverri nýrri sýningu án allra hliðarstökka eða fálmandi tilrauna. Sýning Vaitýs, sem nú er nýlokið. kemur þó yfir mann eins og. þjófur á nóttu, svo óvænt er hún — með alla sína nýstárlegu fegurð, sinn persónulega svip og eftiröpunarleysi, einfaldleik og hógværð. Hér er engin há- vaðasöm plakat-kúnst á ferð- inni, heldur þaulhugsuð, öguð tjáning stórra hluta. Maður stendur ekki aðeins frammi fyrir nýjum myndum, heidur nýjum málara og mósaikmeist- ara. Og e.t.v. eru það fyrst og fremst mosaik myndirnar. sem hríía mann, svo óvænta feg- urð bjóst ég ekki við að hitta fyrir á þessari sýningu. Þær eru flestar unnar úr íslenzku bergi, sem listamaðurinn sjálf- ur hefur safnað og höggvið til, úr ljósrauðu líparíti, eirrauðu granophýr, gljáandi hrafntinnu, kvartsi, blágrýti, jaspis ogjafn- vel veðruðum steingervingum. Og í alit þetta fótumtroðna, dauða horngrýti blæs Valtýr sínum lifsanda og gerir að iif- andi kúnst. Mósaikin á sýning- unni er hennar bezti hluti. Því ótrúlegra er það, að af þeim 11 myndum, sem á sýningunni seldust, skyldu aðeins 3 vera mosaik. Við hvað er fóikið hrætt? Að þær brotni í hönd- Að sýningu VALTÝS lokinni unum á því, missi lit sinn á næsta sólskinsdegi? Varla að myndirnar séu ekki jaíngóð list og málverkin, sem Valtýr sýndi í þetta sinn, þótt þau væru með bví bezta, sem hann hefur málað. Svo enginn skuli nú hlæja að helgum hiutum — því öll list er á vissan hátt helgur dómur — bá skulu hér ekki höfð uppi mörg orð um piastiska spennu formsins í þessum myndum Valtýs, og ekki heldur fíngerða hrynjandi í linu hans eða fágaða lita- komposition myndanna, það læt ég öðrum eftir. En myndirnar sjáifar hafa fylgt mér heim af þessari sýningu með sinni ein- földu, tilgerðarlausu fegurð og sínum fagra tón. Það er gjöf, sem manni gefst ekki á hverri sýningu, og fyrir það skal hér þakkað, þótt sýningu Valtýs sé lokið að þessu sinni. En um leið og ég óska Valtý til ham- ingju með þennan iistsigur sinn, þá vil ég bera fram þá frómu ósk til allra þeirra, sem ráða því fjármagni, sem veitt er til opinberra bygginga á þessu landi, að þeir reyni nú að láta sér skiljast það, að við höfum alls ekki efni á því að forsmá okkar góðu listamenn, bæði Valtý Pétursson og aðra, Mósaikmyndh- á sýningu Valtýs Púiurssonar. með þvi að fá beim líti. eða engin verkefni þar að viuna. Á ég hér ekki sízt við siióla og kirkjur, þessar tvær stdfn- anir, sem öðrum fremur shúa, að sálinni í iandsíýðnum. -En- meðan ailri list er þar kastað fyrir róða, bæði vegna skiln- ingsleysis og smásálar’egra fjárveitinga, .verða bessar' stofnanir eins og vor 1 ænar- snauða sál í sálmi Hal'aríms — „andvana lík- til einskis ne,ytt“. Ég hef svo oft hnotið um hleypidómaíuilt nöldur og jafn- vel heiftúðugán fjándskap: til kirkjubygginga í viðræðum við menn og skrífum í biöðum,. ekki sízt' Þjóðviljanum, að ég’ get ekki iátið hjá líða að iéiða fáfróða í nokkurn sannleika um þau mál. Kirkjubyggingar hér- lendis eru ekki reistar fvrir annað fé en bað, sem er í eigu safnaðanna sjálíra. Sá styrkur sem söfnuðir njóta írá ríkinu er hvergi sambærilegur við t. d. þann styrk, sem ungmenna- félög njóta til bygginga féiags- heimila — og nemur árlega að- eins kr. 500 þús., sem ekki er gjöf heidur lán til 50 ára. Þetta er nú sú geigvænlega upphæð, sem andstæðingai- kirkjubygg- inganna vilja telja mönnum trú um að sliga muni landslýð- inn svo, að hann fái ekki undir risið. Það er hrýggilegt að fara um sveitir þessa iands og sjá. hvað kirkjur eru íátæklegar, niðurníddar • víða, eins og- strönduð skip, sem b:ða þess. eins að moina fvrir veðri og" vindum. Meðan byggt hefur verfS hvert samkomuhúsið öðru glæsilegra og' hvert bóndabýlið hefur risið úr rúst, standa þessi görniu hús van- rækt eins og skemmur eða hjallar. Kirkjur sem þó eitt sinn geymdu alla þá myndlist, sem þessi bjóð. átti og sem hún enn á frá liðnum öldum um leið og bær voru henni and- legur bakhjari í harðri lifsbar- áttu. Væri okkur ekki sæmra að virða þær og hlutverk þeirra, þótt ekki væri nema það menningarsögulega hlut- verk sem bær hafa gegnt, með því að auka nú svo fjárstyrk til fátækra safnaða, að þeir gætu reist úr rúst sín heigu vé, og fengið listamönnum okk- ar þar verkefni, sem borið gætu okkur það vitni á ókomn- um öldum, að við höfum þrátt fyrir allt trúað á fleira en fisk og peninga. Rögnvaldur Finnbogason. U. M. F. Afturelding: EINKÁLÍF eftir Ncel Coward Leikstjóri: Klemenz Jónsson Eitt þeirra félaga í nágrenni borgarinnar sem mesta rækt veitir leikhúsmálum er Ung- mennafélagið Afturelding í Mosíellssveit, og sýnir nýjan ieik á ári hverju, oft við góða aðsókn heimamanna og reyk- vískra gesta. Alþýðlegir gam- anleikir og ærslafuliir skop- ieikir hafa 'réttilega orðið fyr- ir valinu, en að þessu sinni ræðst félagið á of háan garð: þó að ,.Einkaiíf“ Noels Cow- ards sé létt gaman er það tóm- stundaleikurum gersamlega of- viða. Þar skipta fyndnar og íjörugar samræður meginmáli, hið létta hispurslausa hjal sem glitrar í ótal ljósbrotum og' heimtar mikla orðlist og hár- fína kímni, og það er enginn barnaleikur að lýsa þeim Am- öndu og' Elyot, hinum frá- skildu en eðlisskyldu hjónum sem elskast og hatast á víxl, rífast eins og grimmir hundar, en geta ekki hvort án annars verið og sættast jafnan að nýju. Fáar manngerðir. munu okkur íslendingum eins fram- andi og fjarri og hið iðju- Leikenríiir taldir frá vinstri: Guðríður Jónsdcút- ir, Arndís G Jakobsdóttir, Sigurjón Jóliannsson, Margrét H. JóhannsdótCir og Jóhann Pálsson. Cy ; __ _ lausa enska yfirstéttarfólk sem Coward lýsir í hinu glæsilega og fræga leikriti; og svo fislétt og gagnsætt er efnið og fínlega ofið að líkja má við nýju föt- in keisarans, það þarf sérstak- ar gáfur til að bera slík klæði. Þjóðleikhúsið sýndi ,,EinkaIíf“ fyrir sjö árum eins og menn muna', sú sýning var með all- miklum myndarbrag, en olli þó greinilegum vonbrigðum: áðal- leikendurnir reyndust ekki skapaðir fyrir hlutverk sín, það réði úrslitum. Tillit verður að taka til allra aðstæðna, og vel má hafa gam- an af túlkun hins leikglaða á- hugafólks þrátt fyrir eðlilegan viðvaningsbrag, en hinu ekki að neita að sýningin var of. hraðsoðin og of naumum tíma varið til æfinga. Klemenz Jóns- son hefur áður reynzt tóm- stundaleikurum happadrjúgur leiðbeinandi og skortir að sjálf- sögðu ekki réttan skilning á eðli leiksins —- leggur áherzlu á léttar hreyfingar og mikinn hraða í orðsvörum og átökum, en þær kröfur urðu leikendun- um ungu oftlega um megn. Sum atriði fóru út um þúfur, og helzti mörg óhöpp komu fyrir — bau verða reyndar ekki endurtekin á næstu sýn- ingum. Það sópar að þeim Amöndu og Elyot, þau eru léttúðug og Hfsreynd, skapmikil, gáfuð og*. orðheppin, búin ær.num kost- um og göllum: mikil hlutverk og' þakklát glæsilegum gaman- leikurum, öðrum ekki. Margrét Jóhannsdóttir lék Amöndu og vakti athygli, gervileg stúlka sem myndi sóma sér vel í hópi fagurra Suðurhafsmeyja, og virðist fremur skorta þroska og tækni en hæfileika; vera rná að þar fari efni i leik- konu. Þótt hana vanti að von- um ærið margt það sem Am- anda á að hafa til brunns að bera, voru mörg tilsvör hennar snögg og fyndin og' skýr, það fylgdi henni hressilegur gust- ur og leiðinleg var hún aldrei. Jóhann Pálsson er öruggur í svörum og ákveðinn í frarn- góngu eins og vænta má af lærðum leikara, en tókst ekkii nógu vel að lýsa heimsmannin- um og elskhuganum Elyot, kæruleysi hans og auðugri! kímnigáfu; innileik og íjor skorti í leik hans. Hinir leik- endurnir virðast algerir byrj- endur, og er ekkert við því að segja. Sigurjón Jóhannsson er: talsvert hikandi og' málstirður sem þurdrumburinn Victor, en! gervið ekki fjarri lagi og ein- staka tilbur.ðir hans. Sibyl á að verá ung og fríð stúlka, smá- borgaraleg og rómantísk í eðli; Guðríður Jónsdóttir er ekkil nógu lagleg og gerir hana enni treggáfaðri og kjánalegri en ætlazt er til. Frönsku vinnu- konuna leikur Arndís G. Jakobsdóttir. Gunnar Bjarna- son teiknaði leiktjöldin, ein- föld í sniðum og fremur snotur. Gestir á frumsýningu skemmtu sér vel og létu ánægju s:na ó- spart i ljósi. Á. Hj. iimiimiiiiiiiiiiiiimimmiiMimíiiiiimMiiiiMiiiiiimiiiiiiiimiiiMiiiimMimiiiiiiiimmiiiiiiiimmmiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiimMiiiiiiiiiimiimiiin mmmimmmmmmiiiimmmmmiimiirmiii SinfóníuténEeikar Það var hinn gamli góðkunn- ingi Sinfóníusveitarinnar Ólaf- ur Kielland, sepi stjórnaði þessum tónleikum hennar. Hon- um hafði verið boðið hingað frá Noregi í tilefni áratugs- afmælis hljómsveitarinnar til þess að stjórna hér tvennum tónleikum, og voru þetta hin- ir fyrri. Kielland er sá maður, sem átt hefur einna mestan þátt í því að þjálfa og' móta hljómsveitina, eins og kunnugt er. Var honum prýðisvel tekið af áheyrendum,. svo sem vænta mátti, og hljómsveitin hyllti hann svo sérstaklega að leiks- lokum. Að afloknu forspili að 3. þætti óperunnar .,Lohengrin“ eftir Wagner, sem var inn- g'angsatriði þessara tónleika, mjög vel flutt af hljómsveit- Inni, settist rússneski píanó- leikárinn Mikhail Voskresenskí við hljóðfærið. Þar með rættist ósk, sem undirritaður og sjálf- sagt líka margur annar hafði ekki í konsertinum að gera eins og' hún g'etur. bezt, lauk tónleikunum með ágætum flutningi 4. sinfóníu Brahms, tónverks sem hún hefur áður flutt undir stjórn Ólafs Kiel- lands og' hlotið mikið lof fyr- ir. B. F. alið með sér á síðastliðnu hausti, að fá að heyra þennan listamann leika með hljóm- sveitinni , þó að ekki gæfist þess neitt tækifæri þá. Vos- kresenskí lék þriðja píanó- konsert Beethovens og flutti verkið í sem stytztu máli sagt af þeirri snilli, bæði um tækni og alla túlkun, sem að- eins fremstu meisturum þessa hljóðfæris 1 er gefið að hafa á Kammeimúsíkhlúppsins valdi sínu. Aukalag, sem hann lét hlustendum í té, ein af etýðum Chopins, var flutt af fullkominni snilld. Hljómsveitin, sem tókst m i m 111111111111111111111 m .....imiiimi.............. miiiiiii......... -4* — Ályktanir 12. þings Sósíalistaflokksins mqi — Samvinnumái Tólfta flokksþing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins leggur áherzlu á nauðsyn þess, að flokksfélagar séu virkir meðlimir þeirra sam- vinnufélaga og þá einkum 'kaupfélaga sem þeir eiga kost á að vera í. Jafnframt leggur þingið flokks- félögum þá skyldu á herðar að vekja skilning og áhuga meðlima verkalýðsfélaganna og alls alþýðu - fólks á .þeirri þýðingu, sem viðskipti þeirra við kaupfélögin í bæjunum og vir*k þátttaka í félags- starfinu getur haft fyrir sköpun samfylkingar verkalýðsins og hinna ýmsu millistétta gegn auð- valdinu, og hvetja alla alþýðu til að gerast með- limir kaupfélaganna, skipta við þau og geta sér orð sem góðir og einlægir samvinnumenn. Kjör námsfóiks Tólfta þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíal- istaflokksins mótmælir harðlega þeirri árás á kjör íslenzks námsfólks, sem felst í efnahagsráðstöfun- um ríkisstjómarinnar. Telur þingið, að með þess- um ráðstöfunum sé stefnt að því, að efnahagur en ekki námshæfileikar ráði úrslitum um það, hvort ungu fólki er unnt að stunda nám eða ljúka því. Lítur þingið þetta mjog alvarlegum augum, sér- staklega varðandi íslenzka námsmenn erlendis, þar eð þeir Ieggja fléstir stund á þær námsgreinar, sem ekki er kostur á að læra hér heima, svo sem ýmsar tækni- og vísindagreinar, sem allar menn- ingarþjóðir leggja nú höfuðkapp á að efla. Telur þingið, að í þessu efni sem öðru birtist furðuleg skammsýni og skilningsleysi ríkisstjórn- arinnar á lífsþörfum íslenzku þjóðarinnar. FriSarmál Tólfta flokksþing Sameiningarflokks alþýðu — Sóslalistaflokksins s'korar á sósíalista um land allt að kynna sér og gera sér ljósa grein fyrir mikil- vægi friðarbaráttunnar. Sérstaklega ætti það að vera skylda sósíalista að kynna þá baráttu innan sinna samtaka og skýra eðli hennar og tilgang. Sú skylda hvilir á okkur sem hemumdri þjóð, að bera sáttarorð milli þjóða og vinna af alefli gegn hemámi Islands og hlutdeild landsins í hern- aðarsamtökum. HESLíÍkÍÍílFÍsS iTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiwimittiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiMiiHiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiÍi Klúbburinn hélt aðra tón- leika sína þessa árs á þriðju- dagskvöldið í samkomusal Melaskóla. Flutt voru 4 tón- verk, öll iyrir 5 þeytihljóðfæri: horn, flautu, klarínettu, hápípu, og lágpípu, en tónleikarar, tald- ir í tilsvarandi röð, voru þess- ir: Herbert Hriberschek. Peter Ramm, Gunnar Egilsson, Karel Lang og Hans Ploder. Tónverk eftir Haydn var hér efst á skrá, kallað „Diverti- mento“, en þar er í öðrum þætti hið fagra stef, sem Brharns hafði að uppistöðu í sínum frægu hljómsveitartil- brigðum. Þar næst komu verk eftir tvo nútímamenn: „Kvint- ett“ eftir Danann Finn Höff- ding, sem er meðal annars kunnur tónfraeðikennari og kennslubókahöfundur, og sam- nefnt tónverk eftir Gyula David, sem hér er með öllu ó- kunnur, og virðist þó verk hans öllu betri tónlist. Enn var Framhald á 10. síðu HRAFN UR VOGI: Gvenéur í bandi Hundi suður á heiði var heiðursnafnbót send, og héreftir verður þess vœnzt að hann verndi Gvend. Eiga þeir álíka mikið af uppumflöðrunarkennd, og varla getur verndin orðið verðugri fyrir Gvend. Þetta er þarfasti hundur þjónandi hér á landi. Hann gengur um allar götur, með Gvend í bandi. Og Gvendur horfir á hund- inh — höfuð í auðmýkt beygir, en hundurinn geltir að Gvendi, og Gvendur þegir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.