Þjóðviljinn - 24.04.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.04.1960, Blaðsíða 1
VILIINN Deildafundir Funðir i öllum deildum annað kvöld, mánudag. SÓSÍALISTAFÉLAG REYKJAVÍKUR Sunnudagur 24. apríl 1960 — 25. árgangur — 92. tölublað Smánarlegt ef Islendingar --„—-— ...M„i --------- bregðast bandamönnum ViS megum ekki samþykkja almenna reglu sem skerBir 12 milna réttinn Ríkisstjórn íslands ber annað tveggja að draga til oaka breytingartillögu sína í Genf, eða lýsa yfir því ad Island muni greiða atkvœöi gegn tillögu Bandaríkjanna og Kanada, hvernig svo sem íslenzka breytingartillagan verði afgreidd. Engin önnur afstaða er í samræmi við þjóðarheiður íslendinga eða framtíðarhagsmuni í land- helgismálinu. Þjóðviljinu skýrði einn blaða í gær írá hinu rétta samhengi í sambandi við breytingartillögu þá sem r'kisstjórnin heíur ákveð- ið að íiytja í Gení. Þar er um að ræða samningamakk milli rík- isstjórnar íslands og verstu and- stæðinga okkar í landlielgismál- inu, Breta og Bandaríkjamanna, þess eínis að andstæðingar okk- ar lofa að virða 12 mílna land- helgi hjá okkur gegn því að við smiuinst gegn bandamönnum okkar og tökum þátt í því að skerða rétt þeirra. Þetta eru smánarlegir samningar, þar sem okkur er gcrt að bregðast þeim þjóðum sem liafa gert okkur miigulegt að stækka landhelgina, og við fáum þá einu ,,umbun“ að halda þeirri landhelgi sem við hiifuni þegar tryggt okkur á full- Veturinn fær góð eftirmæli Akureyri í gær. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Veðurblíða hefur verið mikil hér nyrðra að undanförnu, að vísu fremur kalt þegar sólar hefur ekki notið. Snjóa tekur óðum upp og má segja að í byggð sjáist ekki lengur snjór nema leifar af stærstu sköflum. Upp til fjalla er enginn hörg- ull á skíðasnjó. Liðinn vetur fær fádæma góð eftirmæli og man nú enginn slíka veðursæld fyrr. iiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini) | Aflahæsti ( | báturinn | = Aflahæsti vertíðarbátur- E = inn á iillu landinu mun nú = = vera vb. Stapafell i Ólafs- 5 = vík. Var báturinn búinn að E = afla 1020 lestir síðasta vetr- E = ardag, en síðan hefur bát- = = urinn róið, siðast í gær. E = Skipstjóri á þessu fengsæla E S skipi er Tryggvi Jónsson. 5 iTi 11111111111ii11111111111111111111111111111iT komlega liiglegan hátt og enginn gat frá okkur tekið. Getur oltið á aístöðu íslands Kaupskapur þessi er liður í trylltri herierð Bandaríkjamanna og Breta til að vinna sigur á ráðsteínunni í Geni; þessar þjóð- ir hafa tekið fyrir eitt rikið af öðru og reynt að beygja þau undir vilja sinn með blíðmælum og hótunum, mútum og gýli- gjöium. Andstæðingar okkar munu munu telja það sérstakan sigur íyrir sig að haia getað beygt ríkisstjórn íslands, því að sá samningur geti ráðið úrslitum í Genf. Þannig segir íréttarit- ari Morgunblaðsins í Genf frá í blaði sínu í gær: „Tillaga sendinefndarinnar um að undanþiggja ísland hinum 10 ára siigulega rétti er því flutt til styrktar að- stöðu íslands í lokaátökum ráðstefnunnar. Líkurnar fyr- ir samþykki bandarísk-kanad- ísku tillögunnar hafa NÚ stóraukizt". Líkurnar fyrir því að tillaga andstæðinga okkar verði sam- þykkt hafa ‘stóraukizt eftir að samið var við ríkisstjórn íslands. Þvi veldur ekki aðeins atkvæði íslands, heldur og álit okkar á alþjóðavettvangi. Við höfum ver- ið taldir brautryðjendur í bar- áttunni fyrir réttlátri landhelgi, og nú munu andstæðingar okkar segja við tvíráðar ríkisstjórnir: ykkur er óhætt að fylgja tihögu okkar, meira að segja íslending- ar eru sammála henni. Afstaða okkar kann því að vera úrslita- atriði á ráðstefnunni, það atriði sem tryggir andstæðingum okkar sigur, en skerðir rétt þeirra þjóða sem alltaf hala verið bandamenn okkar. Skerðir rétt bandamanna okkar Það er athyglisvert að ríkis- stjórn íslands orðar tillögu sína svo að hver þjóð sem „er yfir- gnæfandi háð fiskveiðum við ströndina“ skuli undanþegin „sögulegum rétti“. Undir þetta orðalag getur engin þjóð fallið nema íslendingar, en það lýsir blygðun og óhreinni samvizku ríkisstjórnarinnar, að hún hef- ur ekki kunnað við að segja ber- um orðum að Jsland eitt skyldi undanþegið. En gegn þessu ætlar ríkis- stjórnin að samþykkja, að all- ar aðrar þjóðir lieims skuli una 6 mílna landhelgi, bæði almennri landhelgi og fiskveiðilandhelgi, næstu tíu árin. Þannig ætlar rík- isstjórnin að þakka þeim þjóð- um sem hafa veitt okkur mest- an og beztan stuðning, sósíal- ísku ríkjunum, arabaríkjunum, ýmsum ríkjum Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Þessar þjóðir liafa aldrei brugðizt okkur, en Framhald á 3. siðu Páskavist í snjóhúsi Myndin var tekin í Hlíð- arfjalli nyrðra á föstudag- inn langa. Það er Tryggvi Þorsteinsson skátaforin.gi og stjórnandi Flugbjörg- unarsvél'iarinnar á Akur- eyri, sem stendur framan við snjóhúsið. — Sjá frá- sögn á 3. síðu. 111111111111111111111111111111111 m 1111111111111111 m 1111111111111-11111111111 h -f 111111111111 b Það kostaði áður 100 krðnur - nú 151.63 Áhrif viðreisnarinnar á 22 vörutegundir Rúmlega þriðjungs hækkun hefur orðiö á 22 vöru- og gjaldaflokkum, völdum af handahófi úr verðhækkana- skriðunni sem fylgt hefur efnahagsr^ðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. Þarna er um að ræða ýmis- að greiða það sem áður kost- konar nauðsynjar, bæði neyzlu- vörur, fjárfestingarvörur og gjöld opinberra stofnana. Frá 82% til 25% Hækkanirnar eru mjög mis- munandi, allt frá 25% upp I 82%, mestar á þeim vörum sem báru lægst yfirfærslugjald fyrir gengislækkun. Verðið á sumum vörunum er greitt niður af opinberu fé. Sé tekið meðaltal af þessum vörum og gjöldum kemur í ljós að meðal hækkunin er 51,63%, nú þarf 151 krónu 63 aura til að greiða það magn sem kostaði 100 krónur fyrir gengislækkun. Tjéreft, skór Efst á blaði er léreft. Lérefts- bútur sem áður kostaði 100 krónur kostar nú 182 krónur. Hækkunin á skófatnaði er litlu minni, þa^ þarf 181 krónu til aði 100 krónur. Karlmannanærföt sem kost- uðu 100 krónur áður en bjarg- ráðin komu til sögunnar kosta nú 176 krónur. Nú þarf 142 krónur til nælonsokkakaupa þar sem 100 krónur dugðu fyrir gengislækkun. Búsáliöld, hreinlætisvörur Nú þarf 142 krónur til að kaupa sama magn af strásykri og áður fékkst fyrir 100 krón- ur, og þó er sykurverð greitt niður um 18,6%. Handsápumagn sem kostaði 100 krónur kostar nú 143. Aðr- ar hreinlætisvörur sem fengust fyrir 100 krónur áður en við- reisnin skall á kosta nú 147 krónur. Til kaupa á leirvörum sem kostuðu 100 krónur þarf nú Í42 krónur. ÍBúsáhöld úr alúm- iníum sem kostuðu 100 krón- ur kosta nú 146. . u , u Eldsneyti, útvarp Olía til hitunar sem kostaði- 100 krónur kostar nú 125. Kolin hafa hækkað mun meira, nú þarf 160 krónur til að kaupa kolapoka sem áður kost- aði 100. Framhald á 3. síðu. Aflahœstu Eyjabótar Vestmannaeyjum i gær. Frá fréttaritara. Aflahæstu Eyjabátar, miðað við daginn í gær, voru Léó 983, Stígandi 958, Gullborg 885, Eyjaberg 807, Reynir 803, Snæ. fugl 775, Gjafar 775, Gullver 769, Ófeigur II, 758, Kári 751, Bergur 741 og Dalaröst 739. Einstaka bátar hafa fengið ágæta veiði að undanförnu, 30—40 lestir, en í heild hefnr hún verið mjög léleg. Eru allir að bíða eftir aflahrotu. Kaffikvöld Fylkingarinnar et* í Framsóknarhúsinu í kvölil kl. 9. — Sjá auglýsin.gu á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.