Þjóðviljinn - 24.04.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.04.1960, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24 apríl 1960 — ÞJÖÐVILJINN — (7 feDgnum og bráðlyndum harð- stjóra, manni sem er í öllu son- ur barbarískrar aldar, blindað- ur af kirkjukreddum og trúar- legum hleypidómum. í annan stsð.dyftir skáldið Ragnheiði upu : æðra veldi, gerir hana að djörfum og hugprúðum mál- svara friálsra ásta, ungri, stór- látri konu sem gerir uppreist gegh harðst.iórn föður síns og öllu umhverfi, storkar almenn- ingsálitinu og siðakenningum hins forna .tímá; . ekkert fær but að hana nema dauðinn einn. Ragnheiður leiksins er nútím- anum skyldust og þó framar ö)!u höfundinum sjálfum. enda eintireginn talsmaður hans. Hmu má ekki gleyma að fyrir Guðmundi Kamban var allt sem í leiknum gerist heilagur sannleikur. sögulegar stað- reyndir, og fús eða nauðug hljótum við að hrífast ai' sann- færingarkrafti hans. Baldvin Halldórsson er meist- ari hinnar nýju sýningar Skál- holts, en Magnús Pálsson höf- undur sviðsmýnda og búninga, báðir hafa innt mikið starf aí höndum. lagt sig alla fram og unnið saman sem einn maður. Verk þeirra er nýstárlegt um margt, persónulegt og mjög ólíkt hinni fyrri sýningu leiks- ins árið 1945 og' síðar, hér er óhikað lagt á nýjar brautir. Sýningin fyrri var minnisverð á marga lund, litrik, natúralísk og ljós yfirlitum, og um sviðs- myndir og skrautlega buninga fylgt fyrirmælum skáldsins um nákvæma og ríkmannlega lýs- ingu Skálholtsstaðar, eftir því sem unnt var á hinu þrönga sviði; bar var um sorglegan en rómantískan söguleik að ræða. í höndum Baldvins Halldórs- sonar verður „í Skálholti“ rak- inn harmleikur, myrkur og þungbúinn. en einkunn hans fræg orð biskupsins: „Mal^ domestica. . Sýning'in nýja er heilsteypt og stór í sniðum, og' i öllu rnjög íærð i stílinn: hreyfingar í minnsta lagi, þagn- ir tíðar og langar, tal manna meitlað, hátíðlegt og skýrt, og flest íjærri natúralískri hefð: Daði er skraufþurr þegar hann kemur alvotur upp úr Hvítá, og þótt óveður geysi úti heyrist enginn vindur gnauða. Falleg tónlist Jóns Þórarinssonar, reist á gömlúm sálmalögum. á sinn þátt í að auka á hinn myrka harm enda flutt í myrkri, og hnitmiðuð beiting ljósanna sömuleiðis, oft er hálírökkur á sviðinu. Frumleiki og listræ.nt samræmi einkennir sviðsmynd- ir Magnúsar Pálssonar. en fá- tæklegri og fornlegri verða öll húsakynni í Skálholti í með- förum hans en skáldið hefur ætlazt til, og búningarnir bera ekki heldur vott um metorð og auð; en þeir eru. fallegir og stíl- hreinir og gerðir af sög'ulegri þekkingu. Þverbitarnir sem setja sinn sérstæða svip á stíl- færðar stoíur biskupsins og Helgu í Bræðratungu munu vart vekja hrifningu allra, en verulega falleg, stórbrotin og hugnæm er myndin sem brugð- ið er upp í síðasta atriði, og hverjum harmleik ótv.'ræður sómi. Þótt ég sé leikendaval- inu ekki í öllu sammála og hið örstutta þögla atriði í upphafi leiksins ekki að mínu skapi, er hitt víst: hér er um frumlega, sterka og minnisstæða sýningu að ræða oe hvergi slakað á list- rænum kröfum. Valur Gíslason fer með hið iítt þakkláta og stórskorna hlutverk meistara Brynjólfs að þessu sinni og stendur réttur undir þeirri byrði. Ilann er myndugur í allri íramgöngu og' mikill þungi í orðum hans. hár maður, ern og karlmannlegur. en andlitsgervið ekki gallalaust með öllu. Skapfellilegur er hann ekki. en gerir þó sízt meira úr. ofsa og bráðlyndi hins ósveigjanlega biskups en efni standa til, og' lýsir vel þeim fáu stundum er hann reynir að koma fram með lagni eða stilia skap sitt og sterkar ástríður; þá er leikur Vals eins og logn á undan bálviðri. Ragnheiður er hetjan í leikn- um sem áður er sagt. mikið Úr 9. a‘iriði leskritsiiis „t Skálholti“: Klemenz Jónsson (Árni Halldórsson), Ævar Kvaran (Oddur Eyjó(fsson), Bryndís Pétursdóttir (Steinunn Finnsdóttir), Krif.'jbjörg Iíjeld (Bagn- heiður), Valur Gíslason (Brynjólfur biskup). Guðbjörg Þorb.iarnardóttir (biskupsfrúin), Reg_ ína ÞórðardóWir (Helga í Bræðratungu) og Róbert Arnfinnsson (séra Torfi Jcnsson). hlutverk og girnilegt æskufríð- um, mikilhæfum og reyndum leikkonum; ég hefði helzt falið það Heigu Bachmann, frænd- konu skáldsins. Kristbjörg' Kjeld á til æsku Ragnheiðar, en ekki nóg af glæsileika henn- ar. stolti og reisn; og þess verður að gæta að Ragnheiður er þroskuð heimskona þótt ung sé að árum. Leikur hennar er látlaus, laglegur og hlýr, en ekki verulega svipmikill, heit og skilyrðislaus ást hennar og ögrandi stórlæti ekki eins áhrifamikið oe verða mætti. Hæst nær túlkun Kristbjargar undir lokin þegar Ragnheiður er sjúk og þjáð og þá er hún liggur á banabeði, og er bless- unarlega laus við þá tilfinn- ingasemi sem ýmsum ieikkon- um gæti reynzt hættuleg snara á þeim stað; hin geðfelda unga leikkona hefur eflaust vaxið af baráttunni við hið mikla og íræga hlutverk. Onnur stórbrotin kona skip- ar verulegan sess í leiknum, Helga í Bræðratungu. Meitlað- ur og kröftugur leikstíll Regínu Þórðardóttur nýtur sín ágæta vel á þessum stað. hún lýsir á lifandi og þróttmikinn hátt djörfung, viljafestu og kærleika hinnar mjmdugu heíðarkonu, ekki sízt þegar hún talar máli Ragnheiðar við meistara Brynj- ólf, skörulega og einarðlega. Fjórða aðalpersónan er Daði Ilalldórsson, og hefur oít ver- ið á það bent að honum séu ekki nægileg skil gerð af hendi skáldsins, hann er „fjötraður á höndum og fótum“ eins og hann sjálfur segir. fær ekki neinu ráðið. Erlingur Gísla- son leikur hann blátt áfram og þokkalega, viðfeldinn og snotur en nokkuð hversdagslegur pilt- ur, en er hvorki sá glæsilegi elskhugi né bað karlmenni sem Daði á að vera; og stundum skortir mjög tilfinningahita og dýpt í orðsvör hans. Hvers- vegna tekur Rúrik Haraldsson engan þátt í þessari sýningu? Mörg minni hlutverk eru í leiknum, sum harla mikilsverð, önnur svipmyndir einar. Guð- björg Þorbjarnardóttir leikur biskupsfrúna á mjög sannfær- andi hátt. fínleg kona og gervi- leg, góðleg og hjartahrein, og verður jafnan að beygja sig fyrir ofríki manns síns. Ingi- björgu, hinni brögðóttu og" kaldráðu skólaþernu, er líka vel borgið í traustum höndum Helgu Valtýsdóttur. Það er hún sem hrindir ævintýrinu af stað ásamt friðli sínum dómkirkju- prestinum, þeim veilærða vand- ræðamanni sem Helgi Skúla- son lýsir af festu og krafti — svartur maður og skuggaleg- ur, kvalinn af órólegri sam- vizku. Skólameistarinn er nokk- uð öldurmannlegur en traustur í meðförum Ævars Kvaran, og göfugmannlegt útlit og látlaus framkoma Róberts Arnfinns- sonar hæfa ágætlega Toría Jónssyni, hinum réttsýna góða klerki. Sumir kunna að hafa vonað að Þjóðleikhúsið gæti flutt nýtt hugtækt leikrit íslenzkt á tlu ára afmæli sínu, en skáldin láta sem fyrr á sér standa. „I Skálholti'* er vel valið viðfangs- efni eins og á stóð. enda líklegt að það verði flestum innlend- um sjónleikum langlífara á sviðinu. Á. Hj. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiu. galiar þess kvæðis: byggingin hrófatildur. orðfærið ambögu- legt á pUnktum, hitt dylst ekki, að það er geníalt kvæði. Því til 'sönnunar þetta sítat: Þvi mun ég, borg mín. lofa lengst þau stræti, sem liggja á víxl í gegnum hjarta mitt. Teikningin er gölluð og það vantar sement i steypuna, en sandurinn er gull. Vilhjálmur frá Skáholti Vilhjálmur frá Skáholti er eitt sérstæðasta ljóðskáld, sem kvatt hefur sér hljóðs á ís- lenzkum ritvelli. Enginn meiri lausingi, far snjaliari. Og hver. annar en hann. gæti leyít sér. að hlaða svo kvæði sín jafn hundleiðinlegum fyrirbærum. sem blómi og draumi án þess að verða þreytandi? Þessi bók er yfirfull af þeirri gamal- rómantísku vöru og er þó ein bezt bóka. Svo ágætt er, orð- bezt bóka. Svo ágætt er orð- færi skáldsins og heimur hug- mynda þrátt fyrir yfirgengi- legan lausingjahátt innanum og samanvið: — Drakk ég af angan lít's í ljúfum teig. / Lit- fögur brjóst úr höndum mínum spruttu. — Hve fögur og sér- stæð þessi vísuorð þótt þau minni á blóm. Annars éru það náttúrlega engin venjuleg blóm, engar rósir og svoleiðis drasl úti á haugi, sem skáldið er að kveða um, heldur blóm blómanna, blómið, hvers frjómold er hjarta mannsins og fyrirfinnst aðeins í draumi hans. — Sam- ber Hamingjublóm Vilhjálms. Mér varð einhvert sinn á, að brosa að þeirri fullyrðingu, að Vilhjálmur þessi frá Skáholti væri „meingallað stórskáld“. í dag' er mér nær að halda, að formálshöfundur „Jarðneskra ljóða“ hafi þar haft rétt fyrir sér. Jón Jóhannesson. Að Eátast akki Laufið á Trjánum. Vilborg' Dagbjartsdóttir. Útgefandi: Heiinskringla, Reykjavik. Flest þessara ljóða hafa birzt á prenti áður, sum í Birtingi, önnur í Þjóðviljanum. enn önn- ur í Timariti Máls og menning- ar. Mér voru þau því nokkuð kunn þegar bók þessi kom út. I bókinni eru ekki fleiri ljóð en 18. Uppsetning þeirra snotur. Það má fletta henni í einni svipan. En það er líklegt að blær hennar gleymist ekki jafn- skjótt og henni er auðflett. Það sem gerir hana ólíka öðrum bókum er þýðleiki hennar en þó einkum kvenleiki. Styrkur skáldkonunnar er í þvi fólginn að viðurkenna kveneðli sitt án allrar feimni: Ég var brumandi tré, brjóstin tvö aldin af þroska. blóðið söng í æðunum og fyllti líkamann vori. Ljóðin mætti kalla stemning- ar. Þær eru líklegast upprunn- ar austur í Japan og komnar hingað með laufvindunum. Þey mig er að dreyma ef þú vekur mig hverfur draumurinn en ég verð eftir. Samanburðinn getum við sótt í ljóðaþýðingar Helga Hálfdan- arsonar „Japönsk miðaldaljóð“: Sífeld von/ um að hitta þig/ í draumi / hélt fýrir mér vöku /næturlangt. (Handan um höf. Helgi Hálfdanarson). Enn má segja blæ kvæðanna vera ljúfsáran: „Þegar þjáning- in ristir brjóst mitt ver.ður mér fyrst ljóst hve stór gleði mín gæti verið. Milli mín og hennar er hið stutta ómælísdjúp“. Vilborg- Dagbjartsdóttir Vilborg yrkir ekki um gleð- ina. Llfsreynsla er á bák við þessa bók, því er hún ekki hljómandi málmur og hvellandi bjalla, ekki leikur að orðum. Skáldkonan veit líka hvað hún er að gera þegar hifn hefur ljóðið lítið, svo- lítið að það fær rúmazt í kuðung. Nei, hún vrkir ekki um gleð- ina, „Ég geng' í myrkri“, „Ég hef horft í dökkt auga andvök- unnar“, „Ég er brumandi tré“, Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.