Þjóðviljinn - 24.04.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.04.1960, Blaðsíða 3
Sunnudagur 24. apríl 1960 — ÞJÖÐVILJINN (3 Hér kynna félagar úr Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri gestum notkun ýmissa ‘tækja. [ (M111111111111111' i i 1111111111111111111111111111111 i 1111111111111111 ... | Gistu um páskano / tjöldum | j og snjóhúsum í Hlíðarfjalli Valur og Herdís lilutu viður- kenningu og utauf ararstyrki iiitiiiiimmmmmimmmimi Akurevri. Frá íréttaritara Þjóðviljáns. Um páskana fluttu nokkrir lelagar úr Flugbjörgunarsveit- inni á Akureyri mikið af tækj- um og áhöldum sveitarinnar upp í Hlíðaríjall og bjuggu þar imi sig í tjöldum og snjóhúsum. Var þetta gert í æfingaskyni, og tækifærið .jafnframt notað til að kynna blaðamönnum og fleiri bæjarbúum útbúnað sveitarinn- ar, nvað hún hefur eignazt af tækjum og' hvað hana helzt skortir nú til þess að útbúnað- ur hennar geti talizt fyllilega við- unandi. t fyrravetur. fékk Flugbjörgun- arsveitin snjóbíl til umráða, og heíur hann reynzt mjög vel, það sem hann hefur verið notaður síðan. Það er Flugbjörgunarsveit- in í Reykjavík, sem afhenti sveitinni hér þennan bíl til af- nota. En í bílnum er takmarkað rúm fyrir fólk eða farþega, og' þess vegna hefur nú í vetur ver- ið smíðaður vandaður, yfirbyggð- ur sleði, sem hægt ér,að tengja aftan í snjóbílinn og hann dreg- ur léttilega, a.m.k. í sæmilegu færi. í feleðanum er hægt að korria fyrir fernum sjúkrabörum eða allt að 10 manns sitjandi. Gestum Flugbj örgun arsveitarinn- ar var boðið í ökuferð hátt upp í Hlíðarfjall, og' reyndist sleð- i m i ■ 1111 i i: 11111111 [ i 1111111111111111111111111111111 c i 111111111111111111111111111111111111111111111111111111; 1111111 i 1111 e 1111111111111111111111 inn hið þægilegasta farartæki. Það voru nokkrir starfsmenn BSA-verkstæðis hér, sem smíð- uðu sleðann og gái'u alla vinnu við hann. Björgunarsveitin virðist allvel útbúin af ýmiskonar smærri tækjum, sem að gagni mega koma á erfiðum ferðalögum, en forráðamenn hennar lögðu mikla áherzlu á það. að þeir þyrftu að fá til umráða eina eða tvær tal- stöðvar af beirri gerð, sem Land- síminn hefur látið mörg'um lang- ferðabifreiðum í té, en Flug- björgunarsveitin hefur ekki g'et- að fengið til þessa. Einnig skortir björgunarsveit- ina mjög sterka ,,trukk“-bifreið. sem nota megi til að komast leið- ar sinnar um vegi og' vegleysur. þegar jörð er auð. Nokkrar til- raunir hafa verið gerðar til að lllllllllllllllllllllllllllltllllllllll fá slíka bifreið með viðunandi kjörum, en þær hafa ekki borið árangur til þessa. En vonandi verður þess ekki langt að bíða, að úr rætist. Þeir meðlimir Flugbjörgunar- sveitarinnar, sem dvöldust í Hlíð- arfjalli um páskana, létu vel af vistinni í snjóhúsunum. og töldu engum vorkunn að notast við slíkar vistarverur um stundar- sakir, en stjórnandi sveitarinnar, Tryg'gvi Þorsteinsson, benti á, að það væri mikils virði, að sem flestir lærðu að byggja góð snjó- hús og hefðu gist í slíkum hús- um. þá myndi þeim ekki þykja rnikið fyrir því að gista þannig vistarverur síðar, begar ill nauð- syn kynni að kreíjast þess, og sá sem einu sinni heíði byggt snjóhús væri fljótur að koma öðru upp s'ðar. Síðasta vetrardag var minnzt 10 ára afmælis Þjóðleikhússins- með hátíðarsýningu á leikriti Guðmundar Kambans „í Skál- holti“. Þjóðleikhússtjóri bauð öilu starfsfólki stofnunarinnar í hóf í Þjóðleikhússkjallaranum í til- efni af afmælinu að leiksýn- ingu lokinni. Þjóðleikhússtjóri bauð gesti velkomna og þakkaði fyrir vel unnin störf, góða og ánægju- lega samvinnu á síðasliðnum 10 árum. Ennfremur töluðu þau Arndís Björnsdóttir og Valur Gíslason fyrir hönd leikara, og Þorlákur Þórðarson þakkaði fyrir hönd annarra sarfs- manna. I tilefni af 10 ára afmælinu afhenti þjcðleikhússtjóri Her- 5 | disi Þorvaldsdóttur leikkonu og ■ j Vál Gíslasyni leikara viður- i kenningarskjal og verðlaun að upphæð kr. 8 þús. til hvors fyr- ir ágæt listræn störf á sviði Þjóðleikhússins, en sjóður var stofnaður af þjóðleikhússtjóra í þessu skyni á vígsludegi Þjóðleikhússins, og er hann nú orðinn 85 þús. kr. Skal styrkj- um úr honum varið til utan- Finnskir blaða- menn til islands Finnska flugfélagið Kar -air hefur undanfarin ár skipulagt árlega ferðalög fyrir finnska blaðamenn. í ár efnir það til ferðar hingað til lands og munu 37 finnskir blaðamenn koma til Reykjavíkur með vél frá félaginu 2. júni n.k. og dveljast hér til 6. jún'í. Blaða- mennirnir munu ferðast hér nok'kuð um, fara m.a austur fyrir fjall og til Akureyrar. Loftleiðir hafa annazt alla skipulagningu ferðarinnar. fara. Einn leikari liefur áður hlotið styrk úr sjóðnum, Ró- bert Arnfinnsson. Garðyrkjufræðsla Þriðja Garðyrkjukvöid Garð- yrkjufélag's íslands á þessum vetri verður haldið í Iðnskólan- um á Skólavörðuholti annað kvöld, mánudag', og hefst. kl. 20.30. Á þessu kvöldi munu þeir Axel Magnússon og Haíliði Jónsson tala um grænmetisræktun og svara fyrirspurnum eftir því sem tileíni gefast til. Athyg'li er vakin á því, að aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Síðasfi dagur húsgagnasýningar Húsgagnasýningu Félags hús- gagnaarkitekta í byggingu Al- mennra trygginga við Póst- hússtræti lýkur í kvöld. Verður sýningin opin kl 10 árdegis til 10 síðdegis í dag. I gær höfðu á 4. þús. manns skoðað sýninguna og voru forsetahjónin meðal sýningar- gesta á föstudaginn Eins og kunnugt er, eru nokkrar nýjar myndir eftir Jón Stefánsson á sýningunni og hafa nokkrar þeirra selzt. SnjóbíU FlugbjörgunaTSve'Carinnar á Akureyri, ásamt hinum nýja o,g ágæta sleða. Smánarlegt ef fslendingar bregðast Framhald af 1, síðu tuí reynir á okkur, og þá svíkj- um við. Rndstætt hagsmunum íslendinga En mei^bessari afstöðu er rík- isstjórnin einnig að svikja ís- lendinga. 12 mílurnar höfðum við . og þær þuríum við því ekki að kaupa. Væri 10 ára reglan sam- þykkt sem almenn regla um fisk- veiðimörk, væri ,,sérstaða“ okk- ar öll fólgin í því einu að mega balda 12 mílunum! Slík samþ.vkkt væri líka viðurkenning á því. að það sem við höfum gert hafi verið óréttmætt og ölöglegt; óbéin viðurkenning á þv; að Bretar og aðrir hafi raunveru- lcga átt rétt á 10 ára veitum innan 12 mílna markanna. Með slíkri samþykkt teldu Bretar sig hafa unnið siðferðilegan sigur, auk þess sem þeir hefði stöðvað aliar i'rekari kröfur okkar. Með því að fallast á sérstöðu innan 12 mílnanna erum við að veikja allar kröfur okkar um sérstöðu utan 12 mílnanna. BreytingarUllaga ríkisstjómar- innar er ósæmileg. Réttast væri að hún yrði afturkölluð án taf- ar — og til þess er ráðrúm allt fram á briðjudag begar atkvæða- greiðsla á að fara fram. En eí' j ríkisstjórnin kynokar sér við i því getur hún rétt hlut sinn með því að lýsa yiir því skýrt og skorinort að ísland greidi at- j kvæði gegn tilliigu Bandaríkj- j anna og Kanada, hvernig svo scm atkvæði falla um íslenzku breytingartillöguna. Ríkisstjórn- in gæti þá afsakað breytingar- tillöguna með því að hún hefði reynt að tryggja hagsmuni ís- lands hvernig sem í'æri. En rík- isstjórnin myndi um leið neita því að taka þátt í að svipta nokkra aðra þjóð réttindum sem við höfum alltaf fylgt og barizt fyrir. Hraðfrystihúsið á Vopnafirði aftur starfrækt Vopnafirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Hraðfrystihús Kaupfélagsins hér, sem ekki hefur verið starfrækt um nok'kurra ára skeið, hefur nú verið leigt Karli Jónssyni, og mun hann reka það í sumar. Togs'kipið Bjarnaréy mun leggja upp afla sinn hjá frystihúsinu en skipið hefur að undanföx-nu stundað tog- veiðar fyrir Norðurlandi. Sýningu Þorláks R. Haldor- son í bogasalnum lýkur annað kvöld. Á 800 manns hafa séð sýninguna og 14 myndir selzt. Verðlagið Framhald af 1. píðu Afnotagjald útvarps hefur hækkað þannig að nú þarf að í,reiða 150 krónur á móti 100 áður. Sjúkrasamlagsgjald sem nam 100 krónum er komið upp í 131 krónu. Byggingarefni, vélar Gólfdúkur sem kostaði 100> krónur er kominn upp í 158. Þakjárn sem fékkst fyrir 100 krónur selst nú á 157. Raf- lagnaefni sem 100 ‘krónur nægðu fyrir þarf nú að greiða með '153 krónum Sement sem kostaði 100 krónur er komið upp í 150. Fyrir bílavarahlutum sem fengust fyrir 100 krónur þarf nú 146. Varahlutir til ýmiskon- ar annarra véla sem kostuðu 100 krónur kosta nú 159. Nú þarf að greiða 155 krónur móti 100 áður fyrir rafmótora. Hjól- br rðaverð hefur hækkað þannig að nú þarf að greiða 158 krón- nr þar sem 100 nægðu fyrir gengislækkun. Ríkisstjórnin krefst þess að | almenningur beri allar þessar v’erðhækkanir bótalaust, hún hefur afnumið vísitölu á kaup og kveðst muni beita sér gegn kauphækkunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.