Þjóðviljinn - 24.04.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.04.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 24, apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN (5 Oscarsverðlamiiii voru vei'it í HoIIywood á dö.gunum. Verð- laun fyrir beztan leik í aðalhlutverkum hlutu þau Simone Sign-- oret fyrir leik sinn í brezku kvikmyndinni Room at the Top, sem sýnd var í Tjarnarbíói í vc'iur, og Cliarles Heston fyrir leik sinn [í bandarísku kvikmyndinni Ben Húr, en alls hlaut sú kvikmynd II verðlaun. Það kom engum á óvart að Simone Signoret varð fyrir valinu sem bezta leikkonan, en það er þó nm lelð dálítið tímanna 'iákn. Ekki alls fyrir löngu var hún á svörtum lista hjá bandarískum stjórnarvöldum ásamt manni sínum, Ieikaranum og söngvaranum Yves Mon'iand, en þau hafa aklrei farið leynt með stjórnmálaskoðanir sínar. Stærsti stjörnukíkir heims smíðaður í Sovétríkjunum Pravda segir frá því að vís- indamenn við Púlkovo-stjörnu- a'thuganastöðina í Sovétríkjun- um undirbúi nú smíði stærsta stjörnukíkis í heimi. Það verð- Ur spegilkíkir, sex metrar í þvermál. Stærsti stjörnukíkir heims er nú í athuganastöðinni á Mount Palormar í Bandaríkjunum, en þvermál hans er 5 metrar. D.D. Matsúkoff, félagi í sov- ézku vísindaakademíunni, stjórnár undirbúningnum. í sumar verða gerðir út leið- angrar víða um Sovétríkin til að finna hentugasta staðinn fyrir hinn nýja k'íki. Talið er líklegast að hann verði 'í fjöll- um Kákasus, Pamír eða Vestur. Síberíu. Sænski stjömufræðingurinn, prófessor Bertil Lindblad, seg- ir í tilefni af þessari frétt, að hinn nýi stjörnukíkir muni hafa hina allramestu þýðingu fyrir framvindu stjörnufræðinnar. Það sé gífurlega erfitt verk að smíða- svo stóran kíki sem þenn- an og gera verði ráð fyrir að það muni taka mörg ár. — Það er hins vegar ekki stærð kíkisins sem skiptir mestu máli, bætir hann við. Nákvæmni í smíði hans er höf- uðatriðið. Lögun hans verður að verða svo nákvæmlega eftir forskriftinni að ekki má muna nema örfáum ljósbylgjulengd- um. Bandaríska gervitunglið Tiros I fann fellibyl BanJaríska gervitunglið Tir- os I hefur fært mönmim lieim sanninn um hve ómetanlegt gagn hæg'i verður að liafa aí gervitunglunuin í framtíðinni. Þessu gervitungli er sérstak- lega ætlað að taka ljósmyndir áf yfirborði jarðarinnar og skýjunum yfir henni. Af skýja- myndunum geta veðurfræðing- ar ráðið margt um loftstrauma i háloftunum, og með hliðsjón af þeirri vitneskju sagt fyrir um veðrið á jörðu niðri. Þegar Tiros I var yfir suður- hveli jarðar, eða nánar tiltekið 1400 km fyrir austan Bris- bane í Ástralíu, skömmu eftir að honum var skotið á loft 'kom hann upp um fellibyl sem þar var í uppsiglingu. Myndir sem ljósmyndavélar gervitunglsins tóku þarna sýndu þetta greini- lega og þeim myndum var sjón- varpað til jarðar þegar það kom í námunda við þær bandarísku stöðvar sem fylgjast með ferð- um þess. Veðurfræðingar höfðu áður enga hugmynd haft um þennan fellibyl. Getnaðarvarna- pillur sagðar alvag öruggar Kvensjúkdómalæknir einn i Cincinnati í Bandarikjunum hef- ur skýrt frá því að bandarísk- um vísindamönnum hafi tekizt að búa til pillur sem veita al- veg örugga vörn gegn getnaði. 1 pillum þessum eru efnin pro- gestin og estrogen en þau efni myndast í eggjastokk vanfærra kvenna og koma í veg fyrir annan getnað. Til þess að pill- urnar séu öruggar verður að taka þær reglulega. Strontíum 90 í neyzlnmjólk jóktít um 40 af hundraði I opinberri brezkri skýrslu er skýrt frá því að á 'iólf mán- uðum hafi magn geislavirka efnisins strontíums 90, sem myndast við kjarnasprengingar, aukizt í ne.vzlumjólk um 40 af hundraði. Aukningin varð frá miðju ári 1958 til jafnlengdar síðasta ár. Þessi skýrsla var birt aðeins hálfum mánuði eftir að brezka kjarnorkumálaráðið hafði birt niðurstöður rannsókna sem Brottrekstrarsök í USA að boða .„frjálsar ástirtó Líffræðiprófessor við háskól- ann í Illinois í Bandaríkjunum hefur verið rekinn úr embætti fyrir þá sök að liann hafði mælt með þvf að ungt fólk hefði með sér kynmök fyrir hjónabandið. Prófessorinn Leo Koch hafði sett allt á annan endann með bréfi sem birtist í stúdenta- blaði, en þar hafði hann hald- ið því fram m.a. ,,að gagn- kvæm kynferðisleg fullnæging leiddi til hamingjusamari hjónabanda“. Hann réðst sér- staklega gegn þeim landlæga sið í Bandaríkjunum sem nefn- ist „petting", en það eru ástar. átlot unglinga sem leyfa sér allt nema eiginlegar samfarir. Þessi ósiður, sagði hann, væri sö'k trúarpostula sem þættust umkomnir að tala í nafni dyggðarinnar — Eg álit að brottrekstur- inn sé árás á akademiskt frelsi, segir Koch, Ef þegnar þessa lands eru ekki lengur færir um að mynda sér sínar eigin skoð- anir, heldur ofsækja þá sem jóhannes sýnir í Mokka-kaffi Um þessar mundir sýnir Jó- hannes Jóhannesson nýjar mynd- ir í Mokka á Skólavörðustíg. Myndir Jóhannesar haia vak- ið athygli sakir nýstárlegrar á- ferðar og frísklegra lita. Aakiiin farþega- ok vöruflutningur á öðru máli eru, þá ríkir hér e'kki neitt lýðræði lengur. leitt höfðu í ljós, að strontíum , magnið í beinum ungbarna færi ! stöðugt vaxandi. I Af þessari síðari skýrslu má ráða að strontíummagnið sem safnast í beinvef ungbarna sem lifa eingöngu á kúamjól'k nemi að jafnaði 2,5 einingum, en á einum stað í Wales mæld- ust allt að átta einingar af strontíum 90 í beinvef smá- barna. 2,5 einingar eru ekki taldar hættulegar, en hættumörkin eru sett við 10 einingar. Ástæðan til hins vaxan ]i stront'íum-magns í mjólkinni á þessu tímabili er taiin vera hið mikla geislavirka úrfelii á tímanum frá nóvember 1958 til maí 1959, en það stafaði aftur frá kjarnasprengingunum um haustið 1958. Hins vegar virð- ist sem lítil aukning hafl orðið á strontíum-magninu síðan i júní í fyrra, enda haf-i engar kjarnasprengingar verið gerð- ar síðan fvrr en nú síðustu vik. urnar að Frakkar hafa sprengt tvær kjarnasprengjur. Allar vonir standa því til að i hægt verði að stöðva þá ó- heillavænlegu þróun sem áður- nefndar tölur tala svo skýru máli um, ef samningar takast nú loks um stöðvun kjarna- sprengjanna. Til allrar ham- ingju eru nú horfur á að slíkt samkomulag takist þrátt fyrir ’eindregna andstöðu vissra ráða- manna í Bandar'í'kjunum. I landi frelsis og menningar Fyrir nokkru voru 23 blökku stúdentar handteknir í Memp- his í Tennessee í Bandaríkjun- um. Þeir voru sakaðir um að dvelja í almenningsbókasafni og listasafni þá daga, sem að- eins hvítum var leyfður að- 1 gangur. Lögreglan var kölluð |á vettvang, en stúdentarnir |neituðn að yfirgefa staðina. — Sú var tíðin að ekkert skip gat Þeir hafa nú verið ákærðir fyr- látið úr liöfn nema það hefði fal- lega trjónu. Nú er sá siður af látinn, en kvikmyndaleikkonan Terry Moore gegnir hér sama lilutverki. ir að dvelja á stöðum, sem þeim er bannaður aðgangur að, fyrir að sýna lögreglunni mót- þróa og fyrir að valda óspekt- um á almannafæri. Dularfullur dauðdagi í hyelfingu Péturskirkju Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa Loftleiðir flutt sam- tals 5780 farþega en á sama tima í fyrra 4791. Er aukn- ingin 20,6%. Á sama tíma hafa vöruflutningar félagsins aukizt um 48,6% eða úr 66,25 tonn- um í 98,47' Þá hefur póst- flutningur með vélum félagsins einnig aukizt frá því í fyrra um 65%. Pétur H. kærir Pétur Salómonsson hefur kært til dómsmálaráðuneytisins yfir því að Ásgeir Ásgeirsson forseti hefur látið skrifstofu sína auglýsa að meðmælalistar með framboði hans til forseta- kjörs liggi frammi hjá sýslu- mönnum og bæjarfógetum. Fertugur þýzkur ferðalangur fannst liðið lík í einni af hvelf- ingum Péturskirkju í Róm skömmu fyrir páska, og þykir dauði hans voveiflegur í meira lagi. Allt bendir til bess að Þjóð- verjinn hafi lokazt inni í kirkj- unni að kvöldi þegar dyrum liennar var læst, en lögreglan hefur ekki fundið neina viðun- andi s’kýringu á því livemig dauða hans har að. Krufning var fyrirskipuð, en áður en niðurstöður hennar voru kunn- ar, fékk lögreglan enn eina ráðgátu að leysa. Það kom nefnilega ’í ljós að Þjóðverjinn hafði komið til Rómar með 12 ára gcmlum syni sínum, en svo virðist sem jörðin hafi gleypt hann. í fyrstu vissi lögreglan ekki einu sinni hver maðurinn var. Á honum fannst ekkert sem sagði til um það. Hins vegar fannst í vasa hans fata- geymslumiði frá aðaljárnbraut- arstöð borgarinnar. Þar fund- ust föggur mannsins og i þeim vegabréf hans og sonar hans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.