Þjóðviljinn - 26.05.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.05.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (3 197.475 trjáplöntur gróður- settar í Heiðmörk s.l. ár Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn 4. maí sl. í Tjarnarkaffi uppi. Áðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur var . nýlega hald- inn, Formaður stjórnarinnar, Guðmundur Marteinsson, flutti skýrslu um starfsemi félagsins á árinu. Gat hann þess fyrst, að lokið væri nú mikilli stækk- un á húsi því, er félagið reisti i Fossvogsstöðinni á árunum 1950—1951 fyrir starfsemi sina þar. Var húsið orðið allt- of lítið eftir að störfin jukust Námskeið barna Á morgun hefjast víðsvegar um bæinn námskeið í íþróttum og leikjum fyrir börn á aldrin- um 6—12 ára. Verða nám- skeiðin á 6 stöðum í bænum.en byrjað verður á morgun á KR- vell, Valsvelli, Grensásvelli. 'Börnum 6—9 ára verður kennt á morgnana kl. 9.30—11.30 og 10—12 ára kl. 2—4 síðdegis. 2300 manns 2300 manns hafa nú séð sýn- ingu Ferrós og 90 myndir hafa selzt. Sýningin er opin frá 1-10 dag hvern. Skammt út af Reykjanesi er iægð og önnur minni um 1200 km suður í hafi á hægri hreyf- ingu norður. Veðurhorfur: Sunn- an og suðvestan kaldi. Smáskúr- ir en bjart á milli. í stöðinni, en nú er úr því bætt með nýju byggingunni. 1 vor eru liðin 10 ár frá því Heiðmörk var vígð og verður þess afmælis minnst með sam- komu sunnudaginn 26. júní í Mörkinni. AIls hafa nú 52 fé- lög fengið land til gróðursetn- ingar í Heiðmörk og bættust fjögur við á árinu. Stjórn fé- lagsins hefur nú skipað sér- staka Heiðmerkurnefnd, sem á að vera stjórninni til ráðuneyt- is um tilhögun skógræktar þar og aðrar framkvæmdir. Eiga sæti 'í nefndinni Hafliði Jóns- son, Páll Hafstað og Einar Sæ- mundsen auk formanns félags- ins. Framkvæmdastjóri félagsins, Finar E. Sæmundsen. flutti einnig skýrslu á fundinum. Úr skógræktarstöðinni í Fossvogi voru á árinu afhentar 258.565 olöntur, en niður voru settar 553.156 plöntur. I Heiðmörk voru gróðursettar samtals 197. 475 plöntur Var gróðursetn- ingin unnin af sjálfboðaliðum og Vinnuskóla Reykjavikur. Voru gróðursettar 116 þús. plöntur af Vinnuskólanum og störfuðu stúlkur einvörðungu að gróðursetningunni. -Gjaldkeri, Jón Helgason, las upp reikninga félagsins og sýndu þeir, að tekjuafgangur hafði orðið rcsk 125 þús. á ár- inu. Eignir félagsins í árslok námu hálfri milljón. Kjörinn var einn maður í stjórn og hlaut Lárus Bl. Guð- mundsson kosningu. Merkjasala til ágóða fyrir starf Krabbameinsfél. Krabbameinsfélag íslands hefur gert uppstigningardag ár hvert að föstum merkja- söludegi. Allar deildir innan félagsins gangast fyrir merkja- sölu á morgun fimmtudag, upp- stigningardag^ til ágóða fyrir stanfsemi sína. Krabbameinsfé- lag Reykjavíkur sér um sölu merkjanna í Reykjav., en deild- irnar á Akureyri, Vestmanna- eyjum, Keflavík og Hafnarfirði annast merkjasöluna hver á sínum sað. Sumarkj ólaefni Glæsilegt úrval MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 Tvöþúsundasta sýning Þjóðleikhússins í kvöld t kvöld verður tvöþúsund- asta sýning á leiksviði Þjóð- leikhússins. Á þeim 10 ár- um, sem leikhúsið hefur starfað, hafa verið tekin til meðferðar 120 verkefni, en sýningar hafa til jafnaðar verið um 200 á ári. Leikrit Guðmundar Kamb- ans ,,í Skálholti" verður sýnt í kvöld. Leikritið hef- ur nú verið sýnt tíu sinnum við ágæta aðsókn. en ekki vinnst tími til að hafa fleiri en tvær sýningar til við- bótar vegna verkefna þeirra, sem sýnd verða á Listahá- tíð Þjóðleikhússins; hún hefst sem kunnugt er 4. næsta mánaðar. — Myndin er af Val Gíslasyni í hlut- verki Brynjólfs biskups Sveinssonar. Viðreisnin lamar framleiðsluna Framhald af 1. síðu. treysta sér til að gera út á hum- arveiðar, nema írystihúsin óhlýðnist fy.rirmælum um verð og greiði hærra. Þá er mikil ólga meðal út- vegsmanna vegna þeirrar ákvörð- unar að lækka síldarverð um 10 kr. á mál. Útvegsmenn hafa kynnst því óþyrmilega að und- anförnu hver áhrif gengislækk- unin hefur haft á útgerðarkostn- að við s'ldveiðar. Nælonnót kost- ar nú kr. 550.000 en kostaði í fyrra kr. 320.000. Samsvarandi hækkun heíur orðið á nótabát- um, kraftblökkum og öðru slíku; einig hefur olía og annar'rekstr- arkostnaður útgerðarinnar hækk- að til mikilla muna. t>á er vá- tryggingarkostnaður mikill kostn- aðarliður, sem útvegsmenn eiga nú að bera; lætur nærri að hann nemi um kr. 400.000 á ári af 100 tonna tréskipi — en það jafngildir 160 tonnum af íiski. Af öllum þessum sökum telja margir útvegsmenn mjög hæpið að þeir geti gert út á síld með lækkuðu verði; það þurfi miklu fremur að hækka til muna til þess að bæta upp áhrif viðreisn- arinnar. Viðreisnin hefur begar hafl þau áhrif að framleiðslan er að dragast saman. Þannig hefur síldveiði við Suðvesturland ver- ið sáralítil í vor, en hún hefur verið vaxandi atvinnugrein á undanförnum árum og hafa út- vegsmenn liaft hug á að auka hana til muna. Nú var hins veg- ar boðið svo lágt verð, að útgerð var talin vonlítil — og er borið við hrapandi verði á vestrænum mörkuðum. íslendingar hafa hinsvegar jafnan átt þess kost að selja síldarmjöl í sósíalist- ísku löndunum fyrir gott, fast verð — en til þess þarf auðvit- að að kaupa þar vörur á móti. En það stríðir gegn viðreisninni, og því er framleiðslan lieldur dregin saman. Eins og dæmi þau sem rakin voru hér að framan sýna er hætta á að samdráttur sé nú þegar að lama alla útgerð á íslandi — og ætti ekki að þurfa að iýsa aíleiðingum þess. Pétur Hoffman: Siðfarðilegur forseti Islands Pétur Hoffman leit inn í gær og sagði: Ég flyt lokaorð mín, ég er siðferðilegur forseti ís- lands. Framboðsfresturinn rann út 22. maí. Iværa mín stendur ó- högguð og ég hef lagt lista með stuðningsmiinnum mínum inn til lögfræðings, svo þeir verði ekki ofsóttir af andstæðingum. Pétur sagðist bíða átekta og hafa í hyggju að gefa enn út bækling. sem myndi ef til vill bera heitið Svarti majorinn. Pétur, sem enn hefur ekki synt 200 metrana, sagði að það hafi verið talið honum til hnjóðs, en hann myndi synda þá innan tíðar — hann væri ekki alltaf að skolpa sig í laugunum. Úrslit í Öryggis- ráðinu í dag Gromiko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, mun í dag gera grein fyrir afstöðu sovétstjórn- arinnar til þeirra umræðna sem farið hafa fram í Öryggisráði SÞ siðan hann lagði þar fram tillögu sína um vítur á Banda- ríkjastjó.rn fyrir njósnaflugið. Fulltrúi Póllands hefur einn lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við sovézku tillöguna. Búizt er við að atkvæði verði greidd í dag. Verði sovézka tillagan felld, eins og allt bendir til, þykir sennilegt að sovéttstjórnin fari fram á að allsherjarþing SÞ verði kvatt samán. Liðan sovézka skáldsins Past- ernaks hrakar nú aftur og er talin lítil von um bata. Hann hefur fengið ofsalega magablæð- ingu ofan á hjartaslagið sem hann fékk á dögunum. pytQi. - • J • • jf 1 '4 ' ....... ■‘•51 Við- reisnarmenning, Hannes á horninu fær stundum samvizkubit, en slík viðkvæmni er ekki vel séð hjá Alþýðuflokknum. Þess vegna birtast afleiðingar bits- ins einatt á íurðulega af- skræmdan hátt, eins og þegar Hannes beitti sér fyrir því að hefðarfólkinu í Reykiavík yrði bannað að dansa í Þjóð- leikhúsinu 17. júní. Hann hef- ur ekke.rt að athuga við þá misskiptingu auðsins sem nú- verandi ríkisstjórn er að skipuleggja; hann lætur sér vel lynda að hinir fáu vaði í peningum á meðan hinir mörgu verða að herða sultar- ólina; hann hefur engan áhuga á þvi að lifsgæðunum verði skipt á réttlátari hátt — að- eins íinnst honum óviðkunn- anlegt. að auðmennirnir aug- lýsi áhrif viðreisnarinnar með því að halda einmitt nú veg- legra ball en dæmi eru til í sögu þjóðarinnar. Hliðstætt við- horf kom fram hjá honum á sunnudaginn var er hann skrifaði um listahátið Þjóð- leikhússins. Hann reiknaði út hversu dýrt það væri að sækja þessar samkomur og komst að þeirri niðurstöðu að þangað færu hvorki verka- menn. iðnaðarmenn, opinberir starfsmenn, verzlunarþjónar né skrifstofufólk, heldur að- eins ,,úrvalið". En hann dró ekki af þessu þá ályktun að gera þyrfti ráðstafanir til þess að lækka aðgangseyrinn að Þjóðleikhúsinu eða bæta kjör almennings svo að hann geti leyft sér að njóta þess bezta sem leikhúsið hefur uppá að bjóða. Viðbrögð hans eru þau að sýningar Þjóðleikhússins séu alltof góðar; það eigi að draga þær niður á sama hátt og lífskjörin. „Við eigum að miða allt við lífskjörin. Hækka kröfurnar til lífsgæð- anna þegar efnahagurinn batn- ar, lækka þæ.r þegar hann versnar“. Og nú er sem sé timabært að gera lægri kröf- ur til þess sem Þjóðleikhúsið sýnir. Krafa Hannesar á horninu um viðreisnarmenningu í Þjóð- leikhúsinu ber í senn vott um samvizkubit hans og litla rök- vísi. Hver segir að það verði ódýrara að sýna lélegt efni á sviði Þjóðleikhússins? Ekki hefur Alþýðublaðið lækkað í verði. — Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.