Þjóðviljinn - 26.05.1960, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 26.05.1960, Qupperneq 5
Fimmtudagur 26. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Mic-hael Foot, einn helzti leiðtogi vinstrimanna 1 brezka Verkamannaflokknum, hefur hvatt fólk í Vestur- Evrópu til aó rísa upp gegn „ábyrgöarlausu hernaðar- einræði Bandaríkjamanna“, eins og hann komst að oröi. 3.ooo Frakkar hala gerst Hihlaupar ■■ Um 3.000 franskir hermenn hafa gerzt liöhlaupar til að komast undan því aö berjast gegn Serkjum í Alsír. Þaö er kunnur franskur rithöfundur, Georges Arnaud, se-m hefur skýrt frá þessu í viötölum viö frönsk blöö. Foot sagði í sjónvarpsþætti á sunnudaginn var, að þetta hern- aðareinræði reyndi að neyða upp ’á Vestur-Evrópubúa stefnu sem alls ekki væri í samræmi við hagsmuni þeirra. — Á meðan við höfum þá að- Stöðu að við verðum að fylgja bandamönnum okkar hvað sem það kostar, munu Bandarikja- menn ekki taka minnsta tillit til óska okkar, -heldur segja að með- an þeir haldi í taumana þá standi þeim algerlega á sama hvað við Viljum. íhaldsmaðurinn, Boolhby lá- varður, sem tók þátt í sama sjón- varpsþætti sagði að sannarlega væri kominn tími til að vestur- Robert Bootliby veldin hættu að miða alla sína stefnu við hvað þau héldu að Krústjoff myndi gera næst. Sam- vinna vesturveldanna er heldur bágborin núna, sagði hann, og Atlanzbandalagið virðist vera að splundrast og allt bendir til þess að það verði a.m.k. litið hægt að reiða sig á það í f.ramíðinni. Vél sem prenfar og önnnr sem les Rafeindavél sem getur sett og prentað bækur og önnur sem get- ur lesið bækur og blöð fyrir blint fólk eru meðal 10.000 upp- finninga sem nýlega hafa verið gerðar og enn er unnið að og hafðar verða á sýningu í New York. Búizt er við að 20.000 verk- fræðingar og visindamenn hvað- anæva að muni koma til að sjá sýninguna, sem 400 fyrirtæki. stór og lítil, standa að. Rafeindavélin setur ekki ein- ungis lesmál eftir handriti, held- ur getur hún líka sett upp stærðfræðitöflur og dæmi alls konar. Lestrarvélin breytir prentuðu máli í ákveðin hljóð sem blint fólk eftir dálitla æfing'u getur skilið sem orð. Itvvikmynd Marcelt, Camus eftir sögninni Orfeus og Enydice fer sigurför um heiminn. I mynd- inni er sagan látin gerast með- al svertingja -og kynblendinga í Brasiiíu nOiímans og allir leikarar eru þeldökkir, flestir algerlega ólærðir. Myndin er af Marpessa DauTi sem leikur aðal kvenhlutverkið í ,Crfeu Negro* eins og Camus kallar myndina. Marokkékéngur fekur öll völd iMúhameð konungur 5. í Mar- okkó hefur tekið öll völd í land- inu í sinar hendur. Stjórn Ab- dullah Ibrahim sem farið hefur með völd síðan haustið 1958 sagði af sér fyrir helgina og' í fyrradag tilkynnti konungur að hann myndi sjálfur mynda stjórn, en sonur hans, Moulay Hassan krónprins myndi verða aðstoðar- forsætisráðherra. Arnaud er einkum kunnur fyrir bók sína Laun óttans, en eftir henni gerði Clouzot fræga kvikmynd sem einnig hefur ver- ið sýnd hér á landi. Franska lög- reglan handtók Arnaud eftir að viðtölin birtust og blöðin sem þau birtust í voru gerð upptæk. Arnaud var þó ekki upphafs- maður að þessum viðtölum, held- ur öllu fremur milligöngumaður milli hans og blaðanna. Upphafs- maðurinn er kennari sem heitir Francois Jeanson, en hann hefur J lengi farið huldu höfði og lög- j reglan hefur enn ekki haft upp á honum. Leynifclag Jeanson hefur veitt forstöðu leynisamtökum sem hafa haft það markmið að aðstoða unga Frakka sem vilja komast hjá að vera teknir í herinn og sendir til Al- sír til að berjast gegn Serkjum. Lögreglan heíur leitað að hon- um frá því um áramót þegar gefin var út tilskipun um að handtaka hann fyrir samvinnu við Serki. Leynifunilur Arnaud boðaði blaðamennina á leynifund með Jeanson sem þar skýrði þeim frá starfsemi félagsins. Félagið hefur auk áður- nefnds markmiðs einnig það tak- mark að vinna að góðri sambúð Frakka og Serkja ekki sizt eítir að þjóðfrelsisbaráttu hinna sið- arnefndu er lokið með íullum sigri. Jeanson sagði að fjölmarg- ir franskir tæknifræðingar og háttsettir embættismenn hefðu gefið loforð um að aðstoða við uppbyggingu Als.'r eftir lok stríðsins þar. Leynisafnanir Hann skýrði einnig frá því sem reyndar var vitað áður að fé væri safnað á laun meðal serkneskra verkamanna í Frakk- landi og það sent þjóðfrelsis- hreyfingu Serkja. Hann sagði að fé þetta næmi mánaðarlega um 400 milljón gömlum frönkum, eða sem næst 30 milljónum ís- lenzkra króna. 3.000 liðhlaupar Varðandi frönsku liðhlaupana sagði Jeanson: — Okkur telst til að þeir muni vera orðnir um 3.000, en þeim fjölgar stöðugt. Við munum benda hinum ungu herskyldu mönnum á að þeir fremji ekkert lagabrot þótt þeir skorist undan því að berjast gegn Serkjum. 'iiiiiiiiiiiniiim miiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiHHiiiiiiHiiiiiiiniiiimiii! imiiimimmmimmmmimiimiimmiiimimiiimmmiiiHmii iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimiimummmn Utibú Landsbankans Laugardaginn 28. maí verður AUSTURBÆJARÚTIBÚ flutt af Klapparstíg 29 í ný húsakynni að Laugavegi 77. — Jafnframt eykur útibúið starfsvið sitt þannig, að það fram- vegis mun, auk venjulegra sparisjóðs- og hlaupareikningsvið- skipta, annast kaup og sölu ierlends gjaldeyris, innlendar og erlendar innheimtur og ábyrgðir, verðbréfavörzlu, út- leigu geymsluhólfa og afnot af næturhólfi. Mun útibúið yfirleitt gera sér far um að veita viðskiptamönnum sínum alla venjulega bankaþjónustu, innanlands og utan. Afgreiðslutími útibúsins verður virka daga kl, 10—15 og fyrir sparisjóðs og hlaupareikningsviðskipti, kl. 17—• 18.30. Laugardaga verður útibúið opið fyrir venjulega bankaþjónustu kl. 10—12.30. S 1 M I : 116 0 0 Sama dag opnar bankinn nýtt útibú fyrir sparisjóðs- og hlaupareikningsviðskipti að LAUGAVEGI 15, VIGAMÓTAÚTIBÚ Afgreiðslutími Vegamótaútibús verður alla virka daga kl. 13—18.30 nema laugardaga kl. 10—12.30. S 1 M I : 12258 og 11600 Viðskiptamönnum útibúsins á Klapparstíg er það í sjálfs- vald sett, hvort þeir lialda viðskiptum sínum áfram við Austurbæjarútibú í hinum nýju húsakynnum þess, eða flytja þau í Vegamótaútibúið á Laugavegi 15. Þeir, sem óska flutnings geta snúið sér til annars hvors útibúsins nú eða síðar, og munu sarfsmenn útibúanna veita þeim alla nauðsynlega fyrirgreiðslu þar að lútandi. Jafnfraint skal athygli valdn á því, að afgreiðslutmii LANGHOLTSÚTIBÚS að Langholtsvegi 43 breytist frá 28. þ.m. og verður virka daga kl. 10—12, 13—15 og 17—18.30. Laugardaga kl. 10— 12.30. SlMI: 34796 Landsbanki Islands VIÐSKIPTABANKI íiiiimtiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiitiiiMiiiiiiiiiii!

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.