Þjóðviljinn - 26.05.1960, Síða 12

Þjóðviljinn - 26.05.1960, Síða 12
Kanadíska „hreindýrið“ á Reykjavíkurflngve lli. — (Ljósmynd: Þjóðviljinn — A. K.). Stuttar flugbrautir nœgja Stélið er liátt; ganga má inn í flugvélina iim afturenda og jafnvel aka Jiangað inn á jeppuin! Allir, sem áttu þess kost að fylgjast með flugtaki, lend- ingu og flugi kanadísku Caribou-flugvélarinnar á Reykjavíkurflugvelli og Sandskeiði í gær, munu vera á einu máli um að hentugri flugvél jafnstóra sé vart unnt að fá til nota í landi, þar sem stórir, rennisléttir flugvellir eru ekki á hverju strái. Nokkrum forystumönnum á sviði flugmála var boðið í flugferðir með Caribou-vél- inni upp á Sandskeið í gær og fengu blaðamenn að fljóta með í þeirri síðari. •Hóf vélin sig á loft á 20—25 metra kafla á flugbrautinni og lenti nokkrum mínútum síðar á álíka stórum bletti á Sandskeiði, enda var mót- vindur allsnarpur. Á Sand- skeiði og í nágrenni þess voru gestum sýndir helztu flugeiginleikar vélarinnar — og mun v'íst enginn viðstadd. ur hafa efazt um flughæfn- ina eftir þá sýningu. Caribou-flugvélarnar eru framleiddar í de Havilland verksmiðjunum í Kanada. Eru þær teiknaðar sérstak- lega og smíðaðar með það fyrir augum að nota megi við flugtak og lendingu sem minnstar flugbrautir. Cefa verksmiðjurnar upp að full- hlaðin geti flugvélin hafið sig á loft og lent á 165 til 300 metra löngum brautum — en sem fyrr sagði nægðu flugvélinni hér í Reykjavík og á Sandskeiði margfalt minni brautir í gær Tveir 1450 hestafla Pratt & Whitney mótorar knýja flugvélina áfram; meðal- hraði á flugi er nær 300 km á klukkustund, lending- arhraði um 105—110 km. Flugvélin getur flutt allt að 30 farþega eða 3 tpnn a£ fragt. Þykir það einn af helztu kostum flugvélarinn- ar að ferming og afferming hennar getur gengið mjög greiðlega, þar eð opna má bakhluta farþega- eða far- angursrými og koma þar inn stórum hlutum, m.a. jepp- um. Það er venja de Havilland- flugvélaverksmiðjanna í Kanada að nefna flugvélar þær, sem þar eru framleidd- arf eftir ýmsum þarlendum dýrategundum. Flugvélin, sem viðkomu hefur nú í Reykjavík á heimleið úr hnattfluginu, D.H.C.-4, nefn- ist sem fyrr segir á ensku Caribou, sem þýðir hrein- dýr. Er sú nafngift ekki illa til fundin, því að víða liggja leiðir hreindýranna, og DHC-4 er beinlínis til þess smíðuð að komast til staða sem utan alfaraleiða liggja. Flugvélin myndi því vafa- laust henta vel hér á landi. Hitt er svo annað mál, hvort Vestfirðingar eða Austfirðingar mega eiga von á að fá flugvél af þessari gerð til flugsamgangna, því að vélin er dýr, kostar frá verksmiðjunni 540 þús. kanadíska dollara eða rúmar 20 milljónir ísl. króna. ív. I :■! Tilræði við efnahaaslegt sjálfstæði sveitarfélaga Með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um að lögbjóða ákveðna útsvarsstiga er stigið stærsta skrefið sem tekið hefur verið í þá átt að afnema efnahagslegt sjálfstæði sveitarfélaganna, sagði Einar Olgeirsson á Alþingi í gær. t gær var írumvarp ríkisstjórn- arinnar um breytingu á útsvars- iögunum til 3ju umræðu í neðri deild. Meðal ræðumanna var Ein- ar Olgeirsson og lagði hann höf- uðáherzlu á, að með frumvarp- inu væri verið að vega að efna- hagslegu sjálfstæði sveitarfélag- anna. með því að svipta þau þeim grundvallar réttindum að leggja á eftir efnum og ástæðum, ef frumvarpið yrði samþykkt yrðu það ekki lengur sveitarfé- lögin, sem réðu því sjálf. hvern- ig bau legðu á. heldur ríkisvald- ið. Með þessu væri ríkisvaidið að binda hendur sveitarfélaganna til þess að íáðast í stofnun at- vinnufyrirtækja til þess að sjá íbúum sínum farborða, eins og þau oft hefðu þurft að gera og gátu gert á meðan þau voru óháð ríkisvaldinu efnahagslega. Þá ræddi Einar einnig' nokkuð um annað aðalatriðið í írumvarpinu: árásina á samvinnufélögin og sagði. að hvort tveggja væri runnið undan rifjum verzlunar- auðvaldsins í Revkjavík, sem nú reyndi að nota ríkisvaldið í sína þjónustu. Meðal annarra, sem tóku til máls voru Eysteinn Jónsson og • Jón Skaftason. Umræðunni var I ekki lokið og var henni frestað. þJÓÐVIUINN Fimmtudagur 26. maí 1960 ’—- 25. árgangur — 119. tölublað FeSBIr tlllap um afnám söluskatts Erlander? Stjórn Erlanders í Svíþjóð er nú aftur völt í sessi eftir að neðri deild þingsins samþykkti gegn atkvæðum sósíaldemókrata að fella niður frá næstu áramótum söluskattinn sem lagður var á í fyrra. Tillagan var borin fram af borgaraflokkunum og hlaut hún 115 atkvæði gegn 106. Fjórir af fimm þingmönnum kommúnista greiddu atkvæði með tiilögunni, en einn þeirra sat hjá. í efri deild þingsins var tillag- an felld og verða því atkvæði greidd um hana í sameinuðu þingi á laugardag'. í báðum deild- um þingsins eru 382 þingmenn og eiga sósíaldemókratar 190 af þeim. Kommúnistar munu því ráða úrslitum í atkvæðagreiðsl- unni, en þeir björguðu stjórn Er- landers írá faili þegar söluskatt- urinn var settur á með því að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna, þótt þeir væru skattinum and- vígir. Afmælissamsöngui Alþýðukórsins: Blandaður kór, 3 einsöugvarar og Sinf óníuhl j ómsveit íslands Fréttamaður írá Þjóðviljanum leit inn í Austurbæjarbíó i gær. en þa.r var verið að undirbúa afmælissamsöng Alþýðukórsins (S.V.Í.R.), sem haidinn verður annað kvöld í tileíni tíu ára af- mælis kórsins. Dr. Hallgrímur Helgason, söngstjóri, stóð íyrir miðju sviði þegar fréttamaður kom inn, og stjórnaði Strok- hljómsveit Sinfóníusveitar ís- lands af miklum kr'afti, en hljóm- sveitin leikur Messu í G-dúr eft- ir Franz Schubert með þátttöku Alþýðukórsins og þriggja ein- söngvara. Guðrúnar Tómasdótt- ur, Einars Sturlusonar og Hjálm- ars Kjartanssonar. Að auki eru á efnisskránni 11 lög eítir inn— lenda höfunda og flest þeirra út- sett af stjórnanda kórsins. dr. Hallgrími Helgasyni. Fréttamaður náði tali af Hall- dóri Guðmundssyni. núverandi íormanni kórsins. — Kórinn var stoínaður 27. febrúar 1950. segir Halldór, og var Sigursveinn D. Kristinsson aðalhvatamaður að stofnun kórs- ins og fyrsti söngstjóri hans. Kó.rinn hefur starfað óslitið s.’ðan og hefur flutt lög og' kórverk yf- ir 100 að tölu og um 70% verk- anna hefur kórinn írumíiutt. Af stærri verkum má nefna Martiús, mótettu eítir Sigursvein D. Krist- insson, sem var frumflutt á 100 ára afmæli Stephans G. Step- hanssonar undir stjórn höfundar. og Þjóðhvöt, kantötu eftir Jón Leifs undir stjórn dr. Hallgrims Helgasonar. — Sigursveinn var stjórnandi kórsins í 4 ár, en vegna slærara starfsskil.vrða varð Sigursveinn að flytja burt úr bænum og var það mikili missir íyrir okkur. Stárfsemi kórsins dofnaði við að missa Sigursvein. en nú höfum við íengið dr. Hallgrím Ilelg'ason sem stjórnanda kórsins og haía æfingar gengið mjög vel, sÖng- fólkið mjög áhugasamt og mætir Halldór Guðmundsson prýðilega til æfinga. Dr. 1-^11- grimur hefur ferðazt um og skrifað upp þjóðlög eítir gömlu íólki og bjargað með því mörgum þjóðlögum frá glötun. Hánn hef- Framhald á 2. siðu. Emil lœkkar síldarverðið- Emil Jónsson sjávarút- vegsm ála ríkthe rra hefur að tillögu síldarverk- smiðjustjórnar ákveðið bræðslusíldarverð í sumar 10 krónum lægra en í fyrra, 110 krónur fyrir málið. Síld til vinnslu verður tekin fyrir 93,50 málið og endanlegt upp- gjör síðar. 1 aðalfrétt blaðsins í dag er vikið að afleiðingum verðlækkun- arinnar á bræðslusíldinni. aötusala úr bílum í fullum gangi. Gefið ykkur fram til sölunn- ar félagar. Skiladagur á morgun. Skrifstofa happdrættisins í Tjarn- argötu 20 opin 10-22. Keppnin harðnar í Reykjavík. Röð þeirra, sem keppa um verðlaun, breytist dag frá degi. Nú vantar herzlumuninn til að all- ir miðar seljist. — Dregið eftir 8 daga. — Drætti ekki frest^ð.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.