Þjóðviljinn - 04.06.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.06.1960, Blaðsíða 7
6) ÞJÓÐVILJINN •— Laugardagur 4. júnj 1960 Laugardagur 4' júní 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ÍSSCBígTSÍJS nc 33? u •* rr; r.il i;u rö: m r%»\ 3iií • «i 1 S g .fv»4 £j! ur =5 cti rr ÐVILIINN Útsefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu - Sóslallstaflokkurlnn. — RltstJói-ar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson, Blg- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Biarnason. — Auglýsingastjórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgrelðsla auglýslngar, prentsmiðJa: Skólavörðustíg 19. — Blml 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmiðJa ÞJóðviljans. Braskfrelsið Auðbra&karar á íslandi telja að þeirra tími sé ** loks kominn, nú séu þeir komnir til valda og þurfi ekki annað en neyta valdanna til að raka að sér gróða. Upp sé runnið á íslandi tímabil bins „óhefta“ kapítalisma, nú hafi Sjálfstæðis- flokkurinn loks fengið tækifæri til að fram- kvæma hina „sönnu“ stefnu sína, en þurfi ekki að taka tillit til stefnu annarra flokka. Stað- reyndin um stjórnarþátttöku Alþýðuflokksins truflar þái ekki, foringjar íhaldsins lýsa því yfir ihvenær sem færi gefst að raunar hafi Alþýðu- flokkurinn snúið frá villu síns vegar og tekið upp nær alveg sömu stefnu og Sjálfstæðisflokk- urinn- Stefnuna sé ekki síður hægt að fram- kvæma með núverandi stjórnarsamstarfi en þó íhaldið hefði sjálft hreinan meirihluta. /~|g einkaframtakinu er sungið lof í málgögnum ^ ríkisstjórnarinnar, allt sem stjórnarflokkarn- ir hafa verið að gera í vetur á að miðast við frelsi einkaframtaksins, en það þýðir í fram- kvæmd frelsi þeirra sem b.afa peningaráð eða pólitísk ráð til að vaða í bönkum landsins og ráðska með fé almennings. Og leiðarahöfundur Morgunblaðsins ymprar í gær á nýjum þætti í þessari sókn braskfrelsisins, er hann hugleiðir hvílík vandræði það séu að stór fyrirtæki á Is- landi, eins og Sementsverksmiðj an og bæjarút- gerðirnar, séu ekki { eigu einkaframtaksins og mun nú gleðjast sál þess íhaldsþingmanns sem fyrir nokkrum árum vildi að öll helztu fyrir- tæki í opinberri eigu yrðu seld einkabraskinu. ¥ eiðari Morgunblaðsins hefst á trúarjátningu einkabrasksins, en fvrsti kafli hennar hljóðar svo: „Um það verður ekki deilt með neinum rök- um að fyrirtæki í einkaeign eru betur rekin en ríkisfyrirtæki11. . . . Og hinn heittrúaði höfund- ur bætir við, rétt eins og trúboðsprófessor væri að tala um hina trúarjátninguna: „Hér er ekki hugmyndin að rökstyðia bessa fullyrðingu held- ur verður gengið út frá henni sem staðreynd.“ En þetta er samt dálítið fliótfærnislegt, því svo er nú komið að fjölmargir lesendur Morgunblaðs- ins vantreysta því, að trúarjátningar íhaldsins séu staðreyndum samkvæmar. . » /¥g með hægum heimatökum hefði leiðarahöf- undur Morgunblaðsins getað stutt fyrsta kafla trúarjátningar einkabrasksins með sterkum dæmum, svo að segja úr innsta hring Sjálfstæð- isflokksins, ef hann t.d. hefði skýrt frá hinni glæsilegu fyrirmynd af rekstri fyrirtækis eins og GlerstevDunnar h.f., þar sem Heimdellingum var falið að ávaxta á annan milljónatug fjár- magns fátækrar þjóðar, með snilld og yfirburðum einkareksturs. Líka hefði hann getað bent á sí- gilt dæmi, sem nú þegar er orðin íslandssaga, hvernig milljrynaskuldugt fvrirtæki Thórsaranna gat misnotað pólitísk völd Sjálfstæðisflokksins til að halda áfram að vaða í fjármunum almenn- ings og hindra réttmætt uppgjör gjaldþrotsins. Slík snill^artök á rekstri, slíkir yfirburðir einka- reksturs manna úr innsta hring Sjálfstæðis- flokksins, sem ætla mætti að kynnu þetta allra manna bezt, eru staðrevndir, passa að vísu ekki alveg við fyrsta kafla trúarjátningarinnar, svo líklega væri ekki úr vegi að reyna að rökstyðja hann svolítið áður en næst er farið af stað. — S. mt UB lí Stebbi stóð á ströndu Kolaskagihn . er^, gágnmerkt hérað;-Um það ma táfa enda- laust. Við 'komum í smáþorp í botni Kolafjarðarins. Hér 'minnti allt á Island. Kait vor, grýttar hæð'r, fiskiár og fiski- lækir, sjávarselta í lofti, bless- uð fjaran, hólmar og sker á firðinum, fróðlegir skúrar. Það var hópur af strákum við bílinn, allt saman kallar í krapinu. Einn þeirra var í öðrum bekk, en félagi hans var enn utanskóla. Sá utan- skóla sagði: Við erum alltaf að slást. Ég spurði: Af hverju? Hann er svo frekur, var svar- ið Mér leizt ekki á svo ófrið- legt tal og spurði: Ertu ekki flínkur selaveiðari? Ja, sagði hann, við drápum einn. Hann sýndist svo lítill þar sem hann lá á klöppunum, en svo var hann svo voða stór þeg- ar við drógum hann upp. Ennfremur ræddum við um fiskveiðar. Mér datt í hug, að þessir staðir eru þrátt fyrir bölvað sólarleysið máske hin eina sanna paradís fyrir stráka. Hér hafa þeir alveg óteljandi möguleika til að lifa stráka- nautnalífi. Tökum til dænrs strákana í Moskvu. Þeir hafa jú leikvelli, en hvað er leik- völlur á móti strönd hafs- ins? Skemmtigarða hafa þeir, en hver getur leikið sér í skemmtigarði ? Helzta vonin er að fara í pícneratjaldbúð- ir, en það er bara yfir blá- sumarið. Nei, hin sanna Para- dís er þorpið Múrmansjí norð- ur á 68. breiddarbaug. Eða þá Ólafsvík. Hreindýr og Lappar Þama eru líka hreindýr. Svo var höfðingskap gest- gjafa okkar fyrir að þakka, að þrír lappasleðar með hreinum fyrir brunuðu í veg fyrir okkur eftir ísnum á ánni Tulomena, sem rennur í Kolaf jörðinn. Þrjátíu blaða- menn fengu að sitja í eftir röð, fengu að bruna eftir meyrum vorísnum, hvía af hrifningu, taka ljösmyndir. Hreindýr þessi voru með allra viðfelldnustu skepnum, héld- ur lágvaxin, firnlega tungu- löng, snoppufríð. Það er' þjóð- arsport í héraðinu að aka hreinasleða, og er keppt í þeirri íþrótt á hinni árlegu hátíð ncrðursins. I fyrra náði sigurvegarinn í 1500 metra hremahlaupi 2 mín 37 sek. Draga þá fjögur hreindýr sleðana. En hreindýrarækt er svo- sem ekki neitt sport, hún er þýðingarmikill atvinnuvegur. Hér er kjöt, hér eru húðir. Og hreindýr eru harðger, þrífast mætavel á hinum fá- breytta gróðri túndrunnar. Hreindýrabúslcap fleygir fram í Múrmanskhérað', árið 1950 voru hér 54 þúsund hreindýr, en töluvert á annað hundrað þúsund nú. Þetta er mildll vöxtur, enda hefur verið bar- izt harðlega gegn helztu óvin- um stcfnsins: mýflugum, gaddaflugum og öðrum vargi, svo og gin- og klaufaveikinni, sem einatt fór í fótspor blóð- sugnanna. Við hreindýrarækt fást einna helzt frumbyggjar skag- ans, Saami, eða Lappar. Þeir eiga náfrændur í nyrztu hér- uðum Skandinavíu. Þeir hafa lengst af verið snauð hjarð- þjóð, sem hefur tölt á eftir hreinum sínum með smáar eigur sínar, þrúguð af yfir- völdunum og ofsótt af hvers- kyns ránsmönnum. Voru Lappar nærri útdauðir í Rúss- landi, þegar byltingin varð. Síðan þá hefur margt verið NorSurferB FjórBa grein Eftir Árna Bergmaiifii sagt, að hirðar þar fái a'.lt að 18 þúsund rúblur í peningum, 600-700 kíló af kjöti, 150-200 kiló af fiski og 400-500 litra af mjólk í kaup á ári. Þar er skóli, þar er sjúkrahús. Svona lagað eru nú mikil viðbr gð', sagði Valentína Kútsjkvva, lappastúlka í kennaraskóian- um í Múrmansk. (Lappar heita rússneskum nöfnum síð- an þeir voru skírðir á sext- ándu öld). Valentína lauk við miðskóla í Lovozero, og hefur hug á að kenna þar að námi loknu. Hún á móður og fimm systur; faðir hennar dó í stríðinu. Þjóðsögur Nú er þessi stúlka að læra þama í Múrmansk. Auðvitað er hún jafnrétthá öðrum borgurum, aldrei mun hún verða fyrir aðkasti vegna þjóðernis síns, nema síður sé. En nú er annað að athuga; þjcð hennar er örsmá, aðeins gert fyrir þetta fólk, stutt að tvær þúsundir, og hefur ekki því að það taki sér fasta ból- átt aðra sjálfstæða menningu staði, gangi í skóla, læri nú- tíma búnaðarhætti. Við kom- um ekki í Lappaþorp, þau reyndust of langt frá Múr- mansk, en mér var sagt af hreindýrabúinu í Lovozero, sem er allstórt þorp. Mér er en sérkennilega búninga úr hreindýraskinnum og fáeinar þjóðsögur. Hvað skyldi Val- entína hugsa um var.damál evo örsmárrar þjóðar? Eitt er víst: hún ætlar he:m að kenna börnum. Þjóðsögur Lappa eru anzi fróðlegar. Margar þeirra gevma minningar um ráns- ferðir allskonar úlendinga, einkum Svía, á hendur þessari fátæku þjóð. Er það venju- lega efni slíkra sagna, að ein- hver Lappi vinnur bug á heil- um her óvina með göldrum, slægð, hugviti eða ótrúlegum líkamsburðum. Óvinirnir ætla að koma Lappa fyrir kattar- nef, henda honum í vatn eða höggva hann með sverði, — en i hvert sinn drekkja þeir eða höggva menn úr eigin hópi, og flýja síðan flemtraðir fyr- ir slíkum töfrum. Þeir eru lokkaðir til kjötveizlu, dyr allar byrgðar en lappneskur berserkur lemur þá í hel með lurk eða hvern með öðrum. Þeir eru ginntir út í ófærur cg týnast þar eða helfrjósa fáklæddir í frostbyljum. Alls- staðar má í þessum sögum greina óskadraum varnar- lausrar smáþjóðar: að eiga eitthvað það undraafl, sem geti varið hana fyrir ráns- mönnum. 1 þessum sögum er líka sagt frá örlögum þeirra, ræningja, er rifin sundur milli tveggja birkikróa. Önn- ur fær kjaftinn úttroðinn af glóandi smásteinurn, því hún hafði vísað tsjúd,—en svo eru óvinirnir oft nefndir,—á felu- staði Lappa. Einnig segja Lappar sög- ur um nokkurskonar huldu- fólk, seid; það býr í klettum og getur haft góð áhrif á veiðiskap, ef menn vinna hylli þess, hinsvegar þolir það illa hávaða og skarkala við híbýli sin. I jörðu niðri búa dvergar,—tsjakhli, þeir lifa glöðu lífi og eru mönnum hjálpsamir. Til eru sögur um Talla, sem stundum er bjarn- dýr, stundum nokkurskonar tröllkarl; Til er saga um Talla, sem tók sér að konum karlsdætur þrjár, var sú yngsta þeirra vitrust og ráð- kænust, og lét hún Talla bera þær sysur allar heim aftur í belg, ógnandi honum með gamalkunnum orðum: „Ég sé gegnum holt og hæðir“. Svo v’ða hafa þau orð farið. Þá eru margar sögur sagð- ur um dýr norðursins, ein- att um refinn slóttuga og björninn heimska, líka sögur sem sviku sitt fólk. Ein kona, sem sveik mann sinn í hendur af hreindýnnn, sagt frá því að lappastúlkur giftast hre'n- um, en alltaf fara slík hjóna- bönd il!a. Töfrabeinið Nelet Lappar eiga sérstaklega frumlega og skemmtilega þjóðsögu um hamingjudraum- inn, sem aldrei yfirgefur þjóð- imar. Sergevan gekk Iengi um skóg og túndra og kom að lokum á slóðir langfeðra sinna. Þar h'tti hann fyr'r ævagamla kerlingu. Sergevan varð fundinum feginn, hneigði sig tíu sinnum fyrir kerlingu og gaf henni brauðbita. Sett- ust þau og átu brauð saman, tuggði Sergevan fyrir kerlingu en hún grét í lófa s'nn og drakk tárin með brauðgraut þessum. Færðist ylur í líkama hennar og sofnaði hún vært. Vaknaði hún, cg tóku þau upp tal sitt; kom í Ijós, að kerling var unnusta langa-langa- langa-langa afa Sergevans. Því giftistu ekki honum langa-langa-langa-langa-afa mínum? spurði Sergevan. Því, sagði kerling, að segði ég: það er lieitt, þá sagði liann: það er kalt, segði ég: ég vil, þá sagði hann: ég vil ekki. Og kerlingin grét sárt og beizklega. Sergevan hrærðist til meðaum kvunar, fór líka að gráta. Þá hló kerling við og mælti: Þvi grætur þú yfir því sem skeði fyrir þúsund árum ? Ef hrafnarnir frétta þetta, þá gera þeir þig að athlægi um alla túndruna. Sergevan tók þá einnig gleði sína, og gengu þau kát til svefns. Þau vökn- uðu og tóku upp tal sitt, og bauð Sergevan þeirri gömlu til byggða með sér. Það vildi hún ekki, því „hér hefi ég séð hvert tré vaxa úr grasi, hér er jafnvel hver smásteinní mér kær.“ Þá spurði Sergevan: Af liverju er nú svo fátt um hreindýr þar sem áður fórui stórar hjarðir? Kerling svaraði: Töfrabein- >ð nelet, sem laðar til sin villi- hreindýr, hefur verið borið burt héðan. Má ekki gera nýtt nelet? spurði Sergevan. Allt viltu vita, sagði kerl- ing og hló. Og hún sagði honum hvern- ig gera mætti nýtt nelet. Og Sergevan gat ekki lengur set- ið kyrr á sama stað, hljóp um í óþo’inmóðri kæti. Alveg ertu hann langa- langa-Ianga-Iangaafi þinn lif- andi kominn, sagði kerling og hló heldur stórkarlalega, enda leystist hún upp í duft og ösku. En Sergevan sneri nýr maður heim til síns fólks; hann vissi leyndarmál nelets, þessa töfrabeins, sem dregur til sín öll hreindýr túndrunn- ar. —Það er táknrænt, að þessi saga varð til á þessum norð- læga skaga, þar sem Mað- urinn sáir merk:sgróðri, bylt- ir fjöllum, hleður borgir og fremur fleiri stórvirki dag hvern,—rétt eins og hann hefði að lokum uppgötvað leyrdardóm hins eina sanma Nelets, sem færir honum öll auðæfi jarðarinnar og gerir hann fullkominn herra þeirra. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiHMiHiiiiiimmiiiiii»»iiiiiiK>ii<iiimimiuitifiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiHiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiimiiimi!imiiiii iiimiimiiiiiiiiimmiiimimiiiiiiimmimiimimemiiimi og manngildi að 'vera fyrir þjóðfélagi uppi með vinnu skemmstum tíma og þar til Er nokkurt vit í því aö vilja vera ístenzkur hóndi? Nú í nokkur ár hafa „for- ustumenn“ íslenzks landbún- aðar á skrifstofum í Reykja- vík verið að sligast undir þungum áhyggjum af offram- leiðslu landbúnaðarvara og aðstoðað dyggilega með ráð- um um, hvernig auðveldast væri að draga úr dug og getu bænda. Þó komst framleiðsl- an, ef allt er til tínt, aldrei yfir '1600 hitaeiningar á dag handa hverjum Islendingi, o:g allverulega mun á skorta, að það skili sér til manneldis. Þó fengum við með gjöfum og lánum síðastliðin ár 16 þús. tonn kornmatar í fóðurbæti, fræðilega séð átti þetta að skila 37-40 milljónum kg. af mjólk árlega eða um 350 hita- einingum á mannsbarn á dag. Þá er orðið eftir 1250 hita- einingar, og við okkar veður- far og atvinnuhætti mun þurfa til jafnaðar minnst 3250, því erfiðismenn til lands og sjávar komast varla af með minna en 4500, ef þeir eiga að skila fullum afköst- um. Þetta þýðir svo mikið sem, að innlend búnaðarfram- leiðsla fæði 67' þúsund íslend- inga. Nú hraðfjölgar mannkyn- inu og víða ganga lönd úr sér vegna rányrkju. Nú þeg- ar þurfa Bacdar.'kjamenn að flytja inn kjöt og mega ekki flytja út korn nema með leyfi stjórnarvalda. Með óbreyttri stefnu um fólksfjölgun og landeyðingu þar, er áætlað, að um 1975 muni þ.eir verða rétt siálfbjarga með mat. Um 1987 er álitið, að mannkynið sem heild verði komið að hungurtakmarkinu með allt ræktanlegt land á jörðinni komið í gagn og ræktað eins og búvísindi nútímans vita bezt, enda verðum við þá 6600 milljónir á móti 2800 árið 1855. Einhver kann að álíta, að hér sé um að ræða sjúklega bölsýni og illgirnislega hrak- spá. en það er það ekki frek- ar en þegar ásetningsmaður að haustlagi reynir að gera- léttlyndum bónda skiljanlegt, að það sé heldur mikil bjart- sýni að miða ásetning við það, að 'í byrjun marz muni vorið ævinlega vera komið hér í Eyjafirðinum með gras og sumarhlýju. Með mögnuðum áróðri er búið að telja mönnum trú um, að sjórinn í kringum landið sé svo ótæmandi gull- kista, að við munum aidrei sjá í botninn á henni, og að hægt muni að slá eign sinni á miðin eftir þörfum. Hvorttveggja mun vera byggt á cskhyggju,' því að úthafsveiðar munu verða sótt. ar með síauknum og að lok- um feilcnaþunga á verksmiðju- sikipum erlsndra iðnaðar- þjóða. Tímans tákn er, að Japanir eru farnir að stunda veiðar á Norður-Atlanzhafi. Sjálfsagt er að nytja sjóinn og afréttarlönd eins og frek- ast borgar sig. Nú þegar er svo ástatt á sumarhögum sauðfjárins sums staðar á Suðurlandi, að framleiðsla eykst ekki með auknum bú- stofni og tilkostnaði, og svo ier líka að verða méð sjávar- útveiginn og mun eiga eftir að ágerast, því veiðitækni er að komast á það stig, að verk- smiðjuskip geta veitt fiskinn og unnið úr honum að fullu úti á reginhafi jafnauðveld- lega og á grunnmiðum liér, og mikið hagkvæmar vegna þess, að þau geta verið á há- vertíð allt árið. Mér virðist að' öllu íhug- uðu, að ef við ætlum okkur að lifa sem þjóð í iþessu góða landi eftir fáeina áratugi, og ekki bara sem lítilsvirt þjóð- arbrot hjarandi við sult og seyru í nokkrum verstöðvum í kringum landið, þurfum við að rækta þetta góða land milli fjalls og fjöru, og sizt af öllu er það neyðarúrræði, því óvíða í heiminum mun vera til ónumið land jafn eðlis- frjótt, auðræktað og árvisst til grasræktar og hér, og heimurinn verður með ári hverju í brýnni þörf fyrir matvæli, þegar litið er til heildarinnar. Meginvandamál- ið er og verður, að til þess að koma í veg fyrir að landið leggist í auðn og þjóðin þar- afleiðandi flosni unp og verði eins stödd og Eskimóar á austurströnd Grænlands fyrir 80 tO 90 áram síðan, þegar selveiðin brást algerlega vegna veiða annarra þjóða á ísnum úti í reginhafi, þá þarf visst lágmark af viti, vilja hendi í þjóðfélaginu, og þá sér í lagi hjá þeim, er hafa lyklavöldin í því. Að eðlisfari álít ég sjálfan mig ekki bölsýnan, en mér er þvert um geð að vaða meira í reyk en brýnasta nauðsyn ber til, enda höfum við fengið vitið til að komast hjá að álpast í feigðarflani fram af kletti bæði sem ein- staklingar og þjóðfélagsverur, en þau virðast mér verða endalok ’íslenzks þjéðernis með svipuðu áframhaldi og verið hefur síðustu árin, því að við, sem höldum þessu okkar til lands og sjávar, er- um orðnir það fáir og lítils- ráðandi, að það þykir mesta bjargráð að láta okkur ganga okkur til húðar á sem allra beitt þrælskipulögðum efna- hagsaðgerðum, énda virðist hugarfar og viðhorf Hrafna- Flóka og þræla Hjörleifs til Framhald á 10. síðu. jiiÍOjiíÍljHjiöbiui; lá'iiáií *»*!'»»• •«»» •*•»! ^-5;: HÍlií :Hti ÍItíTíIíUU* Í'í MTUíÍí'-" >•» : ir; i; í ; í t i Lí c l ítíHaHiíT: . •* •».•■»-»»» •••»•• •■»•••» llÍlnÍŒÍy Eftir Einor Petersen, Kleif Fjórða grein I >*-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.