Þjóðviljinn - 04.06.1960, Side 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. júní 1960
Alþingi var slitið í gær og
hafði þá staðið alls 146 daga
og samþykkt 51 lög og 25 j
þingsályktanir.
Stóð þingið frá 20. nóv. til.
1. des. 1959 og frá 28. jan. til'
3. júní 1960. Voru alls lögð
fyrir það 100 lagafrumvörp og
65 þingsályktunart’llögur og 28
fvrirspurnir voru bornar fram.
Tala prentaðra þingskjala
varð 640.
Deildum var lokað að lokn-
um næturfundum í fyrrinótt.
Kvaddi Jóhann Hafstein neðri-
deildarmenn og þakkaði þeim
samstarf og umburðarlyndi, en
Einar Olgeirsson þakkaði for-
seta fyrir hönd þingmanna
réttláta og sanngjarna fundar-
stiórn og árnaði honum og
fjölskyldu hans alls góðs. I
•efri deild kvaddi Sigurður Ó.
Ólafsson forseti, en Hermann
Jónasson þakkaði forseta af
hálfu þingmanna. Á þingslita-
fundi sameinaðs þings í gær
flutti 1. varaforseti Sigurður
Ágústsson skýrslu um störf
þingsins og árnaði þingmönn-
um og starfsfólki þingsins
allra heilla en Eysteinn Jóns-
son mælti fyrir munn þing-
manna þakkarorð til forseta.
Að því loknu las forseti íslands
herra Ásgeir Ásgeirsson, for-
setbréf um þinglausnir og sagði
þinginu slitið, en þingmenn
minntust forseta og ættiarð-
arinnar með ferföldu húrra-
hrópi.
an
Framh. af 12. síðu .
átaka i Tokío. Þúsundir stúd-
enta réðust að bústað forsætis-
ráðherrans, sem girtur hefur
verið með gaddavír og ’járn-
grindum. Stúdentar rit'u niður
þessa.i varnargirðingar og drógu
tvær lögreglubifreiðar út á götu.
Lögregian réðist á hópinn og
var fcarizt í heila klukkustund.
Um 90 lög'reg'luþjónar og fjöl-
margir stúdentar særðust i á-
tökunum en 13 stúdentar voru
handteknir.
Búizt er við að til átaka
kunni að draga þegar verki'all-
ið skellur á.
„Dulalulli Rússinn sást hvsrgi
Isafjörður
Framhald af 12. síðu.
námsdeild 9,25, næsthæstu
einkunn hlaut Huld Björg
Sigurðardóttir einnig í 2. bók-
námsdeild 9.22. Við skólaslit
skýrði skólastjóri frá því, að
fengið væri leyfi menntamála-
ráðherra til að starfrækja
næsta vetur deild sem svaraði
til fyrsta bekkjar mennta-
skóla og yrði hún algjörlega
kostuð af ríkinu en skilyrði er
að minnst 15 sæki um inntöku
í deildina. Landspróf þreyttu
17 unglingar, en úrslit þess eru
ekki kunn. Gústaf Lárusson
kennari gegndi skólastjóra-
störfum í vetur vegna veikinda
Guðjóns Kristinssonar, skóla-
stjóra Gagnfræðaskólans.
Framh. af 12. siðu
Rán var yfir Óðni á hádegi
og liðlega klukkustundu síð-
ar var komið yfir Ægi, sem
lá út af Straumnesi vestur.
Áður, meðan flogið var vest-
ur með Vestfjörðum, var
fylgt fis'kveiðatakmörkunum
og sáust margir togarar
brezkir þar fyrir utan, en út
af Dýrafirði var brezka her-
skipið Dainty D-108 og þr'ír
togarar af sama þjóðerni, öll
skipin utan marka. Ægismenn
fengu eins og félagar þsirra
á Óðni blaðasendingu, en þeg-
ar pakkanum ha.fði verið
komið til skila var Rán snú-
ið í vesturátt. Flogið var 30
mílur út og mátti sjá marga
erlenda togara á Halanum;
12 togara taldi einhver og
Guðmundur skipherra kvað
þá alla vera þýzka, a.m.k.
einn var austur-þýzkur
Af Halamiðum var stefna
tekin suður og bar nú ekkert
til tíðinda fyrr ®n um kl.
2.20, er Rán tók allskyndilega
dýfu. Hafði þá bandarísk her-
Ihaldið hafnar útboði olíuviðskipta
Framhald af 12. siðu.
því að þau hefðu numið á
sl. ári um 12 milljónum
króna.
Sagði Guðmundur að hinn
almenni skattgreiðandi í bæn-
um ætti kröfu á að gerðar
væru allar mögulegar tilraunir
til að ná sem hagkvæmustum
samningum fyrir bæjarsjóð og
fyrirtæki hans. Þessa dagana
Væri mikið talað um frelsi og
l'rjáisa verzlun í málgögnum
bæjarstjórnarmeirihliAans, en
nú reyndi á stóru orðin. Nú
hel'ði meirihlutinn aðstöðu til
að láta reyna hina frjálsu
verzíun á þessu sviði Þetta
væri prófmál á -vilja meirihlut-
ans til að skapa eðlilega verzl-
unarhætti í Innkaupastofnun
Reykjavíkurbæjar.
yfirlýsing borgarstjóra
Höskuldur Ólafsson, spari-
sjóðsstjóri, varð fyrir svörum
af hálfu íha’dsins, taldi enga
ástæðu til að efna til almenns
útboðs á kaupum bæjarins og
fyrirtækja hans á olíum og
benzíni „að svo stöddu“ og
flutti frávisunartillögu frá
meirihlutafulltrúunum. Þórður
'Björnsson, bæjarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins, lýsti fylgi sínu
yið tillögu Guðmundar, en
Geir Hallgrímsson, borgar
stjóri, kom með sérstæða yfir-
lýsingu. Lýsti hann því yfir að
hann væri í aðalstjórn Olíufé-
lagsins Skeljungs h.f. en hefði
j látið varamann sinn í stjórn-
inni taka þar sæti jafnskjótt
og hann hefði tekið við emb-
ætti borgarstjóra. Hann lét
sig þó ekki muna um að greiða
j atkvæði með frávísunartillögu
Sjálfstæðisflokksmanna, þ. e.
með einhliða samningi bæjariiis
við félag sitt, en aðrir íhalds-
fulltrúar sem atkvæði greiddu
gegn frjálsari verzlunarháttuin
i innkaupastofnun bæjarins
yoru: Ilöskuldur Ólafsson, Páll
S. Pálsson, Gunnar Helgason,
Ölfar Þórðarson, Guðjón Sig-
lirðsson, Björgvin Fredriksen,
Frið'eifur Friðriksson, Gróa
PétursdótCir og Gísli Iíalidórs-
son: Alls 10. — Þrír bæjarfull-
trúar Alþýðubandalagsins og
p’ramsóknarmaðurinn greiddu
atkvæði gegn frávísunartillög-
unni. Alþýðuflokksfuíltrúinn lét
?kki sjá sig á fundinum í fyrra-
I,
flugvél af Keflavíkurflugvelli,
Neptune-vél, komið á móti úr
suðri í sömu hæð og flug-
stefnu, og þótti íslendingun-
um þetta kynleg háttsemi.
Kannski voru ,,verndararnir“
á leið vestur til leitar að
„dularfulla Rússanum“ sem
Alþýðublaðið hafði sem
stærstar fyrirsagnir um í gær
— en ferða þess togara urðu
menn ekki varir í Rán,
hvorki fyrir Vesturjandi né
suður undan landi. Á Eldeyj-
arbanka voru tveir togarar
og einn íslenzkur sást á út-
leið. Þegar komið var austur
undir Vestmannaeyjar sáust
tveir norskir línuveiðarar og
varð ekki annað séð en aflinn
væri góður. Ferðinni var enn
haldið áfram í austurátt, suð-
urfyrir Vestmannaeyjar, en
síðan snúið til norðurs. Rán
renndi sér tvisvar niður að
íslenzkum fiskibát skammt
frá Eyjum; en ekkert var þar
athugavert. Um kl. 4.15 var
flogið yfir E.yjakaupstað og
síðan stefnt til Reykjav’íkur,
þar sem lent var réttum sex
klukkustundum eftir að lagt
var upp í þetta. gæzluflug.
Bar blaðamönnunum saman
um að þetta hefði verið hln á-
nægjulegasta ferð, þó áhöfn-
inni þætti hún stórtíðindalít-
il og ekki sæist til „dular-
fulla Rússans“. Enda var
ekki ferðin farin vegna
,,fréttar“ Alþýðublaðsins
heldur um venjulegt gæzlu-
flu<r að ræða.
Guðmundur Kæmested var
sem fvrr segir skipherra á
Rán. GuðjÓn Jénsson flug-
stjcri, aðrir flugliðar: Agnar
Jónasson, Biörn Jónsson,
Erling Magnússon, Garðar
Jónsson. Iv.
ík í karfháti
Er nokknrt vit að vilja vera bóndi?
Framhald af 7. síðu.
búsetú í landinu vera' allsráð-
andi með þjóðinni og vera í
sama hlutfalli og menn mega
sín meira og lifa við meiri
þægindi. Og þeir, sem ennþá
halda merkinu upp úr for-
inni, evu, með mjög fáum und-
antekningum, að verða í-
skyggilega eðlislíkir fé, sém
stendur undir brekku í norð-
anáhlaupi að hausti til og
lætur skefla yfir sig, þyljandi
í sífellu við sjálfa sig: Öll
él birtir upp um síðir. Það
mun rétt vera, en koma að
litlu gagni, þeaar skaflinn er
orðinn 3—4 metra þykkur yf-
ir þeim. Munurinn er bara sá,
að eigandi sauðfjárins mun
legg.ia mikið á sig til bjarg-
ar því, en við erum frjáls
þjóð, og teljum okkur eiga
o'kkur sjálf, og engri erlendri
þ.ióð ber þessvegna nokkur
skylda til að grafa okkur upp
úr fönninni.
Og hvernig sem ég velti
þessu 'í huga mínum kemst
ég ævinlega að sömu niður-
stöðu. I flestum tilfellum
bjargast sauðkindurnar, ef
meðal þeirra finnast einstak-
lingar, sem hafa vit og
skerpu til að hafa sig upp úr
rlotalegheitunum og áreynslu-
levsinu í skaflinum og það
eðli, sem knýr til að bera
höfuðið hátt þrátt fvrir allt
og brjótast áfram í veðurhörku
og ófærð. Vanalega eru ein-
hverjir eða einhverjar, sem
treysta sér til að elta 'í slóð-
ina, og fjöldinn gerir hvað
hinar gera, bæði til feigðar
og frama, hér eins og annars
staðar.
Eins og áður er á bent,
mun meinbugrurinn, sem kom-
ið hefur í veg fyrir, að land
og þjóð hafi runnið saman í
eina heild, þar sem hvort um
sig verður hinu til halds og
trausts, vera sá, að þióðipni
hefur aldrei nema að íitlu
leyti tekizt að festa hér ra:l-
ur sem bændaþjóð, vegna
þess, að hún hefur inær aldrei
getað aflað það mikilla og
góðra heyja, að hún um vet-
urnætur væri fær um að
hor.fa með trúnaðartrausti til
vetrarins. Þess vegna virðist
mér það ganga kraftaverki
næst hvað bændur -eru búnir-
að afreka síðustu áratugina,
þrátt fyrir megna andúð og-
skemmdarstarfsemi. En auð-
séð er, hvernig fer innan
skammg, því liðsmenn eldast
og fækkar stöðugt. Mjög fáir
yngri menn og konur hafa
hætzt í bændaherinn síðustu:
áratugi. Og nú er svo komið
um nær allt land, að jafnvel
þó roskin hjón vildu gefa
ungu pari jörð og hús og
fara slypo og snauð á elli-
heimili, fyrirf.vndist ekki ungt
par til að taka við, enda ér
rú svo búið um hnútana, að
ég tel það frágangssök að
stofna til búskapar. Og það
mun innan skamms hafa 'i för
með sér, að b.ióðin verður
tekin nnp til ráðstöfunar. Nú-
verandi valdamenn virðist
annaðhvort skorta greind eða
vúia til að skilia þetta eða
álít.a sig eiga svo mikið fé
eUendis að það komi þeim
ekki að sök.
En hér í norðlenzkum dal
h°f ég rekið niður merkis-
stöng í góða mold og álít það
plgert aukaatríði, hvort ég
berst undir merki sem íslenzk.
ur eða józkur bóndi, því
hændaeðli er pi’i/, um allan
heim En mér hvkia þ»að með
afbrifrðum aum örlög, ef ís-
lenzkt hióAnrni barf að gefast
unn við að bypgia þetta góða
land. þegar glæsileg framtíð
b’asir við með notkun nú-
tímn. búvísinda, verktækni og
verksviti. sem aðeins að litlu
levti er kunnugt og kynnt ís-
lenzkum bændum.
(Framhald).
Veitingastofan Miðgarður
Veitingastofan verður lokuð frá klukkan 9 í kvöld
og hvítasunnudag.
Opið annan hvítasunnudag eins og venjulega.
af
Tveir bandarískir froskmenn i
hafa fundið þýzka kafbátinn i
U-853, en honum var sökkt í
heimsstyrjöldinni með 55
manna áhcfn undan ströndum
Rhode Island.
Kafbáturian liggur á 39
metra dýpi. Froskmcnnirnir
komust inn í turn kafbátsins
og fundu þar lík 6 kafbáts-
manna. Reynt verour að ná l'ík-
um kafbátsmanna á land innan
skamms.
ÍBÚDARHÆÐ
ÓSKAST
Erum kaupendur aö 5 herbergja íbúóaríhæö,
130—140 ferm. íbúöarhæöin þarf helzt að vera,
nýleg, í góöri hiröu, nálægt Landspítalanum
og laus til íbúðar í þessum mánuði.
TilboÖ óskast send til skrifstofu ríkisspital-
anna, Klapparstíg 29, fyrir 10. júní næstkom-
andi.
Skrilstofa ríkisspítaífíHKa