Þjóðviljinn - 16.06.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.06.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN —; Fimmtudagur 16. júrií 1960 Hernámsandstæðingar hafa ákveðið að efna til mótmæla- göngu gegn hernámi Banda- ríkjamanna á íslandi n.k. sunnudag 19. júní. Er ætlun- in iað ganga frá herstöðinni í Keflavík sem leið liggur gegnum Hafnarfjörð og Kópa- vog og enda gönguna með útifundi í Reykjavík á sunnu- Fyrst komum við að máli við Finn T. Hjörleifsson, formann Reykjavíkurdeildar Æskulýðs- fylkingarinnar. Finnur Hjörleifsson — Þú tekur náttúrlega þátt í göngunni, Finnur? — Auðvitað. Ungt fólk og hraust getur ekki lagt minna á sig fyrir svona málefni. Það er ekkert afrek að ganga 50 kílómetra. Rétt eins og meðal smalaferð. — Hvert er þitt álit á göng- unni. Ileldurðu að eitthvað vinnist með henni? >— Mér lízt stórvel á þessa hugmynd og ég held að ekki dugi minna en svona stórfram- kvæmdir til að vekja fólk af þeirri deyfð sem ríkt hefur. um hernámsmáiið undanfarið. Við verðum að gera okkur það full- ljóst að fólk, ekki sízt ungt íólk, er farið að venjast her- náminu. Við verðum að koma í veg fyrir að fólk líti á her- námið sem sjálfsagðan hlut. Það er enginn vafi, að gangan -mun vekja mjög mar.ga til um- dagskvöld. Æskuiýðssiðan fagnar þess- um nýja áfanga í baráttunni gegn hernámi íslands og hvet- ur eindfegi.ð alla unga sósíal- ista til þátttöku í göngunni. Félagar í Æskulýðsfylking- unni, Félagi róttækra stúd- enta, ungir sósíalistar í verka- lýðsfélögunum og hvar sem þið starfið: fylkj'um liði í Keflavíkurgönguna á sunnu- daginn og sýnum með því hug okkar til hernámsins. Mótmælum 20 ára smán og niðurlægingu erlendrar her- setu. Burt með erlendan her af íslandi, Franz A. Gíslason. B I urgonguna er engin ofraun að ganga þessa leið. Þvert á móti — ég skora á allar ungar stúlkur, sem and- vígar eru hernáminu, að fylkja liði í gönguna á sunnudaginn. Hrafn Sæmundsson prentari er þekktur maður. meðal ungra sósíalista. Hann varð fyrir val- inu sem fyrsti formaður Æsku- lýðsfylkingarinnar í Kópavogi, sem stofnuð var fyrir ári síð- an. Er við færum Keflavíkur- gönguna í tal við hann, segir hugsunar og umræðu um þessi mál, ekki einungis þá, sem taka þátt í henni heldur og marga úti um land, sem ekki eiga þess kost að ganga, en fylgjast með atburðunum. Umhugsun og um- ræður um hernámið hljóta alit- af að vera hernámsandstæðing- um í hag. Ég vil að siðustu skora á allt ungt fólk, sem er heilt heilsu, að sýna hug sinn til hernáms- ins með því að taka þátt í göngunni. Þuríður Magnúsdóttir er 21 árs og vinnur hjá Samvinnu- sparisjóðnum. Hún er ákveðin að taka þátt í göngunni og hef- ur þegar látið skrá sig. — Hvaða gildi telur þú að Þuríður Magnúsdóttir ganga sem þessi hafi, Þuríður? — Með henni gefst okkur tækifæri til að sýna í verki andúð okkar á hernáminu og r þá fyrst og fremst á þeim verknaði forráðamanna þjóðar- innar að svíkja herinn inn í í landið. Með þátttöku okkar, unga fólksins, sýnum við nð ís- ienzk æska er fús að leggja nokkuð á sig til að losna við smá'n hernámsins. — Telur þú að gangan muni marka þáttaskil í baráttunni gegn hernáminu? — Já, tvímælalaust. Hér er farið inn á nýja braut, ný að- ferð reynd til að gera barátt- una virkari og vekja fólk til umhugsunar um þetta mál mál- anna, því það er það. Á með- an enn dvelst erlendur her á íslandi er sjálfstæðisbaráttUj fslendinga ekki lokið. >— Sumir telja gönguna ofl erfiða til þess að stúlkur geti farið í hana. Þú ert ekki á þeirri skoðun? — Nei, ég anza því ekki. Ungum, fullhraustum stúlkum Ilrafn Sæmundsson hann: — Það hlýtur að valda hverj- um heiðarlegum íslendingi sár- indum að þurfa að horfa upp á þá niðurlægingu og auðmýkt, sem hersetan er fyrir fullvalda þjóð — ekki sízt ef við skyggn- umst aftur í sögu okkar. Það er á valdi fólksins í land- inu hvenær herinn hverfur á braut fyrir fullt og allt með sitt hafurtask. Það sem fólkið í landinu vill, það verður — og þó að sérstökum öflum hafi með áróðurstækni og blekkingum tekizt að halda herstöðinni hér í nokkur ár, þá er eitt víst: það er. aðeins tímaspursmál hvenær herinn hverfur úr landipu. — Þú telur að fólkið í land- inu muni rísa upp og reka hann burtu? — Já. Ég er sannfærður um, að Keflavíkurgangari mun marka tímamót í baráttunni fyrir brottför hersins. Hún mun verða upphaf að nýrri, öflugri, linnulausri sókn fyrir afnámi hersetunnar og eyðileggingu herstöðvanna á íslandi. Tveir efstir og jafnir — seldu 2290 Úrslit eru nú kunn í sölu- keppninni í sambandi við. Bygg- ingarhappdrætti ÆF. Keppnin var frá upphafi mjög hörð og tvísýn og lauk svo að tveir urðu efstir og jafnir, að þeim Vel hepnuð hvítasunnuferð Deildir Æskulýðsfylkingar- innar í Reykjavík og Kópavogi efndu til hópferðar í Breiða- fjarðareyjar um hvítasunnuna, Yfir. 60 manns tóku þátt í ferð- inni, sem heppnaðist með ágæt- um. Farið var á laugardag með tveim langferðabílum til Stykk- ishólms, en þar var fenginn bátur til að flytja hópinn út í Flatey og var gist þar um nótt- ina. Á sunnudag var litazt um í Flatey en síðan siglt um eyj- arnar og gengið á land í Svefn- eyjum. Þaðan var haldið að Stað á Reykjanesi, en síðan ek- ið til Reykhóla og gist þar um nóttina. Á mánudag var svo ekið í bæinn með viðkomu í Bjarkalundi og Króksfjarðar- nesi. Létu þátttakendur allir hið bezta af förinni. Fararstjóri var Trvggvi Sveinbjörnsson. Vegna plássleysis verður frekari frásögn og myndir úr ferðinni að bíða næstu síðu. þriðja frágengnum, sem raunar var langhæstur. Það var Hall- dór Bachmann á Akranesi, sem seldi nokkuð yfir 3000 miða. Hann afsalaði sér 1. landsverð- laununum, sem honum báru þó réttilega. Kvaðst hann aðstöðu sinnar vegna, sem einn af for- ystumönnum sósíalista á Akra- nesi, ekki kunna við að veita þeim viðtöku. Sýnir Halldór með þessu einstæða óeigin- girni og drenglund. Að Halldóri frágengnum voru tveir efstir sem fyrr segir. Það voru þeir Páll Helgason Vest- mannaeyjum og Ólafur Þórar- insson Reykjavík — hvor um sig hafði selt 2200 miða. Fjármálaráð ÆFR hefur á- kveðið að veita þeim báðum sömu verðlaun og ákveðið var að veita þeim söluhæsta á land- Framhald á 10. síðu. SKULfÐSSÍ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiHiiiiiiuimiimimimiiiiiuiimiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimmimiHiiiiiiiimmHimmiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiuiiiiiiiimiiumimiiiihiiiiiiiiiiniiiiiimimi * Siðvæðingarmenn lýsa Islandsferð Eins og menn munu minn- ast gisti sendinefnd siðvæðing- armanna frá Afríku þetta land í vetur. og var tekið hér opnum örmum af mörgum helztu framámönnum þjóðarinnar. Látið var í veðri vaka, að þess- ir menn hefðu einhvern and- legan og siðbætandi boðskap að flytja, en í grein, sem einn þeirra, Derek Bill, hefur ritað um ferðina í eitt af ritum sið- væðingarmanna, og birtist í Tímanum í gær í þýðingu, er engin dul dregin á það, að er- indið hafi fyrst og fremst ver- ið pólitískt, og hafi átt að ,,frelsa“ okkur íslendinga frá „glötun“ kommúnismans. í greininni segir m.a.: „í matarveizlu Rótaríklúbbs- ins sagði íslenzkur kaupsýslu- maður um leið og hann horfði alvarlegur í bragði á hina svörtu gesti Afríku: „Rétt áð- an var ég að fá skeyti frá Moskvu. Þeir vilja kaupa allt, sem ég get framleitt“. Kaup- sýslumaðurinn baðaði út hönd- unum þegar hann reyndi af- sakandi að útskýra tangarhald kommúnista á eínahagsmálum íslands. „Hvað eigum við að gera?“ spurði hann, „England setur á okkur löndunarbann. Rússar óska eftir fiskinum okkar. Við verðum að lifa“. í rödd hans er hljómur lík- klukkunnar. f þessari svipan virtist ísland ekki vera riema sem svarar þykkt eins frímerk- is frá glötun“. En svo kom „frelsunin“. Sið- væðingarnefndin, sem „hafði verið þjálfuð í hugsjónalegum anda siðvæðingarinnar og lauk útbreiðsluherferð sinni á ís- landi“. Það, sem siðvæðingar- menn segjast hafa fundið hér ,,var þjóð nokkur, félagi í NATO, einangruð frá Stóra- Bretlandi (sem áður hafði ver- ið helzta viðskiptaþjóðin) sak- ir hatrammrar deilu út af fisk- veiðiréttindum og einangruð frá Bandaríkjum Norður-Ame- r’ku sakir harmsögulegs mis- skilnings á dipiómatísku sviði. Þeir fundu þjóð, sem hafði sætt sig við ósigurinn fyrir skipuleggjurunum í Kreml. En þar voru einnig nokkrar ieiftr- andi undantekningar, fullar eldmóði. En brátt opinberaði Guð á- ætlun sína um ísland, og all- ar dyr opnuðust Afríkumönn- um og lykilpersónur á sviði stjórnmála og mennta og upp- eldismála lærðu um hugsjón- irnar, sem byggðar eru á hin- um helgu, ófrávíkjanlegu meg- inreglum. Hinn tigni og há- lærði forseti Ásgeirsson veitti gestunum móttöku og hlustaði hugfanginn í klukkustund á skýrslur frá Afríku og sögur um algera undirgefni við það hlutverk að umskapa heiminn. Þegar hann hafði séð (kvik- myndina) ,,Frelsi“ óskaði for- setinn Moerene persónulega til hamingju og bætti við: „Hugsa sér hvað ég hefði farið á mis við, ef mér hefði ekki verið boðið að sjá þessa stórkostlegu kvikmynd“ “. Þær hugsjónir siðvæðingar- innar svokölluðu, sem framá- menn íslands fengu að kynn- ast í vetur eru byggðar á einni meginreglu: lcommúnistahatri, og áætlunin um fsland er á þá leið, að binda það sem fastast í fjötra NATO, í hernaðar- bandalag með hinum „vest- rænu lýðræðisþjóðum“, Bret- um, Bandaríkjamönnum og hvað þær nú heita allar. Og því hernaðarbandalagi er stefnt gegn sovétþjóðunum. Viðreisn- in svonefnda, sem ríkisstjórnin hefur verið að framkvæma að undanförnu, er einn liðurinn í þeirri áætlun að slíta viðskipta- tengsl okkar við alþýðuríkin og binda okkur á klafa með auð- valdsríkjunum. Það er mikið, að hinir afríkönsku siðvæðing- armenn skuli ekki þakka sér „viðreisnina11. Grein sinni um siðvæðingar- herferð til íslands lýkur Derek Gill á þennan hátt: „Þegar flugvélin átti að flytjíjt okkur heim frá hinum hernaðarmikil- væga flugvelli Reykjavíkur . . . hrópaði hinn mikli listamaður íslands, Guðmundur Einarsson (frá Miðdal) upp yfir sig: „Þessir gestir hafa fært okkur kyndil, sem mun brenna skær- ar en eldfjall vort, Hekla“ “. — Vissulega er það rétt, að tak- ist siðvæðingarmönnum að framkvæma áætlun sína um ís- land getur það brunnið okkur heitar á baki en nokkur Ileklu- eldur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.