Þjóðviljinn - 16.06.1960, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. júní 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Múmía í fataskáp kom upp um
forhertan fjöldamorðingja
65 ára gömul brezk kona handfekin, grunuð um
að hafa myrt a.m.k. 20 manns
Brezka lögreglan stendur nú frammi fyrir einhverju ó-
hugnanlegasta morðmáli aldarinnar. Fyrir skömmu
fannst leyndardómsfull múmía í Rhyl í Wales, og rann-
sókn hefur leitt til pess að 65 ára gömul kona Sarah
Jane Harvey hefur verið handtékin, grunuð um morð.
Tcdið er að kona pessi sé fjöldamoröingi sém lét mikið
til sín taka fyrir 20 árum, og myrti pá a.m.k. 10 manns.
Sara Harvey var handtekin
í litlu hóteli, sem er í útjaðri
horgarinnar Rhyl, en þar
fannst fyri rúmri viku líkið
af Frances Knights, sem var
gift tannlækni og hvarf fyrir
20 árum.
Það voru nokkrir húsamál-
arar sem fundu líkið í inn-
byggðum íataskáp, sem fóðrað
hafði verið yfir. Líkið hafði
varðveitzt mjög vel. Þurr loft-
straumur, hafði söðugt farið
í gegnum skápinn og valdið
því að líkið geymdist sem
múmía.
Sarah Harvey
Likskoðun hefur leitt í ljós,
að frú Knights, sem var frá
Hove í Sussex, hefur verið
kyrkt einhverntíma á tímabil-
inu 22. febrúar til 30. apríl
1940. Á síðustu 20 árum hefur
margt annað fólk látið lífið
með ídularfullum hætti í þessu
sama húsi, en í því rekur 29
ára gamall sonur frú Harvey
smáhóel.
Frú Harvey er lítil og óásá-
leg í vexti og fram úr skar-
andi feimin og óframfærin.
Það var tilviljun sem kom upp
um hana, og þegar lögreglan
hélt áfram rannsóknum sínum
kom ýmislegt í Ljós, þannig að
rannsóknarskýrslurnar eru nú
orðnar um 70.000 orð.
Það hefur m.a. komið á flag-
inn, að á fyrstu árum striðs-
ins, þegar hún rak sjálf hót-
elið, bjuggu níu aðrar aldr-
aðar persónur þar. Allt þetta
fólk dó hvað á eftir öðru
skömmu eftir að það fluttist í
hótelið. Þetta vakti ekki mikla
athygli þegar stríðið stóð sem
hæst. Þá voru ættingjar oftast
aðskildir og fólk fékk ekki
fregnir um dauðsföll skild-
menna fyrr en eftir langan
tíma.
Grafir opnaðar
Margir af hinum látnu gest-
um frú Harvey h'ggja nú í
kirkjugarðinum í Rhyl, og er í
ráði að opna grafirnar.
Lögreglan hefur sérstaklega
mikinn áhuga á að rannsaka
nánar dauðdaga þeirra þriggja
sem síðast dóu í gistihúsinu.
Það eru 71 árs gamall maður
og 69 ára gömul systir hans.
Þau létust með 22 daga milli-
bili í desember 1940. Það var
sama árið og líki frú Knights
var komið fyrir í fataskápnum.
Ári síðar lézt þarna 74 ára
gamall kaupmaður frá London
með svipuðum hætti.
X-2 sprakk á
joron níon
Bandarísk háloftaflugvél
X-15, sem er knúð eldflaug,
sprakk fyrir nokkrum dögum
Ú flugvelli í Bandaríkjunum,
skömmu áður en hún átti að
fara í reynsluferð.
Flugmaðurinn, Scott Cross-
field, var nálægt vé’.inni, og
kastað:st hann 20 metra vega-
lengd, en slasaðist þó litið.
X-15-flugvélar hefja sig ekki
sjálfar á loft, heldur er þeim
sleppt frá stærri flugvél þegar
á loft er komið. Þær eiga að
geta náð allt að 6000 km.
hraða á klst.
DBrigitte Bardot og Jacques Charrier
B.B. hættir kvikmyndaleik
Vegna taugaveiklunar eiginmannsins
Franska kvikmyndaleikkonan
Brigitfe Bardot hefur iýst yf-
ir því, að hún ætli að hætta
fyrir fullt og al!t að leika í
kvikmyndum.
Franska blaðið Paris Journ-
al skýrði frá þessu fyrir nokkr-
um dögum, og segir yfirlýsing-
pna hafa að vonum vakið mikla
athygli.
„Ákvörðun mín verður ekki
tekin til baka“, segir B. B. í
blaðaviðtali. „Brigitte Bardot
hefur dáið sínum dauðdaga
í kvikmyndaheiminum með þess
ari ákvörðun11, segir blaðið.
Leikkonan ætlar að ljúka við
að leika í þeim fjórum kvik-
myndum sem hún hefur þegar
gert isamninga um. Þegar því
Vaxandi afbrot ungl.
„Lcederjakker“ og „Huliganer“ (Norðurlönd), „Teddy
„Boys“ (England), „Hooligans“, (Bandaríkin), „Halb-
starke“ (Þýzkaland), „Tsotsis“ (Suður-Afríka), „Mambo-
Boys“ (Japan), „Bodgies“ og Widgies“ (Ástralía og Nýja-
Sjáland annað orð notað um pilta, hitt um stúlkur) —
allt eru petta nöfn á fyrirbœri sem nú er pekkt um heim j arhlutverk. Dvelst hann nú
allan, unglingum sem mynda sér samtök og fremja meira hressingarhæli fyrir tauga-
er lokið, eftir um það bil eitt
ár, ætlar hún að helga sig
sínu raunverulega heilaga
áhugamáli: söfnun forngripa.
Blaðafregnir setja þessa
ákvörðun þó hiklaust í sam-
band við annað atriði í einka-
lífi leikkonunnar; nefnilega eig-
inmann hennar, Jacques Charr-
ier.
Hann var á sínum tíma lát-
inn hverfa úr hernum eftir
skamma herþjónustu. Tauga-
læknir úrskurðaði hann óhæf-
an til herþjónustu vegna tauga-
óróleika. Charrier var haldinn
stöðugri óværð vegna aðskiln-
aðarins við konu sína, og er
þalið að faðir hans, sem er hátt-
settur herforingi, hafi beitt
áhrifum sínum til að losa son-
inn við herþjónustu. Þetta
varð að þrætumáli í franska
þinginu á sínum tíma.
Eftir að B. B. fór að leika
aftur í kvikmyndum hefur
Charrier aftur elnað sóttin, og
hefur hann þrívegis fengið
taugaáfall vegna þess að kona
hans hefur leikið innileg ást-
3-
Lán Alþjóðabank-
ans til Norður-
landa
Álþjóðabankinn hafði fram
til 20. apríl sl. lánað samtals
5.082.237.893 dollara, og skipt-
ust lánin milli 51 lands. Meðal
lántakenda eru 4 Norðurlönd:
Danmörk, Finnland, ísland og
Noregur. Danir hafa alls feng-
ið að láni 60 milljón dollara í
tveim lánveitingum. Finnar
hafa fengið sjö lán sem sam-
tals nema 102.279.464 dollur-
um. íslendingar hafa tekið
fimm lán sem nema alls
5.914.000 dollurum og Norð-
menn hafa fengið fjögur lán
að upphæð 95 millj. dollurum.
a
ðtskúfaðir vegna eð“minxa ™albrot
hjónabands
Kvæntum skólanemendum í
bandaríska fylkinu Michigan
hefur verið bannað að sækja
íþróttaleiki skólanna. Sömu-
leiðis er þeim bannað að koma
með eiginkonum sínum á skóla-
dansleiki og aðrar slíkar skóla-
skemmtanir.
Það er hæstiréttur fylkisins,
sem kveðið hefur upp úrskurð
um þetta bann. Skólayfirvöldin
í borginni Mesick ráku í fyrra
tvo nemendur úr knattspyrnu-
liði skólans vegna þeþss að
„kvæntir skólanemendur nota
allan tíma sinn til að lifa
reglubundnu fjölskyldulífi".
Dómararnir viðurkenndu þetta
álit skólamanna og staðfestu
að giftir stúdentar hefðu slæm
áhrif sikólafélaga sína.
veiklaða.
0S
8
var bara kisttisr
Hópur bandarískra forn-
minjafræðinga hefur ldifrað
upp á fjallið Ararat í austur-
hluta Tyrklands. Fengu þeir
leyfi Gursels hershöfðingja til
fjallgöngunnar. Erindi þeirra
var að leita að leyfum arkar-
innar hans Nóa, en þeir fundu
ekki snefil af henni.
Bandarísk flugvél taldi sig
hafa séð hlut, sem mjög líkt-
ist bát þar á fjallinu. Leiðang-
ursmenn fundu þetta fyrir-
brigði um 30 km. fyrir sunn-
an hæsta tind Ararats. Reynd-
ist þetta vera klettur, sér-
kennilegur að lögun.
Sá háttur að fremja afbrot í
skipulögðum hópum er algeng-
asta formið á afbrotum unglinga
eins og stendur, segir i skýrslu
sem þýzkur lögfræðingur. Wolf
Middendorff, hefur samið á
grundvelli upplýsinga sem hann
hefur fengið hjá ríkisstjórnum,
félagssamtökum og sérfróðum
mönnum í allmörgum löndum.
Skýrslan verður lögð til grund-
vallar umræðum sem fram fara
í London dagana 8. til 20. ágúst
n.k. Verður á þeirri ráðstefnu
rætt um vandamál í sambandi
við hindrun á lögbrotum og með-
ferð á lögbrjótum. Skýrslan ber
yfirskriftina „New Forms of
Juvenile Delinquency Their Orgin,
Prevention and Treatment“. Fyr-
ir ráðstefnuna verður ennfremur
lögð skýrsla um sömu vandamál,
sem skrifstofa Sameinuðu þjóð-
anna hefur samið, og einnig
verða lögð fyrir hana ýrnis gögn
frá sérstofnunum S.Þ. og frá
óopinberum stofnunum í nokkr-
um löndum
Middendorff seg'ir í skýrslu
sinni, að afbrotum æskumanna
fari sífellt fjölgandi. Sem dæmi
má taka Bandaríkin, þar sem 47
af hundraði allra lögbrota eru
framin af óíullveðja unglingum,
segir í skýrslunni. 20 af hundr-
aði allra pilta á aldrinum 10—
í
Þeir elska Hitler enn|já
Stormsveitarmenn Hitlers minntust íornra aíreka
um hvítasunnuna
Fyrrverandi storinsveitar-
foringjar úr liði Hitlers héldu
fjölmenrJí mót um hvitasunn-
una í Windsheim í Vestur-
Þý/.kalandi. Minn'tust þeir þar
fornrar frægðar frá valdatím-
um nazista og iðkuðu ýmsar
sCefnu.
17 ára í Bandaríkjunum hafa á erjðaii('instir þý/.krar liernaðar
einn eða annan hátt lent í kasti
við Iögregluna. Veruieg aukning
á afbrotum unglinga hefur einn- Formaður stjórnar eamtaka
ig átt sér stað í mörgum öðrum (gyðinga í Þýzkalandi, van Dam,
löndum, meðal þeirra Sviþjóð og hefur mótmælt því að löreglan
Fimiiand. í Sviss, Ítalíu, Belgíu j skildi ekki grípa inn í þegar
og Kanada hefur hins vegar SS-mennirnir sungu gamla naz-
dregið mjög úr aíbrotum ung'-
Framhald á 10. siðu.
istasöngva á mótinu. Lögreglu-
yfirvöldin hafa tilkynnt, að
þau hafi ekki séð ástæðu til
að skipta sér af hinum gömlu
nazistum. Lögregluþjónar hafi
að vísu farið á vettvang og
voru SS-menn þá á veitinga-
húsi að syngja „Wir sind die
Cchwarze Garde, die Adolf
Hitler liebt“ (Við erum Svarta
varðliðið, sem elskgr Adolf
Hitler). Þetta hafi verið eftir
miðnætti, og hafi söngurinn
fljótlega hætt. Þess bæri að
gæta, að þetta eöngljóð væri
ekki á lista yfir þá nazista-
söngva, sem væru bannaðir, og
því ekkert hægt við slíku að
segja. j