Þjóðviljinn - 16.06.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.06.1960, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16, júrví 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9' Vænlegt til þreska? Lilleström í úrslitum Iþróttasíðunni hefur horizt hréf frá Noregi, þar sem m.a. er sagt nokkuð frá árangri Karls Guðmundssonar hjá Lilleström. Framanaf var þetta heldur haltrandi fyrir Lilleström og vantaði alla festu í liðið. Eftir Bréf frá Noregi að Karl Guðmundsson kom til félagsins aftur, tók þetta mjög að breytast, og í þrem síðustu leikjunum í deildakeppninni hefur félagið skorað 13 mörk gegn 4. Allt eru það þekkt fé- lög og með betri í Noregi. Sandafjord, þar er Torbjörn Svensen landsliðs-framvörður með rúmlega 90 landsleiki og þann leik vann Lilleström 4:1, áður 'hafði liðið sigrað Brann með 5:3 og nú um síðustu helgi sigraði Lilleström Vik- ing 4:0, í frábærum leik, og það heima í Stavanger. Var þetta hreinn úrslitaleikur í öðrum riðli ídeilda-keppninnar og með sigri sínum tryggði Lilleström sér úrslitaleik á móti Fredrikstad, sem vann hinn riðilinn. Almennt er talið, að það séu tvö beztu liðin í Noregi í dag. Má vissulega þakka þennan árangur að miklu leyti hinum íslenzka þjálfara, Karli Guðmundssyni, sem leggur mikla rækt við lið- ið og einnig nýtur hann mik- ils álits almennings þar um slóðir, fyrir góða þjálfun. Hann hefur tvær æfingar í viku og eftir þá síðari heldur hann fund með piltunum og ræðir um skipuiag leiksins og ©kki aðeins það, hann ræð- ir um lifnaðarhætti íþrótta- mannanna og þjálfun, og virð- ist það hafa haft mikil áhrif á leikmenn. 1 blaðaummælum segir m.a. eftir leikinn í Sandefjord: Karl Guðmundseon hefur æft og náð mjög góðu sóknarskipu- lagi í lið sitt, sem mun veita hvaða vörn sem er nóg að starfa. Góð tilþrif voru sýnd við Brann, og ef framhaldið verður eins þar til það leik- ur við Viking, má gera ráð fyrir að liðið leiki úrslita- leikinn í sumar líka. Eftir leikinn í Sandefjord sagði Karl við blaðamenn, að ef liðið sýndi sama leik á móti Viking tryggði það sér úr- slitaleik í deildarkeppninni, og blaðamaðurinn bætir því við, að Karl segi þetta eins og allt sé öruggt í því efni og að hann hafi þegar ákveðið leik- aðferðina sem nota á, til þess að brjóta Vikingana á bak aft- ur. Blaðamaðurinn var sannspár, og þeir, sem horfðu á leikinn, munu hafa sannfærst um það, að leikaðferð sú, sem Karl skipulagði, átti sinn þátt í hin- um stóra sigri. Allir ættu að ná einu stigi Iþróttavika Frjálsíþróttasam- bands Islands hefst í dag og lýkur 23. júní næstkomamdi, að báðum dögum meðtöldum. Keppt er í fjórum greinum karla, 100 m. hlaupi, 800 m. hlaupi, langstökki og kringlu- kasti. Einnig er keppt í þrem kvennagreinum, 100 m hlaupi, hástökki og kringlukasti. Gerðar eru mjög litlar kröf- ur til þess að hver og einn heilbrigður maður og kona geti a.m.k. náð í eitt stig, karlmaður þarf að hlaupa 100 m. á 16 sek. 800 m. á 3 mín. stökkva 3,80 m. í langstökki og kasta kringlu 17 m. Mest er hægt að fá 10 stig, en til þess þarf að hlaupa 100 m. á 11 sek., 800 m. á 2 mín., stökkva 6,50 m. í langstökki og kasta kringlunni 44 m. — Kvenfólkið þarf að hlaupa 100 m. á 18 sek., stökkva 85 sm. í hástökki og kasta kringlu 12 m. til að fá stig. — Aðaltil- gangur keppni þessarar er sá að fá almenning til að kynn- ast frjálsíþróttum og skapa almennan áhuga á þeim. — Annars er keppni þessi tvíþætt. Annarsvegar milli kaupstað- anna og hinsvégar milli hér- assambandanna. TJrslit fást með því að deila félagatölunni í heildarstigatöluna. Nauðsyn- legt er að bandalög og frjáls íþróttaráð sendi úrslit í sínu umdæmi sem fyrst til FRÍ pósthólf 1099, Reykjavík. Góður árangur Á alþjóðlegu íþróttamóti á Station leikvanginum í Stokk- hólmi s.l. fimmtudag náðist á- gætur árangur í ýmsum grein- pm. Helztu afrebin: 110 m. grind: V. Tshistjakoff, Sov. 14,4. 400 m. lilaup: A. Petterson, Svíþjóð, 48,4. Kúlvarp: V. Lipsnis, Sovét 17,98. 800 m. lilaup: Chr. Wágli Sviss, 1,48,8 D. Waern, Svíþjóð, 1,48,8. 1500 m lilaup: S. Jonsson, Sviþjóð, 3,53,6. Sleggjukast: V. Rudenkoff, Sovét, 64,43 (Strandli, Nor- egi, var 3ji, kastaði 60,63). Langstökk: J. Valkama. Finn- land, 7,59. Hástökk: R. Sehavladkadsa, Sovét, 209. S. Petterson^ Sví- þjöð, 209. G. Lindström Sví- þjóð, 203. Kringlukast: S. Haugen, Nor- egi, 54,54 (nýtt norskt met), • E. Uddebom, Sviþjóð, 53,12. Iþróttir í stuttu máli Dauðaslys í hnefaleikum Tvítugur boxari, Tommy Pacheo frá Puerto Rica, var borinn meðvitundarlaus út úr hringnum eftir að hafa feng- ið þungt högg í keppni sem fram fór í síðustu viku. Hann komst aldrei til meðvitundar aftur; lézt daginn eftir. Germar sprettliarður Þjóðverjinn M. Germar tók þátt í móti í Malmö í fyrri viku og sigraði í 100 m hlaupi á 10,2 og 200 m hlaupi á 21,0. R. Moens, Belgíu sigraði í 800 m hlaupi á 1,50,0. Þegar þetta er skrifað er 13. júní, og ef hugsað er til knatt- spyrnunnar, munu allir sammála um að í rauninni sé keppnis- tímabilið rétt nýbyrjað. Aðal- keppnitíminn ætti að vera eft- ir. Hlutverk knattspyrnuforust- unnar er að sjá svo um að þeir sem knattspyrnu iðka fái tæki- fæ.ri til þess að nota þetta stutta sumar; að þeir fái verkefni með stuttu millibili, og helztu verk- efnin um sumartímann eru leik- ir. Það er líka viðurkennt, að slík verkefni veita mönnum meiri þroska og aðhald og meiri rækt er lögð við æfingar. Því miður virðist knattspyrnu- forustan ekki vera á verði um þessi atriði og lætur sem henni komi þetta ekki við. Á þetta hef- ur verið bent hér áður, en það virðist ekki veita af að ítreka það og reyna að vekja menn til umhugsunar um að svona getur þetta ekki gengið. Það virðist sem fyrsta deild- in taki hug þeirra allan, og lið þau sem leika í annari deild, séu nokkurs konar „svartir sauðir“. Getur það verið forsvaranlegt við Þrótt og Víking, sem leika í annarri deild, að skipa keppni þeirra þannig að þau hafa þann drottins dag 12. júní lokið keppni sinni í deildinni! Þeim er að vísu leyft að taka þátt í bikarkeppni í ágúst, og svo getur farið að þau leiki aðeins einn leik þá, ef þau verða „slegin út“ í fyrstu umferð. Haustmótið hefur verið lagt nið- ur svo ekki komast þau þar að. Sem sagt, þau eru að kalla úr leik, það sem eftir er sumars- ins. Hvað mundu liðin í fyrstu deild segja; ef þannig væri far- ið að með þau? Mundu þau taka það sem góða og gilda vöru? Það er engu líkara en að stiórn Knattspyrnusambands íslands geri sér ekki grein fyrir því, að liðin, sem fara upp í.fyrstu deild komi úr annarri deild. Það _er líka eins og hún geri sér ekki grein fyrir því, að það er þýð- ingarmikið fyrir vöxt íþróttar- innar að liðin sem koma upp séu sem sterkust. Það hefur einnig fjárhagslega þýðingu. Ef hún gerir sér fulla grein fyrir þessu, mundu þeir ekki ráðstafa þes.s- um málum eins og þeir gera. Verður satt að segja fróðlegt að fylgjast með því hve lengi þetta verður látið ramba í þessu sama fari, en ekki er það væn- legt til þroska. Hnefaleikarnir gafa góðan hagnað Þann 20. júní stíga þeir Ingemar og Patterson í hring- inn í annað sinn og berjast um heimsmeistaratitilinn í þungavigt. Þær fréttir hafa nú borizt frá New York að for- gangsmiðasala hafi gengið að óskum — þegar seldir miðar fyrir um hálfa milljón doll- ara. Dýrustu sætin kosta 100 dollara og eru þegar seldir tveir þriðju þeirra. Svíar munu fjölmenna til leiksins og verða farnar sérstakar flugferðir í því sambandi. Dómarinn fótbrotnaði Það teist ekki til tíðinda þótt knattspyrnumenn fót- brotni í keppni, en til undan- tekninga er talið að dómarar leggi svo hart að sér. Það skeði í Brasilíu fyrir skömmu að dómarinn Antonio Carn- eiro datt á leikvangi og gat ekki staðið á fætur; beinbrot og rúmlega hjá herra Carn- eiro. Bezti árangur í þrístökki í ár S.l. sunnudag náði stúdent frá Minsk, Valdimir Goriajeff bezta árangri í þrístökki í ár. Hann stökk 16,43. Annar varð Kreer, sem kom næst- ur á eftir Vilhjálmi Einars- syni í Melbourne, og stökk hann 16,39. Harold Coiiolly 20 sm frá lieimsineti sínu Harold Conolly virðist stöð- ugt vera í mjög góðri þjálf- un og miklar líkur eru á að hann verji titil sinn í sleggju- kasti í Róm í sumar. Á móti sem nýlega var haldið í Kaliforníu, kastaði hann sleggjunni 68,49 m, sem er aðeins 20 sm frá heimsmeti hans. Rúmenska stúlkan Iolanda Balas bætti heimsmet sitt i hástökki fyrir skömmu. Hún stökk 1,85 m., en sjálf er hún 1,83 á hæð. Hún býzt við aö' stökkva 1,90 innan skamms. 1956 átti hún heimsmetið’ 1,75 m., en tapaöi tigninni tvisvar, en náöi að verða heimsmeistari aftur er hún stökk 1,78 m. Síðan hefur hún bætt metið 6 sinn- um^ Á myndinni sézt hún búa sig undir keppni. j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.