Þjóðviljinn - 17.06.1960, Qupperneq 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 17. júní 1960
ui’Tí
ar tilraunir og reyna að ná
góðum árangri. Það var erfitt
og ég varð að vera til sjós á
milli. Ég skildi við þá í Funa
og liélt sýningu í salarkynn-
um Regnbogans. iByrjaði síð-
an 5 Glit með Ragnari í Regn-
boganum og Pétri Sæmund-
sen. Kynntist þá Díter og við
fórum að vinna saman.
Talið barst síðan að sjálfu
efninu og meðferð íþess.
— Við liöfum mjög góðan
mann, þar sem Hermann er,
það er mjög erfitt að halda
litunum aðgreindum — það
er sambærilegt við að vinna
á skurðstofu, það þarf mikla
nákvæmni og verklagni. Lit-
irnir eru unnir úr ýmsum
málmum og keyptir til lands-
ins. Aftur á móti notum við
íslenzkan leir; hann er gróf-
ur, en við blöndum hann með
Þáttaskil í íslenzkri leirkerasmíði
nema síður sé. Flestar ná-
grannaþjóðir okkar flytja inn
leir frá Asíu og Miðjarðar-
hafslöndum.
— En hvað um útflutning
á keramik?
— Við höfum þegar flutt
út til Kanada. Við sendum
þangað sýnishorn af vinnu
okkar og það kom strax pönt-
un. Við höfðum sent sýnis-
horn til margra landa, allt til
Hawai.
— Ætlið þið þá að hefja
framleiðslu í stórum stílí
— Það get ég e!kki sagt um.
Kannske, ef við fáum lán hjá
Verzlunarbankanum (Ragnar
hló). Annars er okkur það
ekki kappsmál — Við erum
bjartsýnir á framtíðina, Við
hugsum um það eitt að gera
sem bezta keramik og vonum
að við séum á réttri leið.
Fréttamaðurinn snéri sér
að Díter Rot.
— Þetta er ekki mitt fag,
sagði hann, en ég hef unnið
við þetta mér til skemmtun-
ar og hvíldar frá öðru. Ragn-
ar er á réttri leið. Hann er
duglegur og uppfinningasam-
ur.
Díter Rot er Svisslending-
verður á staðnum til að
hjá'pa fólki og leiðbeina því
i notkun litanna.
A þv; cr cnginn vafi, að
j---: cA-ing mr.rkar tímamót
í ssyu ínlonzkrar leirkerasmíði,
því að margt er þarna stór-
vel gert, listrænt og f jölbreytt
í formi og skreytingu.
Fréttamaður Þjóðviljans
spjallaði við Ragnar og Díter
um sýninguna og leirkera-
sm'iði almennt.
— Hvar lærðir þú Ragnar?
— Hjá Guðmundi frá Mið-
dal. Hóf nám 1939, þá 15 ára
gamall.
— Hvernig stóð á því að
þú lærðir leirkerasmiði ?
— Faðir minn og Guðmund-
ur voru kunningjar. Ég hafði
gaman af að teikna sem
strákur og Guðmundur sendi
mér stundum leir til að vinna
úr Það var umtalað að ég
færi til hans þegar ég væri
kominn á legg. Ég fór síðan
til Gautaborgar á skóla og fór
s'íðan að vinna í Funa. 1
fyrstu gekk allt vel, en síðan
Við erum búin að vinna
myrkranna á milli um þriggja
mánaða skeið, sagði Ragnar
Kjartansson, leirkerasmiður,
er fréttamenn litu inn í
sýningarsal Ásmundar við
Freyjugötu.
1 sýningarsalnum var verið
að setja upp sýningu á kera-
mik frá Glit h.f., leirbrennslu,
sem starfað he.fur í tvö ár
að Óðinsgötu 13 b. Ragnar
Kjartansson veitir henni for-
stöðu, auk hans starfa þar
Díter Rot, þekktur listamað-
ur frá Sviss, Hermann Guð-
jónsson, efna- og glerjungs-
maður, Hedy Brkie, er starfar
við rennslu, Brynja Árna-
dóttir teiknari og Ragnheiður
Jónsdóttir, teiknari.
Á sýningunni eru 500 mun-
ir; handunnir keramikmunir
; úr áslenzkum leir, stórir og
smáir, skrautmunir, kaffi- og
tesett. ávaxtasett og vín-
sett. Engir tveir hlutir eru
eins. Það eru Ragnar og Dit-
er, sem hafa formað munina
og skreytt, mattir glerjungar
eftir Ragnar, myndhöggvara-
verk eftir Diter.
fíýningin er á báðum hæð-
um. Á sýningunni igetur fólk
fengið að lita á litla diska,
ef það vill eiga persónulegt
listaverk og fara diskarnir í
brennslu jafnóðum. Stúlka
..................................................................
þrengdist markaðurinn, við
réðum ekki við þetta, náðum
ekki nógu góðum árangri. T.d.
lituðum við allt með leir —
nú notum við glerjung.
Ég fór síðan aftur til Sví-
þjóðar 1953 og þá til Upp-
sala.. Lærði þá gríðarmikið. 1
f jögur ár var ég að gera ýms-
ýmsum plastískum efnum.
Leirinn tökum við að mestu
hér inn við Elliðaár. Allir
munirnir hér eru með glerj-
ung, því það verður að húða
leirinn, Islenzki leirinn er
sterkur þegar búið er að
vinna hann, en hefur enga
kosti fram yfir annan leir,
ur, giftur íslezkri konu, og
hefur búið hér undanfarin
fjögur ár. Hann talar góða
islenzku. Hann vinnur geo-
metrískt, en Ragnar er lita-
glaður; Vetk þeirra mynda
skemmtilega heild.
S. J.
G LIT hefur sent sýnishorn víða —
Konegdamenn hofa
þegar pa nfað
Sjálfstæði íslands
og Keflavíkur-
gangan
í dag höldum við fslendingar
þjóðhátíð. Þennan dag fyrir 16
á.rum stofnuðum við lýðveldi á
Þingvöllum eftir skilnaðinn við
Dani og þótti þá mörgum, sem
ioks hefði rætzt sú ósk þjóð-
arinnar að verða aifrjáis og
óháð öðrum þjóðum. Því miður
hafa vonimar glæstu frá 1944
brugðizt að ýmsu leyti. Þegar
lýðveldið var stofnað var. Iand-
ið hersetið en þess var vænzt,
að herinn færi héðan burt
strax og styrjöldinni lyki. Síð-
an friður komst á eru nú 15
ár en þrátt fyrir það situr
bandarískur her enn sem fast-
ast í landinu og hefur hreiðrað
hér um sig til frambúðardvalar.
Þegar lýðveldið var stofnað,
lýsti þjóðin yfir ævarandi hlut-
leysi sínu og skyldi það vera
aðall hennar að byggja sambúð
sína við aðrar þjóðir á vopn-
leysi og friði. Nú hafa misvitr-
ir forustumenn þjóðarinnar
látið hafa sig til þess að láta
hlutleysið fyrir róða og þjóð-
in hefur verið neydd til inn-
göngu í hernaðarbandalag.
Framlag hennar til þeirra sam-
taka verður að vísu ekki
ílokkur stríðsmanna heldur
land undir víghreiður. Með
þessari afstöðu erum við fs-
lendingar að kalla yfir okkur
dauða og tortímingu, ef til
styrjaldar kemur. Vonandi
verður styrjöld afstýrt, svo að
við þurfum ekki að gjalda
glópsku forvígismanna okkar
með lífinu, en þrátt fyrir það
erum við illa á vegi staddir.
Við, erum ekki lengur raun-
verulegir herrar í landi okk-
ar. Sjálfstæði þjóðarinnar hef-
ur verið skert og hernámsþjóð-
in sækist stöðugt eftir meiri
og meiri ítökum bæði efna-
hagslegum og pólitískum. Haldi
svo fram sem nú horfir er ekki
aðeins sjálfstæði okkar heldur
og menning okkar og sjálf
þjóðarsálin í hættu.
Á sunnudaginn kemur efna
hernámsandstæðingar til mik-
illar mótmælagöngu frá Kefla-
vík til Reykjavíkur. Með þeirri
göngu vilja þeir ekki aðeins
mótmæla setu erlends hers í
landinu heldur þefur hún einn-
ig og ekki síður það markmið
að vekja þjóðina til umhugsun-
ar um sjálfstæði sitt og það,
hvar hún er nú á vegi stödd.
Þeim, sem kann að óa við því,
hve þessi ganga er löng og
erfið, er hollt að minnast þess,
að frelsisganga þjóðarinnar á
umliðnum öldum var ekki síður
löng og erfið. Allir, sem hafa
nokkurn metnað fyrir hönd
þjóðar sinnar og kjósa landi
sínu betra hlutskipti en það
að vera hjálenda erlends stór-
veldis, ættu að taka þátt í þess-
ari göngu um lengri eða
skemmri veg. Ætlunin er ekki
að þreyta neina þolgöngu, hver
getur bætzt þar í hópinn, sem
hann kýs og treystir sér til.
Með því sýna menn hug sinn í
verki og leggjd fram skerf sinn
til þeirrar þjóðarvakningar,
sem þessari göngu er ætlað
að verða upphaf að.