Þjóðviljinn - 17.06.1960, Page 6
6)
ÞJÓÐVÍLJINN — Föstudagur 17. júní 1960
^ff=s»gscBHi^ff55 {ngfagjgSBSggMs iISHIs
r.s:
Útgefandl: SameinlnKarflokkur alþýSu — Sóslalistaflokkurinjj. —
RitstJórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Toríl Olafsson. Slg-
urSur Guðmundsson. — Préttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón
Bjarnason. - Auglýsingastjóri: GuSgelr Magnússon. - Ritstjórn.
afgreiðsla auElýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. - Bími
17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00.
Prentsmlðja ÞJóðviljans.
Sextán ár
TTvern 17. júní er sém ómi að nýju strengur frá
vorinu 1944, vorinu sem margir fundu þá
þegar og þó fleiri síðar að var engu vori líkt er
þeir höfðu lifað á íslandi. Væri íslendingum
ekki hollt að viðurkenna ljóð Urinar Benedikts-
dóttur „Plver á sér fegra föðurland‘; og lag Emils
Thoroddsens frá þeim vordögum þjóðsöng ís-
lands? Skyldi nokkurt l’jóð og lag \-era jafn hug-
tengt lýðveldisstofnuninni, ljóðið og lagið varð
þáttur hins ríka fagnaðar íslenzkra manna sem
auðnaðist að verða hluttakendur í stofnun sjálf-
stæðs lýðveldis á íslandi. Þurfum við ekki á því
að halda næstu áratugi og alla framtíð að heit-
asta óskin og bænin úr ljóði Huldu líði engum
íslendingi úr minni, óskin sem er tvítekin í
kvæðislok til þess að ljá henni enn þyngri hljóm:
„Hver dagur líti dáð á ný. Hver draumur rætist
verkum í, svo verði íslands ástkær byggð ei
öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar Islayids
byggö sé öörum þjóöum háð“.
ll/fargt hefur farið öðru vísi en ætlað var á
þjóðarvorinu 1944, enda fer svo jafnan á
ævi þjóða jafnt og einstaklinga- Stórhugurinn
frá lýðveldisstofnuninni entist þjóðinni að visu
til þess að vinna afrek í efnahagsmálum með á-
taki nýsköpunarinnar. En dimmum skugga brá
yfir þegar sumarið 1946 og hann hvílir yfir öll-
um þessum sextán árum í sögu landsins, skuggi
bandarísku ásælninnar, eftirgjöf íslenzkra lands-
réttinda og loks hin smánarlega aðild íslands að
hernaðarbandalagi og bandarískar herstöðvar á
íslandi. Bandaríska ásælnin hefur blandazt inn
í íslenzk þjóðmál allt þetta fyrsta skeið hins ís-
lenzka lýðveldis, skekkt stjórnmálaþróunina og
spillt henni; bakað þjóðinni margs konar smán
og raunir. Og nú vita það allir, sem beita vilja
hugsun sinni, að íslenzku þjóðinni hefur aldrei
verið vernd eða vörn að hinum erlendu hei'stöðv-
um né þátttökunni í hernaðarbandalagi, öðru
nær, einmitt tilvera herstöðvanna á íslenzkri
grund er þjóðinni vanvirða í friði en gæti þýtt
tortímingarhættu ef til styrjaldar kæmi. Jafn-
skjótt og herstöðvamálið hefur hlotið hina einu
lausn er íslendingar geta sætt sig við, að ísland
ségi sig úr hernaðarbandalagi smánarinnar og
erlendar herstöðvar vei'ði afmáðar af íslenzkri
jörð, munu skapast skilyrði fyrir eðlilegri þró-
un íslenzkra þjóðfélagsmála og auðveldast sam-
starf allra þjóðhollra afla sem vilja ísland
frjálst og íslendinga sjálfstæða þjóð í fyllstu og
fegurstu merkingu þess orðs, frjálsa af erlendri
áþján og íhlutun, og íólkið leyst undan bölvun
fátæktar og öryg'gisleysis.
Kað er á valdi fólksins sjálfs að láta þetta verða
á næstu árum og áratugum. Það er á valdi ein-
huga íslenskrar alþýðu að stöðva þá gerninga-
hríð sem núverandi ríkisstjórn gerir til að
þrýsta meginþorra þjóðarinnar niður í fátækt
og landinu í efnahagslegt ósjálfstæði. Valdið er
íslenzks alþýðufólks; bað er á þínu valdi og fólks-
ins þíns og félaga þinna að láta draumana frá
vordögunum 1944. rætast í afrekum vinnandi
manna til sjávar og sveita, afrekum fólksins sem
tekið hefði örlög þjóðarinnar í vinnuhendur sín-
ar og veit hvað þarf til þess • að ísland verði
aldrei öðrum þjóðum háð. — s.
mt
ua
;íic
ÞÓKBERGUB ÞÖRÐAKSON:
Til hvers göngum við?
naaœcí
Við.göngum til þess að minna
valdhafana á, að sú yfirlý.oing,
gefin oftar en einu sinni, verði
ekki svikin iengur, heldur í
heiðri höíð. að íslenzka rikið
, skuli vera ævarandi hlutlaust
í hernaðarbralli annara þjóða,
ög engan her haía í ’landinu.
Þetta hátíðlega heit sviku valda-
mennirnir, þegar beir leyfðu er-
lendu herveidi að setja hér upp
herstöðvar og að ala hér her á
íslenzkri grund.
Við göngum til þess að und-
irstrika þá kröfu. áreiðanlega
mikils hluta þjóðarinnar, að við
segjum okkur úr Nato, þvi að
þátttaka okkar í hernaðar-
bandalagi er bersýnilegt brot
á hlutleysisyfirlýsingu okkar og
auk þess stórháskaleg, ef til
styrjaldar drægi.
Við göngum til bess að leggja
þunga á þá kröfu, að herinn
sé látinn fara tafarlaust burt
úr landi voru og herstöðvarnar
lagðar niður.
Við göngum til þess að kunn-
gera í verki, að við unum ekki
lengur þeirri niðurlægingu,
þeirri forsmán, þeim endemum,
að land okkar sé setið af út-
lendum her á friðart'mum og
að ýmsir peningasjúkir landar
okkar geri þjóðinni þá skömm
að mæna eins og soltnar hund-
tíkur eftir beinum aí borðum
bandarískra stríðsgosa.
Við göngum til þess að vara
þjóðina alva.rlega við þeirri
spillingu og andlegu úrkynjun
sem Nato og hersetan í land-
inu hefur gegneitrað með þjóð-
lifið hátt og lágt og magnazt
með hverju ári, svo að heil-
brigð augu fá ekki betur séð
en fram undan sé tortíming á
manndómi og írelsi lands-
manna.
Við göngum til þess að rifja
upp bá staðreynd fy.rir íslenzku
þjóðinni. að skelli á styrjöld,
mun það óumflýjanlegt. að all-
ur obbi þjóðarinnar íarist i hel-
ryki og atómeldi. Þetta er ekki
sagt til þess að hræða menn
með Austrinu eða Vestrinu,
heldur ótruilað mat á veru-
léikáhum. ' ' ‘
Og' við göngum til að vekja
þjóðina til þess ve.ruleikaskyns,
að hið eina og aðeins það eitt
getur bjargað okkur frá tor-
timingu í str.'ði, að við höidum
í fullum heiðri hlutleysisyfir-
lýsingar okkar. Yrði einhver
stríðsþjóð til að brjóta á okkur
hlutleysið, myndi illu til skárra
að þola það, þegar dagar sam-
vizkunnar koma, heldur en að
hafa selt eða skenkt landið fyrir
skotpall og skotmark í kjarn-
orkustyrjöld.
Ég vona að sem ílestir Reyk-
víkingar og fólk í næstu byggð-
arlögum innan 35 ára fyiki sér
í gönguna frá Keflavíkurher-
velli næsta sunnudag til að
mótmæla i verki þeirri verstu
smán, sem þjóð vor hefur íall-
ið niður í siðan höfðingjar
landsins afhentu Hákoni kon-
ungi land og lýð fy.rir hart nær
sjö öldum.
Það þótti ekki mikið afrek,
þegar undirritaður var um þrí-
tugsáldur, að trítla aleinn í
samieildri lotu frá Stað í Stein-
grímsfirði vestur að Arngerð-
areyri. né frá Neðri-Bakka í
Langadal suður að Skógum í
Þorskafirði, aliháa og hnökr-
ótta fjallvegi. sem hvor um sig
er allt að því eins langur og
leiðin frá Keflavíkurvelli til
Reykjavíkur. Og ekki fannst
Mömmugöggu sérlega mikið á
sig lagt, þegar hún var og' hét,
þó að hún labbaði marga íerð-
ina án mikilia hvílda sunnan
úr Njarðvík til höfuðstaðarins,
og klæddi sig meira að segja
uppá strax og hún kom í bæ-
inn og brvgði sér í bíó.
Ég trúi ekki að óreyndu að
reykvísk æska sé nú orðið svo
úr sér gengin að henni vaxi í
augum að spásséra hingað slétt-
an veginn sunnan frá Keflavík-
urherstöðinni. Og varla trúi ég
heldur, að hún telji sér skyld-
ara að sækja’ball eða geim held-
ur en að mótmæla forsmáninni.
Þórbergur Þórðarson.
IQaHKBHBHEBaa
Við tökum þátt í þessari
göngu til þess að mótmæla
á eftirminnilegan hátt dvöl
hins bandaríska hers á ís-
landi. Við göngum vegna
þess, að við vitum, að hið
gamla orðtak rómversku
imperialistanna si paeem vi.s,
para bellum (viljirðu frið,
búðu þig til stríðs) er orðið
geigvænlegt öfugmæli á 20.
öld, — þrví fordæmum við
tilvist útlendra herþræla í
landi okkar. Ég tek þátt í
göngunni vegna þess, að ég
mótmæli því að íslenzk þjóð
skuli hafa verið véluð í
stríðsfélag það, sem Atlants-
hafsbandalag nefnist, til
samábyrgðar á þeim hryðju-
verkum, er það hefur framið
út og suður um allan heim.
Ég tek þátt í göngunni
vegna þess, að ég mótmæli
því að líf þjóðar minnar
skuli með slíkri skammsýni
vera leitt fram á yztu nöf
tortímingar. Ég tek þátt í
göngunni vegna þess, að ég
trúi ekki á hugsjónir þær,
sem forsvarar Atlantshafs-
bandalagsins segja það í
‘heiminn borið tól"að'>verrida
og varna að ekki verði
heimskommúnismanum að
bráð. Hvorki trúi ég á þá
„vestrænu menningu“, það
„einstaklingsfrelsi" né þann
„krlstindóm11, sem bjarga á
með vetnissprengjunni, —
vegua þess, að mér er það
sízt í mun að hér sé fómað
ferþumlungi lands hvað þá
nokkru sem lífsanda dregur
fyrir „vestræna menningu“.
Það er ekki til neitt sem
heitir vestræn menning eða
austræn í heiminum í dag,
heldur aðeins menning eða
ómenning eða með öðrum
orðum sósíaiismi og kapital-
iftini. Annað er hugtakaföls-
un, sem nú er rekin eins og
stóriðja, til þess eins að
eitra hugskot manna, reisa
múra tortryggni og haturs
milli þjóða. — V'egna þess,
að hið vestræna ,,frelsi“ er
frelsi til atvinnuleysis, sult-
ESS V E
ar og fáfræði, en ekki það
frelsi, að lítil þjóð sem ís-
lendingar fái að lifa hlut-
laus í hrunadansi deyjandi
samfélagshátta. — Vegna
þess, að ég afneita þe:m
„kristindómi", sem ekki af-
neitar styrjöld nú skilyrðis-
laust (kategoriskt) sem
glæp gegn guði og mörihum,
afneita þeim ,,kristindómi“,
sem varðveita á óbornum
kynslóðum með • vetnis-
sprengjum og öðrum vígtól-
um.
Vegna }>essa tek ég þátt í
Keflavíkurgöngunni 19. júní
— að ég vil ísland h'ut-
laust, herlaust land um alla
framtíð. Vegna þegg, að ég
vil kinnroðalaus geta svarað
barnabörnum mínum því
játandi, þegar þau spyrja
hann afa sinn að því, hvort
hann l:afi verið í Keflavík-
urgöngunni 1960.
Mér ér ljúft að géta þá
játningu, að þá vildi ég
heliur eiga líf mitt undir
augum hins þungbrýna Mal-
inovskys, sem mestan geig
setti að Matthíasi ritstjóra
Jóhannessen, en eiga það
lengur undir djúphygli
þeirra ísl. ráðherra, sem fyr-
ir skömmu lyftu brosandi
g'ösum og skáluðu fyrir
vestrænu frelsi og mennlngu
við Menderes frænda vorn
hinn tyrkneska.
Rögnvaldur Finnbogason
Gapandi byssukjaftar, víg-
búnir skriðdrekar, sprengju-
fylltar flugvélar og hermenn
gráir fyrir járnum, er það
sem auganu mætir suður á
Keflavikurflugvelli. Það
samrýmist ekki íslenzku
landslagi.
Ég fer í gönguna af því
ég tel að herseta, vighún-
aður og allt sem að her-
IHHHHI
iHHHHHil