Þjóðviljinn - 09.07.1960, Side 12
Öeirðirnar á Italíu byrjuðu í Genúa í síðustu viku og er myndin þaðan.
Allsherjarverkfall var á Italíu i
gœr, miklar óeirðir á Sikiley
þJÓÐVIUINN
Laugardagur 9. júlí 1960 -— 25. árgangur — 119. tölublað
UiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiliimiiiiH
| Birtingur ilettir I
I ofanai rithnupli (
miiiiiiiiiiiiiiimiiii 111111 n 11111111111111 n.
f nýju hefti Birtings flettir
einn ritstjórinn, Thor Vilhjálms-
son, ofanaf bíræfnu rithnupli
sem einn af kunnustu rithöfund-
um þjóðarinnar hefur látið sig
henda. I pistlj sem nefnist „Pas
de deux við BoIafljót“ sýnir
hann fram á að liöfundur þessi
liefur birt undir sínu nafni grein
sem er þýdd úr bandarískri bók.
Heftið hefst á nokkrum ljóð-
um eitir franska skáldið Arthur
Rimbud. Jón Óskar hefur þýtt
ljóðin og ritað grein um skáld-
ið. Smásaga er eftir sænska skáld-
ið Ingvar Orre: Maðurinn sem
safnaði vindum >— þýðandi Geir
tte* >-'< ■
' Kristjánsson. Hjörleifur Sigurðs-
son ritar mikla ritgerð um upp-
haf abstraktlistar. og nefnist hún
Mondrian. De Stijl og Nýplastík-
in. Einar Bragi þýðir tvö ljóð
eftir sænsk skáld. Edith Söder-
g.ren og Lars Forssell. Bjarni frá
Hofteigi skrifar greinina Fjör-
egg eða leiksoppur? Smásaga er
eftir Jón frá Pálmholti, hin
fyrsta sem hann hefur birt: Síð-
asti dagur útsöiunnar — eða leit
að lífi. Myrkur í líkhúsi heitir
Ijóð eftir Boris Pasternak í þýð-
Ingu Gei.rs Kristjánssonar. Fram-
an á kápu er ijósmynd eftir
Rafn Hafnfjörð.
Mikil þátttaka var í allsherjarverkfalli því sem ítalska
alþýðusambandið CGIL boðaði til í gær og var atvinnu-
líf landsins í lamasessi að sögn sænska útvarpsins. Átök
urðu einnig milli verkfallsmanna og lögreglu, mestar á
Sikiley.
Fyrst sló í hart milli verk-
fallsmanna og lögreglu í
stærstu borg eyjarinnar, Pal-
ermo, og særðust þar um 50
menn af báðum. Lögreglan
skaut á mannfjöldann og særð-
ust þá fjórir.
I næststærstu borg eyjar-
innar, Catania, urðu einnig
blóðug átök. Einn maður beið
bana og tveir særðust hættu-
lega þegar lögreglan hóf skot-
hríð á verkfallsmenn.
Víða annars staðar í landinu
urðu róstur, þótt ekki yrði
manntjón í þeim.
Forseti öldungadeildar ít-
alska þingsins, Merzagora,
lagði í gær til að stjórnmála-
flokkarnir semdu með sér
vopnahlé svo að forðað yrði
frekari árekstrum og blóðsút-
hellingum. Skyldi það vara í
hálfan mánuð, en sá tími not-
aður til að reyna að koma á
sáttum.
Óeirðirnar hafa stafað af vax-
andi uppivöðslusemi nýfasista
sem nú skáka í því skjólinu
að stjórn Tambronis styðst
við þingmenn þeirra í fulltrúa-
deildinni.
Kommúnistaflokkurinn og
Sósialistaflokkur Nennis féll-
ust í gær á tillögu Merzagora,
en nýfasistar visuðu henni al-
gerlega á bug. Kaþólski flokk-
urinn hafði enn enga afstöðu
tekið til hennar, enda þdtt
Merzagora sé úr honum, en
ríkisstjórn Tambronis virðist.
staðráðin í að halda áfram að
beita lögregluvaldi sinu gegn
samtökum verkalýðsins.
ÁframhaldandJ verkfall
Miðstjórn alþýðusambandsins
ákvað einnig á fundi sínum
í gærkvöld &ð fallast á vopna-
hlé, en hún tók fram að verk-
föllum myndi haidið áfram og
þau gerð enn víðtækari meðan
stjórnin héldi uppteknum
hætti.
Sósíaldemókrataflokkur Sar&-
gats skoraði i gær á Tam-
broni að segja af sér.
(Nánar er skýrt frá óeirð-
unum á ítalíu á 5. síðu.)
Þrír bæir og þnr hreppar
ræða skipulag til 50 ára
í fyrradag var lialdinn sameig- J
inlegur fundur fulitrúa Reykja-
víkur, Hafnarfjarðar, Kópavogs,
Garðahrcpps, Scltjarnarneshrepps
os Mosfellslirepps um skipulag
langt fram i tírnann á landi þess-'
ara bæjarfólaga og hreppa.
Fundurinn var haldinn að til-
hlutan Skipulagsnefndar ríkis-
ins, til að hlýða á mál danska
skipulagsfræðingsins Peters
Bredsdorífs prófessors um heild- j
arskipulagningu á svæði því í
nágrenni Reykjavíkur. austan og 1
sunnan Elliðaárvogs og Fossvogs, j
sem gera má ráð fyrir að tekið
verði til byggingar næstu hálfa
öld.
Bredsdorff prófessor var feng-
inn hingað samkvæmt álýktuh
bæjarstjórnar Reykjavíkur um
skipulagsmál, sem gerð var í vet-
ur, en þar er gert ráð fyrir að
hafinn verði nú þegar undirbún-
ingur að heildarskipuiagningu 50
ár fram í tímann.
Fulltrúar allra bæjar- og
hreppsfélaganna sem fundinn
sátu í fyrradag lýstu yíir fylgi
við hugmyndina um heildar-
skipulagningu. Var talið að
stofna bæri samvinnunefnd þess-
ara aðila, sem starfaði í sam-
ráði við ríkisskipuiagið. Mun það
Framhald á 10. siðu.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinijiniun,in,n„i,ii,n |[1l|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,iiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii
Þetta er opið á reytingarvél-
inni. Hjólin snúast og Rrípa
um fiðrið og dúninn.
í litlu bakhúsi við Lauf-
ásveginn hefur uppfinn-
ingamaðurinn kunni,
Baldvin Jónsson, verkstæöi
sitt, Sylgju. Hann er aö
góöu kunnur fyrir dún-
hreinsarann og dúnþurrk-
arann sem hann fann upp
og reynzt hafa mjög hag-
kvæmir og gagnlegir. Nú
hefur hann fundið upp
dún- og fiöurrevtara, sem
hann sýndi blaöamönn-
um í gærdag.
Þegar blaðamenn komu á
vettvang, stóð Baldvin við reyt-
TVÆR MINÚTUR
MEÐ FUGLINN
arann og var í óða önn að
reyta fugl.
— Hvenær fékkstu fyrst hug-
myndina að þessum reytara?
— Ja, ég man það nú ekki.
En ég byrjaði á framkvæmd-
inni í fyrra. að mig minnir, og
þá fékk ég nokkurn styrk, til
að koma þessu í kring.
— Hve lengi ertu með hvern
fugl?
-— Þegar ég reytti sjöunda
fugiinn var ég tvær mínútur.
Það er ágætur hraði og erfiðið
ekkert’.
— Það er vitanlega mun létt-
ara að reyta í vélinni?
—- Já. já. Þetta er engin á-
reynsla. aðeins að halda fugl-
inum að hjólunum, sem gripa í
liðrið og dúninn, og' engin
hætta á að dúnninn eyðilegg-
ist, ef þess er gætt að hraði
hjóianna sé mátulegur og þau
grípi ekki of íast í.
•— Er ekki hættulegt að haía
fingurna alveg við hjólin?
— Nei, þau grípa ekki það
fast í og svo láta þau undan.
ef eitthvað stórt kemur á milli.
Ég hef sett fingur á milli þeírra,
— hann marðist áðeins en ekk-
ert hættuiega.
— Reytirðu bæði dún og fið-
ur í einu?
— Fiðrið má taka fyrst og
síðan dúninn, alveg eftir henti-
semi hvers og eins.
— Hvernig heldurðu fuglin-
um. iæturðu reyta á móti dún-
inum eða með?
— Eiginlega er nokkuð sama
hvort er gert, þó finnst mér
betra að reyta á móti.
■— En lóin sem eítir verður.
Framhald á 10. siðu.
Baldvin Jónsson rey iir svartfugl í nýju vélinni siiuii. Gísli
Kristjánsson ritstjóri fylgist með aí áhuga. (Lm. Þjóðv. A.K.)