Þjóðviljinn - 10.07.1960, Page 4
4) —« I>JÓÐVILJINN — Sunnudagur 10, júlí 1960
Friðrik í stórrœðum
Hugur íslenzkra skákáhuga-
manna reikar gjarnan til Arg-
entínu þessa dagana, þar sem
stórmeistarinn okkar, Friðrik
Ólafsson stendur nú í mjög
ströngu. Þar hófst sem sagt
seint í júní annað alþjóðaskák-
mót, miklum mun sterkara en
það sem hann tók þátt í, á
sömu slóðum í vor.
Þátttakendur eru svo sem
lesendum mun kunnugt af frétt-
um 20 alls, þar af 14 stórmeist-
arar. Að vísu hefur mót þetta
ekki reynzt eins sterkt skipað
og fyrirhugað var, því þar
stóðu á tímabili vonir til að
tefldu bæði Botvinnik, Tal, Ker-
es, Smisloff og Petrosjan, en
þótt alla þessa stór-
laxa bæri undan, er
mótið þó eins og fyrr var getið
skipað mjög sterku liði.
'(Þátttakendalistinn er að mig
minnir í Þjóðviljanum 29. júní
síðastliðinn).
Fyndist mér Friðrik vera
alivel sæmdur af 50% vinn-
inga og allt sem þar er fram
yfir vera gott. Hann verður að
teljast í alllgóðri æfingu eftir
mótið í vor, þótt nokkur dragi
það úr þeirri æfingu, er hann
hlaut þá, að meirihluti þátttak-
enda mun hafa reynzt honum
of auðveld bráð. <í>
Naumast mun verða hægt að
segja það sama um mótið, sem
nú stendur yfir í Buenos Aires,
og ætti hann að hljóta þar stað-
góða æfingu fyrir komandi mót.
Því miður hafa enn litlar
fregnir borizt af þessu móti
en eftir fimm umferðir mun
Friðrik hafa verið með 2V2
vinning og þá var hann búinn
að tefla við Guimard og Ros-
etto frá Argentínu, Bandaríkja-
manninn Evans, Rússann Kors-
noj og Þjóðverjann Unzicher
Er þetta dágóð byrjunar-
Srammistaða, þegar tekið er til-
lit til styrkleika keppendanna.
Þátturinn óskar Friðriki góðs
gengis á þessu öfluga móti.
Hér kemur ein af skákunum,
sem Friðrik tefldi á skákþing-
inu í Mar del Plata í vor. And-
stæðingur hans Wexler er einn
af sterk-ari skáknieisturum Arg-
entínu.
Hvítt: Friðrik Ólafsson
Svart: Wexler.
— Bremer - byr jun —
1. c4 c5, 2. Re3 Rc6, 3. Rf3
gG, 4. e3 Bg7, 5. d4 Rf6, G. d5
Ra5, 7. e4 d6. (Friðrik á sterkt
peðamiðborð, en ekki er slíkt
öruggt til sáluhjálpar nú til
dags).
8. h3 0—0, 9. Be2 e5, 10. g4
Re8, 11. Be3 f5. (Eðlilegur
leikur til mótspils. Friðrik verð-
ur nú að tvískipta á f5 til að
hind.ra f4, og verður nú stað-
an bll nokkuð losaraleg og ó-
trygg fyrir báða aðila).
12. gxf5 gxf5, 13. cxf5 Bxf5,
14. Dd2 e4, 15. Rg5 De7, 16.
Hh-gl bG, 17. 0—0—0 Kh8, 18.
Hg2 Rc7. (Ekki væri 18.---------
hC, 19. Reö Bxe6, 20. dxe6
DxeO, 21. Bg4 o.s.frv., hollt
fj'rir svartan).
21. Kxí3 RaG. (Þangað á ridd-
arinn ekkert erindi. Eðlilegra
19. Hd-gl Hg8, 20. f3! exf3,
var að reyna mótspil með a6
og b5).
22. Bg5 Dd7, 23. Bh6 Bf6,
24. Hxg8t Hxg8, 25. Hxg8t
Kxg8, 26. Df4. (Friðrik hefur að
minnsta kosti manni meira í
átökunum á kóngsarmi, vegna
þe§s hve riddarar svarts standa
afskekktir).
26. — •— Rb7. (Riddararnir
koma of seint).
27. Rh4 Bxh4, 28. Dxh4 Rc7,
29. Bh5 Bg6. '30. Re4 Df5, 31.
De7 Re8. (Nú fellur maður, en
31. ■— — Df7 strandar á 32.
Rf6f og síðan 33. Dxf7).
32. Bxg6 hxgö (32. — —
Dflf gagnar ekki vegna 33. Kc2
Dxc4t, 34. Rc3 o.s.frv.)
33. Dxc8t Kh7, 34. Df8!
Þvingar fram drottningakaup
eða mát. — Wexler gafst upp.
/dóÚJjéw : SxMnXyU. /Ów'-VZÍM
Leiklistarskóli Þjóðteikhússins
tekur á móti nemendum í haust. Námstími er 2
ár, 1. október til 15. ma'í. Kennsla fer fram síðari
hluta dags. Umsóknir um skólavist skulu sendar
þjóðleikhússtjóra fyrir 1. september.
Umsóknum fylgi fæðingarvottorð, afrit af próf-
skírteinum og meðmæli leikara eða leikstjóra, sem
nemandinn hefur fengið kennslu ihjá.
Nemendur skulu vera á aldrinum 16 til 25 ára og
hafa að minnsta kosti lokið gagnfræðaprófi eða
hlotið sambærilega menntun.
Námskeið fyrir væntanlega nemendur verður í
Þjóðleikhúsinu 19. september til 1. október og kostar
kr. 200.00. Inntökupróf verður 3. október.
Þjóðleikhúsátjóri
Hallgrímur Lúðvigsson
14. september 1927 — 5. júlí 1960
Hann var einna bezt gerð-
ur allra manna, sem ég hef
þekkt, ef ekki bezt, svo að
við, sem héldum okkur ekki
mundu geta grátið nokkurn
mann, við viknuðum nú.
Hver var hann þá? Flutti
hann veröld vorri nýjan
'hljóm eða hreim af fegurðr
inni? Liklega ekki, en hann
skynjaði margan og einnig
litina og formin. Það er nú
einum færra í þessum heldur
þunnskipaða hópi, fulltrú-
um heimsmenningarinnar með
islenzkri þjóð, og hverju fékk
hann áorkað að kynna okkur
þessa dýru gripi, án hverra
okkur, sem höldúm að við höf-
um höndlað þessi hnoss,
finnst allt svo sem autt og
snautt? Líklega litlu. (Því
hver fær nokkru áorkað nema
stríðsmeistarar og pólitíkus-
ar, svo orð sé á gerandi?)
Vera má að íslenzk menn-
ing, af fáum skilin, lítils met-
in af öllum, og sögð af sagn-
fræðingum hafa dáið öborin,
hafi ekki átt í Hallgrími þá
stoð, sem vert hefði verið,
en menntun hans (m. a. próf
í tveimur höfuðtungum sam-
tíðarinnar frá bandarískum og
þýzkum 'háskólum), stuðlaði
eflaust að því að gera liann
að þeim heimsborgara sem
hann var, hér í fásinni lítils
samfélags, þar sem jafnvel
ekki er illindalaust, þó að til
þess virðist lítil rök. (Enda
er þetta smátt sem flest ann-
að.)
Hér á iandi er hver vænn
sveinn svo dýrmætur, ég vil
ekki segja sjaldgæfur, að hon-
um þarf vel að fagna og að
honum að hlúa, ekki eingöngu
til þess að hann njóti sín,
heldur til þess að þjóðfélagið
fái notið hans. Á uppeldi og
menntun Hallgríms skorti
ekki neitt að ég held, honum
var vel fagnað og að hon-
um hlúð, en þjóðfélag okkar
er svo illa samsett af gróða-
mönnum og lausingjalýð, að
góðir menn og mikilhæfir
koma ekki ætíð fram nema
litlu einu af því sem sjálf-
sagt væri að þeir væru hvatt-
ir til og studdir eftir föng-
um.
Mig minnir Baudelaire segði
um E. A. Poe, að hann hefði
til að bera þann yndisþokka,
sem börnum ógæfunnar einum
væri gefinn. Þessi huldu-
heimsbjarmi hvíldi einnig yfir
Hallgrími, hóf hann yfir alla
vanheilsu, illvildina, lágkúru-
skapinn, sem raunar þróast
hér, jafn sem fyrr, innan um
allt framfarabröltið og „fín-
heitin“. Ég kallaði hann „ar-
■biter“ stundum með sjálfri
mér, og átti við þá prúð-
mennsku, sem fullkomnast í
látleysinu.
Og þegar þau hurfu, þessi
börn sem ég nefndi, varð
stundum eftir.ljóðið eða lagið
um þau, og enginn veit hvort
heldur það var meistarinn,
sem orti, eða sá sem ort var
um, sem áttu verkið, líklega
báðir. Og hvort sem það hét
Ave Maria eða Sorg eða Hug-
fró eða Ferðalok, heldur það
áfram að óma lengi og enginn
skal halda að þar sem eökn-
uður er, dvíni hann eða eyð-
ist, það væri þá enginn sökn-
uður, ef hann gerði það.
Hver er nú sá sem kann að
gera þá yfirbót að leiðariok-
um, að minnast látins manns,
svo að ekki sé því líkt sem
hann hverfi eins og slcuggi,
eins og við hin sem ekki allir
vildu ætíð unna góðs, munum
hverfa, og vera gleymd að
morgni? Ég veit að hér er
efni í verk, mundi örvænt
um að uppvekist maður, sem
Framh. á 2. siðu
• Herinn burt
Eins og frægt er orðið
efndi' hernárnsliðið á Kefla-
víkurflugvelli til mikils
gestaboðs sl. sunnudag þar
sem herra og frú fsland var
boðið ásamt börnum sínum
að sjá með eigin augum
,,varnarmátt“ herliðsins. —
Gestaboðinu lauk eins ogtil
var stofnað, — með ósköp-
um. Tveir „verndaranna"
sýndu söknarmátt sinn í
því að misþyrma og nauðga
varnarlausri konu, unglings-
stúlku, er af hrekkleysi
hafði þekkzt gestaboðið. C„'
svo kaldhæðin er tiiviljunin,
að þessi st.úlka, sem þarna
varð fórnarlamb dýrsháttar
„verndaranna“ er nákvæm-
lega jafnaldra hinu banda-
ríska hernámi íslands. Und-
arleg og dapurleg örlög.
Þetta minnir olckur á og
vekur til umhugsunar um
þá uggvænlegu staðreynd,
að unga fólkið, sem nú er
um og innan við tvítugt,
þekkir ekki frjálst ísland,
aðeins hernumið land. 1 ]wí
liggur mikil hætta. Vel má
svo fara, ef hernámið var-
ir enn um sinn, að mikill
hluti æsku landsins verði
því samdauna, og fari að
líta á það sem áskapað og
óhjákvæmilegt böl rétt eins
og forfeður okkar héldu að
lúsin væri, þessi bölvuð
óþrif, sem sjálfskaparvíti er
að hafa og hæglega má
losa sig við, ef skynsemi og
réttum aðferðum er beitt.®
Því miður er þetta álit á
hernum orðið nokkuð út
breitt meðal æskufólks og í
kjölfar þess fylgir kæru-
leysi og andvaraleysi. Það
hugsar sem svo: Herinn er
hér. Við því verður ekkert
gert. Þess vegna er ekki um
annað að ræða en reyna að
liafa eitthvað upp úr veru
hans hér, þiggja féð, sem
liann lætur falt, og sækja
gestaboðin, sem hann efnir
til. Ljðst dæmi um afleið-
ingarnar er þessi síðasti at-
burður á Keflavíkurflug-
velli, sem þvi miður er ekk-
ert einsdæmi. Eina leiðin til
þess að forða æskunni frá
þeirri hættu, sem yfir henni
vofir stöðugt vegna her-
námsins, er að losa sig við
óþrifin, hreinsa lúsina af
þjóðarlíkamanum, reka her-
inn af landi brott til síns
heima vestur í Bandaríkjun-
um.
Gesiaboð á Keflavík- Þarf víst engra skýringa við:
urflugvelli
Virðing sína „verndaran-
uin
votta Bjarni og Gvendurinn,
Svo kemur hér vísa, sem þeir með loðna liðþjílfanum
póstinum hefur borizt, og lepja hernáinsjcokkteilinn.