Þjóðviljinn - 10.07.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.07.1960, Blaðsíða 7
Sunnudagnr 10. júlí 1960 — ÞJÓÐVILJINN (7 RœH við Hannibal Valdimarsson, forseta Alþýðusambandsins RM verkkllsréttar flugmcmna er aras Afnám verkfa'lsrcttar flugrnanna er nýjasti liður- inn í ráðstöfunum rikisstjórn- ar auðr.téttarinnar í grimmri baráttu liennar fyrir að halda vöitum í laniinu, gerður til að kúga verkalýðssamtökin og tryggja h:num ríku enn urn sinn aðstöðu til að fé- fletta almenning — en jafn- fra.mt skref sem færir ríkis- stjórnina örlítið hraðar nær endalokum sínum. Daginn eftir að ríkis- stjórnin setti bráðabirgða- lög sín er bönnuðu verk- fall flugmanna gengu flug- menn á fund flugfélaganna og spurðu þau hvort þau vildu ekki ljúka við að semja og leysa deiluna, því í bráðabirgðalögunum er ekkert bann sett við nýjum samningum. Nei, flugfélögin líta á þessi lög sem bann við nýjum samn- ingum. Lögfræðingur flug- manna gekk þá á fund ráð- herra, Ingólfs Jónssonar og innti hann eftir hvort hann teldi samningsbann felast í lögunum. Ingólfur kvað að vísu ekkert á- kvæði um bann við samn- ingum í lögunum, en ríkís- stjórnin myndi beita sér fyrir því að ekki yrðu gerðir nvir samningar um kauphækkarir. Þjóðviljinn liefur haft tal af Hannibal Valdimarssyni forseta Alþýðusambands ís- lands og spurt hann um álit á þsssum síðustu atburðum í kjaramálunum. — Eg lít mjög alvarlegum augum á þetta mál, sagði Hannibal, og tel bannið við 'verkfalilinu alvarlega árás á rétíindi verkalýðsfélaganna, — eiiki i'lugmanna einna, lieldur irf's á alla verlialýðs- hreyfingima. — En er þessi lagasetn- ing ekki sett vegna deilu flugmanna, og eru þeir ekki í sérflokki livað kaup snert- ir ? — Jú, í orði kveðnu bánna lögin einungis boðað verkfall flugmanna, en engum getui’ blandazt hugur um að setning laganna er hatrömm árás á verkalýðslireyfinguna í lieild. Þetta er byrjunin á þvi að afnema v'erkfallsréttinn með lagaboði, og verkalýðshreyf- ingin í heiii verður að mæta þeirri árás. Það högg sem nú er greitt Félagi íslenzkra at- vinnuflugmanna er jafnframt greitt öllum verkalýðsfélög- um innan Alþýðusambands Íslands, hverju einasta. Um það þarf ekki að efast að verkalýðssa.mtökin öll standi með baráttu flugmanna og telji hana sína baráttu. Liing keðja ofbeldisverka. -— Kvað er orð'ð af frelsi verkalýðsins og samtaka vinnandi fólks í landinu ef þannig er haldið áfram? seg- ir Ilannibal. Ríkisstjóm Em- ils Jónssonar byrjaði. Verka- lýðshréyfingunni þótti það ískyggilegt þegar stjóra hans breytti öllum kaupgjakls- samningum í landinu með lagaboði um að lækka kaup- gjaldsvísitöluna um 27 stig. Næst eru svo sett lög til að Hannibal Valdimarsson svipta bændur tekjum er þeir áttu rétt á. Önnur árás- in á verkalýðssamtökin er svo þegar vísitala á kaupgjald er afnumin með öllu þegar efnahagsmálalöggjöfin var sett í vetur. Þá voru einnig sett lög um að afhenda spari- fé samvinnumanna hvar- vetna á landinu til að braskararnir í Reykjavík geti ráðstafað þeim. Þriðja og síðasta árásin á verkalýðssamtökin er svo bannið við verkfalli flug- manna. Fyrirheit hvítbókar. — Þegar ríkisstjómin af- nam kaupgjaldsvísitöluna tók ríkisstjórnin sérstaklega fram í hvítbók sinni ,,Viðreisn“: „Það er stefna rfldsí.'ijórn- arinnar, að það sé og eigi að vera, verkefni samtaka laun- þega og atvininirekenda að semja um liaup og kjör.“ En nú, þegar fyrsta stétt- arfélagið ætlar, samkvæmt „stefnu ríkisstjórnarinnar“ að ftemja um kaup og kjör þá liemur ríkisstjórnin — áð- ur en sáttatillaga hefur verið borin fram og meðan samn- ingar virðast enn standa í miðjum klíðum og góðar horfur um lausn deilunnar, og sadkur opinskátt hátíðlega yfirlýsingu sína og setur lög sem kippa fctunum undan því að launþegar hafi nokkra að- stöðu til að knýja fram lag- færingu á kjörum sínum. — Hver er afstaða Al- þýðusambandsins til þessara mála — Hún liggur ljóst fyrir, verkalýðsráðstefna Alþýðu- sambandsins, sem haldin var í maí'sl. samþykkti einróma: „Réðstefnan, álítur, að kjarainá'iúm verkafólks sé nú svo komið, að óh.já- kvæmilegt sé fyrir verka- 'ýð félögin að láta til skarar í.kriða og hækka kaupgjald og lirinda þann- ig þ.eirri kjaraskerðingu sem orðlð hefur“. Ani a og vellaunuð skrifstofustiilka. — En svo við víkjum aftur að flugmannadeilunni, eru fiugmenn ekki meðal hæst- launuðu manna innan verka- lýðs’samtakanna, eða blátt áffam hátekjumenn, því er rnjög víða haldið fram. — Jú auðvitað eru þeir bet- ur launaðir en almennir verkamenn, en þar er þó sér- staklega tvenns að gæta. I fyrsta lagi að þeir hafa all- dýrt nám að baki, og í öðru lagi að starfstími þeirra er ekki frá 16 ára aldri til sjö- tugs heldur frá 23—24 ára aldri til 45 ára aldurs og auk þess eru þeir stöðugt undir ströngu lækniseftirliti, og ef þeir bila eitthvað heilsufars- lega er starfi þeirra sem flugmanna lokið. — Vegna hins skamma starfsaldurs taka flugmenn 10% af laun- um sínum í eftirlaunasjóð til öryggis síðar á ævinni. Þrátt fyrir þetta er það staðreynd að byrjunarlaun fullnema flugmanns eru ekki nema 3441 kr. á mán., eða á- móta og hjá ,,allvellaunaðri“ skrifstofustúlku. Síðan fer þetta að sjálfsögðu hækk- andi, og hæstlaunaði flug- stjóri mun hafa 102 þús. kr. kaup á ári. Bein krafa um aukið öryggi. -— Það hefur tæpast Kom- ið nógu vel fram hvaða kröf- ur flugmenn gerðu í þessum samningatilraunum. — Þeir fóru fram á að sett sé takmark fyrir því hve flugtími megi vera langur í einu. Það eru dæmi þess að ilugmenn liafi verið látnir vinna > fir 30 stundir í einu. — og eftir eina slíka vinnu- lotu settust þeir að samn- ingaborði. Krafa þeirra um íakmörk fyrir flugtúna í einu er því beiulínis öryggisráðstöfun fyrir flugfarþega. Jafnframt fara flugmenn- irnir fram á. lágmarksflug- stundafjö.'da á ári. Þá hafa flugmenn orðið fyrir stór- skerðingu á tveim þáttum kaups síns. Þeir fá, eins og farmenn, nokkum 'hluta kaupsins í erlendum gjald- eyri, en sá hluti þess hef- ur stórlækkað við gcngis- fellinguna. 1 öðru lagi fengu þeir ákveðna upphæð til upþihalds er þeir dvelja í erlendum flughöfnum, sú upp- hæð dugir nú ekki lengur fyr- ir uppihaldi þeirra, og auk þ?ss getur hún raunverulega ekki talizt til kaups heldur er hún vegna kostnaðar við starfið. Þriggja ára. -— Kaupgjald flugmanna hefur staðið óbreytt í 3 ár, en á þeim tíma hefur kaup flestra annarra hækkað nokk- uð, en kaup þeirra raunveru- lega lækkað. FLugmenn eru því nú ekki í þeirri hálauna- aðstöðu sem sumir hafa hald- ið. Það er því ekki hægt að segja að csanngjarnt sé að leiðréttingar á kaupi þeirra séu gerðar. Flugmenn fara ekki fram á hækkan'r á kaupgjaldsliðnm, nema fyrir þá lægst launuðu, en þeir vilja fá bætta geng- isfellingarskerðinguna og greiðs’u til uppihalds erlend- is hækkaða. Hafa lægri laun. — Það á ekki að bera flug- menn saman við verkamenn*; heldur stéttarbræður þeirra í öðrum löndum og kaup og kjör stéttarbræðra þeirra. Á flugvélum Loftleiða liafa etarfað norskir flugmenn með þeim íslenzku, og íslenzkur flug.1 jóri á flugleiðum Loft- leiða fær greitt minna kaup en undirmaður hans norskur. Þetta bendir til þess að kjör flugmanna séu enganveginn svo góð að verkalýðssamtökin þurfi nokkuð að ve:gra sér við að standa með þeim, þótt aðeins sé litið á launakjörin. Tslenzku flugfélögin fengu hækkuð fargjöld sín á s. 1. vori og hljóta því að geta staðið undir svipuðu flug- mannakaupi og greltt er í öðrum löndum. — Hvern'g lízt þér á þá stjórnarstefnu sem fram kemur í bráðabirgðalögun- um? —• Það er óhætt að full- yrða að það dugir engin laga- retning til að halda kaupi ó- hreyttu eftir !"i>r gjörbreji:- ingar sem orðið hafa á öllu verð’agi í landinu vegna rtefnu stjórnariniiar og að- gerða hennar. EinstakMngar og verkalýðurhm sem heild mun neyta allra ráða til að brjóta slíka ofbeldislöggjöf niður — og það þarf enginn Framhald á 10 síðu iiiiii>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimimim!iiiimiii» | Guðbjörg 1 Össurardótlir = f-yrrverandi Ijósmóöir = Fædd 8. apríl 1864 = Dáin 29. maí 1960 = Hér kemur síðasta kveðjan mín, þín kvöldstundin hinzta er liðin. = Þér hefur upplýst sólarsýn, = að sjá yfir björtu sviðin. Við þráðum báðar að þekkja þá stunid, = og þvilikar sálarfarir. = E-f til vill kem ég á þinn fund, E áður en nokkurn varir. = Þau verk sem þú gerðir á vorri jörð, voru ekki metin sem skyldi. = Þú varst svo vel af guði gjörð = af gáfum, kærleik og mildi. = Þín list var að íæra ljóssins til. = þær lífverur sem við þráum. = En er ekki dauðinn skuldaskil, = skuld sem við aldrei sáum. Andi minn sér inní himnahöll, = helgidóm mannlegs anda. = Við munum að síðustu mætast þar öll hjá Messías allra landa — Ennþá er foeðið um aldabil, E í öruggri von til dáða. = Ljósmóðir gakk þú lífsins til, og læknaðu hrellda og smáða. = Sólveig Hvannbérg. ilmimiimiimmmmimmnmmmimimmimmimiHiuimiiuuuiiimm lnsiimimiiniiiiiiíifiiimmimiiiiiiiiiiimiimimiiiiiiiiiiiimiuiniiniuiniiiiiimmimiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiimiiiiiii:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.