Þjóðviljinn - 31.07.1960, Blaðsíða 9
r
Sunnudagur 31, júlí 1960 — ÞJÓÐVILJINN
O'
ÍSaí
M
BH
i
m aæt
m B
Efea
“fS
25;
pUHí
jg|§
ss
n
ÖSS<
S3Ö
:C3|
Ritstjórí: Frímann Helgason
Johnson er gœddur meiri per-
sónutöfrum en almennt gerist
Hér hefur nú og áður verið
vikið nokkuð að íþróttamann-
inum Rafer Johnson, en þessi
þeldökki maður hefur einnig
persónuleika, sem er langt yfir
það sem er venjulegt. Þetta
hefur orðið til þess að ýmsir
aðilar hafa veitt honum at-
hygli fyrir það ekki siður en
fyrir afrek hans í íþróttum.
Þegar hann árið 1958 var
kjörinn „Iþróttamaður ársins“
í Bandarikjunum, var því hald-
ið fram að það væri ekki að-
•eins fyrir heimsmet hans í
tugþraut heldur eins vel fyrir
hina ýmsu eiginleika, sem hann
hafði, og eru mjög sjaldgæfir
hjá toppíþróttamönnum.
Þá má geta þess að árið
Rafer Johnson tugþrautar-
kappinn bandaríski hefur ver-
ið mikið á dagskrá að und-
anfömu, enda afrek hans með
eindæmum gott.
Þó má geta þess að John-
son á betri persónuleg met
í öllum greinum en hann náði,
er hann setti heimsmetið
8683 stig.
Hér kemur samanburður á
beztu afrekum Johnsons og
afrekum er hann náði er
hann setti heimsmetið.
Persónul. H.met
100 m 10.3 10.6
Langstökk 7.76 7.55
Kúluvarp 16.75 15.85
Hástök-k 1.89 1.78
400 m 47.9 48.6
1958 var hann kjörinn af 11
þúsund stúdentum \ Kaliforn-
íu háskóla sem formaður í
stúdentafélagi skólans. Sumir
vilja ef til vill halda því fram,
að þetta hafi verið vegna þess
að hann væri mikill íþrótta-
maður, en því var ekki til
að dreifa. Á þessum tíma
hafði hann varla getað verið
með tvö keppnitímabil vegna
meiðsla, og enginn vissi hvort
hann myndi verða heill aftur.
Það var þvi ekki mikill
stjörnu-ljómi yfir nafni hans,
þegar hann var kjörinn í þetta
virðingarstarf. Það var fyrst
og fremst vegna þess orðstís
sem hann hafði aflað sér með
framkomu sinni og að hann
110 m gr. hl. 13.8 14.5
Kringlukast 52.31 51.97
Stangarstökk 3.97 3.97
Spjótkast 76.74 71.10
1500 m. 4-54,2 5:09,9
[Sem sé, væri Rafer John-
son Islendingur ætti han;n
metið í 100 m hlaupi með
Hilmari, ætti metið í lang-
stökki, kúluvarpi, 400 metr-
um, 110 metra, grind, og
spjótkasti og væri liðtækur
meðal 'íslenzkra íþróttamanna
í hinum fjórum greinunum.
iSamtals gera persónulegu
afrekin 9846 stig, svo það
má verða Ijóst að enn getur
Rafer bætt metið, og það
e.t.v. svo um munar.
hafði sýnt að hann hafði lag
á að koma málum sinum fram,
það var þyngst á metunum hjá
stúdentunum sem gengu að
kosningaborðinu,
Eftirsóttur á niargan hátt
Rafer nýtir daginn vel og
skiptir honum á milli lesturs,
vinnu og leiks.
Hann er maður nútímans og
lætur margt til sín taka. Hann
jsitur 20 tíma á skrifstofu
s'kólans þar sem hann gegnir
starfi forseta samtaka skólans.
Er þá mikið til sldptanna?
Þar bíða hans daglega mörg
og margháttuð verkefni og fer
hér á eftir nokkur atriði á ein-
um degi sem hann varð að
sinna og taka afstöðu til og
sýnir það nokkuð það álit sem
hann nýtur sem maður.
1. Innanríkisráðuneytið gerir
fyrirspurn til hans hvort hann
geti farið j kynningaferðalag.
2. Frú nokkur, Berler að
nafni, skrifar og spyr, hvort
hann geti tekið þátt í sam-
kvæmi og flutt erindi um blóð-
banka.
3. Ýmis samtök vilja fá
hann til að flyt ja erindi:
KFUM-félög, Rótary-félög,
sjónvarpsstöðvar o. fl.
4. Dan Ferris formaður
Frjálsíþróttasambands Banda-
ríkjanna, skrifar og óskar eft-
ir því að Rafer taki þátt í
keppniferð til Ástralíu næsta
ár.
5. Louis Satterburg frá
Yucaipa í Kaliforníu skrifar
og segist hafa áttað sig á því
að Rafer sé litli 10 ára dreng-
urinn, sem hún hafi gætt fyrir
löngu síðan þegar hann lá á
sjúkrahúsi með slasaðan fót.
Rafer minnist þess einnig, enda
9846 stig ef Johnson næði
sínu bezta í öllum greinum
I dag er væntanlegt með
flugvél Flugfélags Islands
landslið V-Þýzkalands, en þeir
senda sitt A-landslið með
a m.k. 7 sterkustu mönnunum,
sem V-Þýzkaland hefur nú yfir
®ð ráða.
Blaðamenn ræddu við mót-
tökunefnd liðsins og Björgvin
Schram form. KSl s.l. föstu-
dag.
Sagði Björgvin, að KSl
hefðj kosið móttökunefnd til
að sjá um allar móttökur iiðs-
ins, og hefði sú nefnd þegar
skilað mjög góðu verki. 1
nefndinni eru eftirtaldir menn:
Sveinn Björnsson formaður,
Hermann Hermannsson, Jón
Ragnarsson, Ólafur Jónsson og
Vilberg Skarphéðinsson.
18 leikmenn + Herberger
Hópurinn, sem kemur verð-
ur alls 30 menn; 18 leikmenn,
6 fararstjórar, 4 blaðamenn,
nuddari og siðast en ekki sízt
„Heili þýzkrar knattspyrnu",
þjálfarinn Sepp Herberger,
sem öðlazt hefur heimsfrægð
fyrir snilli sína sem þjálfari.
Herberger er ríkisþjálfari V-
Þýzkalands og talinn einhver
mesti sérfræðingur Evrópu í
öllu viðvíkjandi knattspyrnu.
Heimsfrægir leilanenn
Meðal leikmannanna eru
Framh. á 2. síðu
iRafer Johnson í keppni
aldrei fyllilega jafngóður síð-
an.
6. Öve Ström frá Stokkhólmi
skrifar og ós'kar eftir ráðlegg-
ingum við þjálfun.
7. Rektor háskólans skýrir
frá því, að Rafer hafi verið
skipaður !í þjálfunarnefnd
skólans.
Þessi listi yfir verkefni eða
hluta þeirra sem bíða Rafers
daglega benda til þess, að mað-
urinn Rafer Johnson sé ekki
í minna áliti en íþróttamað-
urinn Rafer Johnsson og sjald-
gæft að þetta tvennt samein-
ist í sama manni.
8. Art Lentz frá Olympíu-
nefnd Bandaríkjanna spyr,
hvort Rafer vilji vinna að því
að gera kennslukvikmynd í
íþróttum.
9. Frá Panama kemur bréf
frá frú einni, Eleanor Larsson,
sem hefur heyrt að Rafer
stundi tannlækninganám, og
skýrir honum frá því að hún
sé trúboði, og verði að stunda
tannlækningar, þótt hún hafi
hafi ekki ,leyfi“. „Hvort hann
gæti hugsað sér að koma til
trúboðsstöðvarinnar, þegar
hann hafi lokið námi, þar eru
margar tennur og sálir, sem
þarf að lækna.“, skrifar frúin,
„en ég vil aðvara yður: þér
komið aldrei til með að verða
ríkur á þessu."
Landsliðið í
Hiíðardalsskóla
Um helgina verður farið
með íslenzka landsliðið aust-
ur í Ölfus, eða nánar tiltekið
austur í HHðardalsskóla, og
þar munu landsliðsmennirnir
dvelja í tæru fjallaloftinu og
hvíla sig fyrir stór átök, sem
þeir eiga eftir að lenda í, —
landsleikinn á miðvikudags-
kvöldið.
Vonanid að dvölin þar eystra
hafi góð áhrif á þiltana, bæði
félags- og líkamlega, ekki mun
af veita, ef við eigum að
standast hinum sterku Þjcð-
verjum snúning.
Siglingar er skemmtileg íþrótt og mikið stunduð erlendis.
Auðvitað er heimsmeistarakeppni í siglingum eins og öðr-
um íþróttagreinum og eru þessar fallegu skútur einmitt
í slíkri keppni á Eyrarsundi. Við liöfum ekki minnstu hug-
mynd um hver bar sigur úr býtum, enda skiptir það ekki
svo miklu máli — myndin er ágæt.