Þjóðviljinn - 07.08.1960, Blaðsíða 7
>6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 7. ágúst 1960
Súnnudágur 7. ágúst 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7
tnt+ntmtumtíTUi
CÍ3
»»!
ÞlÓÐVlLIINN
fjtfrefandl: Ramemlngarflokkur alþýBu — Sóslallstaflokkurlnn. —
RltstJA*ar: Magnús KJartansson (áb.), Magnús Torfl Olafsson. Bia-
urour Ouðmundsson. - FréttaritstJórar: Ivar H. Jónsson. Jón
BJarnasor. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn.
sfgrelðsia auglýslngar, prentsmlðJa: Skólavörðustig 19. — SímJ
'7-500 (5 linur). - Áskrlftarverð kr. 45 & mán. - Lausaoöluv. kr. 3.00.
PrentsmlðJa ÞJÓðvilJans.
§ Herstöðvamenn smeykir ||
|7'kki þarf annað en líta í Morgunblaðið til að sjá,
E=3 ^ að íhaldinu er ekki rótt vegna hins djúpa
hljómgrunns er ávarp hernámsandstæðinga hefur
hlotið um allt land. Fyrstu viðbrögð Moggans við
Keflavíkurgöngunni var að reyna að halda sér
fsaman, segja sem fæst í þeirri von að -með því
^ móti fréttu færri hvað var að gerast, þegja sem fast-
ast. En í þetta sinn komst Morgunblaðið að raun
Um að þögnin varð hljóðbær, það þurfti ekki Morg-
unblaðið til þess að Islendingar fengju fregnina tim
i‘ / nýja sókn gegn eriendum herstöðvum á íslandi.
S| Og undanfarna daga vottar Morgunblaðið logandi
• hræðslu íhaldsins við að fólkið í landinu muni ekki
tpp láta lengur blekkjast af gatslitnum áróðurstilburð-
!rir um Morgunblaðsins, að það muni sjá í gegnum
•rp: vaðal Ljarna Benediktssonar og Guðmundar I. Guð-
ixi mundssonar um ,,vörnina“ og „vemdina" sem Is-
m lendingum sé að bandarískum herstöðvum á Islandi.
55 Og þ,)ð sem meira er, láti ekki nægjá að sjá hætt-
una og smánma af erlendu herstöðvunum heldur
hefiist handa og veki þá öldu í landinu sem ekki
Hverður á móti staðið og sópar hurt hinum er-
i leudu óþrifabælum.
trt:
mikil má vera trú Morgunblaðsins á hinar
§3 '-^margtuggnu og marghröktu lygasögur og áróð-
ursformúlur, að hann skuli halda að þær hafi enn
íst* áhrif Borið er fram það bjánalegasta, sem naz-
ÍíF. istadeildin hefur diskað app með fyrir kosningar
m undanfarið og yfirleitt aldrei þótt brúkunarhæft
nemo til þess að lauma þvi í húsin í lygabækling-
-í—1 um íhaldsms fyrir kosningadag. I þessar sorptunnur
tS na zistaáróðursins er grafið eftir historíum um
fSB „rúblukaup" og „Rússagull", rétt eins og Sjálf-
£5 stæðisflokkurinn sé ekki nógu oft búinn að verða
g§ sér til minnkunnar f-yrir áróður af þessu tagf I
píi stað bess að janla á gömlum lyga- og gróusögum
H33 væri Morgunblaðinu nær að revna að upplýsa
íjjH hvert hafi runnið þeir mörgu milljónatugir í ís-
lenzkum krónum sem sendiráð Bandaríkjanna í
•~zí Revkjav'ik hefur fengið til ráðstöfunar af Mót-
jg[j virðíssióðsfé undanfarinn áratug. Þegar beiðzt hefur
53" verið up-ðlýsinga um það mál á Alþingi hefur ekki
feneizt annað svar en skömmustuleg þögn ráðherra
sh og þeirra sem sennilega gætu upplýst hvernig
jjjli bandaríska sandiráðið j Reykjavík ver tug eftir tug
fjjjj milljcna af íslenzkum krónum á fáum árum.
H ^orgunblaðinu og öðrum málgögnum bandarsks
-,x auðvalds á Islandi mun lítt stoða að birta
daglegar teikninear af áróðurslygum sínum eða
greinar til að níða þá Islen.dinga sem skipa' sér í
rað’r hinnar nýju sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar,
baráttunnar gegn erlendum herstöðvum á Islandi.
íhaldinu og öðrum umboðsmönnum bandarísks valds
hér á landi mun ekki heldur duga a.ð kalla alla
þá ko^múnista, sem taka þátt í þeirri baráttu. Eins
og landsmönnum er kunnugt eru það menn fylgj-
andi öllum stiórcmálaflokkum landsins og utan
flokka sp-m tekið hafa höndum saman að hrinda
mál’nu áleiðis. Haldi Morgunblaðið og nazistadeild
Sjálfstæðisflokksins uppteknum hætti að nefna þá
allp kommúnista, sem ekki vilja erlendan her í land-
inu. gæti árangurinn orðið sá að einnig þeir sem
ekki telja það heiðursheiti nú þegar kæmust á þá
skoðun, en ekki mun það þó ætlun nazistanna sem
áróðrinum stjórna. En ofboðslæti Morgunblaðsins
sýna, að íhaldið, að Bandaríkjalepparnir við Morg-
unblaðið eru smeykir. Og þeir hafa fyllstu ástæðu
til að óttast um framtíð erlendra herstöðva á ís-
landi / 1 f
mt
aa
Ólafur Friðriksson á Jjeim
tíma er safnað var hvítliðum
gegn honum.
Við slitum síðast viðræð-
unum þar sem Markús hugð-
ist hætta flakkinu um heims-
höfin og vera á togurunum
íslenzku, en einmitt þegar
hann ætlaði að fara að halda
sig við heimalandið voru
móttökurnar þær að hann
var bannfærður og settur á
svartan l;sta.
— Segðu mér frá Blönd-
ahlsslagnum, Markús.
-— Þeir Magnús og Sig-
fús Blöndahl áttu tegarana
Glað og Gu’ltopp. Þegar
Blöndahlsslagurinn gerðist
var sjómannaverkfall og tog-
ararnir voru burdnir yið
bryggju. Togarae;gendur æt|-
uðu að lækka launin, en sjó-
menn neituðu að ganga að
því. Það var Blöndahl sem
ætlaði að ríða á vaðið og
láta togara sína brjóta verk-
fallið.
— Hvernig ætlaði hann að
framkvæma það?
— Hann réði menn á tog-
arana vestur á Snæfellsnesi,
þangað átti að sigla togur-
unum/ taka áhöfn á þá og
fara svo á síldveiðar fyrir
norðan.
— Og hvernig gekk þessi
fyrirætlun ?
— Sjómenn ákváðu að
hindra framkvæmd þessarar
ráðagerðar. Flestir háseta
voru að vinna um borð í tog-
urunum við hreinsun og
málningu, því það var látið
afskiptalaust að togararnir
væi’u gerðir klárir til sigling-
ar. Það hafði verið gerð
ketilhreinsun i tcgurunum og
þurftu þeir þvi að fá vatn.
Ákveðið var að um leið og
þeir sem voru að vinna í
togurunum við bryggjurnar
yi’ðu varir við að láta ætti
vatn í togarana skyldu f’.agg-
að með bláu flaggi niðri á
hafnarhaus — nei, þeir þorðu
vist ekki að hafa það rautt.
Það féll í minn hlut að
sjá um fánann úti á garðin-
um. Þar var þá krani (allt
annar og léiegri cn nú er).
1 þá daga var vatn ð flutt
í togarana í sérstökum báti,
og þegar til þess kom að
flytja átti vatnið í togarana
hljóp ég með fánann upp í
kranann. Lögreglustjóri, sem
þá var Jón Hermannsson,
skipaði Páli pól að taka fán-
ann af mér. Ég lét lappirnar
ganga á Páli svo hann komst
ekki upp í kranann. Þegar
ég sá að karlarnir voru
komnir í báta á höfninni og
hröðuðu sér á vettvang sagði
ég við Pál: Jæja Páll minn,
nú geturðu fengið fánann ef
þig langar til. — O, það er
nú víst sama úr þessu, svar-
aði Páll, -og nú sneri hann
við blaðinu og reyndi að
verja mér niðurgöngu úr
krananum, en mér tókst að
styðja höndum á axlir hars
fyrir neðan mig og sveifla
mér yfir hann niður á
bryggjuna.
Milli togarans og bryggj-
unnar var nótabátur, og þar
voru hvitliðar og lögregla
fyrir. Ég stökk niðurí bát-ii
inn og var Erlingur þar fyr-;
ir með gúmíkylfu og hring-
aðist hún nokkrum sinnum
um hálsinn á mér, en upp í
togarann komst ég samt.
Raunar var ég með bris á
hnakkanum í nokkur ár eftir.
Nokkrir verkfa’lsmevm voru
þegar komnir um borð í tog-
arann. Vatnsbátnum hafði
ver'ð lagt við togarann og
þeir komu slöngunni um borð
og hófust þá strax stymp-
ingar milli sjcmannanna ann-
arsvegar og lögrcg’u og
hvítliða hinsvegar. Ég man
að við tókum Ágúst bak-
ara og lögðum hann á
þilfarið og einn togaði í kylf-
una sem hann var með,
Frá átökuniun milli sjómanna, hvítliða og lögreglu.
en hún var rammlega
fest við úlnliðinn svo ég
skar á ólina sem hélt kylf-
unni fastri. Um leið æpti
Gústi í logandi ske'fingu:
Ætlarðu að skera af mér
handlegginn! I sama bili kom
vatnsflóð eftir þJfarinu.
Ungur vel þekktur félagi,
Jafet Ottósson, hafðl þá
skorið vatnsslönguna sundur.
Síðan stukku einir 7 sjó-
Þriðji hiufi vlSfds Jáns
Bjarnasonar við Markús
í Svartagili
menn niður í vatnsbátinn,
ýttu lionum frá og fóru með
hann í land. Sigurinn var-
unninn.
Á meðan sjómennirnir voru
að slást við hvitliða og lög-
reglu spásseraði Sigurjón Ól-
afsson sjómannafélagsformað-
ur uppi á bryggju með Jóni
Hermannssyni lögreglustjóra
og var að semja við hann,
enda þótt Sigurjcn gæti eng-
ar ákvarðanir tek:ð um verk-
fallið nema samkvæmt fund-
arsamþykkt.
— Það unnu víst ýmsir sér
nafn við þetta t^kifæri með
því að gerast hvítliðar?
— Já, ég man eftir nokkr-
um. Ég man að Ágúst bak-
ari og Sæmundur Runólfsson
flýðu upp hjá verkamanna-
skýli, en þar tóku einhverj-
ir þá og fleygðu þeim í
di’ullupoll, sem þar var nóg
af. Þegar þeir félagar risu
úr drullunni flýðu þeir í of-
boði inn til Guðjóns úrsmiðs
í Ingólfshvoli, en hann rak
þá samstundis út. Já, þeir
voru voðahræddir við að vera
flengdir, hvítliðagreyin; höfðu
slæma samvizku.
— Hvað gerðist næst?
—- Um kvöldið var sjó-
mannafundur í Bárunni. Hey-
brækurnar og úrtölumennirn-
ir höfðu fengið Hallgrím
Jónsson kennara til að tala
þar og blása s;g út með að
búið væri að fá dátana af
Fyllu til að brjóta verkfallr
ið með hervaldi. Viljið þið,
fé’agar, taka ábyrgð á því
að horfa á félaga ykkar
liggjandi á götunni með sund-
urskotnar hendur og fæt-
ur, emjandi af kvölum ?
hrópaði hann. Þeim hafði
tekizt að telja Hallgrími, sem
annars var róttækur, trú um
að danska sjóhernum yrði
beitt gegn sjómönnunum.
(Halligrímúr Jónsson var einn
þeirra fjögurra sem töluðu
þegar fyrsta kröfugangan
var farin í Reykjavík).
-— Hvernig var þessu tek-
ið?
— Það urðu mikil framí-
köll. Ég man að ég kallaði
að þá fyrst væri öruggt að
við myndum sigra ef þeir
beíttu dönskum dátum gegn
okkur. Hallgrímur fékk ekki
hljóð, óg fundurinn sam-
þykkti að halda verkfallinu
áfram.
Það voru ekki gerðar
fleiri tilraunir til að brjóta
verkfallið. Skömmu síðar var
sam'ð. Eftir verkfali'ð voru
nokkrir menn settir í verk-
bann, — þeirra á meðal var
ég.
-— Gerði Sjómannafélagið,
eða foi’maður þess ekkert til
þess að koma í veg fyrir
slíkar aðgerðir?
— Nei, Sigurjón var nú
ekki mik;ð að hugsa um
slíkt og gerði heldur engar
ráðstafanir til þess að koma
okkur á svarta listanum í
vinnu — nema Jóni Bjarna-
syni, föður Bjarna Jæknis, en
Bjami sá var ákafur fylg-
ismaður Sigurjóns.
— Var Sigurjón lélegur
formaður?
— Ég he'd að hann hafi
viljað vel, en hann var svo
kjarklaus að hann sló allt-
af urdan. I verkfallinu var
hann t.d. sannfærður um að
hann yrði tekinn fastur og
bað okkur sjómennina að
hafa vörð um sig og húsið.
-— Þú hefur nú verið orð-
inn rauður fyrr en í þessu
verkfa’li, Markús?
— Já, ég var. orðinn rauð-
ur löngu áður. Ég hafði lært
það í s;glingunum að standa
með stéttarfélagi mínu. Ann-
ars varð ég á unga aldri
áskrifandi að Alþýðublaðinu
gamla, og það mun hafa
haft fyrstu áhrifin á mig.
Ég geymdi það alltaf þang-
að til það fórst í brunanum
hérna árið 1957.
— Og svo lentir þú í
Ólafs Friðrikssonar-slagnum ?
— Það voru 2 slagir út af
dreng Ólafs Friðrikssonar, og
ég var ekki nema i öðrum
þeirra. Þeir gerðust fyrr en
hið síðast sagða. Ég var þá
á Hauki er lá hér einmitt þá.
Fyrri slagurinn byrjaði
með því að Ólafur neitaði
vitanlega að afhenda lögrcgl-
unni dreginn, en þeir höfðit
þá fengið læknana í lið meö
sér til að segja að stórhætítu-
legt væri að hafa drenginn
í landinu vegna augnveiki.
Þá varð aðalslagurinn. Ég
var einn af sjómönnunum
er söfnuðust lieim til Ólafss
og vörnuðu lögreglunni aö
komast inn í hús'ð. Þaö
var slegist og fékk lögregl-
an ekki að gert og varð aö
höi’fa frá í það skipti.
„Viltu ekki Sæmundur vaða
fyrstur inn ?
vasklegastan tel ég þ'g og
sönginn þinn“.
„Hér stoðar lítið söngl:stin”
tárvotur tjer,
„en til er ég í slarkið, ef
einhver fylgir mér“.
Svo kvað Jón Arason um
Framhald á 10 siðu.
Rússneski dren.gurinn sem
Ólafur tók til fósturs, em
borgararnir fluttu úr lanúi
með lögregluvaldi.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiD
Morguninn læðist fram úr
skugga næturinnar, líkastur
guggnum aumingja, sem lengi
hefur hýrzt í muggu og sagga.
Hægt, hægt djarfar á hélu-
storknum glugganum og bleik.
fölur ljósfleigur vafrar um
gráihrufótta veggi.
Frá kojunum berast sog-
kenndar hryglur, snöggir nef-
blástrar út í grátt tómið eins
og stakir tónar frá fölsku
hljóðfæri.
Uppundan bældum sængum,
gægjast fðl, umkomulaus and-
lit, slcpp í óminni svefnsins.
Aldrei er mannveran jafn
heimskuleg og vanmáttug og
í svefni. Hún veit ekkert, ekki
einu sinni um tilveru s:ina,
gapir eins og þors'kur á þurru
landi, engist sundur og sam-
an í ómegi eins og maðkur
undir skchæl. En á borðinu
undir glugganum tístir vekj-
araklukkan, teljandi eyktirnar
hægt, bítandi. Svo verð-
ur hún kannski allt í einu
kankvís á svipinn, já allt að
því hrekkjaleg eins og pöru-
piltur sem hefur skemmtileg-
an hre’kk í huga.
Það kveður við ótótlegur
glymjandi, og andlitin frá
kojunum gjóta skjálgum aug-
um upp í loftið, skilningsvana
í drunga svefnsins. Rauðir
munnar geiflast' óglaðir og
hvítir armar teygjast.
Þaggaðu í helvítis klukk-
unni, Olga.
Kubbsleg hönd með joðgul-
um gómum, rauðlökkuðum
nöglum, hrifsar klukkuna.
Hún hafnar undir sæng.
Nokkra stund heyríst
hvorki stuna né hósti, aðeins
norðangúlpui’inn utan við
gluggana síbyljandi dimmri,
draugslegri rcddu.
Ægilega er ég sybbin,
lieyrist úr einni kojunni á-
sarnt tannagnístri og löngum
óglöðum geispa.
Við fá.um víst ekki jobb í
dag, segir Olga.
Við verðum að mæta, segir
Fríða, teygir sig í hitabrús-
ann sinn, svolgrar í sig skolp-
litað kaffið, grett, dæsandi.
Bölvað hland er þetta.
Hún sezt upp dogg, dregur
náttkjólinn yfir höfuð sér,
kuðlar honum hirðuleysislega
til fóta. Á fætur letibrækur.
Þegiðu grásleppan þin, hvín
í Olgu.
Fyrstu orð dagsins kastast
milli veggjanna eins og saur-
ugir leppar.
Svo setjumst við allar
framá, úrillar í napurleika
skammdegismorgunsins. Á
kojubríkunum ihanga hosur,
nankinsbuxur og peysur, hver
hefur sinn buxnalit. Fríða
grænar, Dísa rauðar, Olga
bleikar, ég bláar.
klappar vanga, löðrungar síð-
an í sömu mund.
Kletturinn er hélugrár og
jökullinn í fjarska eins og
l'ikkistulok, slegið rauðfölum
blæ í upprisu sólar.
Hvíthrannað hafið milli
klettanna er úfið eins og grá-
'krímótt öldungskegg. Eftir
sti’andgötunni, sem liggur
til harðfrystihússins, spana
snaggaralegar stelpur, rauð-
Guð, klukkau er bráðum
átta.
Herbergið varð eins og
grimmdarlegt fuglager. Það
var bölvað, jesúað, beðið og
'hótað. Og evo eru allar stand-
bæ.
Norðan rembingur flangsar
um okkur frostkaldri lúku,
— eftir Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi
nefjaðar í frostinu. Þær eru
þegjandalegar eins og undan-
stungnar rissur, enda illa
sofnar. Það var ball í nótt.
Þarna eru líka karlmenn á
ferð, rosknir og ungir með
glæra dropa í nösum og út-
troðna vasa af’höndum.
Og þegar komum í sundið
þar sem gúanóbrækjunni slær
fyrir vitin, blæs stöðin.
Við tökum til fótanna,
hlaupum.
Þá heyrist smellur fyrir
aftan okkui\
Þar fór helv’itis brúsinn,
hvæsir Dísa. Skítt og lagú
með það, fæ mér bjór.
Hún sparkar fólskulega í
brúsalemstrið og kvikasilfurs-
kornin kvárnast um veginn.
Vinnusalurinn er heimur út-
af fyrir sig, heimur með sitt
eigið þjóðskipulag valdhöfum
og ibegnum.
Vélarnar ymja og ískur
færibanda yfirtaka mannsins-
mál.
Við hlið mér vinnur eömul
kona, tannlaus með herða-
kistil.
Galdra-Tobba er hún köll-
uð. enda svipar henni einna
helzt til nornarinnar í Hans
og Grétu.
Stelpurnar forðast hana
eins og pestiw d siálfa, enda er
hún fremur tannúðg ef því er
að skipta.
Svo kom kaffihléið.
pv pjr stund
rann 1 iú flpp’a
, nc enorskbranð’ð ner
oni'hóttu hreinasta
■]nn/>c!gp,ga,f 5
Menn fóru laumulega með
bitana sína, brutu brauðið
niðrj í pokunnm og stungu
upp í sig svo lítið bar á, likt
og um peningameðhöndlun
væri að ræða.
Aftur á móti voru sumir
upplitsdjarfari, einkum inn-
fæddir, skoðuðu sneiðarnar í
krók og kring, smjölsuðu ein-
hver ósköp, enda ekkert slor.
Síðan 'hófust samræður,
kliður margra munna, ólík-
ustu raddbrigða, hrærigraut-
ur allskyns málefna, allt frá
tíðarfarshugleiðingum upp í
heimspeki.
Kaffistofan fyllist af s'ígar-
ettureyk, neftóbakssogum,
pískri og píkuskrækjum.
Glettnum augum er skotr-
að, hréfkúlum kastað.
En meðan æskan ' nýtur
hvíldarinnar, stendur ellin við
flökunarborðið og mundar
sinn hníf gegn hinum gula
þorski.
Galdra-Tobba er sð boðorðs-
böðull, sem einstaklingnum,
helzt þeim unga, er þyrnir í
auga. Hnútukast, orðhvatra
tungna hrín ekki á hennar
hrjúfu sál fremur en hland-
skvetta á gæs. Hennar átt-
ræða kergja stendur á fastari
grundvelli en Hornbjarg.
Ertu að vinna þig i álit,
álftin min? spurði Olga um
leið og hún skauzt framhjá
henni
Hún fékk ekkert svar, að-
eins blóðhlaupið augnatillit.
Það var hennar svar.
Og dagurinn leið, skarkala-
blandinn, líkt og byrgður
gluggi.
Magnús Jóhannsson Hafn-
arnesi, Fáskrúðsfirði.