Þjóðviljinn - 07.08.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.08.1960, Blaðsíða 9
Suhnudagur 7. ágúst 1960 ■— ÞJÓÐVILJINN —* (9 Ritstjóri: Frímann Helgason Handknattleiksmóti Islands úti lauk með þrem skemmtilegum leikjum Handknattleiksmóti íslands úti lauk á föstudagskvöld með þrem skemmtilegum leikjum. Veður var mjög gott og áhorfendur voru allmargir, sem skemmtu sér mjög vel. í karlaflokki var það hreinn úrslitaleikur mili KR og FH, og eins milli KR og Ár- manns í kvennaflokki því þær höfðu unnið hvor sinn riðil. í öðrum flokki kvenna stóðu leikar þannig að ef Ármann hefði unnið' voru Víkingar og Kgflvíkingar jafnar, en ef Vík- ingar hefðu unnið voru þær sigurvegarar. Víkingar og Ármann skildu jöfn 2:2, Jafn og skemmtilegur leikur, þar sem aðeins tvö mörk voru skoruð. Víkingar skoruðu eitt mark í fyrri hálfleik og lauk hálfleiknum þannig. í siðari hálfleik voru Ármeinningarnir ágengari og tókst fljótt að jafna, og taka forustu. Að vísu var það heppnismark því knötturinn lenti í varnarmanni og breytti stefnu og hrökk í markið. Nokkru fyrir leikslok tókst Betty Ingadóttur að jafna fyrir Útisuncfjdug í Peking Þessi mynd er frá Peking og sýnir nýja litisundfaug sem nýlega var tekin í notkun. Um 2000 maims geta synt í eimi í lauginni, án þess að um þrpngsli sé aö ræða. Víking, en þrátt fyrir góðar til- raunir af beggja hálfu tókst hvorugu liðinu að ná sigri, og voru þetta nokkuð sanngjörn úrslit. Jafntefli þetta gerði það að verkum að þrjú liðin urðu jöfn að stigum. eða Fram, Vík- ingur og Keflavík, en Fram hafði bezta markatölu og varð því sigurvegari í mótinu. Þetta mun vera fjórða mótið sem Víkingsstúlkurnar í 2. flokki kvenna eru í úrslitum og má segja að þær hafi ekki heppnina með sér. Ármann varð í fjórða sæti. Dómari var Karl Jóhanns- son og dæmdi mjög vel. íslandsmeistarar Fram, og þeir fyrstu í útihandknattleik kvenna eru: Viktoría Kristjánsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir, Jóhanna Sigsteinsdóttir, Unnur Færseth, Hanna Sigurðardóttir, Jóhanna Þórðardóttir, Auður Böðvars- dóttir og Guðrún Valgeirsdóttir. Framlengja varð' í kvennaflokki í meistaraflokki kvenna var leikurinn milli Ármanns og KR mjög skemmtil'egur og alltví- sýnn næstum allan tímann. KR- stúlkurnar léku betur að þessif sinni, reyndu meira að opna vörn Ármenninga, með samleik og stöðuskiptingum. Ármenning- arnir voru mun órólegri og gáfu sér ekki tíma til að athuga sinn gang og skutu því um of í ó- tíma. Það var þó Sigríður Lúth- ersdóttir sem skoraði fyrst, með föstu skoti, en Gerða Jóns jafn- aði. Ármann tekur enn forust- una með skoti frá Jónu en það stóð ekki lengi því María fyrir- liði KR jafnar, og áður en hálf- leikurinn er á enda höfðu Gerða og Perla skorað s.itt markið hvor, Perla mjög vel af linu. 4:2 var staðan í hálfleik. Sigríð- ur Lúthersdóttir skorar þriðja mark Ármanns þrátt fyrir það að Gerða sjái svo um að hún komist sem minnst í leikinn og tekst það vel. Inga Magnúsdótt- ir eykur fyrir KR í 5:3, en Hrafnhildur bætir fjórða mark- inu við fyrir Ármann með nokk- uð óvæntu skoti. María skorar enn fyrir KR, og litlu síðar fá Ármannsstúlkurnar vítakast og var Sigríður Lúthersdóttir ekki í vanda að skora úr því. Inga virtist vera vel upp lögð og skorar 7 mark KR 7:5 og nú er langt liðið á ieikinn, virðist þetta vera nokkuð öruggt fyrir KR, en Ármannsstúlkurnar eru ekki á því að gefa sig, og á þeim mínútum sem eftir eru jafna þær 7:7, var það Ása Jörgens sem skoraði tvisvar í röð. í fyrri hálfleik framlengingar- innar var ékkert mark skorað, en þegar langt var liðið á síðari hálfleik skorar Inga úrslita- markið fyrir KR, og þriðja mark sitt í leiknum. Eftir gangi leiksins og leik liðanna var þetta sanngjarn sigur fyrir KR og mun þó mörgum hafa komið það nokkuð á óvart, en þær voru greinilega í betri æfingu. Fara þær nú til Danmerkur i haust sem íslandsmeistarar úti, en að því vinna þær núna, og má greinilega sjá það á þeim. Dómari var Daníel Benjamíns- son. Íslandsmeistarar KR: Erla ísaksen, María Guð- mundsdóttir, Inga Magnúsdóttir, Hrönn Pétursdóttir, Perla Guð- mundsdóttir, Bára GuðmyndS- dóttir, Þorbjörg Valdimarsdótt- ir, Erla Friðriksdóttir, Erna Finnbjörnsdóttir og Gerða Jóns- dóttir. FH lék sér að KR og vann 25:10 í meistaraflokki karla má segja að FH hafi leikið sér að KR, og hafa aldrei sýnt aðra eins yfirburði og í þessum leik. Til að byrja með virtist sem KR-ingar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið því nokkuð eftir miðjan fyrri hálfleik stóðu leik- ar 9:1 fyrir FH og hafði Ragnar skorað 8 þeii-ra! Meiddist hann þá nokkuð og varð að yfirgefa völlinn urn skeið. Hraði Hafn- firðinganna var gífurlegur og var greinilegt að á þessum stóra velli nutu þeir sín mikið betur en inni í hinum litla sal á Há- logalandi. í hálfleik stóðu leikar 11:4 fyrir FH. Og í byrjun síðari hálfleiks tóku þeir sprett og skoruðu 6 mörk á meðan KR skoraði 1, 17:5. Um skeið í siðaiV hálfleik náðu KR-ingar sér svo- lítið. á strik og stóðu leikar þá um skeið 20:9, en í lokaspretti FH-inga skoruðu þeir 5 mörk en KR aðeins 1 og lokatalan varð 25:10, og með Ragnari heil- um allan tímann hefði marka- talan orðð mun meiri fyrir FH, en hann virtist. alveg sérstaklega . vcl fyí-ir kallaður. Annars er allt liðjð. sem FH teflir fram sterkt og jafnt og allir geta skotið ef með þarf. KR vantaði Hörð Felixson cg hefur það vissulega haft sitt að segja og Guðjón var heldur ekki í markinu, en hinn ungi rriark- maður, Sigurður Óskarsson, varði samt oft vel. Það sýn r nokkuð yfirburði FH að þeir skoruðu 156 mörk en' fengu að- eins 40 í öllu mótinu. Þeir sem skoruðu mörkin í leiknum voru: Fyrir FH: Ragnar Jónsson 0, Birgir Björnsson, Pétur Antons- son, Kristján og Örn 3 mörk hver, Einar, Bergþór og Ólafur Thorlasíus 1 hver. Fyrir KR: Reynir 5, Heins 3, Pétur og Stefán 1 hvor. Dómari var Hannes Sigurðs- son og hefði mátt dæma fleiri vítaköst fyrir ígrip á línu, en. var annars mjög ákveðinn í dómum sínum. Á eftir afhenti formaður HSÍ Ásbjörn Sigurjónsson, sigurveg- urunum verðlaun og nældi verðlaunapeninga í barm sigur- vegaranna i meistaraflokki. Þakkaði hann Ármanni fyrir framkvæmd mótsins, og starfs- mönnum þess. Iþróttamót í Borgarfirðl íþróttamót UMS Borgarfjarð- ar 1960 fór fram að Faxaborg dagana 23. og 24. júlí sl. Veður var óhagstætt til keppni fyrri daginn, en skárra þann seinni. Magnús Jakobsson varð stiga- hæsturi í keppninni, hlaut 17 stig og vann til eignar styttu þá, er keppt heíur veriðum und- anfarin ár. Aðalheiðuj; Helgadóttir varð stigahæst kona, hlaut 8 stig, og vann í fyrsta sinn bikar sem Þórarinn Magnússon gaf nú, og vinnst hann til eignar hljóti sama kona hann þrisvar. Sveinn Jóhannesson vann bezta afrek mótsins, í kúluvarpi, og hlaut í fyrsta sinn bikar þann er Þór- arinn gaf í fyrra. Úr.slit mótsins urðu þessi: <s--------------------------------- 100 m hlaup: Magnús Jakobsson R 12,1 sek. 400 m hlaup; Magnús Jakobsson R 59.7 sek. 3000 ni hlaup: Haukur Engilbersson í 9:43.4 Hástökk: Þorbergur Þórðarson R 1,60 Langstökk: Mag'nús Jakobsson R 5,92 Þrístökk: Eyjólfur Engilbertsson R 11.97 Kúluvarp: Sveinn Jóhannesson St. 12,63 Kringlukast: Jón Eyjólfsson H 36,99 Spjótkast: Þorbergur Þórðarson R 41,97 Gestur á mótjnu: Gunnar Gunnarsson, Akran. 44.50- 80 m hlaup kvenna: Björk Ingimundardóttir D 11.8 1500 m hlaup: Haukur Engilbertss. í 4:33,6 miii- 4x100 m boðlilaup: A-sveit Reykdæla 51.4 Hástökk kvenna: Sigríður Karlsdóttir Sk. 1,21 Langstökk kvenna: Jónína Hlíðar St. 4,50 (héraðsmjj Stangarstakk: Magnús Jakobsson R 3,15 Kúluvarp kvenna; Aðalheiður Helgadóttir R 8.03 Gestur á mótinu: Sigríður Kolbeins Akran. 8,5! Kringlukast kvenna: Aðalheiður Helgadóttir 3 21,42 Gestir á mótinu: Fríða Júl’usdóttir Akran. 23.52 Kristín Tómasd., Akran. 22.52 Sólrún Ingvadóttir Akran. 2129- Úrslit í stigum Umf. Reykdæla 78 stig Uml'. Skallagrímur 26 stig Umf. Staíholtstungna 26 stig Umf. Haukur 18 stig Umf. íslendingur 8 stig Umf. Dagrenning 6 stig Umf. Vísir 3 stig Umf. Þrestir i stig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.