Þjóðviljinn - 11.08.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.08.1960, Blaðsíða 1
Fór í bið Fyrsta einvigisskák Friðriks Olafssonar og Freysteins Þor- -- bergssonar var tefld í gær- kvöld. Skákin fór í bið. Frið- rik liefur peð yfir og' vinn- ingslikur. ‘ SK3 JT r~-- STJORNIN HEYKIST FYRII BRETA: TEKUR UPP SA Fulltrúar sfjórnarandstöSunnar i utanrikismálanefnd mótmœla þessari smánarlegu og stórhœttulegu ákvörÓun & Þeir alvarlegu atburðir hafa gerzt að rikisstjórn íslands hefur ákveðið að taka upp samningaviðræður við brezku stjórnina um landhelgi íslands og veiðar brezkra togara á íslandsmiðum. Þessi ákvörðun er rökstudd með því að Bretar hafi hótað því að hefja vopnað ofbeldi á nýjan leik og þá hafi ríkisstjórn íslands séð þann kost vænstan að beygja sig. Ríkisstjórnin hefur tekið þessa ákvörðun a lgerlega upp á sitt eindæmi, án nokkurs sam- ráðs við utanríkismálanefnd, og á nefndarfundi í gær mótmæltu fulltrúar Alþýðubanda- lagsins og Framsóknar harðlega þessari stef nu sem gengur í berhögg við hagsmuni og af- stöðu íslendinga. ' ( Þjóöviljanum barst í gær svo- hljóðandi tilkynning' frá ríkis- stjórninni um samningaviðræð- ur við Breta um landhelgismál- ið ..Ríkisstjórn Bretlands hefur farið þess á leit við ríkisstjórn Islands að teknar verði upp við- ræður þeirra í miili um deilu þá, sem er um aðstöðu brezkra fiskiskipa á íslandsmiðum. Þar sem íslenzku ríkisstjórninni virð- ist eirísætt að kanna beri til hlít- ar öll úrræði. sem koma mættu í veg- fyrir áframhaldandi á- rekstra á íslandsmiðum, auk þess sem vinna þurii að fram- gangi ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959. hefur hún tjáð sig reiðubúna til slikra viðræðna, jafnframt því, sem hún hefur Drengur missir framan af fæfi , Sandgerði í gær. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Síðdegis í gær þriðjudag, varð það klys hér í frysftihúsi h.f. Miðness, aði ungur drengur lenti í vél og missti íraman af öðrum fæti. Slysið mun hafa orðið um það leyti er drukkið var síð- degiskaffi. Var þá i gangi færi- snigill, sem flytur malaðan ís í frystihúsinu. Lenti dreng- urinn, Berent Sveinbjörnsson, 8 ára gamall, með annan fót- inn í sniglinum. Klipptist fram- an af fætinum um ristarbein. Drengurinn var þegar f’utt- ur í sjúkrahúsið í Keflavík. ítrekað við brezku stjórnina, að hún telur ísland eiga ótviræðan rétt að alþjóðalögum til þeirrar fiskveiðilögsögu, sem ákveðin hefur verið.“ Ekkert samráð við utanríkismála.nefnd Eins og áður er sagt var ekk- ert samráð haít við utanrikis- málanefnd um málið, og er það algert lögbrot. Hinsvegar var ut- anríkismálanefnd kvödd saman síðdegis í gær. um sama ieyti að blöðin fengu tilkynningu ríkis- stjórnarinnar, til þess að kynna nefndarmönnum ákvörðunina. Þar mótmælti Finnbogi Rútur Valdemarsson, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, harðlega þessum vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og lýsti yfir því að hún ein bæri ábyrgð á bessari röngu og hættu- legu ákvörðun. Fulitrúi Fram- sóknarflokksins, Þórarinn Þórar- ínsson, mótmælti einnig fyrir hönd síns ílokks. Beygðu sig fyrir hót- unum og ofbeldi Guðmundur f. Guðmundsson utanríkismálaráðherra rökstuddi ákvörðun ríkisstjórnarinnar með því að henni hefði verið tjáð af hálfu brezkra stjórnarvalda að erfitt myndi að standa gegn kröfum brezkra útgerðarmanna um herskipavernd innan íslenzkr- ar landhelgi á nýjan leik. Sú yf- irlýsing brezkra stjórnarvalda jafngildir beinum hótunum um vopnað ofbeldi. Og það eru þær ofbeldishótanir sem rikisstjórnin beygir sig fyrir með því að fall- ast á samningaviðræður. Er það í senn vesælmannlegt og stór- hættulegt að ganga til samninga við Breta á slíkum forsendum. Bretar hafa ekki breytt afstöðu sinni Það kom einnig fram hjá ut- anríkismálaráðherra að ekki liggur rteitt fvrir um breytt við- horf brezkra stjórnarvalda til ís- lenzku landhelginnar. Ef íslenzka ríkisstjórnin ætlaði að halda fast við ákvörðun alþingis um 12 mílna landhelgi óskerta væru samningaviðræður við Breta því algerlega tilgangslausar og skrípaleikur einn. En með bví að failast á samningaviðræður hef- ur ríkisstjórn Islands- í verki lýst yfir því að um eitthvað só að semja af hennar hálfu; und- anhaidið felst þegar i því að taka upp viðræður á slíkum forsendum. Framhald í forustugrein á 6. síðu. Togaraeigendur ræða við Soames Knn einn fundur liefur ver- ið boðaður jí London í dag um landhelgisdeiluna við fsland Fulltrúar tosaracigenda munu aftur hitta Christopher Soames sjávarútvegsmálaráðherra o.g ræða við hann hvað gera skuli þegar þriggja mánaða frestur- inn rennur út á morguil. D a 1 • Félag íslenzkra myndlistarmanna opnar i aLctlllL I hI kvöld í Listamannaskálanum samsýningu ‘Jú listamanna. Á sýningunni eru um 70 verk, málverk, liögg- myndir, vatnslitamyndir og eitt otið teppi. Flestar myndanna eru nýjar af nálinni. Myndin liér að oí'an er höggmynd eftir Sigurjón Ölaísson og ber hún heitið Batamerki. — Sjá nán« ar á þriðju síðu. (Ljósmynd; Þjóðviljinn, A.K.) Yerkfall starfsmanna lamar allt atvinnnulíf Færeyja Opinberir starfsmenn í F'ær- eyjum hófu verkfall kl. 8 í .gærmorgun. Verkfallsverðir eru við allar opinberar skrif- stofur og stofnanir sem verk- Guðm. í. og Emil til útlanda ídag; Gylfi Þ. í næoía mánuði! Það er ekki aðeins að nú- verandi ríkisstjórn hali í sumar staðið fyrir stórfelld- ustu veizluhöldum í siigu þjóðarinnar í sambandi við hinár endalausu ráðAefnnr sem hér hafa verið haldnar, heldur nota ráðherramir hvert hlé sem gefst milli veizluhalda ’til þess að fara til útlanda. Mun það vera fjaldgætt að allir ráðherr- arnir dveljitþ hér á landi í senn, og það hefur koinið fyrir að meirihluti ríkis- stjómarinnar hefur dvalizt erlendis. Nú stendur fyrir dyrum ný ferðahrina. Eins og Þjóðvilj- inn hefur áður slkýrt frá er Guðmundur f. Guðmundsson utanríkisráðherra að iara í skemn* 1 sferð í dag til ísrael e'nmitt | ;>gar landlie’igismál- ið er enn einu sinci að kom- asc .í dagskri. Emil Jónsson sjáva rútvegsmá la ráðherra fer einnig í dag til Svíþjóðar undir því yfirskini að hann þurfi að mæta á fiskimála- fundi ] ar. Og í næsta mánuði mun Gylfi 1». Gíslason mennta- íuáiaráðberra lara tij Bamla- ríkjanna ásimt Jónasi Hai- alz., (“i Gylfi liefur áður á ] 1 • u ári farið í þrjár eða fjór.tr utanlandsreisur. F'l' Guðmundi I. og Emil dvelst eilthvað í ferðaJögum síiumi, gæti vel svo farið að allir Al- [vðuflokksr’ ðherramir verði er.eudis í senn — en auðvitað hroytir það engu um stjórn- arfarið í laudiuu, • fallið nær til, og er verktallið hvarvetna algert. Landstjórnin hélt aukafnnd í gær um verkfallið og ákvað j að kalla saraan Iaunamála- nefndina sem Lögþingið kaus ‘í .fyrradag þegar í stað og fela henni að miðla málum milli landsstjórnarinnar og | samtaka opinberra starfs- manna. Allt atvinnulíf í Færeyjum I er þegar lamað vegna verk- | fallsins. Símasambandslaust er milli Þórshafnar og annarra byggðarlaga, fisklandanir liggja niðri þar eð verkfallið nær til fiskmatsmanna, tollaf- greiðslur eru lokaðar og vistir fást ekki handa skipum. Raf- Eramhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.