Þjóðviljinn - 11.08.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.08.1960, Blaðsíða 12
þJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. ágúst 1960 — 25. árgangur — 176. tölublað. Síðdegis í gær komu stjórnir hinna einstöku deilda norrænu lögfræðingasamtakanna sam- an til saineiginlegs fundar í Alþingishúsinu og var þá þessi mynd tekin af deildarfonnönnun- um fimm. Frá vinstri: Bergendal Svíþjóð, Carl Jacob Noregi, Olavi Honka Finnland, Árni Tryggvason formaður lsla.ndsdeildar norrænu lögfræðingasamtakanna, og Bernt Hjejle frá Danmörku. (Ljósin.: Þjóðv.) Á sjötta hundrað þótttakendur í norræna löglræðingaþinginu Verður seft I Reykjavik árdegis i dag Fjölmennasta norræna þingið, sem efnt hefur verið til hér á landi — XXII. norræna lögfræðingaþingið — verður sett í Þjóðleikhúsinu árdegis í dag. Þátttakendur eru á sjötta hundraö, þar af 370—380 útlendingar. Islenzkir þátttakendur á þinginu eru rösklega 130 tals- ins, lögfræðingar og eiginkon- ur margra þeirra. Hætt um friðhelgi einkalífs Norræna lögfræðingaþingið verður sem fyrr segir, sett kl. 10 árd. í dag í Þjóðleikhúsinu og heldur Árni Tryggvason, hæstaréttardómari, formaður Islandsdeiidar norrænu lög- fræðingasamtakanna, setningar ræðuna. Þá syngur Karlakór Reykjavíkur undir stjórn Sig- urðar Þórðarsonar. Að setningarathöfn lokinni verða rædd félagsmálefni en síðan hefjast umræður um fyrsta fundarefnið: Frlðhelgi einkalífs, Aðalframsögumaður er Gunnar Thoroddsen fjár- málaráðherra, en síðari fram- sögumaður prófessor Bo Palm- gren frá Finnlandi. Þátttákendur skiptast í deildir Á morgun, föstudag, verða deildafundir í Háskólanum. I A-deild er umræðuefniði- Er tímabært að endurskoða nor- rænu kaupalögin? Aðalfram- sögumáður er prófessor Vind- ing Kruse, Danmörku, en síð- ari framsögumaður Simo Zitt- ing prófessor frá Finnlandi. I B-deild er viðfangsefnið: Lög- fræðilegt liðsinni við févana fólk. ' Aðalframsögumaður er Wilhelm Brodin, lögmaður frá Svíþjóð, en síðari framsögu- maður Bernt Hjejle, hæstarétt- arlögmaður frá Danmörku. I C-deild verður rætt um skött- un og réttarvernd einstaklinga. Þar er aðalframsögumaður prófessor Aarne Rekola, Finn- landi, en síðari framsögumað- ur Benedikt Sigurjónsson hrl. Fyrirlestur réttar- sögulegs eðlis Deildafundirnir eru haldnir árdegis á morgun, en kl. 2 síðdegis heldur Ólafur Lárus- son prófessor fyrirlestur um félagsmálalöggjöf hér á landi á þjóðveldistímanum. Að er- indi Ólafs loknu hefjast deilda- fundir að nýju. Umræðuefni í A-deild verður: Heimkynnis- reglan eða þjóðernisreglan? — efni úr alþjóðlegum einkamála- Framhald á 2. síðu Hammarskjöld, framkvæmda- stjóri SÞ, komst í gær að fullu samkomulagi við fulltrúa Kon- góstjórnar um hvernig fram- kvæma skuli fyrirmæli Ör- yggisráðsins varðandi brott- Daa Hammarskjöld flutuing belgíska hersins úr Kongó. Búizf var við að liann legði af stað til Leopoldville, höfuðborgar Kongó, seint í gærkvöld. Áður hafði verið talið að Heildoroflinn 234lþúsund lestir fyrstu 5 mónuðina Samkvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi íslands nam heildarafli landsmanna fyrstu 5 mánuði þessa árs liö- lega 234 þús. lestum. Er það heldur minna aflamagn (munar um 2500 lestum) en á sama tímabili síðastlið- ins árs. Bátafiskur þessa 5 fyrstu j lestum en í fyrra 10 þús., mánuði ársins nemur 191 þús. | karfaaflinn 11 þús. lestum ('í lestum (170 þús. lestum íjfyrra 33,7 þús. lestum). Af fyrra), en togarafiskvir 43 öðrum ;fiskte£uncÍUffl er afla- tímabilinu — 552 tonn — ekki þús. lestum (66 þús. í fyrra). 183 þús. tonn af þorski Sé aflinn sundurliðaður eft- ir tegundum, hefur langmest veiðzt af þorski eða rúmlega 183 þús. lestir — í fyrra 172 þús. lestir. Ýsuaflinn 5 fyrstu magn mun minna: Lúða 7000 lestir, steinbítur 6400 lestir, keila 5100 lestir, skata 4900, umsi og langa 3700 lestir af hvorri tegund^ skarkoli 157 lestir. 113 þús. tonn í frystingu Af aflamagninu 5 fyrstu mánuði ársins nemur 17 þús.1 mánuði ársins (síldaraflinn á meðtalinn) fór nær helmingur í frystingu eða samtals 113 þús. lestir. Saltaðar voru 55 þús. lestir, hertar 47 þús. lestir, ísfiskur nam 11500 lest- um, í mjölvinnshi fóru tæpar ' 2 þúsund lestir og 3800 tonn ;í innanlaudsnéyzlu. j Til samanburðar má geta þess að sömu mánuði síðast- ,liðins árs fóru í frystingu 136 þús. lestir og rúmlega það, ! saltaðar voru 51 þús. lestir, hertar 37 þús. lestir, ísfiskur J nam 4 þús. lestum, i mjöl- vinnslu fóru 2600 lestir og til neyzlu innan land3 2800 tonn. Hammarskjöld myndi koma við í Brussel á leið sinni til Kongó, en hann mun hafa hætt við það, telur sig ekki eiga neitt vantalað við belgísku stjórnina sem stendur. Eyskens, forsætisráðherra hennar, gekk í gær á fund Baldvins konungs. Sá orðróm- ur gaus upp að stjórnin myndi ætla að segja af sér í dag. Siðdegis i gær urðu uppþot í Leopoldville. Mannfjöldi ruddist inn 'i aðalstöðvar Ab- ako, flokks Kasavúbú forseta sem lýst he.fur andstöðu við stefnu Lúmúmba forsætisráð- herra. Þrír starfsmenn flokks- ins særðust í þeim átökum. Lúmúmba 'kom á vettvang og reyndi að stilla til friðar, en ráðizt var að hor,"n og hon- um vei'ttir nokkrir áverkar. Vopnuð lögregla hefur nú sleg- ið hring um þennan borgar- hluta. Lúmúmba hafði fyrr um daginn sagt blaðamönnum að stjórn hans bæri fullf traust til SÞ og myndi styðja að- gerðir þeirra. Hins vegar myndi engum þolað að grafa undan einingu þjóðarinnar. Ekkert er enn vitað um við- brögð Atlanzbandalagsins við hótunum belgisku stjórrnar- innar að hún neyddist nú til að endurskoða afstöðu sína til bandalagsins. Fastaráð þess er í sumarleyfi og kemur .ekki saman fyrr en í næsta mán- uði. Fréttaritari brezka útvarps- ins í París segir að franska stjórnin og mörg frönsk blöð láti í Ijós samúð með Belgum. Eru Bandaríkin og Bretland sökuð um að hafa beygt sig fyrir hótunum Sovétríkjanna, en svikið bandamann sinn, Belgíu, í tryggðum. Macmillan heim- sækir fldenauer Macmillan, forsætisráðherra iBretlands, kom í gær til Bonn. og ræddi hann í þrjár klukku- stundir við Adenauer. Síðar í haust er ráðgert að hann hitti de Gaulle Frakklandsforseta og Fanfani, forsætisráðherra ít- alíu. ! 'i1111111111111111111■ 11111111111■ 1111111111:>11111■ 11111ii111111111111111ii11111ri111■■ 11111111111111111111111111111111m111111111111ii1111111111n11111111■ 111111111111111111111111111111■ 1111111111111111111111111111■ 11111[11111111111111111111>. Fyrsta þingið var haldið 1872 í Höfn § Norrænt lögfræðinga- þing er nú í fyrsta skipti haldið hér á landi. Slíkt þing var fyrst háð árið 1872 í Kaupmannahöfn, að frum- kvæði sænskra lögfræðinga, en samkvæmt reglum þeim, sem þingunum var upphaf- lega sett skyldi halda þau þriðja hvert ár. Ekki hefur þó reynzt gerlegt að halda því ekipulagi uppi. Tiunda ’ þingið var haldið í Kaup- j naannahöfn 1902 og hið ellefta átti að halda í Stokk- hólmi 1905. Af því þinghaldi varð þó ekki vegna átaka milli Norðmanna og Svía, og fór svo að ellefta lögfræðinga- þingið var ekki haldið fyrr en að loknum heimsófriðnum fyrri 1919. _ § Á sautjánda lögfræð- ingaþinginu í Helsinki 1937 var boðið til næsta þings í Reykjavík sumarið 1940, en aflýsa var því vegna heims- ófriðarins síðari, þar til þing var haldið i Kaupmannahöfn 1948. Síðan hafa þingin ver- ið háð reglulega þriðja hvert ár. § Upphaflega stóðu Dan- ir, Norðmenn og Svíar að þingum þessum, en síðar bættust Finnar og Islending- ar 1 hópinn og var fyrsta þingið í Finnlandi haldið 1925. Eftir að XXII. lögfræð- ingaþingið er um garð geng- ið hafa öll Norðurlöndin staðið fyrir þinghöldum þessum. Danir, Norðmenn og Sviar sex sinnum hver þjóð, Finnar þrisvar og Islendingar einu sinni. § Norrænu lögfræðinga- þingin hafa — að sögn þátttakenda og forráðamanna — mikið gildi, bæði raun- hæft og fræðilega, auk þess sem þau eru vettvangur fyr- ir norræna lögfræðinga til að hittast og kynnast. Á lög- fræðingaþingum hafa jafnan verið ræddar mjög hugmynd- ir um norræna samvinnu á sviði löggjafar og lagafram- kvæmdar, og má rekja sam- norrænu lögin mörg til þeirra umræðna að verulegu leyti. Framsögumenn reifa málin á þingunum í miklum ritgerð- um, sem prentaðar eru ásamt öllum umræðum þingsins, og' hafa þessi framlög oft mikið fræðiíegt gildi. § Á síðustu lögfræðinga- þingum hefur umræðum verið hagað svo, að fyrsta og síð- asta fundardag eru haldnir- allsherjarfundir, en annan fundardag eru mál rædd í deildum, þannig að tvö til þrjú umræðuefni eru rædd samtímis. Gefst mönnum þannig kostur á að hlýða á og velja sér þau umræðu- efni, sem þeir hafa mestatt áhuga á.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.