Þjóðviljinn - 11.08.1960, Síða 10

Þjóðviljinn - 11.08.1960, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 11. ágúst 1960 Alþjéðfe Fra\nhald af 7. síðu nokkrum orðum um stefnu Bandaríkjamanna i utanrikis- verzlunarmálum Þeir og dindlar (þeirra tala manna mest um frjálsa verzlun, af- nám hafta og niðurskurð tolla. í samræmi við þetta eru og igerðir þeirra í GATT, OEEC og markaðsmálum 'Vestur-Evrópu. Hins vegar hafa Bandarík- In ekki lagt nærri því eins mikla áherzlu á þetta hjá sjálfum sér. Tollar hafa löngum verið miklir í landinu ímilli 1861 og 1890 gerðu þeir um helming a,f verði inn- flutts varnings og átti þetta sinn mikla þátt í að vernda og efla innlendan iðnað). Að vísu hafa verið gerðar miklar tollalækkanir síðan 1930 (þá námu tollar 44,7% af toll- akyldum innflutningsverðmæt- um, '1957 10,8%, en hlutur tollskylda varningsins í inn- flutningnum hefur aukizt mjög (úr 33,2% 'i 53 5% á umræddu tímabili). Nú eru innflutningshöft ekki fyrst og fremst fólgin í tollum, heldur ’beinni takmörkun (þröngum innflutningskvótum). Innflutn- ingur er líka torveldaður á annan hátt, nefnilega með hin- um svonefnda „administrative protectionism". Þegar haft er í huga, að bandarískur iðnað- ur hefur í langflestum grein- um mestu framleiðni í lieimi •og framleiðsla hans er að magni um helmingur af iðn- aðarframleiðslu auðvalds- heimsins, þá er ekki erfitt að sjá tilganginn með þessari sérkennilegu „verndarstefnu" Bandaríkjanna. Ef önnur lönd eru sem varnarlausust gegn innflutningi frá Bandaríkjun- um, geta amerískar vörur flætt yfir. Ætlunin er, að fá sífellt sterkari tök á utanrík- isverzlun heimsins. minnka svolítið Osfframleiðslubirgðir innanlands. og tryggja sér stöðugt hagstæðan verzlunar- jöfnuð. Þannig eykst veldi og ríkidæmi Bandaríkjanna, og önnur lönd neyðast til að leyfa auðmagnsinnflutning, þó ekki sé nema vegna chag- 1 stæðs greiðslujafnaðar. Alkunnur er hinn mikli dollaraskortur sem p'eisaði eftir styrjöldina, og átti rót s'ína að rekia til óhagstæðs greiðslujafnaðar við Bandarík- in. Hann var mikið vandamál í sjálfu sér, en skapaði Banda- r'íkjamönnum lika illleysanlega þraut: Hvernig áttu þeir að hafa not útistandandi skulda sinna? Fyrst náðu þeir tang- arhaldi á % hlutum af gull- forða heimsins, en siðan voru góð ráð dýr. Útflutningsyfir- magnið (export surolus) var 1946—’49 um 6 mrð $ á ári, en komst 1950—’55 niður i 4 milljarða árlegt meðaltal. Sú hin F:ðarnefnda upphæðin er svipuð því, sem Bandaríkia- stjórn evðir í hernaðaraðstoð og til framfæris setuliði sínu erlendis. (Bandarísk fjárfest- íng jókst hins' vegar ekki nema um h.u.b. einn milHarð á ári). Einungis með sl'íku móti, köldu stríði og vip'bún- aðaræði, var hægt að koma á nokkurn veginn greiðslu- auðmagn og arðrán jöfnuði. Það hefði verið hæg- ur vandi að skapa hann með því að flytja út nægilega mik- ið af starfandi auðmagni. Það voru pólitískar ástæður sem hindruðu hann: bandarískum auðhringum þótti fá lönd nógu trygg fyrir starfsemi sína. Það voru pólitískar á- stæður sem ollu þeirri lausn, er tekin var: vígbúnaði efna- hagslífsins, styrjaldarrekstri þjóðarbúskapsins. Það er á þennan hátt sem hið ný.ja bandaríska form auðmagnsút- flutningsins, hernaðaraðstoð og önnur óafturkræf framlög, tengist hinum eldri og hefð- bundnari formum hans, fjár- festirgu á lánum. Og kaup- sýslumennirnir vita líka hvað þeim kemur með þvi að láta ríkistjórn sína veita alla bessa hernaðarlegu efnahagshjálp til útlanda. 85% hennar er nefnilega eytt i hergagna- og herbúnaðarkaup 'i Bandaríkj- unum. Talið er að 609.900 manns hafi atvinnu af að svara þessari eftirspurn. Urr gróða framleiðendanna er eng- ar tölur að fá, frekar en um svo margt annað. • Útflutningur starfandi fjár- magns frá Bandaríkjunum fór ekki .fyrst og fremst til þeirra landa, sem mesta þörf hæfa fyrir aukningu fram- leiðslunnar, heldur réði það mestu, hvað auðvaldsskipulag- ið var stöðugt í sesi. Fyrst eftir styrjöldina þótti einka- framtakinu danurt um að litast, því að alþýðuhreyfing- ar gerðu hvert kraftaverkið á fætur öðru, en er timar liðu fram skýrðust línurnar, og það varð auðveldara að greina á milli feigs og ófeigs. Á síðari árum hefu því kom- ið fjörkippur í erlenda fjár- festingu Bandaríkjanna. og hún aukizt hraðar, en nemur vexti bandarísks fjármagns yfirleitt. Þó að ekki fari nema um helmingur útflutts fjármagns til hinna vanþróuðu landa, eru þau, að slepptum hinum pólitísku sjónarmiðum, miklu girnilegri fyrir hákarla auðs- ins heldur en þróuð lönd. Því veldur annars vegar hið lága kaupgjald og hins vegar hrá- efnaauðgi. Á síðastliðnu ári var með- alkaup bandarísks iðnverka- manns 2,22 dollarar um tím- ann. Öll lönd Evrópu standa í þessu tilliti langt að baki, en þó kastar fyrst tólfunum, þegar komið er í vanþróuð lönd Asíu, Afríku eða róm- önsku Ameriku. í Mexíkó er tímakaup iðnverkamanns- ins 35 cent, í Japan 30 cent, í Indlandi 10 cent. Hví- líkir möguleikar- Það þarf svo sem ekki að leggja fram stór- fúlgur til að kaupa nýtízku sjálfvirkar vélar til að spara vinnuaflið. Enda er það vfir- leitt svo, að þær verksmiðju- vélar, sem bandarískir auð- hringir nota í útlöndum, eru orðnar úr sér gengnar eða standast á annan hátt ekki lengur samkeppni heima í IBandaríkjunum. Þetta sýnir raunar vel umhyggjuna fyrir tæknilegri uppbyggingu van- þróuðu landanna, sem er eitt af vígorðum þeirra banda- rís'ku. Bandaríkin hafa með tilliti til hráefna miklu meiri þörf fyrir efnahagssambönd við vanþróuðu löndin heldur en gagnkvæmt. Nærri því allt, sem auðvaldsheimurinn notar^ af tini, krómi, nikkel, mang- ani, kcbalti, asbesti, tsillam- efnum, iðnaðardemöntum hrá- gúmmí kemur frá sl'íkum lönd- um. Allt þeta er ómissandi fyrir iðnað auðvaldsheimsins. Hinn hefðbundna grundvöll þungaiðnaðarins. kol og járn- grýti, er víða að finna, þó að albióðlega auðvaldinu finn- ist ekki nærri allt.af vert að skeyta nm þess háttar. Hins vegnr f-k“via þau mun meira um báxítið og gle.yma heldur ekki olíunni, en meiri hluti þessara geisinvtsömu efna er upprunninn í vanþróuðum löndum. Það er því ekki furða, þó að allt að 80% af erléndu fjármagni í vanþróuðu lönd- unum fáist við framleiðslu og nám á málm- og landbúnað- arhráefnum, Aftur á móti er þetta hlutfall um 50% í þróuðum iðnaðarlöndum. I nefndri grein Fjármálatíð- inda er þrí haldið fram, að það land, sem fær erlent fjár- magn hagnist meira, heldur en bað sem veitir það. Þessi staðhæfiug er vel þess virði, að það sé staldrað við og teknar nokkrar staðreyndir til athugunar. Survey of Current Busi- ness skýrir frá því, að árið 1955 hafi arðstig hlutafélaga í Bandaríkjunum verið 10%, en arðstig þeirra, sem lögðu fé sitt í fyrirtæki utan Banda- ríkjanna, hins vegar 15%. Það var því að jafnaði þriðj- ungi gróðavænlegra að flytja kapítalið út, heldur en nota það innanlands. 1956 var arðstig erlendrar fjárfestingar bandarískra olíu- 'hringa 19.4% (fjórtán hundr- uð milljónir dollara). Þetta er um helmingur alls gróða olíuhringanna, enda þótt að- eins fjárfestingar þeirra sé erlendis. Tæpur fjórði hluti hinnar erlendu fjárfest- ingar er í arabalöndunum og Ir? n. En um tveir þriðju olíu- arðsins kemur þaðan, og er þá búið að greiða öll gjöld í viðkomardi löndum. Arðrán- ið er svo ofboðslegt, að helzt komast íslenzkir sjómenn í samjöfnuð. Kaup arabískra ol'iuverkamrnna er líka ekki nema um 20 dollarar á viku, en bandariskir starfsbræður þeirra fá um 100. Kostnaður við að vinna eitt tonn olíu í þessum löndum er innan við tvo dollara. En verðið er á- kvnrðað það sama og á amer- ískri olíu í höfn við Mexíkó- flóa, 15 dollarar á tonn. Þarf- laust mun að geta þess, að nú orðið eru 65% austurlenzku olíur nar í höndum Bandaríkja- manna. Það hafa gerzt þarna margir atburðir í sarabandi við oliu og erlent fjármagn, og það væri víst svnd að segia, að yfirleitt hafi verið um tilraunir að ræða af hálfu hin’a innfæddu til að „laða að sér“ fjármagnið. Auðvald- ið hefur fundið peningalykt- ina, og ekki svifizt neinna bragða til að seilast til áhrifa og valda; staðið gegn fram- farasinnuðum þjóðfrelsis- hreyfin.gum og stutt hórkarla og misyndismenn eins og sol- dán Arabíu eða sja Persíu með ráðum og dáð. Hinn tröllaukni bandaríski olíuhringur, Standard Oil of New Jersey, er eitt fjársterk- asta fyrirtæki 'í heimi (eignir hans nema nær níu milljörð- um dollara samkvæmt bók- haldinu). Um 25% arðsins fær hann í heimalandinu, en um 75% í löndum, háðum Bandarikjunum. Samt hefur hann miklu meira fé í velt- unni innanlands. Hvernig stenzt þetta? þannig að erlend fjárfesting hans er um sex sinnum arðbærari en sú innlenda. Trúnaðarmál til þjóðarinnar Framhald af 7. síðu. hinir blaðamennivnir séu alls eldd frjálsir, fj’rst ástæða þykir til að taka slíkt fram um Indriða. Mikið lán var það nú fyrir okkur að Indriði skyldi kynnast Ihaldinu svo náið að hann gat ekki lengur átt samleið með þessum sam- vinnumönnum, þarna við Tímann, sem enn eru svo sveitó að skrifa á móti ein- staklingsframtakinu. Við lás- um það i Alþýðublaðinu að Indriði væri skáld og rithöf- undur, en höfum enga bók lesið eftir hann. Okkur er þó augljóst að upp á síðkastið má vart milli sjá hvor skrifar spaklegar, Indriði eða Grön- dal. Hvernig stendur annars á Því sem ég heyrði á hverf- isstjórafundi, að það megi aldrei nefna hemingvei í sama herbergi og Indriði er í? Hvað er annars þetta hem- ingvei? Ég hef spurt eftir því bæði hjá Silla og Valda og í Ríkinu, en þeir hrjsta bara höfuðið og sögðu að það hlyti að vera hætt að flytj- ast. Við erum alveg sammála Gísla J. Ástþórssyni, þegar haiui segir að pólitíkin eigi að minnka I Alþýðublaðinu og færast nær sínum rétta stað leiðaranum“. Það voru sannarlegá orð í tíma töluð! Kjörorð okkar á að vera: Minna um kjaramál! Fleiri bossa! Meira um sjálfsmorð, kvikmynidaleikara, skilnaði og tízkuföt! Við erum sann- arlega þakklátir Alþýðublað- inu að vera ekki að tönlast á því, þegar mjólkin, brauð- ið, fiskurinn, húsaleigan, vext- irnir, fatnaðurinn, skórnir, tóbakið og brennivínið hækk- aði i verði, en sýna okkur í þess stað þrifleg læri og lag- legar lendar. Það er þó mun- ur hve slíkt er ánægjulegra en eilíft dýrtíðarstagl. Það er heldur ekki svo lítil um- hyggja fyrir gömlu mönnun- um, sem komnir eru á elli- styrk, að senda þeim í Al- þýðublaðinu slíkar myndir svo þeir geti yljað sér síð- ustu æfistundirnar við að rifja upp hvernig Það var þegar þeir voru ungir í Eyj- um eða Hvanneyrarskál. Og hvílík nærgætni er þetta ekki við alla þá óhamingjusömu karlmenn, sem konur af ein- hverjum ástæðum neita um nægilega blíðu, að geta þá bara farið og notið Alþýðu- blaðsins í einrúmi. Að ekki sé talað um hve þetta hlýtur að örfa kirtlastarfsem'na hjá ungu piltunum okkar, sem líða fyrir það að Þeir eru enn ekki orðnir kvenfærír. En getið þið ekki fengið einhverjar tilsvarandi myndir fyrir stúlkur? Ég sá einu sinni svo ansi líflegar svo- leiðis myndir hjá systur minni, sem þýzkir sjóliðar gáfu henni fyrir stríðið. Þið ættuð að vita hve stelpurn- ar eru glaðar, þegar dóttir mín, sem vinnur á vellinum, er að sýna stöllum sínum einhverjar svoleiðis myndir úti í horni. Ég er viss um að ef þið gerðuð þetta kæm- ist sala Alþýðublaðsins upp fyrir góða ritið hann Vaffsa okkar, Sex og svo þetta nýja með djörfu myndunum frá París. Þetta myndi heldur ekki evo lítið bæta andlega og líkamlega vellíðan beggja kynja og auka heilbrigði þjóðarinnar. Ég er orðinn al- veg sannfærður um að hann Gísli hefur rétt fyrir sér og að Það á ekki að vera að ergja fólkið með stagli um þjóðfélagsmál, enda er jafn- aðarstefnan allt önnur nú á atómöld, en var í gamla daga, eins og þið útskýrðuð svo skarplega fyrir okkur í vetur. Nú eigum við að herða enn ■ meir baráttu Alþýðu- flokksins fyrir vellíðan þjóð- arinnar undir kjörorðinu: Minna stagl um kjaramál! Meira um kvikmyndastjörnur, sjálfsmorð, tízkúfatnaði og hjónaskilnaði. Fleiri bossa! Með trúnaðarmannskveðju, ykkar trúfastur I r. DANF0SS stillitæki fyrir kælikerfi. DANF0SS ! Hi'tastillitæki. DANF0SS Fittings fyrir kælilagnir og fleira. DANF0SS Stillitæki fyrir ol'iukyndi- tæki. DANF0SS Gangsetjarar fyrir raf- mótora. = héðinn = Vélaverzlun Seljavegi 2, sími 2 42 60 Vélritunar- námskaið Aðalheiður Jónsdóttir, Stórholti 31. Sími 23-925.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.