Þjóðviljinn - 11.08.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.08.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. ágúst 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Féla-g Isl. myndlis'tarmanna opnar á morgun samsýningu 20 listamanna í . Listamanna- skálamun. Einnig eru á sýn- ingunni sex verk eftir Snorra lieitinn Arinbjarnar, sem öll eru í eigu ættingja hans. Á sýningunni eru um 70 verk. Málverk eiga Bjarni Jónsson, Einar G. BaJdvins- son, Guðmunda Andrésdóttir, Hafsteinn Austmann, Hjör- ieifur Sigurðsson, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíðsson, Snorri Arinbjarn- ar, Steinþór Sigurðsson, Sverrir Haraldsson, Valtýr Pétursson, Þorva'dur Skúla- son. — Höggmyndir eiga Guðmundur Benediktss., Jón Benediktsson, Sigurjón Ólafs- son og vatnslitamyndir eiga Einar Baldvinsson, Gréta Björnsson, Ölafur Túbals, Jóhannes Jchannesson og Hjörleifur S’gurðsson. Vigdís Kristjánsdóttir sýnir vegg- teppi. Sýningin verður opnuð annað kvöld klukkan 8, síð- an opin dag hvern frá 2— 10 til mánaðamóta. Formaður Félags ísl. mynd- listarmanna er Sigurður Sig- urðsson, en Þorvaldur Skúla- son er formaður sýningar- nefndar. í augum leikmanns er þetta góð sýning. Flestir yngri málaranna eiga þarna nýjar myndir, eins og Kjartan Guð- jónsson, sem ekki hefur sýnt lengi. Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Hafsteinn Aust- mann og fleiri sýna myr.dir sem eru nýjar af nálinni. Sverrir Haraldsson á 3 gaml- ar myndir og Þorvaldur sýnir eina gamla og tvær nýjar, sem ekki eru til sölu og bend- ir það til þess að hann hafi sjálfstæða sýningu í huga. Myndir Snorra sóma sér vel í enda salarins, sex að tölu, og langar trúlega einhvern að eignast þær, en ólíklegt að þær séu falar. Bræðurnir Guðmundur og Jón Benediktssynir sýna í allt 8 höggmyndir, en þeir búa að kennslu Ásmundar Sveinssonar og virðast vinna mikið og vel. Sigurjón Ólafs- son á 4 höggmyndir; frum- drög veggskreytingar í LandJ- banka Islands; skemmtilega myr.d sem hann kallar Stað- armerki, en þá mynd langar hann til að útfæra í stóra mynd og setja hana niður á stóru, opnu svæði fyrir fram- an aðalhúsið á Reykjalundi. Mun það vera í athugun lijá forráðamönnum Reykjaíund- ar. Einnig sýnir Sigurjón myndina Batamerki og tillögu Ein nýjasta mynd Þorvaldar Skúlasonar (Ljósm.: Þjóðv. A.K.) 1111111111111111:1111111111111 h 11111111111111111111111111 i 1111111111111111111 n 1111111 ■ 11 e 11111111111111111111111111111111111111111 m 11111111111 m 1111111111111111 m 111111111111111 i 111111 ii Höggmjnd eftir Jón Bene- = Skemmtileg samsýning 20 listamannai diktsson. tllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllll illlllllillllliiiiiillllllliilllllllllllllllllllll Fundir her- namsand- I kvöld verður haldinn fundur herstöðvaandstæð- inga að Laugum í S-Þing- eyjarsýslu. Framsögumenn verða Þóroddur Guðmunds- son, rithöfundur, frá Sandi Valborg Bentsdóttir, Rós- berg G. Snædal, Jakobína Sigurðardóttir, Garði, Mý- vatnssveit, Jón Gauti Pét- ursson, bóndi Gautlöndum og Ingi Tryggvason bóndi Kárhóli. í gærkvöld var haldinn fundur á Þingeyri, og í kvöld verður haldinn fundur á Súgandafirði, föstudag á ísafirði, laugardag kl. 4 á Bolungavík, laugardagskv. á Flateyri í Önundarfirði og verða framsögumenn þeir sömu á öLIum fundunum: Gils Guðmundsson, rithöf- undur, Séra Sigurjón Ein- arsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld. Á sunnudag verða haldnir veir fundir í Barðastranda- sj-slu, á Bíldudal og Pat- reksfirði. Frummælendur verða Gils Guðmundsson, rithöfundur, séra Sigurjón ELnarsson, Guðmundur Böð- varsson, skáld og Magnús Torfi Ólafsson, ritstjóri. Héraðsnefndir hafa verið myndaðar á eftirtöldum stöðum: Jökulsárhlíð, Skrið- dal, Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Helgustaðar- hreppi. Allar þessar héraðs- nefndir eru í S-Múlasýslu. Meiri síld nú til Neskaup- staðar en í allt f yrrasumar Frá fréttaritara Þjóðviljans Neskaupstað. Hér fyrir utan hefur verið allgóð síldveíði undanfarið Síðustu tvo daga hafa eftir- talin skip komið hingað með bræðslusíld: Fjarðaklettur 950 mál, Ámi Geir 550, Magn- ús Marteinsson 350, Muninn 100 þúsund kr. á fjórðungsmiða 1 gær var dregið í 8. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 1,105 vinningar að fjárhæð 1,405,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 100,000 krónur kom á fjórðungsmiða númer 24672. Voru allir fjórð- ungarnir seldir í umboði Guð- rúnar Ólafsdóttur og Jóns St. Arncrssonar, Bankastræti 11, Reykjavík. 50 000 krónur komu einnig á fjórðungsmiða númer 23475, Þrir fjórðungamir voru seldir 'í umboði Amdísar Þorvalds- dóttur Vesturgötu 10, Reykja- vík, en einn fjórðungurinn var seldur hjá Valdimar Long, í Hafnarfirði. 10.000 krónur: 7093 7345 8098 8766 15836 29498 42443 42868. 5.000 krónur: 1518 3185 3250 6375 13423 13974 16130 18080 22218 24671 24673 25708 37939 40044 40567 46450 47985 48054 49660 53755 (Birt án áfcyrgðar) 700, Reykjaröst 450, Ásmund- ur 500, Sæfell 680, Þorlákur 400, Farsæll 80, Gullver 450, Akurey 200, Gísli Jónsson 400, Helga ÞH 250, Sæborg 260, Einar Þveræingur 200, Stapa- fell 450, Húni 200, Álftanes 200, Sveinn Guðmundsson 60, Hrönn 50, Sæljón 20, Hugrún 350, Heimir KE 350, Bergur NK 300, Víkingur II. 600. Hér er ekki meðtalin síld til sölt- unar. Alls hafa verið saltaðar hér rúmlega 5.000 tunnur, en það er næstum eins mikið og í allt fyrrasumar. Síldarverksmiðjan hefur tekið á móti um 83.000 mái’um, en tók við 76.000 mál- um í allt fyrrasumar. að minnismerki yfir sjó- mannastéttina í Hafnarfirði. Eins og menn muna þá var auglýst samkeppni á vegum Hafnarfjarðarbæjar um til- lögur að umræddu minnis- merki og heitið verðlaunum. Sigurjón var einn þeirra sem sendi tillögu, en af einhverj- um ástæðum var hætt við samkeppnina, án þess að nokkrar skýringar væru gefn- ar, svo vitað sé. Er það væg- ast sagt ókurteisisleg fram- koma gagnvart listamönnun- um, sem eiga hlut að máli. Tilgangurinn með þessari sýningu, en hún er opnuð á óvenjulegum tima, er að gefa er'endu ferðafólki, Reykvík- ingnm og utanbæjarfólki, sem kynni að vera statt hér í Reykjavík, kcst á að sjá nýj- ustu verk félagsmannanna, en hin árlega Septembersýning fellur niður. •<!IIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIII|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||| 6700 tunmir í salt Á Seyðisfirði var í gær búið í gærkvöld var hæð yfir Grænlandshafi. Veðurútlit í að salta í um 6700 tunnur og 75 Reykjavík og nágrenni: Norð- þús. mál hiifðu farið í bræðslu. angola, bjartviðri. • Oft er gleðin aftanmjó Dýrtíðin hefur vaxið með degi hverjum síðustu mánuði. Nauðsynjavörur hafa hækkað í verði um þriðjung. helming og þaðan af meira. Kaupgjald má þó ekkert hækka, og i þokkabót sér almenningur fram á það að atvinna drag- ist saman. Venjulegt fólk hei'- ur því orðið að spara við sig að undaníörnu, húsmæðurnar hafa orðið að telja krónurnar þegar þær fóru í verzlanir, og margir óttast að missa íbúðir sem þeir höfðu komizt yfir með linnulausum þræl- dómi og sparnaði. En það er fróðlegt, að á sama tíma og þannig er á- statt hjá almenningi, hafa höfðingjarnir sem lækkuðu geng'ið ástundað veizluhöld og gleðskap af meira kappi en dæmi eru til i sögu þióðar- innar. Hér hefúr ein stórráð- stefnan rekið aðra, óg ráð- herrar, stjórnarstofnanir, bæj- arstofnanir og forsetaemb- ættið hafa keppzt um að halda veglegar veizlur dag hvern og stundum oft á dag. Er sagt að margir hinir ..er- lendu gestir hafi orðið ör- magna á nokkrum dögum og undrazt þrautseigju islenzkra valdamanna sem þannig hafa haldið áíram vikum og mán- uðum saman. Þessi stjórnlausa veizluá- stríða virðist stafa af ein- hverri örvæntingargleði; vaklamennirnir virðast telja sig hafa nauman tíma og því verði þeir að komast yfir sem mest á sem skemmstum tíma. Þeir virðast hugsa líkt og madame de Pompadour forð- um: „Aprés nous le déluge“ — Eftir okkur kemur synda- ílóðið. Hag- fræðivandamál Menn hafa veitt þvi athýgli að Jónasi II. Haralz efnahags- sérfræðingi var gert að greiða 50.000 kr. í eitt saman útsvar í Kópavogi. þrátt fyrir íviln- anir til hátekjumanna sem leiddar voru i lög á síðasta þingi samkvæmt tillögu hans. Jónas hefur sem kunnugt er ekki enn fengizt til að svara þeirri spurningu hvernig verkamannsfjölskylda ætti að fara að bví að lifa af kaupinu sínu. Hann getur nú velt spurningunni fyrir sér að mjög nærtækan hátt: Hvem-: ie gæti ég lifað á útsvarinu minu? — Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.