Þjóðviljinn - 02.09.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.09.1960, Blaðsíða 9
Föstudagur 2. septémber 1960 ~ ÞJÓÐVILJINN ~ (9 (slendingamir undirbúa slg I 0 L-lelkanna af ir æfni Róm, 29. ágúst. í gær, sunnudag, var algjört hlé á Olympíuleikunum, og eins verður á sunnudaginn kemur. Þetta frí, sem ítalirnir gefa, er nýmæli á leikunum og verður líklega vinsælt, að því er virðist Heimsókn til íslendinganna Þetta fri notaði ég til tveggja hluta. Fyrst til að heimsækja fslendingana í Olympíuþorpið, siðan til að fara í boð Gronc- his Ítalíuforseta, en hann hélt þátttakendum og blaðamönn- í dag fást' úrslit í eftirtöld- um greinum frjálsíþrótta: lang- stökki, 400 m grindahlaupi, 100 m hlaupi kvenna, 20 km. göngu, kúluvarpi kvenna, 800 m hlaupi og 5000 m hlaupi. 3. september Úrslit: í sleggjukasti. 3000 m hindrunarhjaupi og 200 m hlaupi. Pétur Rögnvaldsson keppir í 110 m grindahlaupi. 4. september Ekki keppt. 5. september Úrslit: í kringlukasti kvenna, 110 m grindahlaupi og 200 m hlaupi kvenna. Björgvin byrjar tugþrautarkeppni 6. september Úrslit: í þrístökki, 400 m hlaupi, 1500 m hlaupi og tug- þraut. Vilhjálmur, Svavar og Björgvin keppa. 7. september Úrslit: í stangarstökki, 50 km. göngu, kringlukasti og 800 m hlaupi kvenna. Valbjörn kepp- ir. 8. september Úrslit. í hástökki kvenna, spjótkasti, 4x400 m hlaupi. 10 km hlaupi, 4x100 m hlaupi kvenna og • 4x100 m hlaupi karla. Þar með er keppni í frjáls- um íþróttum lokið, en sam- kvæmt mótskránni átti mara- þonhlaupið að verða 10. sept- ember, en heyrzt hefur að það verði haldið 7. september; það kemur í ljós síðar. um við leikana o.fl. síðdegis- boð í hinum fallega garði sín- um við forsetahöllina. Er gengið hafði verið frá nauðsynlegum skilríkjum til að geta komizt inn í þorpið, gekk ég inn og notaði tækifærið til að átta mig á hlutunum í þessu merkilega þorpi, en það er all- Frétfabréf frá Róm stórt um sig, byggt mörgum „blokk“-húsum. Frá einu þéss- ara húsa mátti heyra sungið og leikið á gítar og banjó. Við nánari eftirgrennslán voru þarna landarnir, Hilmar, Val- bjöm og Björgvin Hólm, sem lágu fyrir í svefnherbergjum sínum og sungu og léku. íslendingarnir eru þarna í ,,blokk“ með Norðurlandaþjóð- unum og nokkrum af þátttak- éndum ítalíu. Brynjólfur Ing- ólfsson, aðalfararstjóri flokks- ins, sagði sambúðina við þess- ar þjóðir góðar, einna helzt væru það Danirnir, sem hefðu verið erfiðir, sungu og trölluðu fram á rauða nótt, og hafi ís- lendingarnir neyðzt til að kæra framkomu þeirra. íslendingarnir ráða þarna yfir tveim íbúðum á 2. hæð hússins og eru þetta ágætis vistarverur, enda alveg nýjar af nálinni, og byggingunum fyrst lokið nú skömmu áður en leikarnir hófust, og sumt jafn- vel ekki fullklárað. Æfa vel íslenzku frjálsíþróttamenn- irnir æfa hér vel á æfingavöll- unum, sem eru um alla borg- ina, og æfingar eru flesta daga. Á æfingum þessum hefur Hilmár hlaupið á 10,7 sek í miklúm hita og er það ágætur árangur. Hilmar sagði, er ég hitti hann nú í kvöid, að á æf- ingu í dag hafi hann fundið sig niun betur á brautinni en Framhald á 10. síðti „You are a crook", sagðl starfsmaiur við Hilmar Jón Pétursson segir í fréttabréfi frá viðureign þessarra tveggja stúlkna í 100 m frjálsri aðferð, en þar setti Dawn Frazer nýtt OL met og jafnaði um leið heimsmetið, C. von Saltza frá Bandaríkjunum (t.h.) veittí henni liarða keppni og sést liér óska lienni til hamingju að sundi loknu. Sundmetin hrynja i Ré Róm, 30. ágúst Er ég seint í gærkvöldi var að fara frá áhorfendapöllun- um, tók ég eftir hópi manna, sem virtist eitthvað vera að þrátta við útgöngudyrnár. Við nánari eftirgrennslan voru þau þarna Hilmar Þorbjörnsson, Ágústa og Brynjólfur Ingólfs- son og áttu í höggi við nokkra ^ italska starfsmenn OL ásamt nokkrum lögregluþjónum. Deilan stóð út af Olympíu- korti Ágústu. Hilmar Þor- björnsson hafði haldið á báð- um kortunum, sinu og Ágústu og beið þess að Ágústa kæmi út til að hann gæti afhent henni kortið. Þetta hafði einn dyravarðanna séð og fundizt grunsamlegt í meira lagi, rauk að Hilmari og greip kortið af honum um leið og hann hrinti honum frá hliðinu Hilmar rauk þegar að manninum og náði kortinu aftur, en enn einu sinn tókst ítalanum að góma kortið, og nú komst hann burtu með það, þar eð starfs- bræður hans skárust í leikinn. Það kostaði mikið þras að ná kortinu aftur og fullvissa alla aðila um að Hilmar hefði ekki stolið kortinu eins og einn starfsmaðurinn sagði: „You are a crook", ságði sá starfsmaður við Hilmar á lélegri ensku. Annars eru atvik eins og þessi mjög áberandi hér og allskyns della í sambandi við skipulagninguna er áberandi, og engu líkara en engir yfir- menn séu hér. b i p — Róm, 29. ágúst. í kvöld fór hér fram úrslita- keppnin í 100 metra skriðsundi kvenna. Mikill spenningur var í kringum keppnina, einkum um hvor mundi sigra Cris von Saltza frá USA eða Ástralíu- stúlkan Dawn Frazer. Aðrar komu vart til greina. Þeim stúlkunum var ákaft fagnað er þær gengu frá bún- ingsklefunum að laugarendan- um þar sem keppni þeirra skyldi hefjast. Von Saltza setti gúmmídúkkuna sina strax upp við startpallinn, en dúkka^ þessi er henni heillagripur, sem hún skilur ekki við. sig, er hún keppir. Dawn Frazer var fyrst í startinu og hafði forystuna allt sundið. Seinni hluta sunds- ins, síðustu 50 metrana, synti hún af sérlegum glæsibrag og gjörsigraði . alla keppinauta sína á tímanum 1:01.2 mín., sem er nýtt OL met og heims- metsjötnun. Sjálf átti hún bæði metin. Vori Saltza var fullum tveim metrum á éftir og fékk tímann 1:02,8 mín., þriðja varð Steward frá Bretlandi á 1:03,1. niín. Úrslit í dýfingum kar’.a af ,7 metra bretti Keppnin í dýfingum karla (3 m. bretti) var geysispenn- andi, en henni lauk með tvö- földum sigri BandaríkjamanníL Röð fyrstu manna: Tobian, USA Hall, USA Botella, Mexikó Gaxiola, Mexikó Botella hefði að öllum lík- indum sigrað í dýfingunum, ef hann hefði ekki lent á bakinu í síðasta stökkinu, og varð að láta sér lynda þriðja sætið. — b i p — 170,00 167,08 162,30 150,42 Líf og fjör í OL þorpinu - þar dansa menn fram á nótt Róm, 30. ágúst Eitt kvöldið. er ég var stadd- ur úti í Olympíuþorpi, gerði ég mér ferð út í dansskálann, en hann er gegnt matarskála Norðurlandanna. Þarna í skálanum var þegar heilmikið líf og fjör þó klukk- an væri rétt rúmlega níu. Og' þarna skemmtu menn sér án þess að bjór eða vín kæmi nærri. Ýmsar veitingar eru þó veittar í skálanum, t.d. ávaxta- drykkir og kóka kóla; Brasilíu- menn hai'a eitt horn skálans fyrir sig', og þar veita þeir ó- keypis expresso kaffi, og er það auglýsing fyrir framleiðslu þeirra. A dansgólfinu stigu nokkur pör dansinn og dönsuðu eftir villtu S-amerísku cha-cha lagi. Meðal þeirra sem þekkja mátti voru hinn nýi heimsmeistari í langstökki, Boston, og heims- methafinn í hástökki hinn gríð- arlangi John Thomas. Einnig voru þýzku stúlkurnar Krám- er, sem sigraði í dýfingum daginn áður, og Úrselmann, sem varð önnur í bringusund- inu. Ýmsir í'leiri tróðu þarna upp, t.d. ítali einn, sem varla hefur verið meira en 1.50 á hæð, en dansaði alltaf við stærsta kvenfólkið sem hann faim og hafði frammi allskyns sprell. — bip — Austur-þýzka stúlkan, I. Kram- cr, sem hlaut tvö gull í dýf- ingum sést hér í fagurri stell- ingu, er hún dýfir sér af 10 m. háum palli. Hún kemur einnig við sögu í fréttabréfi hér á siðunni. ★ 170 milljónir lira í að- gangseyri. Framkvæmdanefnd leikanna hér í Róm gefur upp að að- gangseyrir við setningarat- höfnina hafi verið 170.014.000 lirur, sem sé algjört met. N O R E G U R vann Finn- land nýlega í landskeppni i knattspymu, sem fram fór í Osló með 6 mörkum gegn 3. =3 m §3 Ritstjóri: Frímann Helgason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.