Þjóðviljinn - 09.09.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.09.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föst.idagur 9. septem-ber 1960 Utr: þlDÐVILIINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alÞÝBu — Sóstallstaflokkurtnn. — RltstJóJ-ar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson. SiB- nrffur Guðmundsson. — Fréttaritstiórar: ívar H. Jónsson, Jón BJainasor.. -Auglýsingastjórl: Guðgelr Magnússon. — Ritstjórn, afgrelðsia auglýsingar, prentsmiðja: Skólavör5ustlg 19. — Bíml 17-500 (6 llnur). - Áskriftarverö kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmiBJa ÞJóÖvilJaaa. ísland frjálst IJjart hefur verið yfir íslandi í sumar, sólar- ** dýrð um mestan hluta landsins. mánuð eftir mánuð, svo birtan hefur seitlað inn í brjóstið og styrkt hverja taug, stælt viljann og þor til átaka og starfs, vakið mönnum bjar^ýni og þrek. Og hver sem átt hefur varðstöðu sína og vinnu við íslenzkt dagblað allt þetta sumar hef- ur fundið til þess, að einnig að öðru' leýti’ er það ólíkt flestum öðrum sumrum þegár þjóð- málabaráttan tekur sér ríflegt orlof og blöð- in verða guggin af átakaleysi. Sumarið hefur borið um landið gust af baráttu og lífi nær hverja viku og hreinsað loftið. Pn líkist það ekki öfugmæli að segja bjart yfir íslenzku sumri 1960? Getur nokkrum- gleymzt að blýþung og dauðaleg ikrumla áfturhalds- stjórnar liggur á þjóðinni og er að smeygja á íslendinga ófrelsisfjötri til að teyma þá inn í fátækt og atvinnuleysi og ósjálfstæði? Getur nokkur gleymt því þessa haustdaga að ríkis- stjórnin og flokkar hennar eru að lyppast nið- ur í landhelgismálinu, guggna fyrir ofbeldi Breta, einmitt þegar íslenzk dirfska og mann- lund hafa sigrað, og hin fámenna íslenzka þjóð stendur óbuguð og upprétt andspænis gínandi fallbyssukjöftum stór\’eldis sem eitt sinn ægði öllum heimi. Getur nokkur íslendingur gefið sig sóldýrlcun á vald og látið birtuna fylla hug sinn meðan ríkisstjórn landsins er að brugga þjóðinni vélráð og tortímingarhættu, og gæti einmitt í dag eða á morgun þegið í auðmýkt fyrirskip- un um bækistöðvar bandarískra kafbáta, sem búnir væru kjarnorkueldflaugum, 1 íslenzkum höfnum? mt UtJ tiil 2tlí a 8 3IK S É vp zit\ Dirtan táknar von þjóðarinnar um sigur yfir öflum afturhalds, herstöðva og svartnætt- is. Og einmitt í sumar hefur sú von glæðzt vegna sóknarinnar í sjálfstæðismálinu, vegna Kefla- víkurgöngunnar, vegna ávarpsins um ný sam- tök gegn hersetunni og um hlutleysi íslands, vegna hinnar einstæðu fundavakningar um land allt og myndunar héraðsnefnda með ó annað þusund þátttakendum, — allt á einu hraðfleygu sumri. Baráttan gegn erlendu hernámi og her- stöðvum á íslenzkri jörð hófst vorið 1940 þeg- ar brezkur her réðist inn í landið. Sú barátta hefur verið með ýmsum hætti og hún hefur allt- af verið örðug. En í þrautseigju þeirrar baráttu hefur verið og er fólgin von íslenzku þjóðarinn- ar um sigur og sjálfstæði og farsæla framtíð. Á þessu bjarta sumri, 1960, hefur baráttan gegn herstöðvunum og um hlutleysi íslands í hern- aðarátökum fundið dýpri h-ljómgrunn og opn- ari huga fólksins en nokkru sinni fyrr. Menn úr öllum flokkum og utan flokka hafa á þessu sumri fundizt og bundizt heitum að vinna sam- eiginlega íslenzka málstaðnum. Þeir hafa bund- izt þeim heitum að láta ekkert sundra fylking- um hernámsandstæðinga fyrr en sigur er unn- inn, og ísland er ekki lengur hersetið land, held- ur frjálst og sjálfstætt. u]í fjess vegna mun sumarsins 1960 minnzt sem ír ' hins bjarta surnars nýrrar vonar, göfugra =5 hugsjóna og hins stælta vilja sem einkennir kt miklar þjóðlífshræringar. Þess vegna ber sólar- bjarma yfir Þingvallafundinn og það skin mun aukast í íslandssögu að unnum nýjum heitum og afrekum. — s. Skúli ÞórSarson sagnfrœSingur: .. . Látum nú eSns og á dögum Jéns Sigurðssonar rödd þjóðarinn- ar hljéma frá hinum gamla þingsfað og veifa forysfumönnum Ésienzkrar sjáifsfæðisharáffu sfyrk fil að sfanda fyrir málsfað þjóð- arinnar með fullri einurð við hvern sem er að skipfa . . . Þingvellir um 1860, prestssetrið o.g kirkjan með Almannagjá í baksýn. Mynd ferðamanninn J. Ross Browne. bandaríska ÞINGVALLAFUND Febrúarbyltingin 1848 breidd- ist eins og eldur í sinu um mikinn hluta Norðurálfu og gjörbreytti á svipstundu öll- um stjórnmálaviðhorfum. í Danaveldi var einveldið af- numið, og reis þá spurningin um stöðu íslands í ríkinu. ís- lendingar voru yfirleitt alls- endis óundirbúnir að taka af- stöðu til þessa vandamáls. Landið haíði búið við einveldi hátt á aðra öld, og flestir töldu það sjálfsagðan hlut. Allt í einu var einveldið úr sögunni án nokkurs tilverknaðar ís- lendinga. Hver var nú staða Is- lands í ríkinu? Jón Sigurðsson. og ef til vill fáeinir aðrir íslendingar, höfðu hugleitt þetta vandamál. Hann' taldi, að ísland setti rétt til þess að verða sjálfstætt r.'ki í konungssambandi við Dan- mörku, en efaðist ekki um að þjóðin yrði að heyja bar- áttu fyrir því að fá þann rétt viðurkenndan. Strax með vor- skipunum sendi hann frá Kaup- mannahöfn „Hugvekju til ís- lendinga“ — stefnuskrá sjálf- stæðishreyfingarinnar. Jafn- framt lagði hann hina þyngstu áherzlu á, að íslendingar efldu með sér sem allra víðtækust samtök, héldu íjöldaíundi um málið um land allt og sam- þvkktu þar ályktanir og bæna- skrár um það. Takmarkið var að fylkja allri þjóðinni um sj álf stæðiskröf un a. í Reyk.javík. þar sem áhrif æðstu embættismannanna voru mest, var málinu tekið fremur dauflega í fyrstu. Gagnslítið ávárp til konungs var þó sam- þ.vkkt á fundi þar 11. júlí, en í Borgarfirði og Árnessýslu voru bænaskrár samþykktar og undirritaðar af fjölda nianna. Víða um land voru fundir haldnir. og ályktanir og bænarskrár samþykktar. En þar sem hér var einungis um takmörkuð svæði að ræða gat ekki talizt, að þátttakendur þessara funda kæmu fram fyr- ir hönd allra íslendinga. Þá fékk öruggasti fylgismað- ur Jóns Sigurðssonar, Jón Guð- mundsson, þá hugmynd að boða til íundar á Þingvöllum. Var ætlunin sú, að sá fundur yrði sóttur hvaðanæva aí landinu. Þar áttu að koma saman fulltrúar íyrir alla þjóð- ina. - Það var sannarlega engin tilviljun að Jón Guðmundsson valdi Þingvelli til þessa fund- ar. Alla tíð meðan ísland var sjálfsætt var þar aðalmiðstöð allrar • stjórnmálastarfsemi í landinu, og síðar, er konungs- valdið bar ægishjálm yíir allt annað, var sá snefill af inn- lendu valdi, sem eftir var, að mestu bundinn við Þingvelli þar til um aldamótin 1800 er alþingi var lagt niður. Það skipti þó kannski mestu máli. að alþingi hið forna haíði líka verið þjóðarsamkunda. snar þáttur í lífi fjölda fólks i cjll- um landsfjórðungum, einkum þess hluta þjóðarinnar sem bezt var menntur. Þar hafði marg- ur lifað beztu, — og stund- um verstu -— stundir æfinnar. Sjálí þingreiðin í sólmánuði var dýrðlegt ævintýri. Þingvell- ir stóðu um langan aldur í dýrðarljóma í hugum allrar þjóðarinnar, ekki síður þeirra er aldrei litu "þarm stað, en heyrðu aðeins sögur hinna, er til þings riðu. Fornaldardýrk- un og rómantík juku enn helgi staðarins; hin stórkos'tlega náttúrufegurð spillti ekki. Sam- þykktir gerðar á Þingvöllum, höfðu því allt annað gildi í augum almennings á íslandi en aðrar samþykktir. Að þeim stóð öll þjóðin. Fullseint var gripið til þess ráðs að boða fúnd þennan, hinn fyrsta hinna frægu Þingvaíía- funda um sjálfstæðismálið. Hann var boðaður i skyndi norður og vestur um landið. en engin tök voru á að nú til

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.