Þjóðviljinn - 14.09.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.09.1960, Blaðsíða 9
p**Ui Miðvikudagur 14 september 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Rifstjóri: Frímann Helgason Ergilegir Bandaríkj amenn á OL Það leyndi sér ekki í blöðum erlendis, að Bandarikjamenn voru óánægðir með frammistöð- una í Róm og þá sérstaklega í sumum greinum frjálsra íþrótta. Norska blaðið Sportsmanden segir m.a. um þetta: Hvar sem bandarískir íþrótta- menn koma saman, er allstaðar spurt: Hvað hefur komið fyrir? Hvers vegna? Hvað eigum við að gera til þess að rétta við? Harold Connolly og kona hans Olga Fikotova frá Tékkóslóvakiu ræða þetta mjög. „Getum við búizt við öðru. Við slítum út íþróttamönnum vorum með fávíslegri þátttöku á mótum í Bandaríkjunum fyrir leikina. Síðan förum við með þá til þess að skoða Sviss, og sendum þá í jámbrautarferð, sem tekur 15 klukkustundir, rétt áð- ur en leikarnir hefjast. Þið hefðuð bara átt að sjá þá í Sviss, þar sem þeir borðuðu og skemmtu sér og „slöppuðu af“ eins og þeir væru í sumarfríi. Á sama tíma undirbjuggu Rúss- arnir sig undir þau erfiðu verk- efni, sem þeirra biðu, með and- iegri og líkamlegri þjálfun," sagði Connolly. .,Við höfum lélega leiðtog'a og lélegan aga, við munum aldrei vinna Rússana* vegna þess að við vinnum ekki að viðfangs- efnum okkar af lífi og sál“. Olga talaði fyrir hönd kvenn- Norðmenn — Finnar jafnir í þremlandsleikjnm Um fyrri heigi kepptu Norð- menn og Finnar í knatt- spyrnu á þremur stöðum, og fóru leikar þannig að þeir unnu sinn hvorn leikinn en einn varð jafntefli. A-leikurinn fór fram í Osló og endaði hann 6:3 fyrir Norð- menn. Norðmenn voru engan veginn ánægð;r með frammi- stöðuna, og fékk vörnin sér- staklega að kenna á gagnrýni. Finnar skoruðu fyrsta markið snemma úr vítaspyrnu, og tókst Norðmönnum ekki að skora fyrr en á 28. mínútu en í hálfleik stóðu leikar 2:1 fyrir Noreg. B-landsleikurinn fór fram í Helsingfors og unnu Finnar hann með 1:0 (0:0). Unglingaleikurinn fór fram í í Tammerfors og varð hann jafntefli 3:3. Þar byrjuðu Norðmenn vel og skoruðu 2 mörk, en Finnar ekkert. 1 síð- ari hálfleik komu Finnar sterk- Rri og jöfnuðu. anna og sagði: „Hinar bandarísku íþróttakon- ur fara aldrei til keppni í önnT ur lönd og þær bjóða aldrei keppinautum sínum til Banda- ríkjanna. Ég veit að margar okkar fengu boð um að taka þátt í mótum i Sovétríkjunum í sumar, en leiðtogarnir afþökk- uðu boðið. Við munum ekki láta verulega að okkur kveða fyrr en við tökum þátt í alþjóða- mótum“. Kringlukastarinn Rink Babka áleit að ofmat og lélegur keppni- andi væri orsökin til þess að Bandaríkjamenn töpuðu í grein- um sem þeir hefðu átt að vinna. Við komum til OL í þeirri trú Framhald á 10. síðu HM í knattspyrnu háð í Englandi árið 1966 ■í : ' K .-L| Alþjóðaknattepyrnusamband- ið hefur nýlega samþykkt að HM í knattspyrnu fari fram í Englandi 1966. Mikil barátta var milli Englands og Þýzka- lands um að fá að sjá um leikina það ár. Englendingum tókst að lokum að sigra Þjóð- verja; sú orusta var nokkuð löng og ströng. í lokaatkvæða- greiðslunni fóru leikar þannig, að England fékk 3-4 atkvæði, en Þjóðverjar 27, en 6 greiddu ekki atkvæði. Spánverjar börðust einnig fyrir því að fá að sjá um keppnina 1966, og þeim fylgdu að málum flest Suður-Ame- rikuríkin, en á síðustu stundu drógu þeir til baka umsókn sína, og gengu í lið með Eng- lendingum, og það dugði. Sendinefnd Bretanna á þing- inu fullvissaði stjóm FTFA og þingið um það, að vallarskil- yrði í Englandi væra ekki lak- ari en annarsstaðar, og að leikirnir mundu fara fram í júní. Á það var bent, að brezka knattspyrnusambandið væri elzta knattspyrnusamband í heimi, og að það yrði ein- mitt 100 ára bráðlega, og væri Skíðaskálinn — Teikning eftir Ragnar Lárusson. Skíðaskálinn 25 ára f dag, 14. september, á Skíða- skálinn í Hveradölum 25 ára afmæli. Aðaihvatamaður að byggingu hans var L.H. Muller kaupmaður. þáverandi formaður Skíðafélags Reykjavíkur. Þetta verk Muliers og þeirra félaga í Skíðafélaginu, var brautryðj- endastarí og þótti í mikið ráð- izt að byggja hús þetta sem skíðaskála. Sjálfur skálinn ber með sér þann stórhug sem fram kom hjá þeim. Það var bjarg- föst trú Muliers að vinna bæri að því að hefja skíðaíþróttina til vegs og virðingar meðai almenn- ings, og hann var sihvetjandi til skíðaiðkana. Með byggingu Skíðaskálans má segja að ný hreyíing komist af stað hvað skíðaíþróttina snertir. Það fer að vakna meiri áhugi fyrir skíða- ferðum- og menn sannfærast um það að til þess að skíðaferðir geti orðið almennar verði að reisa vistarverur í skíðalandinu sjálfu. Skíðaskálinn sannar þetta fljótlega og brátt fara önn- ur iélög að dæmi Skíðaíélags Reykjavíkur og byggja sér skíða- skála. Nú er svo komið að tugir skiðaskála haia risið aí grunni víðsvegar um land. En þrátt fyrir alla þá skála, sem reistir haía verið, og þeir eru sumir stórir og myndarleg- ir, er það þó þessi sem alltaí er litið til sem brautryðjandans. Þótt sagt sé, að Skíðaskáiinn sé 25 ára, mun enginn vera í vafa um það við hvaða skíða- skála er átt, svo sterkan hljóm- grunn á hann í hugum almenn- ings. Að byggja slikan skála fyrir 25 árum var þrekvirki, og þurfti vissulega fádæma bjartsýni til þess að hefja það verk, eins og ijárhagur og afkoma almennings var í þá daga. Skíðafélagið hefur allt frá fyrstu tíð reynt að starfrækja Skálann með það fyrir augum að hann gæti orðið sem mest til afnota fyrir almenning, og allur aðbúnaður fyrir gesti bættur eftir því sem aðstaða hefur leyft, og má þar nefna hin ágætu böð sem þar eru. Ilinir nýju veitingamenn Skíða- skálans hala heldur ekki látið sitt eftir iiggja að gera Skálann sem vistlegastan, og eins og áð- ur heíur verið frá sagt hafa þeir, svona sem nokkurskonar „afmælistiistand", sett i hann ný og skemmtileg húsgögn. Vaíalaust á Skiðaskálinn eft- ir að vera> vegfarendum bæði vetur og sumar þægiiegur sama- staður í styttri eða lengri tíma, og ekki er að efa, að hann verður þeim hugsjónum Muliers trúr að draga menn til skíða- ferða. Formaður Skiðafélags Reykja- víjiur er Stefán Björnsson, og má óefað, að öðrum ólöstuðum, fullyrða, að hann hefur átt drýgstan þátt í þvi að vinna að málum skálans og koma þeim i framkvæmd. Er Skíðafélagi Reykjavíkur árnað heilla í til- efni þessara tímamóta í sögu Skálans. Evrópuleikir Fulltrúar innan alþjóðasam- bands frjálsíþróttamanna frá Evrópulöndunum samþykktu með 9 atkvæðum gegn 2 til- lögu frá Sovét um að komið verði á Evrópuleikjum sem fari í fyrsta sinn fram i Moskvu 1963. Hvað snertir frjálsíþróttasambandið (IAAF) mun verða tekin endanieg af- staða til málsins áður en OL lýkur. Vestur-þýzkur fulltrái hefur látið svo um mælt, að hann geri ráð fyrir að þingið í Róm muni verða með þessu, og mun keppnin þá verða í svip- uðu formi og Pan-Amerísku leikirnir, Miðjarðarhafsleikirn- ir og Samveldisleikirnir brezku. Sovétfulltrúar skýrðu frá því að önnur alþjóðasambönd hefðu verið hlynnt þessari til- lögu Sovétríkjanna. Gert er ráð fyrir að Evrópumeistara- mótið í frjálsum íþróttum verði síðar liður í þessum Ev- rópvxleikjum. ætlunin að láta þá keppni falla inn í ýms hátíðahölc-, sem fram færu í sambandi við það afmæli, þó sjálft afmæiis- árið sé á keppnitfcnabUina 1963—’64. Á FIFA-þingi þessu var ennfremur skorað á alla «átr- bandsaðila að binda endi Áiaf'- '■ sóknir vegna litarhátta man ra í næstu 12 mánuði, og í þ\ í sambandi var eftirfarandí san þykkt gerð: ,,í framtíðinni mun ekkert samband, sem hefur kynþáttahatur á stefnu- skrá sinni, verða tekið í FIFA, og þau, sem þegar hafa fengið upptöku, fá 12 mánuði til þess að framkvæma áskorun þessa.“ Tillaga um að víkja For- mósu úr samtökunum kom fram, en hún var felld með miklum atkvæðamun. Næsta þing FIFA verður í vOhile 1962 í sambandi við HM þar. Bikar handa yngsta þétt- tokandanum Iþróttabandalag Reykjavíkur hefur gefið bikar sem veita á yngsta þátttakandanum í Norrænu sundkeppninni, sem syndir fyrir Reykjavík, <og fær sá bikarinn til eignar. Eins og kunnugt er þá er keppni milli skólanna og er þátttaka svolítið misjöfn, en til þessa hefur Réttarholtsskól- inn mesta þátttöku eða um 60%. Enn er tími fyrir skól- ana til að hef ja sókn og ógna Réttarholtsskólanum því sund- keppninni lýkur ekki fyrr en 15. þ.m. Þá má geta þess að hinir auglýstu húsmæðratimar hafa verið vel sóttir og á fimmtu- dagskvöld syntu 40 húsmæður 200 m á lýá tíma. Yfir 11 þúsund Reykvíking- ar hafa synt 200 m og er það 2 þús meira en síðast, en það er 5 þús. minna en þegar fiest- ir syntu. Að lokum má geta þess, að síðasta daginn verða bæði Sundhöllin og Sundlaugarnar opnar til kl. 12 á miðnætti. Vería 0L í Noskvii 196 Þótt framkvæmd Olympíu- leika sé mikið fyrirtæki, sem kostar gífurlega peninga, er samt mikil samkeppni um að annast þá, og sækja borgirnar og iönidin um það mörgum áram áður en þeir fara fram. Þannig hafa Sovétríkin ákveð- ið að sækja um að fá að sjá um sumarleikana 1968, eða að 8 árum liðnum. Frá þessu sagði aðalleiðtogi sovétflokksins í Róm fyrir skömmu, en hann heitir Nik- olai RomanoTf. Þessa be'ðni munu Sovétrík’n leggja fram á næsta fundi Alþjóða-Olymp- íunefndarinnar, og kvaðst Romanoff sannfærður um að þessu yrði vel tekið. Hann sagði ennfremur að þroski í- þróttamála hefði aukizt mjög á síðustu 10 árum í Sovétríkj- unum. Við getum því boðið uppá beztu keppniskilyrði, eins og ítalía gerir nú og Japan mun gera 1964. Romanoff benti á, að Rússar hefðu dregið til baka umsókn sína þegar Japanir fengu leik- ana, og að margir fulltrúar nefndarinnar hefðu þegar sagt, að þeir myndu styðja Moskva 1968. Þegar Romanoff var að því spurður, hvort hverjum sem væri yrði veitt leyfi til að ^ima til Moskva, svaraði hann: „Auðvitað. íþróttirnar þekkja engin landamæri. Á- horfendur og keppendur geta komið og farið hvert sem þeir. vilja.“ j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.