Þjóðviljinn - 17.09.1960, Page 6

Þjóðviljinn - 17.09.1960, Page 6
6) — ÞJÓÐ-VTLJINN — Laugardagur 17. september 1960 ! Alþýðusambandskosningunum er kosið um þetta: oyiLJ Ótíefandl: SamelnlnKarflofcfcur albíBu - SQsiaHstaflokkunnn. - BltstJQrar: Magnús KJartansson (áb.). Magnús Torfi Olafsson. Bls- urSur GuBmundsson. — FréttarltstJórar: ívar H. Jónsson, Jðn Bia.nasor.. — AuglýsinBastJórl: GuBgeir Magnússon. — Rltstiórn. afgrelSsia auglýsingar, nrentsmlBJa: SkólavórBustig 19. — Siml 17-500 (6 línur). - ÁskriftarverB kr. 45 á mán. - IjauaasBluv. kr. 3.00 PrentsmlBJa ÞJóBvllJana. Allt hækkar -- nema eða villu heíja sókn, hækka kanpið og hæta kjörinr kaupið ■\Tú mun vart finnanleg sú vörutegund á Is- ^ ' landi sem ekki hefur hækkað í verði. Verð- hækkanirnar á öllum hlutum streyma um kerfið og bitna að lokum á hinum almenna neytanda og afkomu bans. Þannig kann sumum að hafa fundizt það fjarlægt sér þótt kjarnfóður hækk- aði, tilbúinn áburður, vélar, benzín, byggingar- efni og vextir, en þær þreytingar þirtast nú all- ar í stórhækkuðu verði á landbúnaðarafurðum; húsmæðurnar greiða þær þegar þær kaupa skyr, smjör, ost eða kjöt. Hver einasta verðhækkun er skattur á hinn almenna neytanda. Reglan er þessi: allt hækkar — nema kaupið. I%að skiptir engu máli hversu margir hagfræð- ingar hamast við að semja skýrslur og hvört þeir eru íslenzkir eða útlendir — slík regla getur ekki með nokkru móti staðizt. Grund- völlur alls efnahagskerfis Islendinga er afkoma heimilanna, tekjur þeirra og gjöld. Þar verða endar að ná saman, að öðrum kosti er öll yfir- byggingin fánýt smíð á sandi. Og endarnir ná ekki saman hjá alþýðufólki; um það er hver húsmóðir í landinu óvefengjanlegur sérfræðing- ur og hinir lærðu verða að gjalti andspænis þeim. Cérfræðingarnir hafa einnig viðurkennt þessa ^ staðreynd. Vísitölufjölskylda sú, sem þeir hafa búið til sem mælikvarða á kerfi sitt, er iát- in hafa miklum mun hærri tekjur en verka- maður fær fyrir fullan vinnudag allan ársins hring. Og þegar skorað var á Jónas Haralz, að- alhöfund viðreisnarinnar, að gera grein fyrir því hér í blaðinu, hvernig fjölskylda Dagsbrúnar- verkamanns ætti að fara að því að lifa af kaupi sínu, átti hann engin ráð til að verja kerfi sitt. Það var skorað á hann æ ofan í æ, honum var gefinn langur frestur, honum var boðið ótak- markað rúm í Þjóðviljanum, en viðbrögð hins málglaða manns urðu þögnin ein, hann kunni engin ráð til þess að sýna fjölskyldu hvernig hún ætti að fara að því að lifa af 50.000 kr. árs- kaupi. Með þessari þögn játaði Jónas Haralz að stefna ríkisstjórnarinnar hefði þegar beðið al- gert skipbrot; steinhljóð hans var margfalt þyngra á metunum en allur sá skýrslugrúi sem sérfræðingarnir hafa peðrað úr sér fyrir ærna borgun í tíma og ótíma. Cú staðreynd er þannig óhrekjanleg að verka- ^ fólk getur ekki lifað af kaupi sínu, og jafn- vel 'hinn ósæmilegasti eftirvinnuþrældómur hrekkur ekki til þess >að tryggja sæmilegan kaupmátt heimilanna. Hin staðreyndin blasir einnig við hverjum manni, sem horfir í kring- um sig opnum augum, að misskiptingin á þjóð- artekjunum hefur aldrei verið meiri en nú. Býsna stór hópur forréttindamanna lifir í meiri vellystingum en nokkru sinni áður; hann hef- ur sölsað til sín þann stóra hlut sem launþegar hafa misst. Ófarnaðurinn stafar því ekki af ein- hverju áfalli sem þjóðin í heild hafi orðið fyr- ir, heldur af stórauknu þjóðfélagslegu ranglæti. Slíku ástandi verður ekki unað af þeirri ein- földu ástæðu að aiþýðuheimilin geta ekki unað því. — m. mt uw I Það er mjög undir vali fulltrúa á Alþýöusam- bandsþing komið hve fljótt og vel tekst að hefja sókn og bœta kjör vinnandi fólks í landinu. í Alþýðusambandskosn- ingunum greiðir verkafólk raunverulega atkvœði um: Ertu með kjaraskeröingu? ,eða viltu hefja sókn, hœkka kaupiö og bœta kjörin? Og valið er sannarlega auðvelt. Á þessa leið fórust Hanni- bal Valdimarssyni orð þegar Þjóðviljinn hitti hann að máli um Alþýðusambandskosning- araar. 160 félög — Já, kosningar til Al- þýðusambandsþingsins hefj- ast í dag, sagði Hannibal, og á að vera lokið í öllum fé- lögum eigi síðar en 9. okt. n.k. Sjálft Alþýðusambamds- þingið á svo eigi að hefjast fyir en mánuði eftir að kosningum lýkur. Félög í Al- þýðusambandinu eru nú um 160 og hafa rétt til að kjósa 350 fulltrúa, en ekki er hægt að vita nákvæmlega tölu þeirra enn. Fulltrúakjör fer fram á félagsfundum, eða að viðhafðri allsherjaratkvæða- greiðslu, sem hoða skal með tveggja sólarhringa fyrir- vara. Nokkur félög hafa þeg- ar óskað eftir allsherjarat- kvæðagreiðslu, en til hennav þarf samþykki Alþýðusam- bandsins. Sjálfkjörið Nokkur félög hafa auglýst eftir framboðslistum og að- eins komið fram einn listi. Þannig hafa fulltrúarair frá 'Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum og Verka- lýðsfélagi Vestmannaeyja orð’ð sjálfkjörnir. Nú um helgina verður kos- ið í nokkrum félögum, þ.á. m. í Dagsbrún, Féiagi járn- iðnaðarmanna og verka- kvennafélaginu Framsókn hér í 'Reykjavík. Ertu með kjaraskerðingu — Hafið þið mikinn við- búnað fyrir þingið? — Nei, við höfum engan áróður sett í gang fyrir kosningarnar. Við teljum að málin liggi það ljóst fyrir nú, að það sé auðvelt fyrir fólk að átta sig á því hvort það vill senda á Alþýðusam- bandsþing fulitrúa til að þjóna k jaraskerðinga r.stef r u ríkisst jórna rínnar, sem eins og aiiir vita er sú að kaup- gjald í landinu skuli haldast óbreytt — hve mikið sem dýr- tíðin eykst, eða hvort það vill senda Jangað fuiltrúa sem, í sainræmi við einróma álit verkaiýðsmálaráðstefn- unnar á sl. vori, telji óhjá- kvæmilegt fyrir verkalýðsíé- lögui að láta nú fljótlega til skarar skríða, hækka kaupgjaid og hrinda þannig þeirri stórkostlegu kjara- skerðingu sem orðin er, og vex ennþá frá degi til dags. Peningavaldið nbtar öll ineðul — Hafa atvinnurekendur og gróðamenn m'kinn við- búnað ? — Já, það er enginn vafi á því að Sjálfstæðisflckkur- inn setur alla sína vél í gang, smala, bíla, fjármagn og annað eins og venjulega í samhandi við mikilvægar ktosningar í verkalýð.cllélög- unum í Reykjavík. samhandsþing,. heldur Hanni- bal áfram, væri bezta trygg-. ingin fyrir því að þeir yrðu ragir við að leggja út. í nýj- ar fyrirhugaðar árásir á iífs- kjör Iaunafólks í iandinu. Fengju þeir svipaða .tölu full- trúa og á undanfarandi þing myndu þe’r taka það sem. beint jákvæði .við þvi ao halda áfram á kjaraskerðingar- brautinni. Því fáliðaðri sem þe'r verða á þinginu, því deigari verða þeir v'ð gð leggja til nýrra árása á lífs- kjörin Stytting vinnudagsins — Hver eru önnur helztu. mál þingsins ? Rætt við Hannibal Valdimarsson forseta Alþýðusambands Islands En maður verður að treysta því að verkafólk sjái að nú mega hvorki fjármagn bílar, flokksbönd né annað ráða vali fulltrúa, heldur að- eins afstaða fóiksins til launa- og kjaramálanna, lífs- hagsnmiia fólksins sjálfs. Jú, víst höfum við frétt um ýmsa menn, bæði frá Sjálfstæðistflokknum og Al- þýðuflokknum sem verið hafa í kosninga- og áróðursferðum úti um land, en frekar hafa þeir verið armæddir yfir dauf- um undirtektum fólks við kaupbindingarstefnuna þegar þeir hafa komið til baka aft- ur. Ránið úr vösum vinn- andi fólks — Sum af málgögnum Al- þýðuflokksins úti á landi, heldur Hannibal áfram, hafa ekki farið dult með þá skoð- un sína, að það sé lífsnauð- syn fyrir ríkisstjórnina að geta haldið kaupi óbreyttu, og þau virðast síður en svo sjá nokkuð athugavert við það þótt það yrði að gerast með lögbindingu. Blöð Sjálfstæðisflokksins tala he'riur vai’legar, svona rétt fyrir Alþýðusambands- kosningarnar, en orða sömu kjaraskerðingarstefnuna þannig, að það sé lífsnauð- syn fyrir þjóðina að ríkis- stjórninni takist að koma hinu nýja efnahagskei’fi á, — en allir rita að það þýð- ir að halda öllu ltaupi ó- breyttu hve mjög sein dýr- tíðin vex. Þetta virð:st vera hið eina sem stjórnarflokkarnir eygja í öllu dýrtíðarflóðinu, enda er misskipting þjóðartekn- anna á kostnað vinnustétt- anna aðalhyrningarsteinninn undir allri „viðreisninni“ Bezta tryggingin — Það, að stjórnarflokk- arair fengju sem fæsta fuil- trúa kosna á þetta Alþýðu- — Helztu mál þingsins, auk kaupgja'ds- og kja-’amál- anna, verða krafan um stytt- ingu vinnudagsins í samræmi við það sem er í nágranna- löndunum og hvarvetna í he:minum þar sem verkalýðs- samtök mega sín nokkurs, Krafan um það, að menn geti lifað mannsæmandi iífi’ af 8 stunda vinnudegi. Þá er það einnig, að ekk- ert verkalýðsfélag getur gert nýja samninga án þess að örugg samningsákvæði séu sett um að kaup hækki ef verðlagið hækkar. Þaft geng- ur ekld að dýrtíðin geti hækk- Hannibal Valdimarsson að von úr viti án þess aft kaup vinnandi fólks hækki i samræmi við þaft. Skipulagsmál — Af öðrum stórmáium eru svo skipulagsmál AI- þýðusambandsins. Að því máli hefur verið talsvert Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.