Þjóðviljinn - 18.09.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.09.1960, Blaðsíða 9
Sunnudagur 18, september 1960 — ÞJÓÐVILJINN (9 Keynir Karlsson, lengst til hægri, stjórnar sýnikennslu í háskólanum í Köln, fyrir blaðamenn liá Hollandi, en neinendurnir eru margir af snjöUustu knattspyrnumönnum Þýzkalands. Betra skipulag mota og áætlun um þjálfun knattspyrnumanna nauðsyn — segir Reynir Karlsson í viðtali um íþróttakennslu og knattspyrnumáleíni Það er alltaf nokkur við- burður þegar vel menntaður iþróttakennari hefur lokið löngu íþróttakennaranámi, not- ið kennslu færustu manna í hverri grein og tekur til starfa fullur af áhuga 'og trú á gildi íþróttanna fyrir æskulýð lands- ins. Einn slíkur kennari kom heim með ágætt próf frá í- þróttaskólanum í Köln, nú síð- sumars, en það er Reynir Karlsson. Þeir sem fylgzt hafa með Reyn’, allt frá því að hann lék með Fram í þriðja flokki, munu fagna þvi að hann Jagði inn á þessa braut. I hverjum aldursflokki sem hann lék í var hann liinn sjálfkjörni fyrirliði og mjög snemma tók hann að veita drengjum til- sögn í knattspyrnu, með mjög góðum árangri, og nú síðast hefur hann i fríum sinum frá skólanum þjálfað meistara- flokk Fram og árangurinn hef- ur ekki látið á sér standa. í tilefni af því að Reynir hefur lokið námi sínu, og er alkominn heim, átti Iþrótta- síðan samtal við hann um skól- ann og ýmis’egt varðandi í- þróttir og þá sérstaklega knattspyrnu og fer það hér á eftir. FuIIkominn íþróttaskóli. — Um 1000 nemendur — Eg hóf nám við skólann haustið 1957, en ekóli þessi mun mörgum íslenidingum kunnur. Eru þar kenndar all- ar iþróttagreinar sem nú eru iðkaðar. Líkams- og heilsu- fræði er stór liður í kennsl- unni, en helztu greinar aðrar eru: sund, leikfimi, frjálsar íþróttir og knattspyrnuleikir ýmiskonar. Við sóttum einnig skíðanám- skeið suður í ítölsku Alpana, rérum á Rín, gengum með bak- poka og nesti um Rínarhér- uðin. En ég kynntist því líka hve hnefaleikahanzki getur veitt þung högg, hve hrygg- urinu getur orðið aumur eftir fjölbragðaglímu, og hve ó- þægilegt það er að lenda neðst í „kösinni“ í rugbyleik! Allsstaðar verður maður að vera með, en knattleikirnir og leikfimin freistuðu mín þó mest. I skólanum eru að jafnaði nær 1000 nemendur, piltar og stúlkur hvaðanæva að úr heim- inum. Margir þeirra búa í heimavist skólans, og þannig hafði ég til dæmis í fyrstu kol- 1 svartan herbergisfé’aga frá ^ Ghana, sem var mög leikinn í i knattspyrnu, þ.e.a.s. með knött- inn, en hann vildi hafa hann aðeins fyrir sig, ef hann náði honum. Annað skiptið hafði ég blóð- I heitan Spánvcrja sem herberg- isfélaga, sem hét 19 nöfnum. Runan byrjaði á: Don Juan, Antonio, Seovane, svo bar hann nöfn föður og móður sinnar, einnig bar hann nöfn dýrðlinga, og þar sem faðir hans var róttækur í skoðunum, komu Marx og Engels með á nafnalistann! Síðast hafði ég sem herberg- ■■^félaga pilt frá Indónesíu, yf- ir honum hvíldi austurlenzk ró og friður. Það eitt, að fá að kynnast fólki frá ýmsum lönd- um og álfum, skoðunum þeirra og siðum, hefur ómetanlega þýðingu. Námið sjálft í heild var fjölbreytt og skemmtilegt og stundum nokkuð erfitt. /Eíði með ágætum liðum Fyrstu mánuðina sem ég var í háskólanum í Köln æfði ég knattspyrnu með ágætum þýzkum liðum eins og F.C. Köln og Victoria Köln, sem bæði eru í fyrstu deild í þýzku meistarakeppninni, og var það mjög lærdómsríkt. Siðasta námsárið tók ég þátt í knattspyrnunámskeiði þýzka knattspyrnueambandsins sem haldið er í Köln, og lauk það- an prófi í febrúar í ár og mun vera fyrsti Norðurlandabúinn, sem lýkur því jafnframt há- skólanáminu. Hinn kunni þýzki landsþjálf- ari Þjóðverja Sepp Herberger var stofnandi námskeiða þess- ara og fyreti umsjónarmaður, en er nú einungis prófdómari. Lokaprófið tók ég síðan í ágúst og kom 'heim rétt fyrir mánaðamótin. „Steingrímur gæti leikið í ung- lingalandsliði Þjóðverja“ Það má geta þess hér, að við vorum þar samtímis á nám- skeiði, ég og Steing-rímur Björnsson og Jón Stefánsson frá Akureyri, og vöktu þeir athygli fyrir hæfni sina i leik þar. Voru þeir settir í úrvals- lið frá skólanum sem lék við annarrardeildarlið, sem ætla mætti að væri eins og meðal fyrstudeildarlið hér, og vann okkar lið 10:2. Eftir leikinn sagði þjálfarinn, sem er að- 1 stoðarmaður Herbergers, að eins og Steingrímur hefði leik- ið í þeim leik gæti hann leikið með unglingaliðinu þýzka. Jón Stefánsson átti einnig góðan leik. Þess má einnig geta til gamahs að á námskeið- inu var efnt til keppni í þfiggja manna knattspyrnu innanhúss og vorum við kall- að:r ,,landslið“ íslands. Urðum við að le:ka við sterka menn, sem leikið höfðu í landsliðum ^3 m ,1U ýmissa landa, þ.á.m. Júgóslava. I leikjum þessum kom Stein- grímur mjög á óvart og rugl- aði mjög mótherjana, þegar þeir áttu- sízt . vop., á slíku, . og Jón var ekkert lamb að leika sér við í vörninni. Það undarlega skeði að Is- land vann keppnina, og vakti það mikinn fögnuð áhorfenda, en síður kappanna sem við lékum við! Iþróttir fyrir örkumla menn Eg- gerði nokkuð af því að aðstoða við æfingar og keppni örkumla manna, en Þjóðverjar gera mikið af því að létta þeim lífið með æfingum og leikjum. í Þýzkalandi eru um 250 þús. manns sem vantar útlim eða útlimi og 40 þús. manns, sem eru blindir. Þessir blindu menn leika knattleik, þar sem knötturinn, sem þeir nota, er með bjöllu, eem heyrist í þeg- ar hann veltur. Einnig eru mörk þar sem keppikeflið er að koma knettinum í mark, og auðvitað er markmaður sem reynir að verja þegar hann heyrir að knötturinn nálgast markið. Keppt er í 400 m kappgöngu og halda menn sig á brautinni með því að láta spýtu strjúk- ast við sargið. Þessir blindu menn kasta knetti að marki, en markið er lítið tæki, sem gefur frá sér hljóðmérki og fá þeir stig eftir því hve nærri hljóðtækinu þeir kasta. I frjálsum íþróttum vinna þessir örkumla menn furðu góð afrek, og minnist ég t.d. eins sem var einfættur. Hann kom hoppandi á öðrum fæti að ránni og fór yfir 1,76 m! Það var ánægjulegt að sjá hve mikla skemm.tun þessir menn höfðu af keppninni og leiknum, og áreiðanlega gaf þetta lífi þeirra meiri lit og t:lgang. Þess má geta að örkumla og fatlaðir menn hafa keppni milli borga, þer/- gefa út blað sem heitir „Fatlaði íþrótta- maðurinn“. Býst við að þjálfa Fram — Og hvað er svo fram- undan? — Nú ég hef hugsað mér að fara strax útí íþrótta- kennsluna. Hef sótt um kenn- arastarf í gagnfræðaskóla hér í bænum, en veit ekki hvernig því reiði.r af. Eg þjálfaði Fram í vor eða þar til í júlí að ég varð að fara til Þýzkalands í lokapróf- ið, og býst við að þjálfa þá næsta keppnitímabil, þó end- anlega hafi ekki verið frá því gengið. — Hverja telur þú orsökina til þess að Fram gekk illa síðari hluta sumars? — Það hefur borið á þessu flest árin, sem ég hef verið með, að byrjunin hefur verið góð, en síðan gengið verr er á leið. Ef til vill á þétta rðf sína að rekja m.a. til þess að um miðsumarið verður of langt hlé á milli leikja ís- landsmótsins, sem á að vcra aðalmót sumarsins. Þetta slitn- ar líka í sundur vegna heim- sókna, en auðvitað á að haga heimsóknunum eftir íslands- mótinu. Meðan heimsóknir standa falla æfingar niður þcu kvöld sem leikir eru, og við getum ekki fært æfingar t il því við í Fram höfum ekl:i nema einn völl. Auk þess er það oftast tiltölulega fámen.;- ur hópur sem leikur við er- lendu liðin, eða 20—25 menn í úrvalsliðum og meistaralið- um. Svo er annað sem hefur sín áhrif hjá okkur í Fram og það er það að miðsumarið er sum- arfrístíminn og margir leik- manna Fram eru kvæntir og því nokkuð eðlilegt að þeir vilji njóta sumarsins eitthvað með fjölskyldu sinni. — Telur þú hægt, með þeim efnivið og aðstöðu hér, að leika betri knattspyrnu ? — Já, ég held að það sé hægt. Eg vil benda á t.d. cð ef knattspyrnumenn notuðu betur þann tíma, sem þe:r fórna í æfingar, mundi nást meiri árangur. Þeir taka ekki á á æfingunum, þeir leggja ekki að sér, en það er einasta meðalið til þess að ná árangri. Þar sem fjölmennur hópur mætir til æfinga er ómögulegt ið standa yfir hverjum ein- stökum og reka hann áfram. Knattspyrnumenn í heild verða. að skilja þetta og vinna sam- kvæmt því. Skipuleggja æfingar frá unga aldri — Mér fyndist að það mætti. skipuleggja æfingarnar mikið betur en gert er, og er raun- ar aðkallandi. Þjálfarar þeir, sem annast kennslu knatt- spyrnumanna, ættu að vinna saman um þetta og setja eér áætlun um þessi mál. Þeir ættu að koma sér saman um það hvers væri eðlilegt að krefj- ast af drengjunum á vissu. aldursskeiði, í leikni, í þekk- ingu á skipulagi, og fleiru og fleiru. Raunar ætti Knatt- spyrnusambai U Islands að hafa forystu um þetta. — Hve marga ieiki telur þú að 1. og 2. deildar-knatt- spyrnumenn eigi að leika á sumri? — Eg tel að allt að 20 leik'r væri hæfilegt, og á ég )ar við bæði fyrstu og aðra deild. Fyrstu deildarliðin í Reykja- vík ná þessu, en liðin í anr- ari deild ná þessu ekki og xrvi. t.d, geta Víkings og Þróttar- Framhald á 10. síðiu # Ritstjóri: Frímann Helgason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.