Þjóðviljinn - 04.10.1960, Blaðsíða 7
1
Þriðjudagiir 4. október 1960 — ÞJÓÐVILJINIm
• •
BJORGUM LANDHELGISMAUNU
• •
MEÐ OROFA SAMSTOÐU
A
Góíiir t'undarmenn.
■ I dag hefjast samningavið-
ræður íslenzkuv ríkisstjórnar-
innar og Breta um fiskveiði-
landhelgi Islands.
I dag geta Bretar hrósað
sigri yfir því, að nú hafi ís-
lenzka ríkisstjórnin viður-
kennt samn;ngsrétt þeirra um
fiskveiðilandhelgina við Is-
land.
Krafa Breta um, að íslend-
ingar semji við þá um land-
helgismálið er ekki ný.
Áður en reg'ugerðin um 12
mílna fiskveiðilandhelgina var
gefin út sumarið 1958, settu
Bretar fram þessa kröfu og
þeir hafa margendurtekið
hana síðan.
Svör íslenzkra stjórnar-
valda við þessari kröfu voru
skýr og afdráttarlaus. Samn-
ingar við einstakar þjóðir
um fiskveiðilandhelgi Islands
gátu ekki komið til greina
þar sem málið var algjört
innanríkismál Islendinga.
Hins vegar var því jafn-
framt lýst yfir, að Island
væri reiðubúið . til þess að
taka þátt í alþjóð’egum ráð-
stefnum sem fjölluðú um
lar.dhelgismál þjóðanna og
mundi Island hlýta þeim regl-
um, sem þar yrðu settar svo
framarlega, sem þjóðirnar al-
mennt gerðu það líka.
Þannig var afstaða íslands
til kröfu Breta um sérsamn-
inga og þannig hei'ir hún ver-
ið marg yfirlýst bæði innan-
lands og erlendis síðustu 2
árin.
En nú, þegar staða okkar
í landhe'gismálinu hefir gjör-
breytzt okkur í hag, þá er
þessari stefnu skyndilega
breytt og samningsréttur
Breta vðurkenndur. Þegar
við lýstum vfir 12 mílna fisk-
veiðilandlielgi sumarið 1958,
höfðu 20 þjóðir tekið sér jafn-
stóra landhelgi, allar með ein-
hliða yfirlýsingu.
Ákvörðun okkar var m.a.
studd með þessum forsendum.
Sumarið 1958 var auðvitað
allt í óvtssu um það, hvern-
ig aðrar þjóðir, sem veiðar
liöfðu stundað við ísland
murdu bregðast við ráðstöf-
unum okkar . En nú tveimur
árum eftir stækkunina, eru
þjóð'rnar sem tekið hafa sér
12 milna fiskveiðilandhelgi
orðnar 31 og allmargar hafa
lýst yfir því, að þær muni
bætast í hópinn á næstunni.
■Og nú liggur fyrir, að allar
þjóðir, sem veiðar stunda við
ísland hafa í framkvæmt við-
urkennt útfærsluna, að und-
anteknum Bretum einum.
Og allir vitum við, að Bret-
ar hafa heldur ekki getað
komið í veg fyrir þá friðun,
sem við kepptum að, held-
ur hafa þeir neyðzt til að
snúa um helmingi togara-
flota síns frá íslandsmiðum
og veiði hafa þeir litla haft
við ísland.
En þegar svona er komið,
gjörbreytir ísienzka ríkis-
stjórnin um stefnu og lypp-
ast niður fyrir kröfum Breta
og viðurkennir samningsrétt
þeirra.
Stefna Alþingis og þjóðar-
innar allrar hefir verið skýrt
mótuð í landhelgismálinu.
Stefnan er sú: að enginn
undansláttur komi til
mála, að ekki verði hvik-
■ að frá 12 milna landhelg-
inni allt umhverfis land-
ið, án undantekningar, um
einn þumlung, hvorki til
lengri eða skemmri tíma.
Þessa stefnu hefir þjóð-
in markað með samþykkt-
um og áskorunum, félaga-
samtaka og stofnana og
almennra mannfunda.
Og um hvað á þá að
semja? Til hvers eru þá þær
samningaviðræður, sem nú
eru að hefjast. Engin vafi er
á því, að viðræður þær sem
nú eru að hefjast hafa verið
vamdlega undirbúnar um all-
langan tíma.
Brezk blöð segja, að samn-
ingaviðræðurnar séu árangur
af löngum og ýtarlegum við-
ræðum brezka sendiherrans
í Reykjavík cg íslenzku ríkis-
stjórnarinnar.
Og brezkir togaraeigendur
segja að nú séu þeir miklu
rólegri en áður, að láta skip
sín bíða utan 12 mílna mark-
anna, vegna þess, að nú hafi
þeir fengið að vita nákvæm-
lega um þær tillögur, sem
líkur séu til að sámið verði
um við Islendinga. Þeir segja,
að tillögurnar séu enn al-
gjört trúnaðarmál, en að þeir
hafi samþykkt þær, þó með
einni breytingartillögu. Þann-
ig skýra Bretar frá aðdrag-
anda samninganna. Og í kjöl-
far samningamakksins við
sendiherra Breta, hefir svo
farið annar undirbúningur
undir ráðgerða samninga. Öll-
um brezku veiðiþjófunum
voru skilyrðislaust gefnar
upp sakir. Sú ráðstöfun átti,
eins og fiskimálaráðherra
Breta John Hare sagði, að
bæta andi’úmsloftið og milda
hugarfarið.
Og svo lýstu brezkir tog-
araeigendur því yfir, að þeir
mundu lralda skipum sínum
fyrir utan 12 mílna-mörkin, á
meðan verið væri að semja
við íslenzk stjórnarvöld um
málið.
Næst komu samningar
Breta við Dani um landhelg-
ismálið og síðan samningarn-
ir við Norðmenn, þannig var
hver atburðurinn látinn reka
annan, sem hagkvæmur undir-
búningur að samningum við
Islendinga.
Og til þess að tryggja það,
að áhrifin af þessu færu ekki
fram hjá okkur Islendingum,
var svo fréttamaður Morgun-
blaðsins látinn hafa sérstakt
viðtal við John Hare fiski-
málaráðherra Breta þar sem
hann sagði með einföldum cg
skýrum orðum, að auðvitað
hlytu þessir samningar við
Dani og Norðmenn, að veikja
aðstöðu Tslendinga. Morgun-
blaðið spurði og ráðherrann
svaraði: jú, auðvitað mundu
slík'r samningar veikja ykk-
ur siðferðislega.
Þannig var má'ið vandlega
undirbúið m.a. með ráðstöf-
unum erlendis. Hér heima
hófst svo áróður stjórnarblað-
anna fyrir nauðsyn samn'nga.
Ritstjóri Morgunblaðsins
sagði í Morgunblaðinu þann
19. ágúst s.l., alveg blygðun-
arlaust, að hann teldi réti að
heiniila Bretum nokkur aí-
not liinnar umdeildu
spildu um skemmri tíma.
Þannig var hætt að snú-
ast í kringum sannleikann
um það hvað t'l stæði, held-
ur beinlínis skýrt frá því, að
ætlunin væri að heimila Bret-
um veiðar innan h'uta fisk-
veiðilar.dhelginnar. Og síðan
hefi-- Morgunblaðið hvað eftir
annað stimplað það, sem frá-
leitan kommúnistaáróður að
standa gegn því að Bretum
verði heimilaðar einhverjar
veiðar innan 12 mílna mark-
anna t.d. gegn því að annars-
staðar fengist viðurkenning
fyrir landg-unnssjónarmið-
inu", eins og það hefur verið
orðað.
Og nú s:ðast á Varðarfund-
inum í fyrradag vék Bjarni
Benediktsson dómsmálaráð-
lierra að þessu atriði með
þessum orðum:
„Kommúnistai’ ræða
mikið um, að þ :ð væri af-
sal á réttindum okkar, ef
Bretum yrðu leyfðar
nokkrar veiðar innan fisk-
veiðilögsögunnar og skal
ekki frekar rætt um þá
fullyrðingu þei ra, þó má
á það benúa, að Rússar
hafa svarað þeim ásökun-
um, því þeir leyfa Bretum
að fiska innan landhelgi
sinnar gegn öðrum hlunn-
indum“.
Þannig er ætlunin að af-
saka undansláttinn og svik-
in við markaða stefnu Is-
lands, með samningi Breta
og Rússa, sem gerður er við
gjörólíkar aðstæður.
Samningar Breta og Rússa
um mjög takmarkaðan rétt
Breta til veiða við Rússland
hafa álíka útgjöld fyrir
Rússa og það mur.di hafa fyr-
ir okkur að gefa einum Breta
í soðið í eitt skipti, en að
hleypa Bretum með allan.
togaraflota sinn upp að 6
mílum við' helming strand-
lengju Islands mundi jafn-
gilda því, að Rússar léðu
Bretum endurgjaldslaust alla
Ukraínu í nokkur ár.
Tillagan um að leysa land-
helgismálið á þann hátt, að
heimi'a Bretum veiðar u]»p
að 6 mílum á vissum svæð-
um við landið gegn því að
þeir fallist á að tiltekin.
svæði utan 12 mílna mark-
anna annarsstaðar verði frið-
uð fyrir öllum togveiðum, er
heldur ekki ný.
Slík tillaga kom fram frá.
Bretum, áður en "eg’.ugerðin
um 12 mílna fiskveiðiland-
helgina var gefin út.
Þeirri tillögu var [ á reit-
að, Hitt hefur okkur ýmsunx
verið vel kunnugt um, að
einmitt ýmsir þeirra, sem nú.
ráða mestu i ríkisstjórn Is-
lands, hafa jafnan ver'ð á.
þerri skcðun að vel kæmi tii
mála að leysa landhe'gismálið
einmitt á þennan hátt.
Þannig kom það skýrt
fram i maí 1959, þegar Al-
þ'ngi gerði sína stefnuyfir-
lýsingu í landhelgismá’.inu. að
Bjarni Benediktsson dcms-
málaráðherra vildi helzt ekkl
láta minnast á 12 mílur í
samþykkt Alþingis. I stað
þess vildi hann segja, að Ts-
lendingar sættu sig ekki við
minnl landhelgi en þá, sem
tekin hefði verið.
Áhuginn kom greinilega.
fram um það að op'ð mættí
standa að semja um breyti-
lega landhelgi þ e. minni en.
12 mílur sumstaðaen meiri
en 12 mílur annarssta.ðr'’.
En Alþingi Jýsti yfir, að
fiskveiðilandhelgin skyldi
ekki vera minna en 12 mílur
umhverfis landið.
Samningar við Breta stefna
landhelgismálinu í voða. Þeii-
mundu fela i sér nýja rán-
yrkju á grunnmiðunum við
landið.
Þeir mundu eyðileggja aft-
ur þann árangur, sem aug-
ljcslega blasir nú við á fiski-
miðunum allt í kringum land-
ið.
En það sem þó er verst
af öllu, samnmgar við Bretp.
um málið, mun’u hneppa
okkur í þá s-mningafjöira.
r,cm erfitt yrfti að losna úr
aftur.
Eða hver ætti að reka.
Breta úr landhelginni eftir 5
eða 10 ár?
Ætli þá heyrðust ekki á ný
kvak frá þe;m, sem nú standa
að undanhaldinu.
Skyldi þá ekki verða benr
á, að brottrekstur Breta ú;
landhelg:nni mundi þýða, að'
við misstum ágætan ísfisk-
markað í Bretlandi: Skyldi
þá ekki verða minnzt á það,
að brottrekstur Breta muncr
leiða til vinslita við góðan
vif kiptavin og' góða banda-
lagsþjóð. Og ætli einhVer
kunni þá ekki sömu rökin og
nú að framleng'ng í 2-3 ár
sé ekki stórvægileg, J ví 2-3
ár séu l'till tími í lífi þjóðar-
2-3 ár, eða 5-10 ár eru að vísu
ekki langur tími í lífi þjóðar,
en rétt er að minnast þess,
að það þarf heldur ekki mörg
ár t’l, að glata lífi þjóðsr,
— til þess að eyðileggja lífs-
skilyrði þjóðar.
Framhald á 10. siðu
RœSa LúSvlks Jósepssonar,
á úfifundinum á Lœkjartorgi