Þjóðviljinn - 04.10.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.10.1960, Blaðsíða 9
!ej- i3 /æssgsa ri* e£ ^Su m ilE'7; e 3H 9 =ap EE pHÍ Í&1 ------- Þriðjudagur 4. október 1960 ÞJÓÐVILJINN (ð Ritstjóri: Frímann Helgason Léleg knattspyma einkenndi leiki Blkarkeppninnar ná um helgina Það var ekki svipmikil knattspyrna, sem við fengum að horfa upp á vestur á Melavelli um helgina. Þrir leikir fóru fram í bikarkeppninni og fengust úrslit úr tveim þeirra, leikj- um Akraness og Keflavíkur, sem Akranes vann með 6:0 og leik KR og Hafnarfjarðar^ sem KR vann með 3:0. Leikur Vala og Fram 3:3 efitir framlengdan leik og mun hann verða leikinn að nýju n.k. laugardag. Erfiður sigur KR Fyrstur þriggja bikarleikja um helgina var leikur KR við Hafnfirðinga. Leikurinn var allur heldur ó- líkur því, sem áhorfendur vilja hafa knattspyrnu, enda þótt leik- urinn hafi e.t.v, ekki verið jsvo mjög leiðinlegur á að horfa. En í leik beggja liðanna vantaði tilfinnanlega þá nákvæmni og hraða sem gerir knattspyrnu vinsæla. Rangstæðir KR-ingar Vörn Hafnfirðinga lék í þess- um leik rangstöðu' ,,taktík“ eða „flata vörn“ og léku þeir fram- línu KR mjög grátt með þessari aðferð enda vogu framlínumenn KR-inga oft dæmdir rangstæð- ir. Annars áttu KR-ingar held- ur meira í leiknum, einkum seinni hálfleik og tækifæri þeirra voru heldur opnari en Haínfirðinganna. Einnig áttu Valentin er ekki í náðinni hjá Bretum A-Þjóðverjar fengu ekki leyfi að keppa í London Sigfred Valentin og Ilans Grodoteky, sem eru búsettir í Austur-Berlín, var boðið að taka þátt I fþróttamóti á White City leikvanginum í London og átti Valenfín að keppa á móti Herb Elliott í cinnar mílu hlaupi. Brezka utanríkisráðuncytið virðist ætla að leggja sitt af mörkum í „kalda stríðinu“, því þeir félagar fengu ekki land- gönguleyfi, þar sem þeir búa ckki „réttu megin“ í Berlín. KR-ingar tvö stangarskot, fyrst Ellert Schram og síðar Sveinn Jónsson. Skot Sveins var af að- eins 3 metra færi og var það mikill klaufaskapur að skora ekki af því færi. . Varnarmistök kostuðu inark Fyrsta mark sitt í leiknum skoruðu KR-ingar á 14. mínútu og var það Sveinn Jónsson, v. innherji, sem skoraði eftir að bakvörður Hafnfirðinga nokk- urnveginn „afhenti“ Sveini knöttinn í gott færi fyrir miðju marki. Dýr mistök það, því eft- ir þetta sóttu KR-ingar sig nokkuð, en áður höfðu Hafn- firðingar átt nokkuð skelegga sókn að KR-markinu. Vítaspyrna brást hjá Þórólfi Á 30. mín. dæmdi dómarinn, Jörundur Þorsteinsson, KR-ing- um vítaspyrnu á gróft brot inn- an vítateigs, er fótunum var kippt undan Sveini. Þórólfur Beck íór þarna heldur illa með gott tækifæri, er hann renndi boltanum mjög laust til mark- varðar. KR skoraði annað markið eftir góðan urdirbúning Annað mark KR negldi Ellert Schram inn, eftir að Gunnar Guðmannsson sendi knöttinn hnitmiðað fyrir fætur hans. Markið var skorað eftir ágætt spil og var langbezta mark leiks- ins. 3:0 skoraði Gunnar Guðmanns- son, fyrirliði þeirra KR-inganna. Skoraði hann markið með því að fylgja bolta. sem Beck gaf innfyrir vörn Hafnarfjarðariiðs- ins. Fram og Va'.ur gerðu jafn- tefli 3:3 í lélegum leik Á sunnudaginn léku Fram og Valur og er það ekki ofsögum sagt, að haustlegur var leikur- inn, Fram var skárri aðili leiks- ins megnið af þeim 90 minútum, sem knattspyrnuleikir eiga að standa, en þá stóðu leikar 2:2 svo framlengja varð. í framleng- ingu skoruðu báðir einu sinni og fóru leikar því 3:3. Valsmenn skoruðu fyrsta mark \ leiksins er aðeins voru 5 mín- útur liðnar af leik. Var þar um hálfgert heppnismark að ræða. Bergsteinn fékk gott færi á að skjóta föstu skoti að marki en hitti boltann ekki sem bezt og hrökk hann til v. útherja sem stóð við markteig og af honum snerist boltinn inn. Framarar áttu mörg tækifæri, en voru heldur óheppnir, áttu nokkur stangarskot og opin færi, en ekki kom markið. í síðari hálfleik skoraði Guð- mundur Óskarsson fyrir Fram og var það nokkuð vel gert hjá Guðmundi, en hann hljóp upp með boltann frá' miðju og skor- aði örugglega. Þetta mark var skorað er aðeins 5 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Guðmundur bætti við á 31. mínútu, er hann skoraði örugg- lega eftir að hægri útherji gaf vel fyrir markið. Hálfri mínútu áður sást dómara yfir greinilega vítaspyrnu, er einn Valsmanna sló boltann innan vítateigs. Er tíminn var um það bil að renna út var Valsmönnum dæmd hornspyrna, sem Matthías Iljart- arson íramkvæmdi. Spyrnan var há og svífandi og Geir mark- vörður Fram gerði varla tilraun til að ná knettinum, sem sveif í fallegum boga efst upp i mark- hornið. Matthías er heppinn að ekki er lehgur við lýði gaidra- trú miðaldanna. því annars hefði hann að líkindum verið sakaður um að hafa framkvæmt svarta galdur. Mark sem þetta, skorað beint úr horni, í engum vindi, eins og var á sunnudag- inn, er mjög sjaldgæft að sjá, einkum á síðustu sekúndum leiks. Stóðu leikar nú 2:2 og framlenging nauðsynleg. I framlengingunni var það Valur sem sýndi mun líflegri leik og skoruðu Valsmenn er um fjórar mínútur voru búnar aí íramlengingunni.. Var þar að verki Matthías Hjartarson, sem skoraði úr vítaspyrnu dæmda á Rúnar Guðmannsson fyrir að verja með höndum innan víta- teigs. Skömmu áður 'áttu Vals- menn skot i samskeyti þverslár- innar og stangarinnar. Annars var skot Matthíasar mjög slakt og heíði Geir átt að verja það auðveldlega, en hann gerði enga tilraun. í síðari hálfleik framlenging- arinnar breyttu Framarar liðinu þannig að Halldór Lúðvíksson fór aftur í miðvarðarstöðuna en Rúnar fór í miðherjastöðuna. Hafnfirðingar voru oft ágengir við KR-markið, enda þótt það væru KR-ingar sem gerðu mörkin. Hér nær Heimir boltanum er hann á í höggi við tvo Hafnfirðinga. (Ljósm. Bjarnleifur). Seint í þessum aukahálfleik skoraði Guðjón Jónsson með góðu skoti úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig, mjög glæsi- legt skot, gjörsamlega óverjandi fyrir markvörðinn. Akranes vann Keflavík með yfirburðum Það varð vart á milli séð hvort liðið væri íslandsmeistari eftir spilinu i fyrri hálfleik að dæma. Báðir iéku ámóta illa. Akurnesingar virtust alls ekkert kunna eða geta og voru ails ó- líkir því sem gera má ráð íyr- ir að bezta lið eins lands sé. Hvorugu liðinu tókst að skora mark í fyrri hálfleik. Akurncsing'ar skoruðu tí sinnum á 35 minútuin Það var ekki íyrr en á 10. mínútu síðari hálfleiks að Akur- nesingar íengu skorað, og þá hálígert klaufamark, sem mark- vörður átti að verja, en þar sem hann var heldur seinn niður, fór skot Ingvars miðherja und- ir hann og í netið. Sama er að segja um næsta mark, sem Þórð- ur Jónsson skaut af löngu íæri. eða um 25 metrum. Á s.ðustu 15 mínútunum skoruðu Akurnes- ingar 4 sinnum. Fyrst vegna harðfylgi Ingvars, sem skoraði 3:0, en það var á 30. minútu. síðan einni mínútu síðar, er Þórður Jónsson skoraði eftir góða skiptingu hans og Ingvars. Skot Þórðar var einnig mjög gott og óverjandi fyrir mark- vörð Keflvíkinganna. Tvö síð- ustu mörkin skoruðu Akurnes- ingar rétt undir lokin, og var Ingvar þar að verki í bæði skiptin og skoraði hann því 4 mörk 1 leiknum. Þessarar spurningar spvrja menn eftir að haía horít á þessa þrjá leiki oikarkeppninnar um helgina. Ef svo er, sem virðist er ekki gott í efni. Yfirleitt hef- ur framkvæmd keppninnar heppnazt vel, en illt er ef knatt- spyrnumennirnir sjálfir hætta æíingum áður en mótum er lok- ið. Frammistaða einstakra leik- manna verður ekki tekin fyrir hér enda áttu þeir engir góðan leik, þó nokkrir virtust í svip- uðu formi og áður. Sama er uni dómarana sem dæmdu að seg.ia. Einnig þeir eru komnir úr æf- ingu. ísafjörður Framhald af 3. siðu flugvallargerðina á ísafirði, um 170 þúsund teningsmetr- ar af jarðvegi, og mun þetta vera ein af stærstu fram- kvæmdum á þessu sviði hér á landi. Fjárveitingar af skornum skanunti. Agnar Kofoed-Hansen benti á þá fjárhagsörðug- leika, sem flugmálastjórnin. hér á landi hefði jafnan átt við að stríða. Af þeim sök- um yrði að taka í notkim flugvelli löngu áður ea þeir í raun væru fuilgerð- ir, því að flugvöllur er ekkL fullgerður, sagði flugmáia- stjóri, fyrr en til hans eru. fengin öll þau tæki sem. nauðsynleg eru, brautarljó skýli, o.s.frv. Við íslendiny- ar tökum í notkun flugvel - ina strax og flugbrautirnr r hafa náð þeirri lengd se; í. krafizt er sem lágmar'y enda þótt enn vanti flest annað nauðsynlegt. 52 þús. Isaf.jarðar- íarþegar F.í. Örn Johnson fram- kvæmdastjóri gat þess l sinni ræðu, að núverandi flugmálastjóri hefði stýrt þeirri flugvél félagsins, se:-i fyrst hefði komið til ÍS' - fjarðar 20. maí 1938. Næstu; tvö árin hefðu verið strjá’- ar ferðir þangað, en 1941 jókst ferðafjöldinn, þó í t i-eglubundnar áætlunarferú- ir hæfust ekki milli Rvíki r og ísafjarðar fyrr env nokkrum árum síðar. Mér telst svo til, sagðu Örn Johnson, að flugvélf'~ Flugfélags Islands hafi fi i upphafi t’l þessa dags fíu‘ t alls um 52 þúsund farþegn. til ísafjarðar og frá. Hin eíðari árin hefur farþegata'.- an verið svipuð ár frá ári, eða á sjötta þúsumi að me-3~ altali. f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.