Þjóðviljinn - 04.10.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.10.1960, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. október 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Ársþing Verkamannaflokksms brezka hafið í Scarborough Kröfurnar um nýja land- vinninga hljóma nú aftur í Vestur-Þýzkalandi. Aftur heyrast raddir um nýtt leift- urstríð. Jafnvel guð á himji- um er ákallaður um hjálp í þessu skyni, t.d. á heims- móti katólskra í Miinchen í sumar. Þar stóðu þeir Strauss hermálaráðherra og nokkrir. af fyrrverandi her- foringjum Hitlers ásamt kardínálum og biskupum og létu hermenn Vestur-Þýzka- lands falla á kné og biðja guð mn hjálp í baráttunni gegn kommúnistum. Á stserri myndinni sést Strauss halda ræðu sína en honum til beggja handa standa fyrr- verandi kenerálar Hitlers og’ yfirmenn katólsku kirkjunn- ar undir risastórum krossi. Á minni myndinni sjást vesturþýzku hermennimir krjúpandi og biðjandi. Ráðskona á býli á suðurlandi. Mæitti hafa barn eða ungling með sér. Fámennt heimili Rafm. og fleiri þægindi á staðn- um. Uppplýsingar í síma 10368. Ársþing brezka Verkamanna- flokksins hófst í gær í Scar-! borough og er búizt við að það kunni að verða hið mikil-! vægasta lí sögu flokksins. Það er fyrst og fremst af- staðan til kjarnavopna og landvarnamála sem ágreiningi veldur á þinginu. Á þingi brezka alþýðusambandsins í síðasta mánuði kom í Ijós að meirihluti verkalýðshreyfing- arinnar vill að Bretar afsali sér kjarnavopnum og banni eldflaugastöðvar á landi sínu, en sú afstaða gengur alger- lega í berliögg við yfirlýsta forystu Gaitskell sem meiri- hluta hafa í flokksstjórninni. Þar eð verkalýðsfélögin ráða yfir miklum meirihluta at- kvæða á flokksþinginu og flokksdeildimar fylgja flestar vinsitrimönnum hefur verið talið líklegt að Gaitskell og hans menn yrðu undir á þing- inu, ef í odda skerst og mála- miðlun tekst ekki. Fyrsta samþykkt þingsins var þó gerð einróma. Hún fjallaði um Afríku. Var þar m. a. lýst samþykki við aðgerðir SÞ í Kongó. Uppþot gegn de Ganlle í París Nokkur hundruð ungmenna úr fasistasamtökunum Jeune Nation efndu í gær til uppþots fyrir framan embættisbústað de Gaulle forseta í París. Hrópuðu þeir: Alsír er franskt. Skjótið landráðamennina, Salan til valda, en lögregla réðst gegn þeim með kylfur á lofti og særð- ust um 40 menn, en margir voru handteknir. Kosning í Frama Framli. af 12. síðu Kristján Kjartansson Bæjarl. Þorvaldur Jóhannesson HreyfiII Á lista ríkisstjórnarinnar eru þessir menn: Bergsiteinn Guð- jónsson, Andrés Sverrisson, Óli B. Lútersson, Garðar Gíslason, Ármann Magnússon, Jens Páls- son og Gestur Sigurjónsson. Þakka fyrir „viðreisnina“ Leigubílstjórar hafa sérstaka ástæðu til þess að sameinast um hagsmuni sína og kjör í þessum kosningum. Allt sem bílstj. þurfa til atvinnu sinn- ar hefur liæ'kkað stórlega í verði, en krappari kjör almenn- ings gera það að verkum að atvinna leigubílstjóra dregst saman, og sér þess þegar merki. Fáir menn eru jafn háðir því að afkoma almenn- ings sé góð og einmitt leigu- bílstjórar, og' má telja vafa- samit að nokkur stétt verði eins harkalega fyrir afleiðing- um „viðreisnarinnar“ og ein- mitt þeir( Þess vegna hafa leigub'íl- stjórar hug á að þakka ríkis- stjórninni fyrir sig á eftir- minnilegan hátt með því að fylkja sér um B-LISTANN. Kosningaskrifstofa B-listans verður í Framsóknarihúsinu sími 12942. Umferðarslys Framh. af 12. síðu Á sunnudagslivöld klukkan 20.30 var toifreið með 6 manns á leið í bæinn hjá Leirvogsá. Við brúna yfir ána hjá Svana- sitöðum fór toifreiðin út í lausa- mölina á vegarbrúninni og missti stúlkan, sem ók, stjórn- ina á henni og náði eklvi beygj- unni inn á brúna. Bifreiðin lenti á. steyptum torúarstólpa og kastaðist afturendi hennar inn á veginn og skall á brúar- stólpanum hinu megin og lok- aði alveg brúnni. I bifreiðinni voru eins og áður sagði sex manns, þrjár stúlkur, er sátu fram í og meiddust þær allar nokkuð mik- ið. Var ein þeirra, norsk stúlka María Hadnah, Njörvasundi 40, flutt í sjúkrahús. Hafði hún hloitið meiðsli á höfði. Hinar stúJkurnar tvær voru fluttar á slysavarðstofuna og einnig tveir piltar, er sátu aftur í bifreiðinni en einn pilitur slapp ómeiddur. Voru piltarnir lítið meiddir en stúlkumar bæði marðar og tognaðar en óbrotn- ar. Bifreiðin er að sjálfsögðu mjög illa farin eins og sést á mynd á öðrum stað hér í blaðinu. Fær ekki að fara aftur til Alsír Franska stjórnin héíur bannað Salan hershöfðingja, fyrrver- andi yfirhershöfðingja Frakka í ^ Alsír, að fara heimkvaðning- Raoul Salan. unni var sú, að Salan hafði gagnrýnt Alsírstefnu de Gaulle og' sagt að ekkert vit væri í því að láta Alsírbúa fá að ákveða framtíð sína. Salan neitaði að taka gagn- rýni sína aítur, — og hann var kyrrsettur í París. Reyna að etja NATO-löndunum í efnahagsstríð við A-Þýzkal. Vecturþýzka st’órnin lætur ræða viðskipta- bann í faztarfiði Atlanzhafsbandalagsins Ríkisstjórn Vestur-Þýzkalabds ákvað á föstudaginn að riúfa verzlunarsamninginn við Aust- ur-Þýzkaland og hætta öllum verzlunarviðskiptum við landið. Segist Bonnstjórnin gera ’petta til að mótmæla því, að Vestur- Þjóðverjar fá ekki að fara inn í Austur-Berlín, nema þeir sýni vegaþréf. Austurþýzk yfirvöld hafa bent Bonnstjórninni á, að þetta við- skiptástríð komi Vestur-þjóðverj- um sjálfum verst. T.d. hefur ver- ið kreppa í kolaiðnaði Vestur- Þýzkalands en Austur-Þjóðverj- ar hafa bætt úr ástándinu með þvi að kaupa mikið af kolum frá Vestur-Þýzkalandi. -Þýzkir iðnaðarmenn og verzlunarmenn hafa haldið því fram að efnahag- ur Vestur-Þýzkalands muni bíða stóran hnekki ef verzlunin við Austur-Þýzkaland verður bönn- uð. Bandaríkin styðja Bandaríska sendiráðið í Bonn hefur íýst yfir fullum stuðningi Bandaríkjastjórnar við þessar aðgerðir vestur-þýzku stjórnar- innar. Stjórnir Bretlands og Frakklands eru ekki aðeins stuðningsmenn þessa efnahags- stríðs, heldur hafa þær beinlín- is lagt á ráðin um þessar aðgerð- ir. Ætlun ráðamannanna í Bonn er að fá fleiri lönd, og þá fyrst og fremst NATO-löndin, til að taka þátt í efnahagsstyrjöld sinni gegn Austur-Þýzkalandi. Fengu þeir fastaráð Atlanzhafs- bandalagsins í París til að ræða málið á laugardag og fóru þar fram á að öll Atlanzhafsbanda- lagsríkih settu viðskiptabann á Austur-Þýzkaland. Ekki mun hafa verið tekin nein sameigin- leg ákvörðun í málinu. Tíl bjargar Alexei Glageley, hvalskurðarmanni á hvalveiðiskipinu „ALeut“, virðist þykja gott að hvíla sig í skolti hvals, sem hann og félagar hans veiddu í Suðurhöfum. Dýrafræðingar frá Sovétríkj- unum og nokkrum Vestur-Evr- ópuríkjum komu saman til fund- ar í Prag fyrir skömmu, til þess að ræða leiðir til að bjarga villihestunum í Asíu frá því að deyja út. Hér er um að ræða síð- ustu leifarnar af forfeðrum þess húsdýrs, sem verið hefur um aldaraðir þarfasti þjónninn með- al margra þjóða. Sovézku dýrafræðingarnir skýrðu frá því á ráðstefnunni, að þeir hyggðust gera eyju eina í Aral-vatni að friðlandi villi- hestanna. Aðeins eru eftir um 100 Asíu- villihestar á lífi. 60 þeirra eru í dýragörðum en aðeins 40 lifa enn villtir í Asíu. Síðustu Evr- ópu-villihestarnir, Tarpan, voru drepnir árið 1879. Síðar huxur? Hjá brezkum skátum stendur yf- ir allsherjaratkvæðagreiðsla um það hvort brezkir skátar megi klæðast síðbuxum í stað stutt- buxna. Skátarnir hafa kvartað yfir því að þeir líti hlægilega út í stuttbuxum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.