Þjóðviljinn - 04.10.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.10.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 4. október 1960 — iffiffiEiSSKæ þlOÐVlLJINN Ótuefandl: Samelnlngarflokicur alþýðu — Sósíallstaflokkurtnn. — RltstJ^ar: Magnús KJartansson (&b.), Magnús Torfl Ólafsson. Bl«- arBur QuBmundsson. — PréttarltstJórar: Ivar H. Jónsson. Jón ðlainasor. - Auglýslngastjórl: Guögelr Magnússon. - Rltstjórn. aígrelösla auglýsingar, prentsmlÖJa: Skólavöröustlg 19. — Bíml x7-600 (6 llnur). • ÁskrlftarverÖ kr. 45 & mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmlÖJa ÞJóövllJana. Lýð ræðissky I d a Atburðirnir á Akranesi eru mjög lærdómsríkir og varpa skæru ljósi á lýðréttindi almennings um þessar mundir. í seinustu bæjarstjórnar- kosningum buðu vinstriflokkarnir svokölluðu fram sameiginlegan lista og háðu kosningabar- áttu sína á þeirri forsendu að þeir ætluðu að starfa saman þetta ikjörtímabil og hrinda í framkvæmd tilteknum verkefnum. Myndarlegur meirihluti Akurnesinga tryggði þessum lista sigur, enda hafði samstarf þessara þriggja flokka gefið hina beztu raun. Kjósendurnir, sem veittu listanum brautargengi, voru aðeins að lýsa yfir fylgi við samvinnu þessara þriggja flokka og málefni þeirra, en um hitt er engin vitneskja hversu mikið af fylginu her að eigna Alþýðu- flokknum eða Framsóknarflokknum eða Alþýðu- bandalaginu; kosningarnar vorú'ekki þannig háð- ar- Þessir flokkar höfðu aðeins hlotið umboð kjósenda til þess að vinna saman. l?yrir nokkru riðlaðist þessi samvinna, vegna þess að flokiksleiðtogar í Reykjavík gátu ekki unað því að það væri vinstrisamvinna á Akra- nesi á sama tíma og hægrisamvinna drottnaði í stjórnarráðinu. En hvað sem ástæðunum líður .er það staðreynd að samvinnan riðlaðist, eins og oft getur gerzt þegar ólíkir flokkár výina saman. En þegar svo var komið var það óhjá- kvæmileg lýðræðisleg skylda að efna til nýrra kosninga. Fulltrúar vinstriflokkanna svonefndu höfðu aðeins fengið umboð til að vinna saman; enginn þeirra gat sannað að hann hefði umboð eins einasta kjósanda til samvinnu við íhaldið. Og fyrst hinn löglega kjörni meirihluti gat ekki rækt skyldur sínar og efnt loforð sín við kjós- endur bar honum að leita til þeirra á nýjan leik og efna til nýrra kosninga ef fullnægja átti einföldustu lýðræðisreglum. 'T’n bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins töldu sig ekki þurfa að rækja neinar skyldur við kjósendur, heldur hlupu þeir beint í náðarfaðm íhaldsins og þóttust hafa myndað nýjan meiri- hluta — meirihluta sem enginn kjósandi á Akra- nesi hafði greitt atkvœði um eða veitt heimild til. Þeir báru fyrir sig form lýðræðisins en skeyttu eklkert um innihald þess. En þá var það að kjósendur á Akranesi gripu til sinna ráða af eftirminnilegum myndarskap. Þeir hófu al- menna undirskriftasöfnun og fyrr en varði var meirihluti kjósenda fcúinn að undirrita hina sjálfsögðu kröfu um nýjar kosningar í bænum. Undir þá kröfu skrifuðu ekki aðeins kjósenda- fjöldi vinstrilistans frá síðustu bæjarstjórnar- kosningum heldur mun fleiri kjósendur. Bæjar- fulltrúar Alþýðuflokksins höfðu þannig ekki að- eins hrundið frá sér öllum fyrri kjósendum sín- um, heldur tóku mun fleiri bæjarbúar þátt í fordæmingunni á atferli þeirra. L'n hvað gerist nú? Þjóðin hefur séð með undr- un og ógeði hvernig bæjarfulltrúar íhalds og Alþýðuflokks reyna að halda því fram með hlálegum og langsóttum lagakrókum að þeir geti ekki látið nýjar kosningar fara fram! Því verður þó ekki trúað, að þeir haldi þeirri af- stöðu til streitu þegar þeir hafa jafnað sig eftir fyrsta fátið. Ekkert getur verið sjálfsagðari lýð- rœðisskylda en að meirihluti kjósenda ráði því sjálfur hverjir fara með stjórn í bœnum. Sé gengið gegn þeim frumrétti er verið að fremja valdarán og ofbeldi sem getur haft hinar alvar- legustu afleiðingar. m. are tm irj ;uk /?œðo Karls Sigurbergssonar skipstjóra á útifundinum um landhelgismáliS Góðir fundarmenn. I september 1958 var gam- an að geta sagt: ég er ís’end- ingur! Þá vorum við allir sam- mála. Einnig forkólfar hinna pólitisku flokka hér*á landi. Þá sá til sólar á íslenzkum st jórnmálahim 'ii. Við vorum einhuga þjcð! Orsökin var útfærsla fiskveiði- landhelginnar við strendur lands, sem nú er almennt nefnd hinu skoplega nafni: Fiskveiðistyrjöld Brezka heimsveldisins! Er Bretar höfðu sýnt við- brögð sín gegn útfærslunni og hafið ofbeldis aðgerðir á fiskimiðum okkar í krafti her- valds, var boðað til útifund- ar hér á Lækjartorgi. Fundur- inn, sem var fjölmennur og með miklum glæsibrag, sýndi vel einlhug þjóðarinnar (enda var ihann boðaður til að sýna þáverandi ríkisstjórn, hvern hakhjarl, 'hún hefði, ef hún stæði vel á verði, og hvikaði hvergi frá vilja þjóðarinnar í landhelgismálinu) og skoraði fundurinn j einu hijóði á rík- isstjórnina að setjast aldrei að samningaborði með Bret- um um það mál, jafnframt iþví, sem hann móitmælti hern- aðaraðgerðum þeirra hér við land. — 1 dag, röskum tveim árum |p!! síðar, erum við samankomin hér aftur á Lækjartorgi og enn er fundur um landhelgis- málið. Það mætti ætla að við vær- um hér mæft til þess að und- irstrika með því þakkarávarp eða til að heiðra ríkisstjórn- ina fyrir vel unnin störf henn- ar í þágu lands og þjóðar i fiskveiðideilunni. Öðru nær! Nú eru önnur viðhorf! Við erum rú á tímamótum kosn- ingaloforða og fagurgala: þá er von á efndum þeirra. Enda er nú að þeim efndum komið á loforðunum um landhelgis- málið. — Ófti allra hugsandi manna er þv! mikill fyrir því sem nú kann að gerast í því máli á næstu dögum. — Reynslan hefur sýnt okkur og ekki sízt okkur fiskimönn- unum. á þessum stutta tíma frá iþví að útvíkkun landhelg- innar átti sér stað, hvílíkum áfanga við höfðum jtegar náð í baráftunni fyrir friðun iand- grunnsins alls. — Það er staðreynd, sem ekki verður hrakin, að þann tíma sem brezkir útgerðarmenn urðu að hervemda sína fiskimenn hér við land við ránskap og grip- deildir. vorum við íslenzkir fiskimenn að mestu í friði að okkar störfum á miðunum kringum landið, og landhelg- in var að góðra manna yfir- sýn 95—£8% friðuð fyrir brezka flotanum og 190% frið- uð fyrir öðrum fiskveiðiþjcð- um. Þá hefur einnig landgrunn- ið al’.it og úthafið kringum landið notið sömu friðunar. — Brezkir togarar voru ekki á þeim tíma að veiðum hér, nema á tiltölulega litlum og afmörkuðum svæðum og mikl- um mun færri en þeir annars 'hafa allitaf verið, vegna þess að arðurirn af einskap þeirra var ekki eins drjúgur og von- ir þeirra stóðu til. Brezkum fiskimcnnum féll einnig illa, að stunda veiðar sínar í her- kví og hræddust alltaf þann möguleika, að þeim yrði komið í íslenzka höfn, svo þeir þyrftu að svara til saka fyrir íslend- ingum. Þeir vildu heldur hef ja rá 'skapinn á öðrum slóðum svo sem við Noreg og viðar. Reynslan hefur einr-'g sýnt okkur fram á aukin rflabrögð ihinna smærri fiskiskipa okkar á grunnmiðum, og hleypt lifi í útgerð hér á landi, þannig að fleifi og fleiri hafa laðazit að þeirri atvinnugrein og hún ihefur kernt okkur að við þurf- um ekki að binda okkar aðal- atvinnuveg eingcngu við tog- araútgerð og síldveiðar, held- ur getum við nú lagt okkur að íjölibreyttari störfum, sem eru arðvænlegri og frjálslegri fyrir þjóðina og þá ekki sízt æskuna, heldur en liernáms- vinna og svaríamarkaðsprang,. sem aðeins getur leitt hana. áleiCis til hernámEbrasks, glingurslifnaðar og hverskon- ar di' i’.i’.mennsku, sem nöfn- um tjáir ei að rjefna. Brefar sáu hvað hér var að' gerast og raunverulega höfðu þe’r þá þegar ta-að sinu. þorskstríði v’ð okkur ís’end- inga; þeir voru að gefast upp; þegar hjálpin barst þsim sem engill af himn.i sendur, það voru misvitrir s'jórnmála- menn, og óprúttrir mangarar, sem ekkí geta talizt sveitfast- ir á íslenzkri grund lengur, srm réttu þeim hjálparhönd, með því c.ð gefa brezkum tog- araskipsijórum upp allar sak- ir vegna laodhelgisbrota þeirra hér við land. Þá fyrst eftir landhelgis- víkkunina urðum við íslenzkir sjómenn varir við ágengni brszkra togara á fiskimiðun- um. Þá bárust fréttirnar hvaðanæfa að, að norðan og sunnan, að austan og vestan allsstaðar voru brezkir togarar að veiðum hvar sem var á. hinu áður friðaða landgrunni og mér er ekki grunlaust um að landhelgisbrotin hafi einn- ig aukizt vegna vissu þeirra. um, að við íslendingar vorum illa undir það búnir að verja allt landhelgissvæðið. — Framhald á 10. s:ðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.