Þjóðviljinn - 04.10.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.10.1960, Blaðsíða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 4, október 1960 - - ' — Yeiting skólastjóra- stöðunnar í Kópavogi Kennarar gagnfræðaskólans svara Alþýðublaðinu Fyrir nokkru birti Alþýðu- blaðið ályktun fundar gagn- íræðaskólakennara í Kópavogi. Blaðið gerir athugasemd við í'undarsamþykktina og reynir að verja gerðir ráðherra. Full- yrðingar . blaðsins verða nú teknar til nánari athugunar. Alþýðublaðið undirstrikar það, að menntamálaráðherra hafi veitingavaldið. Það er rétt, enda hefur það aldrei verið vefengt. Hins vegar hefur ver- ið deilt fast og markvisst á menntamálaráðherra fyrir að misbeita þessu valdi freklega. Það hefur ráðherra gert, og skal það nú rökstutt nánar. Menntamálaráðherra metur einskis þessi atriði: 1) Meðmæli f jögurra fræðslu- ráðsmanna af fimm. 2) Eindreginn stuðning allra kennara skólans. 3) 10 ára starf við skólann. 4) Meðmæli fráfarandi skóla- stjóra, svo og ágæt meðmæli frá ýmsum öðrum skólum. 5) Háskólapróf. 6) Ágætan árangur í starfi. En þau einu rök, sem færð eru fyrir veitingu umræddrar stöðu, eru starfsaldur Odds A. Sigurjónssonar. Þetta væru góð og gild rök, ef alltaf væri farið eftir embættisaidrinum einum, en því fer mjög fjarri. Mörg dæmi sanna hið gagn- stæða. Munum við taka hér tvö nærtæk dæmi. í fyrra sótti Oddur A. Sig- urjónsson um skólastjórastöðu við Héraðsskólann á Laugar- vatni. Á móti honum sóttu 2 •ungir menn, Vilhjálmur Ein- arsson og Benedikt Sigvalda- son. Oddur fékk þá ekkert at- kvæði í fræðsluráði eins og reyndin varð einnig nú í Kópa- vogi. Fræðsluráð mælti með Benedikt svo og kennarar skól- ans. En fráfarandi skólastjóri studdi eindregið Vilhjálm Ein- arsson. í fyrra sniðgengu fræðslustjóri og ráðherra al- gerlega embættisaldur, en fóru eftir tiilögu fræðsluráðs og kennara og starfsaldri við við- komandi skóla. Hvað veldur þessari hugarfarsbreytingu fræðslumálastjóra og ráðherra? Flvernig stendur á því, að ekki er tekið „höfuðtillit til þess- ara staðreynda“ (þ.e. embætt- isaldurs Odds A. Sigurjónsson- ar) í fyrra. Nú skorum við á Alþýðublaðið að svara eftir- farandi spurningu afdráttar- laust: Hefur starfsaldurinn meira gildi 1960 en 1959? Við viljum einnig vekja at- hygli á því, að 1958 setti ráð- herra skólastjóra við Smá- bamaskóla Vesturbæiar. Á móti honum sóttu m.a. yfir- kennari við barnaskóla í Reykjavík og fyrrverandi skólastjóri við bamaskója úti á landi. Þau hafa bæði lengri starfsaldur en sá, sem settur var. Alþýðublaðið segir. „og fjöldi fordæma er fyrir því frá mörg- um ráðherrum, að ekki er far- ið eftir útnefningu skóla- nefnda“. Það er rétt. En hvern- ig hefur Alþýðublaðið á stund- um brugðizt við því? Hér skulu rifjuð upp nokkur dæmi frá 1954, er Bjarni Benediktsson setti skólastjóra við barnaskól- ana í Hafnarfirði og á Akra- nesi og við gagnfræðaskólann á ísafirði. Þessir þrír skóla- stjórar fengu tvö atkvæði af fimm í fræðsluráðum viðkom- andi kaupstaða. Embættisveitingar Bjarna Benediktssonar voru ræddar á Alþingi 4. nóvember 1954. Þá sagði Haraldur Guðmundsson, er talaði af hálfu Alþýðu- flokksins (ræða hans birtist í Albýðublaðinu 17. og 18. nóv- ember 1954), m.a. eftir að hafa rætt veitingarnar nokk- uð og deilt á ráðherra fyrir að ganga fram hjá meirihluta fræðsluráðanna: „Þegar alls þessa er gætt, verður augljóst, að hann (Bjarni Benediktsson) hefur misbeitt valdi sínu, hann hefur ekki valið hæfasta um- sækjandann. Hann hefur látið önnur sjónarmið ráða: flokks- sjónarmiðin“. Og síðar segir hann: „Hæstvirtur mennta- málaráðherra, Bjarni Bene- diktsson, hefur sýnt meiri ó- fyrirleitni upp á síðkastið, fyr- irgeíið . meiri framtakssemi, skulum við segja, heldur en hinir i þessu efni . . .“ Um veitingu skólastjórastöð- unnar á ísafirði segir Alþýðu- blaðið 21. september 1954 m.a. að menntamálaráðherra vinni markvisst að því „að troða samflokksmönnum sínum í all- ar skólastjóra- og kennarastöð- ur, sem losna“ og ennfremur segir blaðið í sömu grein: „Menntamálaráðherra virti að vettugi meirihlutaálit fræðslu- ráðsins“. Þ. e. 1954 er það, að dómi blaðsins, midbeiting á valdi að virða að vettugi meiri- hluta fræðsluráðsins (nauman meirihluta, þr.jú atkvæði gegn tveim) og setja mann í skóla- stjórastöðu, sem fær tvö at- kvæði af fimm. En 1960 er það sjálfsagt og réttlætanlegt að setja mann, sem ekkert at- kvæði fær í íræðsluráði. Séu þessar veitingar, nú og þá, bornar saman, virðist Bjarni Benediktsson réttiætið sjálft í samanburði við Gylfa Þ. Gísla- son. Og þá er komið að hótun blaðsins. Það segir: „En þegar málið er afgert og þeir • (þ. e. kennararnir) halda enn áfram ýfingum, verður naumast hjá því komizt að líta á það alvar- legri augum“. Það er ekki að undra þótt blaðið líti gagnrýni alvarlegum augum, þessi veiting þolir ekki dagsins Ijós, blaðið beitir hót- unum, þegar rök þrýtur. Blað- inu skal sagt það afdráttar- laust, að málið verður ekki þaggað niður með hótunum. Ef Alþýðublaðið telur, að við höf- um aðhafzt eitthvað ólöglegt í þessu máli, liggur beinast við að lögsækja okkur. Að síðustu birtir Alþbl. kafla úr umsögn fræðslumálastjóra. Þessari umsögn hafa verið gerð rækileg skil í upphafi þessar- ar greinar með því að vitna í dæmið frá Laugarvatni i fyrra. Fræðslumálastjóri er ekki sjálf- um sér samkvæmur. Ummæli hans um Ingólf Þorkelsson eru þessi: „Um Ing- ólf Þorkelsson skal það tekið fram, að hann heíur sýnt rösk- leika og dugnað við nám, þar eð hann hefur lokið stúdents- prófi í áföngum og síðan Ð.A. prófi með fullu kennslustarfi.11 „Ingólfur Þorkelsson, sem fékk meirihluta fræðsluráðs og hef-< ur lagt fram meðmæli skóla- stjóra og samkennara við Kópavogsskóla, er án efa vel hæfur til skólastjórastarfa11. Síðan undirstrikar fræðslu- málastjóri embættisaldur Odds og telur hann standa nær því að fá stöðuna. Niðurstaða fræðslumálastjóra er í algjörri andstöðu við gjörðir hans í fyrra. Nú víkjum við aftur að ræðu þeirri, er Haraldur Guðmunds- son ílutti á Alþingi í nóvem- ber 1954. Ræðumaður segir m. a.: „Alþýðui'Iokknum hefur lengi verið Það Ijóst, hvílík meinsemd hér er að grafa um sig. Þess vegna flutti einn af þingmönnum hans, Gylíi Þ. Gíslason, fyrir nokkrum árum frumvarp þess efnis, að við embættaveitingar skyldu gilda fastar, ákveðnar reglur, Emb- ætti skyldi jafnan auglýst, en á því hafði verið misbrestur. Ákveðnir aðilar skyldu meta hæfni umsækjenda og gera til- lögur til veitingavaldsins. Ef ráðherra ekki færi að tillögum hlutaðeigandi aðila, þá skyldi hann jafnan birta opinberlega greinargerð með veitingunni og rökstyðja, af hverjum á- stæðum hann hefði ekki farið að tillögunni. Eí þetta frum- varp hefði orðið að lögum, hefði það án efa skapað ráð- herra nokkurt aðhald við emb- ættaveitingar, þar sem almenn- ingur þá fékk gögn í hendur til þess að dæma um gerðir hlutaðeigandi ráðherra, hvort um misbeitingu valds væri að ræða“. Svo mörg voru þau orð. Við leyfum okkur hér með að taka undir þessi orð Gylfa Þ. Gísla- sonar, sem ræðumaður vitnaði í, og fara þess á leit við menntamálaráðherra, að hann birti opinberlega greinaðrerð um veiting'u umræddrar stöðu. í greinargerð frumvarpsins segir m.a.: , Það er eitt af meg- ineinkennum heilbrigðra þjóð- félagshátta, að til séu fastar reglur eða a.m.k. heí'ðbundnar venjur um veitingu embætta og opinberra starfa, en handa- hófi og hlutdrægni markaður sem þrengstur bás*. „Þegar veitingarvaldið er í höndum pólitískra ráðherra, sem gera sér ljóst, að þeir kunna að sitja skamma stund aðeins í valdastóli, er óneitanlega sér- stök hætta á, að hver þeirra um sig fylgi sinni reglu eða þeir freistist til að taka meira tillit til stjórnmálaliagsmuna og knnningsskapar en góðu hófi gcgnir. Meðan fastar reglur eða trausta hefð skortir, getur ráðherra og oft og einatt átt í vök að verjast gagnvart á- sælni skjólstæðinga, þóit hanu sé í sjálfu sér allur af vilja gerður til þess að sýna fyllsta hlutleysi og réttlæti“ Kennarar á þingi L.S.F.K. gerðu þessi orð að sínum, er þeir samþykktu eftirfarandi tillögu: „8. fulllrúaþing L.S.F.K, haldið í Reykjavík dagana 16. til 18. september 1960, telur óhjákvæmilegt að settar verði ákveðnar reglur um veitingu skólastjóra- og kennaraemb- ætta. Vekur þingið athygli á þeirri staðreynd, að handahóf og hlutdrægni hafa oft og ein- att ráðið úrslitum í þessum efnum og mun jafnan hætt við slíku meðan veitingavaldið er algerlega í höndum pólitískra. ráðherra, sem freistast til að- taka meira tillit til stjórnmála- hagsmuna og kunningsskapar en góðu hófi gegnir. Mörg dæmi sanna þetta og er nær- tæk ráðstöfun skólastjórastöð- unnar við Gagnfræðaskóla Kópavogs 'fyrir nokkrum dög- um. Þingið samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til að gera tillögur í þessum efnum og skal hún legg'ja niðurstöður sínar fyrir stjórn samtakanna sem allra fyrst. Að því sé stefnt, að reglur þessar verði ungum og efnileg- um kennurum hvatning til þess að leggja sig fram í starfi og' afla sér staðgóðrar menntunar og þekkingar“. Ekki einn einasti þingfull- trúi greiddi atkvæði gegn til- lögunni, ekki einu sinni sá mæti maður, Sigurður Ingi- mundarson, flokksbróðir ráð- herra og þingmaður Alþýðu- flokksins. Þeta sýnir betur en nokkuð annað viðhorf k-ennara til málsins. Engum gildum rök- um verður komið við embætt- isveitingunni til varnar eins og sýnt hefur verið fram á í.þess- ari grein. Með þökk fyrir birting'una. Kennarar Gagnfræðaskóla Kópavogs,. <£- Trésmiðafélag Reykjavíkur AJlsherjaratkvæðagreiðsla um kjör fulltrúa á 27. þing Alþýðusamband Islands fer fram laugaráaginn 8. okt. og sunnudaginn 9. okt. 1960. Ajtkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu félagsins, Laufásvegi 8 og stendur frá kl. 2 til 10 e.h., laug- ardaginn 8. okt. og frá kl. 10 til 12 f.h. og frá kl 1 til 10 e.h., sunnudaginn 9. okt. Kjörstjórnin. % Trésmíðafélag Reykjavíkur heldur félagsfund í Framsóknarhúsinu (uppi) - vikudaginn 5. þ.m. og hefst kl. 21. mið- Fundarefni: 1. Kosningarnar 2. Önnur mál Stjórnin. Húsbyggjendur Milliveg'gjaplötur úr vikurgjalli, — 7 cm. einnig 10 cm. Holsteinn 20x40x20 cm. og 20x45x25 cm. Ávallt fyrirliggjandi: Branasteypan sf. Útskálum við Suðurlandsbraut. — Sími 35785.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.