Þjóðviljinn - 05.10.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.10.1960, Blaðsíða 5
Miðvikudagmr 5. október 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 ÍMl Þjóðhátíðargestir til Peking Hinn 1. október héldu K'n- verjar hátíð’egt 11 ára af- mæli alþýðuveldisins og var þá gestkvæmi í Peking. Á myndunum sjást tveir kunn- ir þjóðaleiðtogar við kom- una til Peking. A efri mynd- inni sjást ungir Kínverjar fagna U Nu, forsætisráð- herra Burma, en hann und- irritaði einnig nýjan landa- mærasamning við Ivína með- an liann dvaldist í Peking. Á neðri myndinni sést Pant- sén Lama, forseli stjórnar- nefndar Tíbets og varafor- seti fastanefndar þjóðþings Kína. Pantsén er hér á flugvellinuin í Peking á- samt Ilo Lung aðstoðar- íorsætisráðlie rra. asnzasnniannHHnnnaHnnHBBnHnBHBKnHHHn Styrjöldin í Alsír hefur nú staöiö í 6 ár, og allan þenn- an tíma hafa franskir hermenn brytjaö niöur serki 1 Alsír, — oft lagt heil þorp í eyði og myrt alla íbúana. Taliö er að’ um 600.000 manns hafi látiö lifiö á þessu tímaibili. Útiagastjórn Alsírbúa hefur snúið sér til Sameinuðu þjóð- anna og beðið um, að séð verði um að þjóðaratkvæðagreiðsla verði látin fara fram í Alsír undir eftirliti Sameinuðu þjóð- anna, þannig að alsírska þjóð- in fái sjálf ótvírætt að ákveða framtíð sína. Stjórn de Gaulle er algjör- lega andvíg því að Samein- uðu þjóðirnar fái að hafa eftir- lit með slíkri þjóðaratkvæða- greiðslu, þar sem vitað er að ef vilji þjóðarinnar fær að koma fram í slíkum kosning- um, myndi það þýða algjöran ósigur fyrir stefnu de Gaulle j í Alsírmálinu. Alsírmálið verður rætt á i Allsherjarþinginu . og búast [ margir við að nú muni Sam- i einuðu þjóðirnar ekki lengur geta staðið hjá aðgerðarlausar , og horft á hryðjuverk sem [ Frakkar fremja í Alsír. Morð | á óbreyttum borgurum og á í föngunum hafa mjög aukizt í Alsír undanfarið, og jafnframt; hafa Frakkar ef.lt herlið sitt j og hernaðaraðgerðir í landinu. • Fyrrverar.di nýlendur eiga nú marga fulltrúa á þingi S.Þ. og telja margir von til þess að Sameinuðu þjóðirnar láti mál- ið tii sín taka. Hermenn úr Þjóðfrelsisher Alsírbúa, sem Frakkar hafa tekið höndum á vígvellinum, fá aldrei þá meðhöndlun sem j þeim ber samkvæmt alþjóða- Ba.ndaríkjastjórn hefur gert samning við Dominilianska lýð- veldið um kaup á 321000 lest- um af sykri. Með þessu ætla Bandaríkjamenn sér aðl fá þann sykur frá Dominikanska lýð- veldinu sem þeir áttu að fá frá Kúbu samkvæmt verzlunar- samningi ríkjanna, sem Banda- ríkjamenn rufu er þeir liófu efnahagsstríð sitt gegn Kúbu. Bandaríkjamenn hafa fyrir skömmu lýst stuðningi við for- samþykktum. Þeir eru fluttir til yfirheyrslu og beittir hrottalegum pyntingum sem oftast enda með aftöku. Frönsku hermennirnir fremja stöðugt hin hroðaleg- ustu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í Alsír. Þjóðfrelsis- herinn hefur stuðning íbúanna í öllum bæjum og þorpum landsins, og til þess að þeir veiti Þjóðfrelsisliernum ekki styrk, myrða þeir oft íbúa heilla þorpa og jafna þorpin við jörðu. dæmingu á einr~5i~rtjcr~' Trujillos, en grunur lck á að þeir hefðu aðeins léð þann stuðning til þess að fá önnur ríki í Ameríkubandalaginu til að mótmæla ekki efnahagsleg- um, hernaðarlegum og póli- tískum þvingunum Bandaríkja- manna gagnvart Kúbu. Sá grunur hefur nú sannazt. Óánægja í. Venezuela Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir því, að hún telji sig ekki bundna af samþykkt stofnun- ar Ameríkuríkjanna um sam- eiginlegar aðgerðir gegn ein- ræði Trujillos. Og nú veitir hún einræðisherranum stuðning með því að kaupa af honum sykurbirgðir eftir að hafa svik- ið samningana við Kúbu. Frá Venezuela hafa borizt hörð mótmæli til Bandaríkja- stjórnar, sem samþykkti á ráð-; stefnu Ameríkubandalagsins í Costa Rica fyrir skömmu að ■ slíta stjórnmálasambandi og hætta viðskiptum við einræð- \ isherrann Trujillo. Er Banda- [ ríkjastjórn ásökuð fyrir að hafa opinberlega brotið þetta samkomulag bandalagsins. Blaðið Prensa Latina í Cara- cas skýrir frá því, að forseti þingsins, Errera Oropesa, hafi lýst yfir því að sykurkaup Bandaríkjanna sýni að Banda- ríkjastjórn hafi áhuga á að styðja einræðisstjórnina í Dom- inikanska lýðveldinu. Fleiri stjórnmálaforkólfar í Venezuela hafa látið í ljós sömu skoðanir. Forseti Vene- zuela, sem slapp nauðuglega undan morðtilraun sendimanns Trujillos á dögunum, hefur af- hent sendiherra Bandaríkjanna í Caracas orðsendingu, þar sem lýst er yfir óánægju og hryggð yfir því að Bandaríkastjóm skuli hafa misvirt samkomulag- ið sem utanríkisráðherrarnir gerðu í Cocta Rica. Kouraghan Kouroina heitir hann þessi listamaður, sem er að leika á flautu með nefinu. Þetta er þjóðleg list í landi hans, en Kouroma er frá Afríltulýðveldinu Gíneu. Hann er I hópi lista- fólks frá Gíneu, sem sýnir þjóðdansa og leikur á hljóðfæri um þessar mundir í Piccadilly Theatre í London. Nýr stuðningur Bandaríkjanna við Trujillo eiuræðisherra Forhertur glæpamaður fyrir rétti í Vestur-Þýzkalandi Ákærður fyrir 5 morð og 10 morðtilraunir Réttarhöld era liafin gegn 23 ára gömlum Vesturþjóð- verja í, Freiburg, Pommerenke að nafni. Er hann ákærður fyr- ir fjögur morð, tíu morðtil- raunir, margar ofbeldisárásir Og innbrot. Baað 1081 upp á sörau stúlkuna Danskur hljóðfæraleikari, Jörgensen að nafni, hefur játað á sig að hafa svikið um 16.000 danskar krónur út úr karl- mönnum um öll Norðurlönd, sem hann hefur lofað að koma í kynni við ungar stúlkur með hjónabar.d fyrir augum. Jörg- ensen hefur rekið hjóna- bandsmiðlunarskrifstofu í fjög- ur ár. Hann setti auglýsingar í blöð á öllum Norðurlöndum. Þeir sem svöruðu auglýsing- unum fengu mynd af ungri lag- legri stúlku og var sagt að ef þeir greiddu 15 krónur fengju þeir me'ra um hana að vita. 1081 kvenmannslaus maður beit á agnið, sendi peningana, en heyrði síðan ekkert meira frá Jörgensen. Það kom við athugun í Ijós að myndirnar voru allar af sömu stúlkunni. Ákæruskjalið er 139 síður. Þar segir m.a. að Pommerenke hafi gert fimm morðtr raunir á tveim nóttum í Karlsuhe. Pommerenke liefur játað á sig 55 afbrot, en rétturinn fjallar aðeins um þau 27, sem hann hefur framið síðan hann varð 21 árs. Hann er m.a. ákærður fyrir nauðgun og morð á 48 ára. gamalli konu í Karlsuhe í febrúar í fyrra. Þá myrti hann 18 ára hárgreiðslustúlku I Schwarzwald og kastaði líki hennar í fljótið. Hann réðist á 21 árs gamla stúlku í járn- brautarlest, varpaði henni út úr lestinni. Greip í neyðarheml- ana, hljóp út og myrti stúlk- una. E:nnig myrti hann 17 ára stúlku í Schwarzwald þar sem hún var ein á gangi á þjóð- vegi. Upp komst um Pommerenke eftir að hann komst undir her.dur lögreglunnar vegna smáafbrota. Ein af þeim kon- um, sem hann hafði ráðizt á, þekkti hann aftur og þá játaði hann á sig afbrotin. Hann sagðist vera undrandi yfir því að sér hefði ekki tekist að fremja fleiri morð en raun varð á.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.