Þjóðviljinn - 05.10.1960, Side 12
| Stærsta guðs-
| hús á íslandi
Uppi á Skólavörðuholti
=■ rís iHallgrímskirkja af
s gruni í áföngum. Hún á að
= verða stærsta kirkja á Is-
5 landi, 'há til lofts, víð til
= veggja og himingnæfandi
= turn ofan á öllu saman.
S Fullbyggð á hún að rúma
S í sæti 1000 itil 1200 kirkju-
S gesti en kapellan, sem vígð
~ var 1948, tekur rúm 200
= manns í sæti. Þegar Þjóðvilj-
= inn kannaði kirkjugestatölu
H fyrsta sunnudag í aðventu
= sl. vetur var -þar setið í
= aðeins fjórða hverju sæti.
Hinir kirkjuræknu í Hall-
gr'Imssöfnuði ættu því ekki
að þurfa að sitja háskalega
þröngt í nýju kirkjunni,
þegar hún verður fullbúin.
Kapellan kostaði á sínum
tíma rösklega hálfa milljón
króna. Blaðið hefur ekki
getað fengið upp, hve mikið
fé er komið í grunn og
veggi aðalkirkjunnar en veit
þó, að vegghluti, sem reistur
var í fyrrasumar kostaði
hálfa milljón. ,,Dýr mundi
Hafliði allur“ var sagt
forðum. Bærinn leggur ár-
lega eina milljón króna til
kirkjubygginga í Reykjavík
og fer hluti þess til Hall-
grímskirkju. Ríkið mun einn-
ig eiga að leggja sitt af jjj
mörkum og svo eru sóknar- E
gjöld, áheit og gjafir.
Eins og sést á myndinni =
hér fyrir ofan, sem ljós- =
myndari Þjóðviljans, Ari =
Kárason, tók nýlega, er ver- =
ið að byggja nýjan vegg- =
hluta kirkjunnar í ár. Þann- =
ig smástækkar og rís kirkju- 5
báknið mikla á Skólavörðu- E
holtinu á meðan klerkar jj
safnaðarins messa yfir hálf- =
setnum bekkjum kapellunn- =
ar litlu. Á sama tíma eru =
einnig að risa margar aðrar =
kirkjur í Reykjavík — kirkj- =
ur fyrir tugi milljóna króna =
handa nokkrum hundruðum E
sálna.
iiiiiiiiiiiiiimi ii ni iii iii n ii iii in iii iii ii 111111111111111111111111111 iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiii
M ríður á að söltuð
sé síld sunnan lands
FramtiS saltsildarsölu erlendis i húfi, -
segir framkvœmdastjóri Sildarútvegsn.
Framtíðarsamningar um sölu saltsíldar héðan frá ís-
landi eru í húfi, ef ekki tekst að salta mikið magn síld-
ar hér sunnanlands á þessu hausti.
Eitt’hvað á þessa leið komst
Gunnar Flóventz, framkvæmda-
stjóri Síldarútvegsnefndar, að
orði í gær, er Þjóðviljinn hafði
samband við ihann og spurðist
fyrir um sölu Suðurlandssíldar
og söluhorfur, en eins og skýrt
var frá hér í blaðinu í gær
hefur nokkurs síldarmagns orð-
ið vart hér í Faxaflóa að und-
anförnu.
65 þús. tunnur af stór-
síid seldar
Gunnar Flóventz sagði að
búið væri að semja um sölu
á 60 þús. tunnum af Suður-
landssíld til Sovétríkjanna og
5 þús. tunnum til Vestur-
Þýzkalands. Er hér eingöngu
um svokallaða stórsíld og milli-
síld að ræða.
IHa hefur gengið að selja
smásíldina, þar sem dregið
hefur verulega úr viðskiptum
við þau lönd, sem helzt sækj-
ast eftir þessari stærð síldar,
þ.e. Austu r-Þýzkaland, Pólland
og Rúmenía.
Minni innkaup — minni sala
Austur-Þjóðverjar tjáðu sig
þegar 'í sumar reiðubúna til að
Jcaupa mikið magn af hinni
smáu síld, svo framarlega sen
austur-þýzkar vörur yrðu
keyptar á móti. En því miður
eru horfurnar ekki góðar, sagði
Gunnar Flóventz, þar sem vöru-
kaup oklíar frá Austur-Þýzka-
landi hafa minnkað verulega á
þessu ári, enda búið að setja
á frílista um helming af vör-
um þeim sem áður voru á
bundna listanum við Austur-
Þýzkaland.
í vöruskiptasamninnum við
AustuHÞjóðverja er gert ráð
fyrir 50 þús. itunna saltsildar-
kvóta, sagði Gunnar ennfrem-
ur, og þrátt fyrir erfiðleikana
erum við að gera okkur vonir
um að samkomulag náist næstu
dagana um sölu á nokkrum
hluta af þessu magni.
FuIItrúar frá Rúmeníu
væntanlegir
Um Rúmeníu er svipaða sögu
að segja. Rúmenar tjáðu sig
reiðubúna á síðasta vori að
semja um saltsildarkaup en
settu það sem skilyrði að sam-
tímis yrði gengið frá kaupum
á rúmenskum vörum hingað.
Fulltrúar frá rúmenska ut-
anríkisverzlunarráðuneytinu
eru væntanlegir hingað til
landsins á næstunni og fæst þá
væntanlega úr því skorið, hvort
tim verður að ræða síldarsölu
til Rúmeniu á þessu ári.
Stóraukin eigin framleiðsla
Pólverja
Um söluhorfurnar í Póllandi
er það að segja, sagði Gunnar
Flóventz, að sökum stóraukinn-
ar eigin framleiðslu telja Pól-
verjar sig ekki hafa len.gur á-
huga fyrir síldarkaupum frá
fslandi,
Er viðskiptasamningurinn við
Pólland var framlengdur í síð-
asta mánuði var lögð á það
mi'kil á'herzla af fulhrúum ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar, að
Pólverjar keyptu hér saltsild
og hafa þeir nú fallizt á að
senda hingað fulltrúa til við-
ræðna um síldarkaup og er
hann væntanlegur í byrjun
næstu viku, um 10. þ.m.
Framhald á 10. síðu.
B-listi
Allsherjaratkvæðagreiðsla uni
kjör fullttrúa á 27. þing Al-
þýðusambands íslands hófst í
Bifreiðastjórafélaginu Frama í
gær. Kusu þá 228 af 558 á
kjörskrá.
Vinstri menn í félaginu hafa
borið fram lista, B-!istarn,
og hafa fullan hug á að gera
hlut hans sem beztan. enda
þJÓÐVILIINN
Miðvikudagur 5. október 1960 — 25. árgangur — 223. tbl.
„Gagnlegur” fundur Krústjoffs
og Maemillans um afvopnun
Þeir Macinillan og Krústjoff
ræddust við í rúma hálfa aðra
klukkustund í New York í gær
og bar fulltrúum beggja saman
um að viðræðurnar liefðu verið
mjög „gagnlegar“.
Fundur þeirra var ákveðinn
þegar þeir hittust í fyrra skipt-
ið í New York á dögunum og
varð sú ákvörðun til þess að
Macmillan frestaði þá brottför
sinni frá New York. Hann
heldur heimleiðis í dag.
Létt var yfir báðum að við-
ræðunum loknum og kvöddust
þeir brosandi. Krústjoff sagði
að viðræðurnar hefðu verið
mjög árangursrikar. Brezkur
talsmaður sagði að þeir hefðu
rætt nær eingöngu um afvopn-
unarmálið og hefðu haldið sér
fast við efnið. Báðir hefðu
komið með ýmsar tillögur.
Komið hefði til tals að þeir
hittust aftur á næsta ári ann-
aðhvort tveir einir, eða þá á
fundi stjórnarleiðtoga stór-
veldanna.
Stjórnarleiðtogarnir sem
mættu á allsherjarþinginu eru
teknir að tínast heim. Tító fór
sjóleiðis heim í gær, en Nasser
fer í dag. Tító sagði í gær að
hann byggist ekki við að sam-
búð stórveldanna myndi fara
versnandi úr þessu.
Forysta Verkamannaflokksins
vann sigur á þinginu í gær
Forysta Verkamannaflokks-
ins vann sigur á þingi flokks-
ins í Scarborough í gær, þegar
greidd voru atkvæði um álykt-
unartillögur um í liverra hönd-
um æðsta stjórn flokksins, skuli
vera.
Felld var með miklum meiri-
hluta tillaga þess efnis að
þingmenn flokksins skyldu al-
gerlega bundnir af samþykkt-
um flokksþinga við atkvæða-
greiðslur á brezka þinginu.
Málamiðlunartillaga þess efnis
að flokksþing skuli ráða megin-
stefnu flokksins, en fram-
kvæmdastjórn hans og þing-
flokkur hafa frjálsar hendur í
einstökum málum sem upp
kunna að koma, var samþykkt
með % atkvæða.
Bandaríkjamenn
héídu upp á af-
mæli Spútniks
Bandaríkjamenn héldu mynd-
arlega upp á at'mæli Spútniks
I. í gær, en þá voru liðin þrjú
ár i'rá því honum var skotið
á loft. Þeir sendu 225 kílóa
gervitungl. sem kallast Sendi-
boði, á braut umhverfis jörðu.
Gervitunglið er búið margbrotn-
um sendi- og viðtökutækjum.
auk 5 segulbandstækja, sem
gera því fært að taka við og
senda samtími 68.000 orð á min-
útu. Ætlunin er að senda fleiri
slik tungl á loft og eiga þau
að annast öll fjarskipti Banda-
rikjahers.
I dag er búizt við að flokks-
þingið taki fyrir helzta deilu-
mál þingsins, afstöðuna til
kjarnavopna og landvarnamála,
en talið hefur verið líklegt að
það lýsi yfir þeii'ri meginstefnu
að Bretar eigi að afsala sér
kjarnavopnum og banna eld-
flaugastöðvar.
Fischersskákmót
í kvöld hefst í Lido kl. 7.30
skákmót með þátttöku 5 manna:
Fischers, Friðriks, Inga R., Frey-
steins og Arinbjarnar. Tefld
verður einföld umferð en ekki
tvær eins og áður haíði verið
ákveðið.
Serkneskur maður var dæmd-
ur til dauða í París í fyrradag,
og var honum gefið að sök að
hafa reynt að ráða af dögum
landa sinn sem á sæti á franska
þinginu.
AÖalfundur
ÆFR á morgun
Aðalfundur Æskulýðs-
fylgingarinnar í Reykja-
vík verður haldinn annað
kvöld í Tjarnargötu 20 og
hefst kl. 8.30.
Dagskrá:
1. Aðalfuiidarstiirf.
2. Kosning fulltrúa á 19.
þing ÆF.
3. Verkalýðsmál.
Stjórn ÆFR.
bílstjóra í Frama
hafa leigubílstjórar sérstaka
ástæðu til að samcinast um
hagsmuni sína og kjör í þess-
um kosningum. Stórfelld hækk-
un hefur orðið á öllu sem
bílsljórar þurfa til vinnu sinn-
ar og mimu fáar starfsstéttir
hafa orðið jafn harkalega fyr-
ir barðinu á „viðrcisn“ ríkis-
stjórnarinnar. Þessvegna sam-
einast leigubilstjórar um B-
listann og þakka mcð því fyr-
ir „viðreisnir.a".
Kosið er í skrifstofu Frama.
Freyjugötu 26, kl. 1—10 síðd.
Kosningaskrifstofa B-listans er
í Framsóknarhúsinu, sími
12942. — x B - listinn.