Þjóðviljinn - 05.10.1960, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 05.10.1960, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN -— Miðvikudagiir 5. október 1960 Vifalis skrifar: !;r:, v í‘ CÍ3 þlÓÐVILJINN Ótvefandl: Bamelnlngarfloklcur alþýöu — SóslalistaflokkuxHnn. — RltstJ/ij-ar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson. Blc- arönr Ouðmundsson. — FréttarltstJórar: ívar H. Jónsson. Jón BJainasor -AuglýslngastJórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn. afgrelðsla auglýslngar. prentsmiCJa: Skólavörðustig 19. — Bíml 17-500 (5 linur). - Áakriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasðlur. kr. J.OO. PrentsmlðJa ÞJóðvilJana. Hægristefna Ovað segja menn um röksemdafærslu eins og þessa í forustugrein (Morgunblaðsins í gær: „Enginn vafi er á því, að þeir sem við verst launakjör búa, eiga nú sem fyrr erfitt með að láta endana ná saman. Er hörmulegt til þess að vita, að vinstri stefnan, sem hér hefur ríkt, hefur leikið landsmenn svo grátt, að kjör þeirra hafa ekkert batnað um langt skeið, meðan aðr- ar lýðræðisþjóðir hafa jafnt og þétt bætt kjör sín“. TTvaða „vinstri stefnu“ á blaðið við? Á árunum 1947—1956 ríkti hér ómenguð hægristefna og Sjálfstæðisflokkurinn réð öllu sem hann vildi ráða. Hann réðst þá í nákvæmlega sömu aðgerð- ir og nú, framkvæmdi gengislækkun 1950 sem öllu átti að bjarga, auka framleiðsluna og bæta kjörin „til frambúðar“, rétt eins og nú er sagt. En reynslan skar fljótt úr um það að tilgangur- inn var þveröfugur. Sjálfstæðisflokkurinn ætl- aði ekki að bæta kjör launamanna heldur skerða þau. Almenningur fékk að kynnast hinni ofsa- legustu dýrtíð alveg eins og nú, en á sviði efna- hagslífsins birtist stefna flokksins í því að meira en hálfan áratug var ekíki keyptur einn einasti togari til landsins, en í staðinn var f járfesting- in fólgin í því að flytja inn 5000 1-úxusbíla. Og svo þykist Morgunblaðið undrast það að þessi fjárfesting og þessi „vinstri stefna“ skuli ekki hafa bætt lífskjörin. rina tímabilið sem íhaldið hefur ekki verið alls- ráðandi var hið stutta starfsskeið vinstristjórn- arinnar. Á fyrri hluta þess tímabils voru dýr- tíðarmálin tekin föstum tökum og verðbólgunni haldið í skefjum. Þá var einnig bætt fyrir hina 'þjóðhættulegu stefnu íhaldsins í fjárfestingar- málum með verulegri aukningu á fiskiskipastóli landsmanna, og er sú nýsköpun veigamikill þátt- ur í framleiðslugetu þjóðarinnar nú. Þá var land- helgin stækkuð og hefur ekki verið unnið þarf- ara verk til að tryggja efnahag þjóðarinnar til frambúðar. Kjör launamanna víða úti um land bötnuðu verulega á þessu tímabili. En illu heilli hafði stjórnin alltof veik tök á efnahagsmálun- um, einmitt vegna þess hve íhaldið var sterkt og hafði mikil áhrif innan Alþýðuflokksins oghjá hægri öflum Framsóknar. Og á síðari hluta þessa tímabils birtist hægri stefna íhaldsins á nýjan leik í gervi verðbólgudraugsins. C*íðan hefur íhaldið verið allsráðandi, og stefna ^ þess birtist á sama hátt og áður í nýrri geng- islækkun og hrikalegri dýrtíð en dæmi eru til — jafnvel hér á landi. Þessi skipulagða dýrtíð hefur auðvitað þann einn tilgang að skerða kjör launamanna, enda hafa ráðamenn Sjálfstæðis- floikksins ekki komið auga á annað verkefni síð- an stríði lauk en að reyna að klípa utan af kjörum verkafólks, og enn sjá þeir enga aðra glóru. TTér á íslandi hefur ríkt ómenguð hægri stefna síðan 1947, þegar undan er skilið hið stutta tímabil vinstri stjórnarinar. Af þeirri hægri stefnu stafar allur ófarnaðurinn í íslenzku efna- hagslífi, þessi linnulausa dýrtíð sem jafnt og þétt hefur skert kjör verkafólks þrátt fyrir harða baráttu verklýðshreyfingarinnar, þaðan er runn- ið stjórnleysi í fjárfestingunni, sukkið og spill- ingin og misskipting auðsins. — m• Kunna ekki að klæða sig. Turnar c hallir. Slökkvlstöl. Stundvisi. Vi . Síminn . Teppurinn halla: tn K7t ua iB. fS I. Tízkan er verðugt „farar- tæki“ taugabilaðra manna, sem eru eins og fló á skinni og verða alltaf að þjóta úr einu í annað. Á íslandi er hugsað mikið um, hvað sé í tízku, en lítið er hugsað um, hvað sé hentugt eða nauðsyn- Iegt. Þess vegna standa ís- lendingar t.d. frammi fyrir þeirri furðulegu staðreynd, að á „landi rigninganna“, okkar kæra Fróni, fást yfirleitt al- drei verulega góðar regnkáp- ur. Hér fæst nóg af allskonar rykfrökkum, (sem eru ágætir, þegar þeir eiga við), og ým- iss konar kápudrasli, sem fá- frótt verzlunarfólk kallar regnkápur og regnfrakka. En mikið vantar á, að þar sé farið með rétt mál. Þetta kápudót þarf ekki nema nokkra rigningardropa til þess að verða gegnblautt. Auðvitað er þetta alveg óþol- andi ástand í „landi rigning- anna“. Við verðum að fá í búðirnar góðar, hentugar og fallegar regnkápur og regn- frakka jafnt fyrir karla sem konur, algjörlega vatnsþéttar flíkur. Til þess að koma svo í veg fyrir misskilning, rkal höndlarastéttinni bent á, að hér er ekki átt við sjóstakka og skinnbuxur, né glærurnar sem rifna strax. Raunalegt er til þess að vita, sem satt er, að marg- ir íslendingar hafa á liðnum tímum látið lifið beinlínis vegna þess, að þeir kunnu ekki að klæffa sig. ísland er harðbýlt land. Þess vegna nær það alls engri átt að fara í vetrarferðir um fjöll og firnindi, rétt eins og viðkom-^ andi væru að fara á dansleik! Þetta hefur þó marg sinnis komið fvrir. I þjóðlegu rit- verki má sjá mynd af manni, sem er að leggja í ferð j (gangandi eða á hesti) yfirj heiði og hann e<’ bara klædd- j ur í venjulegá skó, ryk-: frakka og með hatt! Þetta er íslenzk ómyndartízka, en hún hefur kostað margan líf- ið. Svona fatnaður kemur ekki í veg fyrir, að menn verði úti, ef á reynir. Eski- móar kunna að klæða sig. Þess vegna hafa, miðað við fólksfjölda og aðstæður, miklu færri Eskimóar orðið úti um dagana en íslending- ar. Sannleikurinn en nefnilega! þessi, að klæðnaður Islerd- inga hefur sjaldan verið í | samræmi við aðstæður og veðráttu. Enn er rneha að segja algengt að sjá ungt fólk og ful’orðið fólk ber- höfðað úti í ausandi rigníngu, hörku byl eða grimmcar frosti. Blautt hárið er stund- um orðið frosinn klumpur! Eina vitglóran og raunhæfa breytmgin í þessuía málum er það, að Tslendingar lærðu fyrir nokkrum árum að nota hinar ágætu og hentugu kulda- og skinnúlpur. Má furðulegt heita, að s’íkt skyldi ekki vitrast Is’ending- um fyri', svo dulspalcir sem þe:r eru. Það er eins og ég sagði áðan, að margir land- ar urðu bókstaflega úti vegna þessa skilningsleysis, en nú er þó loksins orðin nokkur bót á og er betra seint en aldrei. II. Við höfum alltaf viljað vei'a og þótzt vera miklir. Þess vegna var um tíma varla byggt svo miðlungshús (skv. ísl. mælikvarða) á ís- landi, að það væri ekki kall- að höll. Einu sinni var re:st sundhýsi í Reykjavík og er það nefnt: Sundhöll. Og einhverju sinni var gerð fisk- búð í Reykjavik og er hún kölluð Fiskhöll. Þetta fár virð'st nú vera að líða hjá og mér vitanlega er ekki til ein einasta höll á Islandi. í Reykavík vantar nokkur náð- hús. Bið ég nú alla viðkom- andi aðila þess lengstra orða, þegar þeim þóknast að bæti úr þessum skorti — auðvit- að úti í Tjörn — að kalla það ekki höll! Turnar eru fáir í Reykja- vík, en sjást þó. Hins vegar er nú sú tízlia komin á, að reisa marga kassa og nefna þá turna, he'zt söluturna. Þetta er þó rangnefni og ekki er til nema einn sölu- tum í Reykjavík. Hann er eins og kunnugt er við Arnar- hólstúnið. Hvernig væri nú að taka hér upp nvja, emfaida og rétta háttu og kalla húsið hús, kassann kassa, skúrinn skúr, turninn turn og höll- ina höll? III. Gamla slökkvistöðin er löngu orðin úrelt. Slökkv lið- ið vantar alveg bi’a, sem komast hratt og gætu verið komnir á brunastað á með-: an þungu skrjóðamir eru að „læðast“ í gegn um bæinn. Öll aðstaða á hinni gömlu slökkvistöð er hin herf’leg- asta. Nú er ekki til þess vit- að, að innan slökkviliðsins ríki sama hernaðar- og morð- hótanaástand og innan lögveglunnar. Ætti því fyrr- nefnda liðið og stjóm þess að geta beint sameinaðri crku sinni til skjótra fram- kvæmda og framfara, á með- an síðarnefnda liðið er lát- ið drabbast niður, neðar og neðar. Ný og fu'lkomin slökkví- stöð þarf að rísa sem allra skjótast af grunni miðsvæð- is í bænum og þar þarf að vera gott athafnasvæði fyrir liffiff, tæki þess og æfingar. En að auki er svo nauðsyn- legt að fá 2-3 minni stöðvar í úthverfunum og gæti þá e:nnig gamla stöðin gegnt áfram mikilvægu hlutverki fyrir gömlu timburhverfin, ef það rækist ekki á annað. Þessum framkvæmdum og framförum þurfa svo að fylgja fullkomnustu tæki og velþjálfað lið. Að sjálfsögðu gildir alveg það sama um lögregluna og hennar aðstöðu alla. E:kki er rétt að ræða að þessu sinni frekar um þá botnlausu vit- leysu, sem í yfirstjórn hennar Sendinefnd verkalýðshreyfingarinnar í Afríkuríkinu Gíneu hef- ur nýlega verið á ferðala.gi um þýzka lýðveldið. Myndin’ var tekin er isendinefndin heimsótti verksmiðjn eina í Berlín og á. henni miðri sést formaður afrísku efndarinnar Oumar Binn Camara.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.