Þjóðviljinn - 05.10.1960, Side 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 5. október 1960
„Vitcslis"
Framhald af 7. síðu.
Öil þjónusta símans verður
að batna stórkostlega og fást
fyi’ir sannvirði. 2.) Landsím-
inn má ekki lengur komast
upp með þá skömm að
fleyg'ja í fólkið ljótum og illa
gerðum simaskrám á margra
ára fresti!! Honum ber að
standa skil á hagkvæmri
og góðri símaskrá einu sinni
á ári! 3.) Það þarf að vera
hægt að hringja í þessa stofn-
un án þess að starfsfólk
hlaupi úr miðju samtali til
þess að hrópa á annað lands-
horn. 4.) Þegar Landsíminn
hringir í skökk númer, (það
gerist mjög oft), og heimtar
þar fólk, sem ekki er til, ber
að biðjast kurteislega afsök-
unar, en ekki skella á. 5.)
Símnotendur, sem búnir eru
að notast við eitt og sama
símatækið áratugum saman
og borga Landsímanum off jár
á mörgum okurárum, verða
Enn ný aðför
Framhald af 4. síðu
Vísitala framfærslukostnað-
ar lækkar þannig úr 104 stig-
um 1. ágúst í 101 stig 1. sept-
ember 1960.. Lækkun tekju-
skatts og útsvars veldur 3,6
stiga vísitölulækkun, en á móti
kemur 0.6 stiga hækkun vegna
verðhækkunar á ýmsum vör-
um.
Skattskrár og útsvarsskrár
Reykjavíkur 1960 voru lagðar
fram i ágúst sl., og er því
lækkun á tekjuskatti og útsvari
„vísitölufjölskyldunnar“ tekin
í vísitöluna 1. september 1960.
Að óbreyttum árlegum álagn-
ingartíma tekjuskatts og út-
svars verða breytingar á þess-
um gjöldum framvegis teknar
í vísitöluna 1. september ár
hvert. Þess skal getið, að tekju-
skattsupphæðin í vísitölunni,
1.444 kr., lækkar niður í ekki
neitt vegna lækkunar tekju-
skattsstigans en útsvar „vísitölu-
fjölskyldunnar“ lækkar úr
5.639 í 4.715 kr.
Það skal að lokum tekið
fram, að vísitala framfærslu-
kostnaðar 1. september 1960,
reiknuð á sama hátt og gert
hefur verið undanfarið, er 105
stig, og er um að ræða 1 stigs
hækkun hennar frá 1. ágúst
1960, Útreikningur þessarar
vísitölu fellur nú niður.
Að öðru leyti er vísað til
greinargerðar um þessi mál,
sem birt verður í októberblaði
Hagtíðinda.
Hagstofa íslands.
skrilezr
að eiga rétt á nýju símatæki
án þess að þurfa að kaupa
það, því nóg er okur þessar-
ar stofnunar að öðru leyti
æðisgengið og skammarlegt.
6.) Það er óverjandi „þjösna-
skapur“, þegar símanum leyf-
ist að loka símatækjum,
þótt óviðráðanlegar ástæður
fólks valdi, að greiðsla drag-
ist, og 7.) Það verður að
leggja algjört bann við
„hauskúpuveiðum" Land-
símans!
VII.
Alvizkan á fræðslumála-
skrifstofunni, nánar tiltekið
toppurinn sjálfur, er nú tek-
inn að haliast. Hefur maður
gengið undir manns hönd og
reynt að rétta toppinn, en
ekki tekizt.
Þannig er í fáum orðum
ein vandræðasaga, sem hefur
blasað við mönnum undanfar-
ið í blöðunum. Fræðslumála-
stjórinn fór fyrir nokkru út
á þá braut, sem hann ætti
aldrei að stíga fæti á, bless-
aður drengurinn, sem sé, að
láta ljós sitt skína, enda
kom hann rammskakkur úr
þeirri för. Maðurinn er nú
búinn að gjökta við þesei
fræðslumál okkar í mörg ár
í einhverjum M.R.A.-anda og
veldur þessum málum auðsjá-
anlega ekkert frekar í dag
heldur en hann gerði 1944,
þegar hann hrökk inn í starf-
ið. En eftir öll þessi ár ræð-
ir fræðslumálastjórinn um
kennaraskort á Islandi.
Og auðvitað tókst honum ekki
að ramba á höfuðástæðuna
fyrir þeim skorti, nefnilega
bágborin laun kennara, sem
eru nú mjög á dagskrá.
Heldur fjasar hann í blöðum
um atriði, sem allir kunna
skil á, en eru bara á allt öðru
sviði. Síðan hafa svo bless-
aðir kennararnir, ýmist einn
og einn eða í hópum,
reynt að rétta toppinn við og
minnt fræðslumálastjórann á
hin lágu laun, en um þ-au
virðist þessi maður vita ná-
kvæmlega jafnlítið og Moggi
vissi um landhelgismálið á
tveggja ára afmæli þess.
Kennarar eru sjálfsagt ýmsu
vanir, þegar þeir. reyna að
fræða slappa nemendur, og
vafalaust tekst þeim oft að
taka andlega slagsíðu af
slíku fólki. En þegar þeir eru
nú farnir að leitast við að
leiðrétta og leiðbeina sínum
eigin meistara og það í blöð-
unum, þá held ég að þeir fær-
ist of mikið í fang. Þeir verða
þó að muna það blessaðir
mennirnir, að fræðslumála-
skrifstofan er ekki neitt
venjulegt jólatré, þar sem
skakkur- toppur verður rétt-
ur við með einu handtaki. Ó,
nei. Toppurinn heldur áreið-
an'ega áfram að hallast.
Hvernig má líka annað vera,
þar sem það bætist nú ofan
á allan ráfuskapinn, að Björn
Ólafsson fyrrv. ráðherra og
Bjarni Ben. núv. ráðherra eru
báðir búnir að komast í þenn-
an topp og hrista hann?
Sum:r 'ættu að muna þau
csköp! En hvers vegna skyldi
hann (toppurinn) þá vera að
blása sínar sápukúlur í mál-
gögnum þeirra? Varla verða
þær sigurstranglegri en gömlu
kveinstafirnir. Nei, toppurinn
réttist ekki, þótt hann stein-
gleymi vissum aitriðum fyrir
tvo „h jartfólgna “ stjórn-
málamenn.
Mánudagsblaðið hefur verið
að beina nokkrum spurning-
um til fræðslumálastjórans og
gerir það alveg réttilega.
Einnig ofbýður því eins og
eðlilegt er að hann ekuli ekki
svara. En hafa menn bara
hugleitt, hvernig frammistað-
an yrði, ef maðurinn tæki nú
allt í einu upp á því að
svara? Þá hugsun neita ég
algerlega að hugsa til enda,
því að það hefur lengi sézt
og sézt nú betur en áður:
Að toppurinn liallast.
/
Þjóðviljann
vantar unglinga til
blaðburðar í eftirtalin
hver.fi:
Seltjarnarnes,
Grímsstaðaholt,
Hringbraut,
Vesturgötu,
Tjarnargötu,
Meðalholt,
Höíðaborg,
Laugarás,
Langholt,
Njálsgötu og
Gunnarsbraut.
Afqreiðslan,
Sími: 17-500.
IþróHir
Framhald af 9. síðu.
heim á æfingu til okkar í
sömu erindum. Ég held að
við getum lænt hver af öðrum
og sameiginlega byggt áhalda-
leikfimi upo sterkari og traust-
ari en verið hefur. Hún ætti
þó alltaf að vera hið sam-
eiginlega áhugamál okkar.
Hvað um keppni í fimleik-
um ?
Ég veit það eiginlega ekki.
Það er eins og menn komi
sér ekki saman um það. Af
hverju veit ég ekki. Það munu
þó vera til reglur fyrir þessu.
Hvað tefur framgang á-
haldaleikf iminnar ?
Ef til vill helzt það að ungl-
ingunum er ékki nægur gaum-
ur gefinn. Það er ekki byrjað
nógu snemma að leiðbeina
þeim, og getur þar lika vald-
ið nokkru að áhöld eru ekki
víðá. Þá má geta þess að
kennarar sem kunna þessa
grein fimleika eru of fáir hér,
en kennslan og þjálfunin
verður þó alltaf undirstaéan,
sagði Óskar að lokum.
I stjórn Fimleikadeildarinn-
ar eru: Óskar Valgarðsson
formaður, Guðrún Jónsdóttir
Jörgen Berndsen, Sveinn V.
Jónsson.
Sími 2 -33-333.
Skólastúlkur
Stúlka, sem er í skóla,
seinnipart dagsins, getur
fengið herbergi og fæði
gegn því að sitja hjá gam-
alli konu fyrrihluta dags-
ins. — Upplýsingar í
síma 19264 eftir klukkan 6.
Aðstoð við námið kemur
einnig til greina.
LÖGFRÆÐl-
STÖRF
endurskoðun og
fasteignasala.
Ragnar Olafsson
hæstaréttarlögmaður og
löggiltur endurskoðandi.
Sími 2 - 22 - 93.
SíldarsöltuFt
Framli. af 12. síðu
Vegna lélegrar veiði Norð-
urlandssíldar á síðastliðnu
sumri vantar allniikið á að
hægt sé að afgreiða hið til-
greinda síldarmagn sam-
kvæmt samningum. Veltur
{iví á miklu, sagði Gunnar
Flóventz, að unnt verði að
salta það ma.gn liér syðra
li! viðbótar því magni sem
áður hafði verið samið mn
af Suðurlandssíld sérstak-
lega.
i
Xilraunir í síldarverkun
Að lokum gat framkvæmda-
stjóri Síldarútvegsnefndar
þess, að í undirbúningi væri
tilraunaframleiðsla á nokkrum
tegundum af ediksverkaðri
s'íld, en fyrir þá vöru er mik-
ill markaður í Mið-Evrópu og
Bandaríkjunum. Innflutningur
Bandaríkjamanna á venjulegri
saltsíld er hinsvegar mjög lít-
ill.
Hemlarnir btluðu
og árekstur varð
í gærkvöld um klukkau 7.30
biluðu hemlar bifreiðarinnar
G-99 er hún var á leið niður
Skólavörðustíg og rann hún
niður í Bankkstræti og lenti á
grindverkinu á horni Skóla-
vörðustígs og Bankastrætis og
lagði það útaf. Bifreiðin
skemmdist allmikið, en slys
varð ekki á mönnum.
ENWNÍIIP RAFPRáW-
FARIP íÆTILEa MfD
RAFTAKI!
Húseigendafélag
Reykjavíkur
KRANA-
viðgerðir
og klósett-kassa.
Vatnsveita
Reykjavíkur
Enn heldur skyndisalon áfram
20 % Afslóttur 30%
á öllum vörum í HERRADEILDIMNI
KomiS - SkoSiS - GeriS góS kaup
M.a.: Allar stærðir af SPÖRTU
Drengja og karlmanna FÖTUM