Þjóðviljinn - 22.10.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.10.1960, Blaðsíða 1
VILIINN Laugardagur 22. október 1960 — 25. árgangur — 238. tölublað. Hótanir um skothríð á íslendinga Brezk blöS segja oð flotamálaráSuneytiS hafi gefiS herskipum á IslandsmiSum ný fyrirmœli í fundahléi Annað kvökl klukkan 9 hefst í Tjarnar.götu 20 annað spila- kvöld Sósíalistafélags Reykja- víkur á haustinu. Auk félagsvistar og 'kaffi- veitinga mun Gestur Þorgrims- son fara með skemmtiþátt. Svo sem áður hefur veri5 skýrt frá, verða heildarverð- laun veitt í vetrarlok fyrir bezt- an heildarárangur á spilakvöld- um Sósíalistafélagsins í vetur. Verða þetta myndarleg verð- laun og því til einhvers að vinna, en kvöldverðlaunin eru einnig góð. MeÖan viöræður um landhelgismálið liggja niöri reyna brezkir aðilar aö hræöa íslendinga með hótunum um aö brezku herskipin verði látin ráðast meö skothríö á ís- lenzku varöskipin. Um síðustu helgi birtist í ýmsum brezkum blöðum frétt um að brezka flotastjórnm væri áfjáð í að breyta ..þorskastríð- inu" við ísland úr .,köldu‘' stríði í -,,heitt“. „Láta vopnin skera úr“ Til dæmis sagði Sunday Graphic svo frá: ..Brezk herskip eru reiðubú- in að láta vopnin skera úr Samkomulag í verzlunum Síðdegis í gær náðist sam- komulag í deilu verzlunarfólks og kaupmanna um vinnutíma á laugardögum. Verður' það lagt fyrir fund í Verzlunarmannaíé- lagi Reykjavíkur klukkan tvö í öag. Verzlunarmenn hætta því vinnu klukkan eitt eins og þeir höfðu kunngert. Yfsr 800 tunnur I gær komu til Akraness 3 hringnótabátar, Sveinn Guð- mundsson með 300 tunnur, Sig- urður með 250 tunnur og Höfr- ungur n. með 200 tunnur 2. reknetabátar komu einnig, Ól- afur Magnússon með 50—60 túnnur og SkipaSkagi með álíka afla. Skólar og í vetur verða uni 8200 börp á barnafræðslustigi við nám í skólum Reykja- víkur, 25G5 unglingar við skyldunám gagnfræða- stigsins og 1370 við nám í 3. og 4. bekkjum gagn- fræðaskólanna. Um þetta er nánar rætt í frétt á 12. síðu blaðsins í dag, en myndin hér fyrir neðan er af einum nýjasta skólan- um í líeykjavík, Voga- skóla. (shoot it out) ef fslendingar skipta sér af togurum okkar. í gærkvöldi var skýrt frá þvi að herskip 'nins drottningarlega flota á hafinu við Tslandsstrend- ur væru búin til orustu fyrir- varalaust. Flotamálaráðuneytið beið ekki boðanna þegar viðræður Breta og íslendinga um kröfu fslands til 12 mílna landhelgi fóru út um þúfur í Reykjavík ó þriðju- daginn. Freigátur undir forustu 2800 tonna tundurspillis, Defenders, voru sendar innfyrir tóif mílna Ununa með fyrirmæli um að breyta „kalda“ stríðinu í „heitt“ stríð með skothríð ef þörf gerð- ist“. Orðum aukið Blaðið segir ennfremur að tundurspillar í skozkum höfnum hafi fengið skipun um að vera við því búnir að sigla á fs- landsmið. Við þennan viðbúnað hafi íslendingar strax guggnað og skipað varðskipum sínum að hafa hægt um sig. Á mánudaginn báru opinberir aðilar frétt þessa til baka. að öðru leyti en því að tundur- spillirinn Defender hefði verið sendur á íslandsmið. Ljóst er af því að fréttin birtist í allmörg- um blöðum að henni hefur verið komið á loft af ráðnum hug til að reyna að hræða íslendinga til undanhalds fyrir hinum brezku kröfum í Jandhelgisdeil- unni. Tvö á sveimi Þjóöviljinn hafði i gær tal af Gtmnari Bergsteinssyni hjá Landhelgisgæzlunni og spurði "m brezku herskioin. Hann kvað , þsu vera Ivö á sveimi að stað- '^ri á miðunum hór við land, ö-’tru hvo^u væri skipt um skip. T"rtorar-ir halda sig lang'flest- iv mjög diúpt. aðeins örfáir veiða nærri londhelgislínunni og sýna enga tilhnei'ílngu til ágengni eins og þeirrar sem viðhöfð var ; i sumar. Brezkt herskip setur út bát með sjóliðum til að hinilra íslenzka varðskipsmenn í að taka landhelffisbrjót. Myndina tók Guðmundur Kjærnested skipherra úr gæzlufiugvélinni Rán. Hvatt til árásar á Kúbu Bandaríkjastjórn kallar sendiherrann í Havana heim Lsndssamband uppgjafahermanna í Bandaríkjunum hefur skorað á ríkisstjórnina aö steypa byltingarstjórn- inni á Kúbu með vopnavaldi. Á landsþiugi sambandsins sem er eitt helzta vígi hægri- aflanna í Bandarikjunum, var skorað á stjórnina í Washing- ton að beita sér fyrir ráðstöf- unum sem dygðu til að steypa ríkisstjórn Fidels Castro í Hav- ana af stóli og lýst yfir að ekki mætti skirrast við að beita valdi ef með þyrfti. í fyrradag sagði Nixon, for- setaefni repúblikana, í ræðu á þingi uppgjafahermanna, að til þess gæti komið að Bandaríkja- stjórn teldi sér skylt að beita valdi gegn Kúbu. Fyrr í vikunni setti Banda- ríkjastjórn nær algert bann við vörusölu til Kúbu. í gær var tilk.vnnt í Washington að Bon- sal. sendiherra Bandaríkjanna í Havana, hefði verið kallaður heim til Washington til langra ráðagerða. Tekið var fram að þessi ráðstöfun þýddi tkki slit stjórnmálasambaiids. Leítað fógetaárskyriir í máli Björns Gíslasonar Þjóðviljiren skýrði í gær frá hne.vkslismáli í sambandi við brottrekstur Björns Gíslasonar frá Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Sagan er í stuttu máli sú, að Björn, sem var vistmaður á heimilinu, hafðí skrifað greiínar í blöð varðandi Hrafnistu óg bakaði sér með því óvild íorstjórans Sigurjóns Einarssonar. Er Björn var lagðnr inn á spítala fyrir nokkrú með svæsna: - lungna- bólgu. voru eigur hans sendar í vörzlu bæjarins án þess að hann hefði vitneskju um það. í fyrradóg kom Björn í fylgd með Jónasi Sveinssym lækni (ekki Kristjánssyni eins og' mis- ritaðist í gcér) og lögfræðingi sínum Guðmundi Ingva Sig- urðssvni og hugðist sétjast að i Hrafnistu aftur. Sigurjón Ein-sw arsson lét, þegar lögfræðing— urinn og læknirinn voru farn— ir, sækja lögregluna undir því yfirskini að Björn væri drukk— inn og ekki í húsinu hæfur. Lögreglumennirnir fóru með Björn, 83 ára gamlan, niður á lögreglustöð, en þá greip Guð- mundur Ingvi í taumana og kom Birni fyrir á Herkastal- anum. Guðmundur Ingvi mun leita fógetaúrskurðar í máli þessu og má búast við að hann verði kvéðinn UPP í dag. Gullverð lækkaði í kauphöll- inni í London í gær niður í það sem var fyrir öra verðhækkun í fyrradag. ' 1 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.