Þjóðviljinn - 13.12.1960, Blaðsíða 1
Gefandinn í
bókasafni
Dagsbrúnar
Frú Guðrún Pálsdóítir,
ekkja Héðins Valdimars-
sonar, í bókasafninu sem
liún gaf Dagsbrún til
minningar um mann sinn.
Myndin var tekin þegar
safnið var opnað á laug-
ardaginn. Frú Guðrún
stendur viö einn a.f bóka-
s’íápum Hécins, sem hún
lét fylgja bókasafninu.
Nánar er skýrt frá opn-
un safnsins á 12. síðu.
(Ljósm.: Þjóðv. A.K).
I
Andstaða almennings liindrar íslenzku ríkisstjórnina í að verða við
kröffum Breta, segja brezku blöðin eftir heimkomu brezku fulltrúanna
Viðræður milli ríkisstjórna íslands og Bretlands um
landhelgisdeiluna eru komnar 1 sjálfheldu, segja brezk
'blöð’. Þessar fréttir birtust eftir heimkomu brezku íull-
trúanna sem hér voru um fyrri helgi.
„Nú virðast litlar liorfur á
skjótri lausn fiskveiðideilu
Brstlands og Islands," segir
Vorkshire Pcst 7. des. Blaðið
skýrir frá að sir Patrick Reilly
og förunautar hans hafi farið
erindisleysu til Islands, því
þeim hafi ekki tekizt að koma
þv!i í kring að dagnr væri á-
kveðiníi til að hefja samn-
ingaviðræður á ný.
Óttast almenningsálitið
„Afstaða Islendinga virðist
vera þannig að frekari við-
ræður séu gagnslitlar sem
stendur," segir Yorkshire Post.
,,Til þess liggja að likindum
tvær ástæður. Önnur er að
íslenzka ríkisstjórnin. sem hef-
ur nauman meirihluta á þingi,
óttast að hún fái ekki nægi-
'legan stuðning við samkomulag
við Bretland .... Hin er hik
Telpa höfuð-
kúpubrotnar
Laust fyrir klukkan fjögur
í gærdag varð það slys á
Reykjaneshraut á móts við
Shetí, að þriggja ára telpa,
Hulda Ágústsdóitir, Brápulilíð
2, varð fyrir sendiferðabifreið
og höfuðkíipubrotnaði.
Sendiferðabifreiðin var á
leið suður Reykjanesbraut, er
slysið varð, en telpan mun hafa
ætlaö yfir götuna frá blettiir
um við Shc-11. Óskar lögreglan
eftir því, að þeir, sem kynnu
að hafa orðið sjónarvottar að j
þessu slysi, gefi sig fram.
Litla telpan var fyrst flutt
á slysavarðstofuna en síðan á
Landakot.
við að íallast á röksemdir
Breta fyrir . . . um það bil
fimm ára umþóttunartíma“.
Tveim dögum áður hafði
sama blað rætt um horfurnar
í ílandhelgismálinu og sagði þá:
„Meinið er að nújerandi rík-
isstjórn. á Islandi, sem er vafa-
laust umhugað um að ná su'ii-
komulagi, verður sífellt að liafa
hliðsjón af að hve miklu leyti
hún geti fengið almenningsá
Iitið á sitt band. Kommúnistar,
sem eru ekki í núverandi rikis-
stjórn, eru reiðubúnir að beita
sér gegn sérhverju samkomu-
lagi, og landhelgismálið er mik-
ið tilfinningamál fyrir alla ís-
lendinga."
I ritstjórnargrein í City
Press 9. des. er fullyrt að
samningarnir um landlielgis-
málið séu farnir út um þúfur.
Síðan segir: „Frá öndverðu var
ljcst að eins naumur og msiri-
hluti islenzku stjcrnarinnar er
hlytu tilslakanir að kosta það
að hún félli og kommúnistar
tækju við stjórnartaumunum."
Yorkshire Evening News
hefur birt frétt frá utanríkis-
málafréttarritara sínum, Thom-
as Denham, um erindi Patricks
Reiily og förunauta hans til
Islands. Segir fréttaritarinn, að
þeir hafi farið til Reykjavíkur
„í þeirri von að geta rutt úr
vegi ágreiníngi um grundvalh
aratriði. Talið er að þetta
grundvallaratriði snerti kröfur
Islendinga til svæða jafnvel enn
lengra frá landi en 12 mílna
linan.“
VILIINN
W m H m m%I Wm
Þriðjiidagnr 13 desember 1980 — 25. árgangur — 282. tbl.
Happdræíti Þjóðviljans:
11 dagar eftir
TJngir sósíalistíir!
Enn einu sinni leiíar Þjóð
viljinn til ykkar og lieitir á
ykkur að brpgðast ve) og
<1 rengilega við. Þið hafið iðu-
lega innt af liöndum þrekvirki,
Jie.gar mikið liefur legið við,
og vissulega liggur mikið við
núna, það er brýn nauðsyn að
happdrættið okkar í ár skili
glæsilegum árangri. Minnist
þess, ungir sósíalistar, að
'Þjóðviljinn er ckki sízt mál-
gagn framsækinnar íslenzkrar
æskti. Látið hendur standa
tram úr ermum þessa fáu daga
sem eru til stefnu. llefjið nú
þegar stórsókn í happdrættis-
miðasölunni. Látuin árangur
inn verða okluir og blaðinu
okkar til sóma..
Um 100, flestir Serkir, hafa falliS, en 1500 sœrzt, !
Ferhaf Ahhas fer fram á fafarlausa íhlutun SÞ
Blóðugar óeirðir liafa geisað
í Algeirsborg, Oran og víðar í
Alsír síðustu tvo daga. Óhætt
er að fullyrða að um 100 menn,
flesfir Serkir, liafi fallið, en
1500 særzt í götubardögum, en
grunur leikur á að manntjónið
sé enn meira.
Óeirðirnar hófust á sunnu-
daginn en ófriðlegt hefur ver-
ið í borgum Alsír síðan á föstu
daginn þegar de Gaulle forseti
hóf ferðalag sitt um landið. :
Upphafsmenn óspektanna voru j
franskir landnemar og þó eink-
um unglingar úr þeirra hópi.
Serkir fóru sér í fyrstu hægt,
en á sunnudaginn létu þeir á
sér bæra. I serkneska herfinu
í Algeirsborg var hvarvetna
dreginn að hún hinn græn-
hvíti fáni þjóðfrelsishreyfing-
arinnar. Við það espuðust land-
nemar og héldu þeir í stórum
hópum inn í serkneska hverfið
og sló þá í bardaga.
Serkir reyndu þá að reka
Frakka af höndum sér og
brjótast út úr hverfi sínu, en
það var þá umkringt vopnaðri
lögreglu sem skaut á Serki.
Svipaða sögu var að segja
frá Oran, Constantine og öðr-
um horgum, þótt alvarlegustu
átökin yrðu í Algeirsborg.
Aftur barizt í gær
Að kvöldi sunnudagsins var
aftur kominn á friður í Al-
geirsborg en óeirðirnar hófust
aftur strax í dögun í gær, og
áttust nú nær eingöngu við
Serkir og franskir lögreglu-
menn og hermenn. Beittu báð-
ir skotvopnum. Harðasta viður-
eignin varð við serkneska
hverfið þegar hermenn gerðu
fjölmennan hóp Serkja aftur-
reka sem reynt hafði að hrjót-
ast gegnum gaddavírsgirðingu
þá sem sett hefur verið kring-
um hverfið. Fréttaritari einn
sem var !i hverfi Serkja segist
hvarvetna hafa séð hinn græn-
hvíta fána þjóðfrelsishreyfing-
Framliald á 2. síðu.