Þjóðviljinn - 13.12.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.12.1960, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. desember 1960 — ÞJÓÐVILJINN — fji íslandi teílt í stórkostlega hættu Hinn 26. nóv. s.l. lauk í Par- ís þingmannafundi Atlanzhafs- bandaiagsins eða ,,Nató“, eins og þessi félagsskapur er nú al- mennt kallaður. Hafði hann staðið þar yfir um skeið. Fjór- ir íslenzkir þingmenn sóttu þennan íund. Voru það Jóhann Hafstein og Birgir Kjaran frá Sjálfstæðisflokknum, og Birgir Finnsson frá Alþýðuflokknum og Jón Skaftason frá Fram- sóknarflokknum. Áður höfðu íslendingar feng- ið að heyra, að aðaimál fund- arins hefði verið að ræða nauð- syn þess að herafli bandalags- ins yrði búinn kjarnorkuvopn- um. Þegar eftir heimkomu nefnd- arinnar birti Morgunblaðið viðtal við formann hennar, Jó- hann Hafstein, um fundinn og Nató. Síðar kom hann fram í fréttaauka í ríkisútvarpinu með sama boðskap. S.l. þriðjudag birti svo Tím- inn leiðara og var annar að- alþáttur efnis hans svo ná- kvæmlega í sama anda og fyrri ummæli Jóhanns Hafstein, að manni hlýtur að koma til hug- ar að Jóhann hafi beiniínis fengið inni i leiðararúmi Tím- ans til þess að koma boðskap s'num til lesenda hans lika. Helztu fuliyrðingar beggja aðila eru þessar: 1. Atlanzhafsbandalagið cr- sterkasta vörnin gegn út- breiðslu kommúnismans og hefur jafnvel stöðvað hana síðan 1949. ** 2. Kommúnisminn er helzta landvinninga- og útþenslu- stefna heimsins í dag. Ný- lendur þær, sem lotið hafa vestrænum þjóðum, eru nú sem óðast að fá freisi. 3. ,,Sú staðreynd, að við ráð- um yfir kjarnorkuvopnum, veldur því, að styrjöld er ólíkleg. Krústjoff veit að kjarnorkustyrjöld útilokar möguleikann fyrir sigri kommúnismans og því vill hann forðast hana“. Þessa setningu hefur Tíminn orð- rétt eftir Paul Henri Spaak, framkvæmdastjóra Nató. 4. Þátttaka Bandaríkjanna í hinum vestrænu „varnar- samtökum“ hefur tryggt það, að beitt yrði kjarnorkuvopn- um ef árás yrði gerð. 5. Varnir Nató verða hér eft- ir í vaxandi rnæli byggðar á kjarnorkuvopnum, sem útilokað er að staðsetja hér á íslandi. Eftir þennan lestur er erf- itt að efast um, hvernig ís- lenzku þingmennirnir hafi greitt atkvæði í því máli hvort herir bandalagsins skyldu bún- ir kjarnorkuvopnum. Og þar með 5. töluliður hér að fr.am- an er orðrétt tekinn upp úr fyrrnefndum Jeiðara Tímans, þá er það fróðlegt fyrir hina mörgu hernámsandstæðinga innan Framsóknarflokksins að .athuga, hvort blaðið ætlar framvegis að byggja stefnu sína í þessum málum á grund- velli þessarar fullyrðingar, og þá jafnframt hve traust hún muni reynast ef Nató á eftir að verða mesta kjarnorkuherveldi veraldar ^g ísland aðili þess framvegis. Ilver er reynzla Norðurland- anna af „valdaútþenslu“ kommúnismans? Þessir menn leggja mikla á- herzlu á það, að Nató sé sterk- asta vörnin gegn kommúnism- anum og' hafi jafnvel stöðvað útþenslu hans síðan 1949. Það er raunar erfitt að tala með rökum við menn, sem virðast stjórn til þess að hjálpa sér til að ná nauðungarsamningum um að hafa herstöðina hér áfram, þannig að hin síðarnefnda hafði í hótunum við íslendinga, ef ekki væri látið að vilja Banda- ríkjanna. Þetta er okkar reynsla af þessu vestræna lýð- ræðisríki. Sovétríkin höfðu flutt allan her sinn frá Danmörku og Nor- egi áður en ár var liðið frá styrjaldarlokum. í Finnlandi héldu þau herstöð samkvæmt samningi, en slepptu henni fyrir nokkrum árum, löngu áð- ur en sá samningur var útrunn- inn. Þetta er reynsla frænd- þjóða okkar af útþensluvald- stefnu Sovétríkjanna. Hvernig kemur svo þessi reynsla heim Sldpverjar á bandaríska líjarnorkukalbátnum „George Was- hingto!i“ æfa sig í að taka á móti Pólariseldfiaugum lilöðn- um vetnissprengjum. Samkvæmt hernaðaráætlun A-banda- lagsins eiga kjarnorkukafbátar með þennan vopnabúnað stöð- ugt að vera á vakki í norðurhöfiun, og komið hefur til tals meðal bandarískra flotaforingja að Island sé hentugur staður fyrir kjarnorkukalbálástöð. haldnir móðursjúkri hræðslu við mannfélagslega þróun. En svo virðist vera með þá menn, er þannig tala. Þó skal það nú reynt. Skal þá vikið að nærtækasta dæmi, reynslu okkar sjálfra og næstu nágranna. í lok styrj- aldarinnar voru sigurvegararn- ir víða með her. Bandaríkin höfðu her og herstöðvar á fs- landi. Sovétríkin höfðu her í Danmörku, Noregi og Finn- landi. Danmörk og Noregur höfðu verið þeirra samherjar en Finnland andstæðingur. Þegar standa átti við gefin heit um að flytja herina brott að styrjöldinni lokinni neituðu Bandaríkin að hlýða, og fara með her sinn héðan. Og meira að segja fengu þau Bretlands- við fyrrgreindar fullyrðingar? Og Nató var ekki til þegar þessir hlutir gerðust. Þá er annað, sem hinum vestrænu auðvaldsríkjum svíður sárt, og fulltrúum þeirra og málpíp-' um öllum verður tíðrætt um. Og það er, að eftir styrjöld- ina víkkaði 'valdsvið sósíalism- ans í heiminum svo mjög, að nú er ekki aðeins vonlaust um að hann verði sigraður, held- ur má jafnvel telja víst að liann beri sigur af hólmi yfir auðvaldsheiminum í friðsam- Iegri þróun. Það er þetta hugboð og ótt- inn, sem því fylgir, sem veld- ur þessum sefasjúku ópum um útþenslustefnu kommúnismans, er leiðtogar gömlu vestrænu stórveldanna sífellt eru að berja inn í kollana á litlum körlum, sem komizt hafa á valdsmannabekki smáþjóðanna. Til þess eru m.a. notaðar sam- kundur eins og þessi þing- mannafundur Nató og aðrir samskonar. Hvaða þjóðir eru nú það, sem á þessum árum hafa tek- ið upp sósíalskt skipulag? Það eru þjóðir, sem árum og öld- um saman hafa stunið undir miðalda léijgskipulagi spilltra auðstétta, sem í flestum tilfell- um höfðu gert meiri og minui bandalög við erlendar auð- hringasamsteypur um nýtingu náttúrugæða viðkomandi landa og arðrán alls almemiings við- komandi þjóða. Svo var t.d. ástatt með þjóðir Suðaustur- Evrópu og Kina og Eystrasalts- löndin. Og auðhringasamsteypum Ameríku svíður að hafa misst þennan spón úr aski sínum. Sósíalisminn leysir klafa nýlenduþjóðanna „Nýlendur þær, sem lotið hafa vestrænum þjóðum, eru nú sem óðast að fá frelsi“, segja þessir postular, og þykj- ast sanna mál sitt um frjáls- lyndi og víðsýni nýlenduveld- anna, sem .andstæðu við kúg- un sósíalismans. Hið fyrra er rétt. Nýlendur eru sem óðast að fá frelsi, en bað sannar bara alveg hið gagnstæða við það, sem til' er ætlazt. Sigrar og framvinda sósíal- ismans í heiminum hafa verið hinar óhjákvæmilegu íorsend- ur þess að nýlenduveldin gæfu eftir, þó ekki væri nema brot af sínum illa fengnu völdum og arðránsaðstöðu. Og reynsla síðustu ára sýnir okkur Ijós- lega, að þau gefa ekkert eft- ir nema algjörlega tilneydd. Fyrir fáum dögum voru þær upplýsingar gefnar af her- stjórn Frakka í Alsír, að þar hefðu fallið í fárra ára frelsis- stríði Serkja miklu fleira fólk en nemur öllum íbúum okkar lands. Er þó fullyrt af öðrum aðilum að það sé miklu fleira. Fyrir fáum dögum var fulltrúi Preta hjá Sameinuðu þjóðun- um að hæla sér af því, að Bretar heíðu á tiltölulega fá- um árum veitt 500 millj. manna frelsi. Sýnir þetta ekki fyrst og fremst, hve gífurlega þjóða- kúgun Bretar liafa rekið og grundvallað á bæði auð simi og veldi? Og munu þeir ekki reyna enn að halda þeirri að- stöðu, sem þeir mögulegast geta í þessum löndum sér til hagnaðar? Og hverjum heil- vita manni dettur í hug, að þessar 500 milljónir manna og aðrar, sem losnað hafa undan oki nýlendukúgunar á síðari tímum, hefðu fengið sitt frelsi, nema af því að með sigrum sósíalismans hefur tekizt að skapa grundvöllinn að frelsis- baráttu þeiiTa og þau viðhorf í lieiminum, er gerðu árangur liennar mögulegan? Þrátt fyrir þetta er það rétt að Nató reynir að hindra út- breiðslu sósíalismans eftir því sem það getur. En þetta mú einnig orða svo: Atlanzhafs- bandalagið, Nató, er stofnað til þess að bjarga því sem bjarg- að verður áf kúgunarvaldi og arðránsaðstöðu gömlu auðvalds- ríkjanna og auðhringasam- steypa þeirra. Og þau leggja allt kapp á að nota smáþjóð- ir eins og íslendinga sem, hjálpartæki í þeirri baráttu. i Á að standa sífellt á barmi styrjaldar? Þá er boðskapur Spaaks um að styrjöld sé ólíkleg vegna kjarnorkuvopnanna og það sé vegna þess, að Krústjoff viti að kjarnorkustyrjöld útiloki möguleika á sigri komúnism- ans. Áður en það er rætt er yétt að minna á ummæli mesta valdamanns Bandaríkjanna fyr- ir fáum árum, þ.e. fyrrverandi utanríkisráðherra John Foster DuIIes. Ilans boðskapur var sá, „að sífellt bæri að standa, frammi á fremsta barmi styrj- aldar“, að v'su án þess að ganga fram af. Þetta var jafn- framt einn af áhrifamestu mönnum Nató. Þessari stefnu hefur verið dyggilega fylgt a£ Bandaríkjunum og Nató, um margra ára skeið. Henni hefur verið trúlega fylgt á tíma vax- andi kjarnorkuvígbúnaðar tii þess að ógna. Fyrst alllengi í skjóli þess að þau réðu kjarn- orkuvopnum ein. Síðan um nokkurn tíma í skjóli þess að þau væru þrátt fyrir ,allb sterkari. Og nú fyrst, þegar þau óttast að vera orðin veik- ari, og vafalaust ekki að á- stæðulausu, þá fara þeir herr- ar að ræða um það, að styrj- öld sé ólíkleg, og þá bara vegna þess, að Krústjoff veit, að sósíalisminn sigri ekki i henni. Ekki skal það dregið í efa að forráðamenn Sovétríkj- anna viti það vel, að í kjarn- orkustyrjöld sigrar enginn. Em hún verður samt því aðeins ó- Iíkleg að vikið sé frá þeirril stefnu að standa sífellt á barmi hennar og hafa aðeins ginandS hyldýpið fyrir framan sig. Það þarf stundum ekki mikið til að skrika fæti. Hver getur ábyrgzt að kjarn- orkuvopn verði ekki staðsett liér á landi? Þá eru þær upplýsingar ekkj beinlínis hugnanlegar að „hér eftir verði varnir Nató í vax~ andi mæli byggðar á kjarn- orkuvopnum". Hverjum finnsit þetta gleðiefni fyrir smáþjóð- irnar í þessu bandalagi? Hver getur fullyrt að ekki verði þesst krafizt, að þau verði staðsettt hér? Hver maður veit að sl-k ‘full- Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.